Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 31

Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 31
-<l DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. 8 Utvarp Sjónvarp i) ÞETTA ER SJÓNVARP - sjónvarp kl. 21,15: Þegar óvelkom- inn gestur birtist á skjánum ,,Þeim, sem finnsl gaman að vísinda- Leikritið segir frá manni, sem vinnur skáidsögum, likar eflaust myndin,” í sjónvarpstækjaverksmiðju og sagði Dóra Hafsteinsdóttir, en hún uppgötvar að hann gelur komið fram í þýddi danska leikritið, sem sýnt er í sjónvarpsviðtækjum með því að ein- sjónvarpi i kvöld. Það heitir Þetta er beita huganum. Mannræfillinn sætir sjónvarpstæki ogerí léttum dúr. svo miklu aðkasti þegar hann fer að stunda þá iðju að forstjórarnir reyna hvað þeir geta til að fá hann ofan af þessu hátterni sínu. Leikritið er nýtt af nálinni og að sögn þýðanda er það alveg þokkalega gert. -SA. KGB-MAÐUR LEYSIR FRÁ SKJÓDUNNI - sjónvarp kl. 22,05 NJÓSNIR RÚSSA VÍDA UM LÖND Síðast á dagskrá sjónvarps í kvöld er brezk fréttamynd um háttsettan starfsmann KGB, sem nýlega leitaði hælis i Bretlandi. Hann ræðir m.a. um þjálfun sína hjá leyniþjónust- unni, KGB, athafnir hennar víða um lönd og ólympíuleikana i Moskvu. Þýðandi er Jón O. Edwald. llya Dzhirkvelov, en svo heitir starfsmaðurinn, barðist í Rauða hernum í stríðinu og var m.a. i árásarsveitum, er gerðu árásir á Þjóðverja að baki víglínanna. Er stríðinu lauk var hann i tvö ár i þjálfunarskóla KGB t Moskvu en hefur siðan unnið hin margvíslegustu störf. Ilya vann t.d. við alþjóða heil- brigðismálastofnunina í Genf, en aðalstarf hans þar var njósnir í þágu Sovétríkjanna. Ilya komst að því að til stæði að kalia hann heim, og beið þá ekki boðanna heldur hélt til Bret- lands, þar sem hann dvelst nú. Uppljóstranir hans hafa veitt Bretum kærkomnar upplýsingar um KGB, bæði skipulag leyniþjónust- unnar og athafnir. Ilya ræðir einnig um ólympiu- leikana i Moskvu, en hann telur þá hafa mikið áróðursgildi fyrir Sovét- menn. -SA. « Margir njósnarar hafa leilað hælis í „föðurlandi” sínu, en sá frægasti er sennilega Brelinn Philby sem flúði til Sovétríkjanna fyrír hartnær 20 árum. V0LÆÐI UM ! í AFRÍKU HELGINA j S í Frekar fátt bitastætt var í sjónvarpi um helgina. Að visu var sjónvarpið með betra móti á föstudag og bar þar af kvikmyndin sem var ein sú albezta, sem rekið hefur á fjörur sjónvarpsins i langan tíma. Hversu sannsöguleg myndin er skal enginn dómur lagður á. en hún dró upp góða mynd af lífi fátækra í þurrka- héruðum Afriku. Heldur var hún ömurleg myndin og eymdin og vol- æðið virtist engin takmörk eiga sér. En Afríkubúarnir töpuðu aldrei trúnni á sjálfa sig og héldu sinni lifs- gleði, þótt ferðin til fyrirheitna landsins sæktist hægt. Eftir mynd sem þessa má velta fyrir sér hvort nokkur Afríkubúi komist lifandi á leiðarenda, því með sanni má segja að við hvert fótmál hafi leynzt nýjar hættur. Pavarotti gladdi hug og hjörtu áhorfenda í Laugardalshöll og hlust- enda útvarps. Mikil er rödd mannsins og enginn varð illa svikinn af að hlusta á „gullna tenórinn” eina kvöldstund. Sérstaklega þótti mér gaman að heyra lýsingu frétta- manns útvarps á hljómleikunum daginn eftir. Sá lýsti hoppum og skoppum og lófaklappi áhorfenda á skemmtilegan hátt. Eflaust hefur það verið hin ótrúlegasta sjón að sjá helztu menningarfrömuði landsins láta eins og smákrakka á þrjú-biói. Forsetaframbjóðendurnir mættu til leiks i útvarpi og sjónvarpi og var ekki seinna vænna fyrir þá að koma fram fyrir alþjóð. Án efa hafa margir haft gagn af því að sjá fjór- menningana saman svara spurningum fréttamanna og ekki var verra að heyra þá spyrja hverjir aðra. Enginn fannst mér bera af öðrum og betur má ef duga skal til að klófesta atkvæði undirritaðs. Að þættinum loknum veltu margir vöngum yfir því hvers vegna frambjóðendur hefðu ekki verið kynntir fyrr í rikis- fjölmiðlunum. Nú hafa fjölmargir greitt atkvæði utan kjörstaðar en vel má vera að sum þau atkvæði hefðu fallið á annan veg ef fram- bjóðendurnir hefðu fyrr fengið að koma fram í sjónvarpi eða úlvarpi. Eitt heljarmikið ,,show” setti svip á sjónvarpið í gærkvöldi, en þar komu fram herskari þekktra leikara. Skelfing fannst mér þó lítið koma til skemmtiþáttarins og eitt andartak fagnaði ég þvi að júnimánuður er senn á enda. Myndin á eftir var mun betri, og náði hún að rífa kvöldið upp úrmikiili ládeyðu. Ekki er timinn á þætti Óla H. Þórðarsonar, Syrpu, alveg nógu góður. Þetta er ágætisþáttur, en ég held að hann fari fyrir ofan garð og neðan hjá flestum meðan hann verður að þola að vera siðastur á dagsskrá sunnudagsins. -SA. Með einbeitni tekst söguhetju sjónvarpsmyndarínnar að koma fram i sjónvarpsvið- tækjum, þótt sennilega geti hann ekki leikið listir kappans á myndinni eftir. Kosningaútvarp á stuttbylgju Vegna kosninga til embættis forseta íslands, sem fram eiga að fara þann 29. júni nk. verður dagskrá Rikisútvarpsins send út á stuttbylgju frá kl. 18.30 að kvöldi kosningadags til kl. 13.00 daginn eftir, eða þar til talningu lýkur. Utvarpað verður á eftirtöldum bylgjulengdum. 13950 kHz eða21.50m 12175 kHzeða 24.64 m 9181 kHzeða 32.68 mog 7673 kHzeða 39.10 m ,SA. EINNIGIOLÍULAMPASTÍL NY SENDING AF LEÐURLOMPUM póstsendum LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 1Z sími 84488

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.