Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1980. iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir íþrótt Hauka-sigur á elleftu stundu — Haukar-Ármann 2-1 í 2. deild Haukar í Hafnarfirði unnu þýðingarmikinn sigur á Ármanni i 2. deild á föstudagskvöld á Kaplakrika- velli, 2—I, og var sigurmarkið skorað á síðustu mínútu leiksins. Haukar eru meðal efstu liða í deildinni eftir sigur- inn og möguleiki á sæti i 1. deild á ný er fyrir hendi. Það var lengstum jafnræði með liðunum í leiknum i Hafnarfirði. Ekkert mark skorað i fyrri hálfleik en um miðjan síðari hálfleikinn kom Þráinn Ásmundsson Ármenningum yftr. Það stóð ekki lengi því marka- kóngur Haukaliðsins Loftur Eyjólfs- son jafnaði fljótt metin. Það virtist stefna í jafntefli en Haukar voru á annarri skoðun. Knötturinn barst inn i vítateig Ármanns á lokaminútu leiksing og eftir nokkurn darraðardans þar tókst Lárusi Jónssyni að koma knettinum í mark Ármanns. Magnús Bergs hyggst hætta í knattspyrnu ,,Já, það er ýmislegt sem bendir til þess. Ég hef sótt um vinnu erlendis og ef hún ekki fæst mun ég væntanlega fara i framhaldsnám,” segir knatt- spyrnumaðurinn góðkunni, Magnús Bergs, úr Val, aðspurður hvort þetta sé síðasta árið sem hann leikur knattspyrnu fyrir Val. Spurningin var lögð fyrir hann í leikskrá Vals fyrir leikinn gegn Akranesi í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann stefni að þvi að leika knattspyrnu á erlendri grund segir Magnús. ,,Nei, það er ekki á áætlun hjá mér, ég ætla að einbeita mér að vinnu eða námi.” Ekki þarf að taka fram að mikill sjónarsviptir verður að Magnúsi á knattspyrnuvellinum, hætti hann knattspyrnuiðkun. Magnús sem er aðeins 23 ára gamall hefur verið einn af máttarstólpum Valsliðsins undanfarin ár og átt mikinn þátt í velgengni liðsins. -GAJ. Mútuhneyksli á Spáni Spænska knattspyrnusambandið dæmdi um helgina þjálfara knatl- spyrnufélagsins Salamanca í tveggja ára bann frá knattspyrnu fyrir að hafa greitt 4,4 milljónir peseta til að fá fram sigur gegn Malaga i april sl. Þjáífarinn, Felipe Mesones, hafði greitt tveimur leikmönnum Malaga peningana. Voru leikmennirnir einnig dæmdir i tveggja ára keppnisbann. Knattspyrnusambandið mun fara fram á það við aganefnd sína að forseti Sala- mancafélagsins verði settur í ævilangt bann. ítalir sigruðu í tugþraut ítalir sigruðu i fjögurra landa keppni i tugþraut sem fór fram í Kaup- mannahöfn um helgina. ítalir hlutu 22.373 stig, Bretar urðu í 2. sæti með 22.224 stig, Hollendlngar urðu þriðju með 21.596 stig og Danir fjórðu með 21.022 stig. í keppni einstaklinga urðu efstir McStravick, Bretlandi, og Brogini, ttaliu, hlutu báðir 7.704 stig. Þriðji varð Hubert Indra, ítaliu, með 7.589 stig. Bezti Hollendingurinn, Frans van de Ham, hlaut 7.226 stig og hafnaði i 5. sæti. Bezti Daninn, Erling Hansen, hlaut 7.124 stig og hafnaði i 8. sæti. Þess má geta til samanburðar að þrír íslendingar hafa náð yfir 7300 stigum i tugþraut i ár, þ.e. Stefán Hallgrfmsson, UÍA, Elias Sveinsson, FH og Þráinn Hafsteinsson, ÍR. Með þeim árangri hefðu íslendingar unnið bæði Hollendinga og Dani i þessari keppni. -GAJ. Sigþór Ómarsson, bezti maður Akraness i leiknum gegn Val i gærkvöldi, skorar hér annað mark Skagamanna. Sigþór átti mjög góðan leik og lék vörn Vals oft grátt með hraða sinum og dugnaði. DB-mynd Bjarnleifur. Skagamenn eiga ennþá möguleika á titlinum Skagamenn komu heldur betur á óvart á Fögruvöllum í Laugardal í gær- kvöldi er þeir léku sér að Valsmönnum og sigruðu þá með þremur mörkum gegn engu. Var sá sigur sizt of stór miðað við gang leiksins og meðal annars misnotuðu Akurnesingar vítaspyrnu. Það vareinkum fyrsta hálf- tímann, sem Skagamenn léku eins og þeir geta bezt gert, sannkallaða gullald- arknattspyrnu og skoruðu þá öll mörkin. Valsmenn voru gjörsamlega heillum horfnir og virtist góður leikur Skagamanna og mikil barátta koma þeim í opna skjöldu. Þessi ósigur Vals kemur i kjölfar tveggja stórsigra þeirra og fyrirfram hafa líklega fæstir búizl við miklu af liði Akraness, sem hafði tapað fyrir FH og marið jafntefli gegn KR í tveimur síðustu leikjum. Strax í upphafi leiksins voru Skaga- menn mun frískari og sköpuðu oft mikinn usla í vörn Vals með löngum en hnitmiðuðum sendingum. Þegar á 5. mínútu leiksins átti Sigurður Lárusson golt skot af löngu færi naumlega framhjá. Rétt á eftir áttu Akurnesing- ar stórhættulega sókn. Árni Sveinsson komst þá alveg upp að endamörkum, gaf fasta sendingu fyrir markið, sem Ólafur Magnússon markvörður Vals missti framhjá sér en Þorgrími tókst að afstýra hættunni með því að bjarga i horn. Á 15. mínútu kom svo markið sem legið hafði i loftinu. Sigurður Lárusson fékk þá knöttinn óvaldaður inni i vítateig Vals eftir sendingu frá Sigþóri Ómarssyni. Fékk Sigurður ráðrúm til að leggja knöttinn vel fyrir sig og skora síðan af öryggi, 1—0. Markiö virkaði sem vitamínsprauta á Akurnesinga sem hertu enn sókn sina og réðu lögum og lofum á vallar- miðjunni. Á 26. mínútu voru þeir nærri því að bæta við öðru marki, Jón Gunnlaugsson kastaði sér þá fram og skallaði knöttinn af markteig en i hliðarnetið. Á 28. minútu brauzt Július Ingólfsson af harðfylgi i gegnum vörn Vals en Ólafur markvörður varði skot hansvel. Á 30. mínútu kom annað markið. Sigþór Ómarsson fékk þá glæsilega fyrirgjöf frá Árna Sveinssyni inn i vitateiginn. Hann tók hnöttinn á loft og afgreiddi hann með þrumuskoti i netmöskvana, sérlega vel að verki staðið hjá Sigþóri. Aðeins tveimur minútum siðar var Sigþór aftur á ferðinni. Hann fékk þá langsendingu fram völlinn, lék á varnarmann Vals og negldi aftur í netið, 3—0. Allan fyrri hálfleikinn voru það Akurnesingar, sem sóttu og sköpuðu sér marktækifærin. Valsmenn áttu ekki hættulegt marktækifæri fyrr en á42. mínútu að fyrirliði Vals, lands- liðsmaðurinn Guðmundur Þorbjörns- son, skaut miklu þrumuskoti af u.þ.b. 20 metra færi sem hafnaði á innanverðri stöng marks Skagamanna. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma fyrri hálfleiks skoruðu Vals- menn en markið var dæmt af. Vals menn gerðu þá harða hríð að marki Akraness, boltanum var lyft yfir Bjama Sigurðsson markvörð, sem kominn var anzi framarlega, en honum tókst með miklum tilþrifum að kasta sér á eftir knettinum en missti hann fyrir fætur Matthíasar sem renndi honum í netið. Eysteinn Guðmundsson, ágætur dómari þessa leiks, dæmdi markið ógilt þar sem brotið hefði verið á Bjarna markverði. Voru menn ekki á eitt sáttir um þann dóm. I síðari hálfleik jafnaðist leikurinn talsvert en Valsmenn virtust aldrei liklegir til að ógna forystu Skaga- manna. Á 50. mínútu skaut Sigþór naumlega framhjá úr góðu færi eftir sendingu frá Júlíusi og á 69. mínútu fengu Skagamenn vitaspyrnu eftir að einn varnarmanna Vals hafði handleik- ið knöttinn inni í vitateig. Ólafur Magnússon markvörður Vals varði spyrnu Árna Sveinssonar glæsilega. Tveimur mínútum siðar átti Magni Pétursson ágætt skot af löngu færi á mark Akraness en Bjarni varði af öryggi. Á 77. mínútu höfðu Valsmenn næstum gert sjálfsmark en Óttar skall- aði í siá eigin marks mjög aðþrengdur. Óvæntur en sanngjarn sigur Skaga- manna var i höfn og lokaminúturnar liðu án þess að umtalsverð marktæki- færi sköpuðnst. Valsmenn voru ekki sjálfum sér likir i þessum leik og ekki er hægt að segja að neinn leikmanna liðs- ins hafi átt góðan leik. Framlína Skagamanna hefur þótt heldur bitlaus fram að þessu i vor en nú áttu framherjar liðsins skinandi góðan leik. Bezti maður liðsins var Sigþór Ómarsson, sem var sifellt ógnandi og baráttuglaður. Annars lék liðið vel sem heild og flestir leikmanna liðsins áttu góðan leik. Með sama áframhaldi verða Skagamenn með i baráttunni um Islandsmeistaratitilinn í ár. -GAJ. Vestur-Þjóðverjar Evrópumeistarar í knattspyrnu: Sigurmarkið skorað 2 mín. fyrir leikslokin Hamborgar-leikmaðurinn Horst Hrubesch var hetja Vestur-Þýzkalands, péptr-^jóðverjar sigruðu öðru sinni i Evrópukeppni l'ándsliðá i gær — sigr- uðu Belga í úrslitaleiknum i Róm með 2—1. Sanngjöm úrslit þvi þý}:ka liðið hafði umtalsverða yfirburði i léiknum. Markvörður Belgíu, Jean-Marie Pfaff, var bezti maður belgiska liðsíns og varði oft með miklum tilþrifuni. Það kom mikilli spennu i leikinn og það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok að Hrubesch skoraði sigur- markið. Hann náði einnig forustu fyrir þýzka liðið i leiknum. Skoraði á tíundu min. en 18 min. fyrir leikslok jöfnuðu Belgar úr vítaspyrnu. Úrslitaleikurinn var háður á ólympiuleikvanginum i Róm. öll veð- mál voru þýzka liðinu í hag — það álit- ið nokkuð öruggur sigurvegari eins og i Evrópukeppninni 1972. Enginn hafði reiknað með Belgiu i úrslit en belgíska liðið stóð vel fyrir sinu í úrslitakeppn- inni, þótt það ætti svo við ofjarl að etja í úrslitaleiknum. Vestur-þýzka liðið hafði algjöra yfir- burði í fyrri hálfleik með Bernd Schiister sem aðalmann. Strax á 10. min. náði það forustu eftir fallega sókn Schiister og Klaus Allofs, sem gaf knöttinn til Hrubesch. Hann skoraði með föstu skoti af 18 metra færi, sem Pfaff átti ekki möguleika að verja. Hins vegar varði hann mjög vel nokkru siðar frá Schiister — kom knettinum með fingurgómunum yfir þverslána. Varði einnig á svipaðan hátt frá Allofs. Þá átti Schiister þrumufleyg af 35 m færi rétt yfir þversiá. Belgíska liðið átti fá upphlaup í f.h. og Jan Ceulemans var oft eini maðurinn í framlínunni. Van der Elst átti þó hættulegt skot min- útu eftir að Hrubesch hafði skorað. Lyfti knettinum yfir Harald Schu- macher en lika þverslána. í siðari hálfleiknum lögðu Belgir allt i að reyna að jafna og van der Elst var þá þýzku vörninni erfiður. Á 72. mín. komst hann í gegn og átti aðeins mark- vörðinn eftir, þegar UIi Stielike felldi hann aftan frá. Rúmenski dómarinn Nicolae Rainea dæmdi samstundis vita- spyrnu þrátt fyrir mikil mótmæli þýzku leikmannanna. Van der Eycken skoraði örugglega úr vitaspyrnunni. Mikil harka var í leiknum og fjórir leik- menn bókaðir — þrír Belgar, Luc Millecamps, Eycken og van Moer en Karl Heinz Föster hjá Þjóðverjum. Karl-Heinz Rummenigge, sá snjalli leikmaður, fékk tækifæri til að koma Þjóðverjum yfir en spyrnti framhjá marki frir af 15 metra færi. Fjórum min. fyrir leikslok varði Pfaff vel frá Schiister og allt virtist stefna i fram- iengingu. En Þjóðverjar fengu horn- spyrnu á 88. mín. Rummenigge gaf vel fyrir ntarkið — Hrubesch stökk hæst og skallaði í mark við geysilegan fögn- uð áhorfenda, sem voru 45 þúsund. Verðskuldaður sigur Þjóðverja í höfn. Liðin voru þannig skipuð. V-Þýzka- iand: Schumacher, Bernard Dietz, Manfred Kaltz, Hans-Peter Brigel (Bernhard Cúllman 55. mín.), Stielike, Föster, Schilster, Hansi Múller, Hru- besch, Allofs og Rumenigge. Belgia: Pfaff, Eric Gerets, Millecamps, Walter Meeuws, Michel Renquin, Julien Cools, van der Eycken, van Moer, Ray- mond Monnens, van der Elst, Ceule- mans. Eftir leikinn sagðist þýzki landsliðs- þjálfarinn, Jupp Derwall, vera stoltur af leikmönnum sínum og á hvern hátt þeir hefðu unnið leikinn eftir að Belgar jöfnuðu. „Þaðan sem ég sat gat ég ekki séð hvort um viti var að ræða en sjón- varpsmyndir sýna, að brotið átti sér stað metra fyrir utan vítateiginn,” sagði Derwall um vítaspyrnu Belga. Landsliðsþjálfari Belga, Guy Thys, sagði að leikmenn hans hefðu leikið vel en Þjóöverjar þó verðskuldað sigur sinn. -hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.