Dagblaðið - 23.06.1980, Page 32

Dagblaðið - 23.06.1980, Page 32
frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1980. Forsetakjör ’80: Talið eins og í alþingis- kosningum „Talningu verður hátlað á sama hátt og í alþingiskosningum, þ.e.a.s. að talið verður í kjördæmunum átta,” sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu í samtali við DB í morgun. „Verður talningin opinber á sama hátt og við alþingiskosningar, þ.e. að gefnar verða upp tölur á hverj- um talningarstað,” sagði Baldur. Menn hafa velt fyrir sér hvernig talningu við forsetakosningarnar verður háttað, hvort eiga megi von á að hún verði með svipuðum hætti og í alþingiskosningum eða með einhverj- um öðrum hætti. Svo menn geta farið að hlakka til spennandi kosninganætur yfir rikisfjölmiðlum, útvarpi eða sjónvarpi. -BH. Viðræður BSRB og ríkisins: „Allt fast” — segir Kristján Thorlacius um launaliði Það er allt fast varðandi launaliði,” sagði Kristján ' Thorlacius, formaður BSRB, i morgun. Fundur undirnefndar um kjarakröfur bandalagsins hófst kl. 9 og síðdegis kemur aðalsamninga- nefnd BSRB santan til fundar. Kvaðst Kristján ekki eiga von á því að umræð- an um launaliði breyttust fyrr en fjár- málaráðherra kæmi heim í miðri vikunni. Vegna frásagnar um að samkomulag væri að nást um ýmis réttindamál vildi Kristján taka fram að enn vantaði mikið á að svo væri, þótt þar hefði náðst betri árangur en í kjaraþáttun- um. -GM Stálu bílum í röðum Piltar frá unglingaheimilinu i Kópavogi voru nokkuð atkvæða- miklir í bilaþjófnuðum aðfaranótt Iaugardags. Þeir stálu bílum i Reykjavik og Mosfellssveit og óku víða um. Lögreglan í Kópavogi sagði í morgun að piltarnir hefðu verið á þremur bílum um nóttina og visuðu auk þess á einn bil sem var ófundinn frá 17. júní. Á Hávegi í Kópavogi missti einn piltanna stjórn á stolnum bil og fór hann inn i innkeyrslu og skemmdi bíl þar. Hinir bílarnir sem stolið var voru einnig eitthvaðskemmdir. -JH. — „Reisn og glæsileika Vigdísar er við brugðið,” sögðu stuðningsmenn hennar m.a. á fundinum „Reisn og glæsileika Vigdísar Finn- bogadóttur er við brugðið. Hún er verðugur fulltrúi okkar og sameining- artákn,” sagði Sveinn Jónsson bóndi i ávarpi á kosningafundi stuðnings- manna Vigdisar Finnbogadóttur i Íþróttaskemmunni á Akureyri sem haldinn var um miðjan dag í gær. Á fimmtánda hundrað manns sóltu fundinn og rikti þar baráttustemmning. Auk Sveins fluttu ávörp á fundinum Jón Ríornsson félagsmálastjóri, Jón Siguröat'ou ' erkfræðingur.Svanhildur Björgvinsdóttir kennari og Valgerður Sverrisdóttir húsfreyja. Um tónlist og skemmtiatriði sá blásarasveit undir stjórn Roars Kvam, Ingimar Eydal og leikararnir Kjartan Ragnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Ragnarsson og Soffia Jakobsdóttir. Fundarstjóri var Érlingur Sigurðarson. í lok fundarins flutti forsetafram- bjóðandinn Vigdís Finnbogadóttir ræðu og fjallaði um sérkenni islenzkrar menningar. ,,Við eigum hvorki kastala né hallir til minningar um fortíð okkar, aðeins landið og orðið,” sagði hún. ,,Ég á þá ósk heitasta að hið frjálsa orð fái að lifa með þjóðinni.” Ávörpin á fundinum voru jafnt i bundnu sem óbundnu máli. Valgerður Benediktsdóttir færði t.d. Vigdisi eftir- farandi kveðskap Kristjáns Benedikts- sonar á Akureyri: Til að i vmka réttindi og rilta gömlum fordómi veljum landar Vigdisi svo verði kona forseti. Sumum Albert sýnist góður ogsætt hjáPétriogGuðlaugi, en viljirðu auka íslands hróður, áttu að kjósa Vigdísi. Annað kvöld, þriðjudagskvöld, efna stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur siðan til kosningahá- tiðar „Jónsmessugleði”, í Laugardals- höll i Reykjavik. -GM. Mannleg viðbrögð kerfisins: Eyddu hveitibrauðsdögunum tvö saman í fangaklefanum „Þetta var engin skrautsvíta, en þar áttum við gleðidaga, þótt þeir væru ekki skuggalausir og kæmu nokkrum mánuðum eftir brúðkaup- ið, sem var á annan í jólum,” sögðu ung hjón sem eyddu hveitibrauðsdög- unum í fangelsinu á Skólavörðustig 9. Þeir stóðu í sex vikur og lauk eftir miðjasíðustu viku. „Þessir samverudagar hafa styrkt okkur í þeim ásetningi að verða nýtir þjóðfélagsþegnar,” sagði brúð- guminn, Tryggvi' Rúnar Leifsson. Hann heldur áfram að afplána sinn dóm á Litla-Hrauni. Þar hefur hann reynzt mjög góður nemandi í iðn- námi, sem hann stundar þar. Félagar hans segja að hann hljóti að teljast fyrirmyndarfangi og gæzlu- menn sem DB hefur haft samband við bera honum góða sögu. Brúðurin varð á sínum tíma sek um minni háttar afbrot á fjármálasviði, sem þó varðaði fangelsi, eins og i pottinn var búið. Þar kom i byrjun maímánaðar að hún fékk kvaðningu um að afplána fangelsisdóm sinn. Eiginmaðurinn afplánar þyngri dóm á Litla-Hrauni sem fyrr segir. Kerftð brást nú svo mannlega við að leyfa ungu hjónunum að afplána samtímis í fangelsinu á Skólavörðu- stíg 9 þær sex vikur sem konan varð að taka út sinn dóm. Var þetta leyft með tilliti til góðrar hegðunar og ann- arra aðstæðna. Samfangar, sem fréttamaður DB hefur rætt við eða haft spurnir af, samgleðjast hjónunum og þykir vita á gott að kerfið hefur sýnt mannleg- um ástæðum skilning af því tagi, sem ekki er vitað um fordæmi fyrir. - BS LUKKUDAGAR: 22. JÚNÍ 19805 Tesai ferðaútvarp. 23. JÚNÍ 247 Hljómplötur að cigin vali frá Fálkanum, fyrir 10 þúsund kr. Vinningshafar hringi ísíma 33622. Hávaðarok setti strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ: JARÐVEGUR FAUK OF- AN AF KARTÖFLUNUM — „bjargast kannski ef ræturnar eru óskemmdar” segir kartöflubóndi Kartöflubændur í Þykkvabænum urðu fyrir alvarlegu áfalli um helgina þegar gerði hávaðarok um hádegisbil á laugardaginn sem stóð i meira en sólarhring. Fauk ofan af kartöflum í görðum nokkurra bænda og hlauzt afmikiðtjón. „Þetta er mikið áfall og slæmt,” sagði Daníel Hafliðason bóndi i Búð í Þykkvabæ í morgun. Bændur voru þá að kanna ástandið í kartöflugörð- unum. ,,Hér voru 8—9 vindstig í gærdag og sá ekki út úr augum. Það er alveg Ijóst að tjónið er mikið. Sérstaklega í görðum þar sem mikill sandur er. Grös sem komin voru upp eru stór- skemmd eða ónýt og víða fauk allt ofan af og ræturnar komu upp úr jarðveginum. Við förum strax i að reyna að bjarga þvi sem bjargað verður. Það bjargast kannski ef ræt- urnar eru í lagi en það er ómögulegt að segja núna hvernig þetta fer.” Miklir þurrkar hafa verið undan- farnar vikur á Suðurlandi. Hættara var því við skemmdum í kartöflu- görðunum þegar hvessti. - ARH Eftir velheppnaóan kosningafund i Akurcyri hélt Vigdis Finnhoyadóttir flugleidis I dalshöll annað kvöld. Hér rœðir hún við Hjört Eldjirn Þðrarinsson hreppstjðra i til Reykjavikur þar sem stuðninysmenn hennar efna til Jðnsmessuyleði i l.auyar- | Svarfaðardal. -DB-mynd: Raynar Th. Kosningafundur Vigdísar Finnbogadóttur á Akureyri í gær : „HIÐ FRJÁLSA ORD FÁIAÐ LIFA MEÐ ÞJÓÐINNI”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.