Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1980. Iþróttir Iþróttir íþróttir Sþróttir Þróttur tók stig af slöku Keflavíkurliði — norðan rok og kuldi settu svip á 1-1 jafnteflisleik liðanna Norðan rok og kuldi setlu svip sinn á leik ÍBK og Þróttar á grasvellinum i Keflavík I gærkveldi. Leikmönnum gekk illa að hemja knöttinn, svo fátt var um fína drætti. Heimamenn voru öllu meira I sókn og áttu fleiri tækifæri en nýttu aðeins eitt þeirra. Það sama gerðu Þróttarar, svo jafntcfli varð, 1 — 1. Þar með hafa Keflvíkingar nælt sér í 7 stig en Þróttur4. Þrátt fyrir sterkan vind i bakið gekk hvorki né rak hjá ÍBK i fyrri hálfleik. Hver vitleysan rak aðra og liðið var óvenju ósamstillt, sérstaklega framlin- an. Reyndar léku Þróttarar mjög skyn- samlega, hættu sér ekki um of í sókn- ina og höfðu strangar gætur á skæð- ustu sóknarmönnum ÍBK, þeim Ragn- ari Margeirssyni, Ólafi Júlíussyni og Steinari Jóhannssyni, svo að þeir komust ekki upp með neinn moðreyk. Þó var það bakvörðurinn Óskar Fær- seth sem átti hættulegasta færið, þegar hann lyfti knettinum rétt yfir þverslá þegar nokkuð var liðið á fyrri hálfieik. Ekki var út i hött að ætla að Þrótt- arar tækju öll völd í seinni hálfieik, en nokkuð óvænt brauzt Ragnar Mar- geirsson fram með vinstri hliðarlínu, lék á hvern Þróttarann af öðrum og sendi knöttinn i netið, eftir heiðarlega tilraun Jóns Þorbjörnssonar mark- varðar við að koma höndum á knött- inn. Heimamenn voru að vonum kátir yfir þessu óvænta marki en gleðin stóð ekki lengi. Örfáum minútum seinna jafnar hinn knái Sigurkarl Aðaisteins- son, eftir mikil varnarmistök ÍBK. Vörnin hugðist leika sóknarmenn Þróttar rangstæða með því að hlaupa fram en knötturinn hafði verið sendur áður, svo ekki var um rangstöðu að ræða. Ólafur Magnússon, einn bezti Þrótt- arinn, komst i gott færi þegar langt var liðið á leikinn og hefði sennilega gert út um hann ef Jón örvar, sem átti góðan leik í markinu, hefði ekki verið til staðar á réttum tima og slegið knöttinn yfir þverslá. Þá átti Ragnar Margeirs- son gott skot af stuttu færi en knöttur- inn smaug rétt utan við súlu Þróttar- marksins. í liði ÍBK átti Gisli Eyjólfsson einna skástan leik, traustur i vörninni og skil- aði knettinum vel frá sér, reyndi að ná spili. Ragnar Margeirsson var að vanda hættulegur, en fékk ekki margar send- ingar til að vinna úr. Hilmar Hjálmars- son barðist vel allan leikinn út. Sigurkarl Aðalsteinsson var ÍBK- vörninni þungur í skauti enda fijótur og leikinn. Ólafur Magnússon er hon- um litið siðri. Einnig voru þeir Ágúst Hreiðarsson, Harry Hill og Oltó Hreinsson góðir í leiknum. Dómari var Kjarlan Ólafsson og dæmdi \ el og röggsamlega. -emm 1» Við fögnum nýrri flugvél Boeíng727-200 til þjónusfu á Evrópuleióum Stómm,aflmiklum og glæsileguni farkosti, sem nú bætist í flugflota landsmanna. FLUGLEIDIR Oddur Sigurðsson KA er i stöðugri framför og ekki er ósennilegt að hann verði einn af keppendum Islands á ólvmpiuleikunum í Moskvu. UB-mynd Horður. Góður árangur Odds í Finnlandi Oddur Sigurðsson, spretthlauparinn góðkunni úr KA, náði ágætum árangri á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Finn- landi um helgina. Hann sigraði í 200 metra hlaupi á 21,70 sek. og varð annar í 400 m hlaupi á 47,26 sek., sem er bezti timi sem hann hefur náð i þeirri grcin miðað við rafmagnstímalöku. Sigur- vegari í 400 m hlaupinu varð finnski hlauparinn Mykrá, sem hljóp á 47,26, sem er bezti lími sem finnskur hlaupari hefur náð í 400 m hlaupi i ár. Oddur mun næslu daga taka þátt i fleiri frjáls- íþróttamótum í Finnlandi, Sviþjóð og Noregi. - GAJ Hilmir skor- aði þrennu — í 3-2 sigri Þróttar yfir Völsungi Þróttur frá Neskaupstað styrkti stöðu sina allnokkuð í 2. deild er liðið sótti 2 slig til Húsavikur þar sem heimamenn urðu að lúta í lægra haidi fyrir Þrótturum sem skoruðu 3 mörk gegn 2. Heimamenn skoruðu fyrsta markið og gerði það Helgi Benedikts- son beint úr aukaspyrnu. Þróttarar sóttu stift en reyndist erfitl að koma knettinum i netið. Það var ekki fyrr en á 44. minúlu að Hilmar Guðmumlssnn jafnaði fyrir Þrótt af stuttu færi, I — 1. Þegar u.þ.b. 12 mínútur voru liðnar af siðari hálfleik var Hilmir aftur á ferðinni, fylgdi hann vel á cftir skoti frá samherja, sem Gunnar Straumland hélt ekki, 2—1. Siðan jafnaði Helgi Benediktsson aftur með góðu skoti af stuttu færi, 2—2. Undir lok leiksins urðu Völsungum á mikil mistök. Misstu þeir knöttinn uppi við vítatdig Þróttar og sneru Þróttarar vörn i sókn og brunuðu upp. Endaði sóknin með að Hilmir skoraði sitt þriðja mark af öryggi. -G.Sv. Sigurmarkeftir 109 mínútur - í leik Víkings og Víðis Víkingur, Ólafsvík, batt enda á sigurgöngu Víðis i bikarkeppninni Garðinum á föstudagskvöld. Að loknum venjulegum leiktima var staðan 0—0. Var þá framlengt og það var ekki fyrr en á 109. mínútu að úrslil fengust. Jónas Krístjánsson fékk knöttínn á vítateigslinu, skaut þrumuskoti undir þversiá, algjörlega óverjandi. Þetta var raunverulega eina skotið sem Víkingar hittu innan rammans og var það súrt i broti fyrir Víðismenn að tapa þar sem þeir áttu 7—8 dauðafæri sem ekki tókst að nýta. Leikurinn fór fram í norðanbeljanda, en var alls ekki svo illa leikinn. Leikmenn reyndu að halda knettinum niðri og leika saman. -emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.