Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 2

Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 2
2 t Þingmannslaunin: FJARSVIK VID RÍKISSJÓD Crundvyr skrifar: Það ællar ekki af Alþingi Islendinga að ganga. Auk þess sem það hefur verið álitið leikhús um ára- bil fremur en löggjafarsamkunda, verður það nú uppvíst að áætluðum fjársvikum við hinn sameiginlega sjóð landsmanna allra, rikiskassann. Þingmenn eru þeir, sem hæst hafa fordæmt aðrar þjóðir fyrir að þær séu gróðrarstía svika og pretta. Þeir hafa iðulega bent á menn eins og Glistrup hinn danska og varaö við því, að slíkur málsstaður sem hans fengi hljómgrunn hér á landi. En „glæpur” Glistrups var þó einungis sá, að hann vildi láta afnema alla skatta! Einnig hafa þingmenn hneykslazl á hinu svokallaða Watergatemáli i Bandaríkjunum, sem þó var ekkert annað en kosninganjósnir og kom i raun engum við nema Bandaríkja- mönnum sjálfum. Veit ég ekki betur ;n slíkar kosninganjósnir séu og stundaðar hér — og ekkert við það að athuga. Nú standa islenzkir alþingismenn berstrípaðir og afhjúpaðir að mesta svindli, sem um getur í sögu Alþingis. Að slík geti gerzt i löggjafarsam- kundu þjóðarinnar er ekki hægt að rekja til neinnar annarrar staðreynd- ar en þeirrar, að alþingismenn séu upp til hópa kjánar, og það meira að segja hættulegir kjánar. Menn, sem hafa úthrópað Glistrup-hættu og Watergate- hneyksli, en standa svo að tilraun til fjárdráttar, sem ekki á að ræða opinberlega verða að vikja tafarlaust. Það er þjóðarnauðsyn. " Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum Itnu, að láta fytgja fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer <ef um það er að rœða) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir ! bréfritara okkar' og til mikilla 1 þœginda fyrir DB. \ Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilfbstudaga. J KOSMNGAH&ITÐ stuöningsmanna Guölaugs borvaldssonar i LAUGARDALSHÖLL mánudag 23. júni kl. 21 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á sviði frá kl. 20.30. Stjómandi Eyjólfur Melsted. DAGSKRÁ: Kl. 21.00 Hátfðin sett: Jón Sigurbjömsson. Ávörp: Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti. Auður Auðuns, fv. alþingismaður. Eiður Guðnason, alþingismaður. Eysteinn Jónsson, fv. ráðherra. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi. Ólafur H. Jónsson, handknattleiksmaður. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar. Steinunn Sigurðardóttir, bankamaður. Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín Kristinsdóttir. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir Undirieikari: Ólafur Vignir Albertsson Kvartett: Elfn Sigurvinsdóttir, Friðbjöm G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og Ruth Magnúsdóttir. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson Kariakór Reykjavíkur, stjómandi Páll P. Pálsson. 18 manna hljómsveit „BIG BAND“ leikur: Stjómandi Reynir Sigurðsson. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Bréfritari vill benda á glæsilegan starfsferil Guðlaugs. DB-mynd Ragnar. Guðlaugur: Áhrifamaður um þriggja áratuga skeið Baldur Kristjánsson, Safamýri 49, skrifar: Ég tel Guðlaug Þorvaldsson lang- hæfastan frambjóðenda til þess að gegna embætti forseta íslands. Vil ég benda á glæsilegan starfsferil Guðlaugs. Hann hefur verið ráðuneytisstjóri, prófessor, háskóla- rektor og sáttasemjari og öllum þessum störfum gegnt með hvílikum ágætum, að til þess hefur verið tekið. Auk þess er Guðlaugur með al- þýðlegustu mönnum og ber framganga hans þess ljósan vott, að veraldarframi hans hefur hvergi stigið honum til höfuðs. Guðlaugur hefur verið áhrifa- maður i íslenzku þjóðfélagi um þriggja áratuga skeið. Sem forseti mundi hann hafa heilladrjúg áhrif á framvindu íslenzks þjóðfélags og íslenzks þjóðlífs. VÍGAFERLI0G V0PNASKAK — einkennandi fyrir íslendinga Víga Sturla skrifar: Einkennilegt er þjóðlíf okkar íslendinga og á sér fá hliðstæð dæmi. — Hér áður fyrri þegar aðrar þjóðir herjuðu hver á aðra eins og þær gera raunar enn, suntar, þá herjuðum við hverjir á aðra innbyrðis. Þjóðin stóð i vigaferlunt og vopnaskaki milli landshlula og jafnvel milli bæja. Enginn var óhultur. Stóryrði og móðganir gálu leilt til þess, að sverði var brugðið og hausinn af bolnum með það sama. Það er fátitt að ein þjóð, fámenn í þokkabót, hafi staðið i slikum illdeilum innbyrðis sem fyrri saga okkar hermir. Flestar þjóðir áttu það sameiginlegt að standa saman t.d. gegn einhverri annarri. Hér hefur þessu ávallt verið öðru visi farið alll fram á þennan dag. Hér eru vigaferli að vísu liðin tið að mestu, þó þarf ekki mikið til að hnífur eða byssa sé talin hið hentugasta læki til að sýna í tvo heimana, enda talsvert um morð og limlestingar hér miðað við það, hve fámenn við erum. Og í engu máli næst samstaða hér, ekki einu sinni í baráttu fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar, hvorki á sjó né landi. í komandi forsetakosningum eru fjölmiðlar á sérstöku varðbergi, til þess að ekki sjóði upp úr með heiftúðlegar árásir stuðningsmanna hinna einstöku frambjóðenda á ntót- frambjóðendur! Enda finnst fólki þetta hafa verið fremur „dauf” kosningabarátta þaðsemafer. Ég legg þvi til að landsmenn fái að sýna sitt innsta eðli og þrá nteð þvi að hleypa ventillokinu af fjöl- miðlunum og leyfa „þjóðinni” að blása út um frambjóðendur til for- setaframboðs, á þann hátt sem henni er „tamast” með offorsi og svívirðingum, það kann þjóðin vel að meta! Raddir lesenda Verið velkomin STUÐNINGSMENN BOLLI HEÐINSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.