Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.06.1980, Qupperneq 29

Dagblaðið - 23.06.1980, Qupperneq 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. .................. 29 EKKIFULLNÆGIANDINÆMNG Gallerí Suðurgata 7 á Listahátíð Það hefur verið hljótt um Gallerí Suðurgötu 7 að undanförnu og jafn- vel farið að bera á orðrómi um niður- rif eða flutninga á húsinu sökum þrýstings frá nokkrum lóðareig- endum. Þó skilst mér að lítið verði gert í þeim málum á þessu ári. Á meðan láta aðstandendur ekki deigan síga og hafa galvaskir bókað sýningaraðstöðuna árið út. Fyrir stuttu varð Galleríið þriggja ára og heldur það óformlega upp á afmælið með þátttöku í Listahátíð. Framlag þess er sýning á verkum 5 aðstandenda, — Bjarna H. Þórarins- skuli vera fulltrúar gallerisins á Lista- hátíð, sérstaklega þar sem einn þátt- takenda, Halldór, sýnir nú þarna i fyrsta sinn. Sjónrœnir brandarar og Ijóðrœn innsýn Eins og sýningin er samansett gefur hún engan vegin fullnægjandi mynd af þeirri islensku nýlist sem sýnd hefur verið á staðnum undanfarin Friðrik Þór Friðriksson — Falling in love r listahAtíð 1980 AÐALSfEiNN INGÖLFSSON sonar, Friðriks Þórs Friðrikssonar, Halldórs Ásgeirssonar, Margrétar Jónsdóttur og Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar. Þetta er að vísu harðsnúið lið, en samt er ég ekki alveg klár á forsendum þess að akkúrat þessir fimm en ekki aðrir misseri, auk þess sem á henni eru veikar hliðar. Veikir punktar eru t.a,m. í verkum Bjama H. Þórarins- sonar, sem sýnir ljósmyndir og teikn- ingar. Hann er í senn helst til áhrifa- gjarn (notar „spíral” Robert Smiths- ons einu sinni enn. . . .) og ófær um Verk eftir Margréti Jónsdóttur. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1980, hafi hann ekki verið greiddur í síðast lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4^75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaróðuneytið 20. júní 1980. að greina á milli sjónrænna brandara og ljóðrænnar innsýnar. Fiska-upp- stiilingar hans í í undurfögrum litum mundu flokkast undir brandara — þær framkalla eitt bros, gleymast svo. Hins vegar sýnir Bjarni lit í skemmtilegri svarthvítri teikningu („Sneið lands”). Friðrik Þ. Friðriks- son hefur frá upphafi beitt ljósmynd- um til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hann getur hins vegar státað af ljóðrænni skaphöfnsember ríkulegan ávöxt í myndunum. Fyrri verk hans voru absúrd útleggingar á orðatiltækjum og málsháttum íslenskum og þótt enn eimi eftir af fáránleikanum í uppstillingum hans, þá eru þær nú gegnsýrðar meiri skáldskap en áður. „Falling in love” og „Nostalgia” eru sérstaklega skondin myndljóð. ^ m r f L i r i r f -i .iiirfmfjsi íslenskir nytjafiskar Ljósmyndir eru einnig á dagskrá hjá Halldóri Ásgeirssyni sem ber sundurskorinni bók við ýmsa nátt- úru; eld, lauf, haf, himin. Vissulega er skáldskapur í þessu, en hugmyndin er ekki ný, auk þess sem ljósmynda- vinnslan gæti verið betri. Sérkennilegur myndheimur Margrétar Jónsdóttur hefur vakið athygli ófárra, þ.á m. undirritaðs. Þótt ég treysti mér ekki til að segja hvað hún er að fara í myndum sínum þá er engan veginn hægt að afneita því seiðmagni sem af þeim stafar. Bjarni H. Þórarinsson — Sneið lands Margrét virðist hafa lag á að stilla saman ólíkustu fyrirbærum þannig að þau vinni saman á einhvern óút- skýranlegan hátt. Hér eru það íslenskir nytjafiskar og einhvers konar innpakkaðir hraukar sem eiga samleið í myndum hennar. Vantar herslumuninn Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son heldur uppteknum hætti i sínum verkum, þ.e. að setja fram í sérstöku teiknimyndaformi ýmsar rannsóknir sínar og annarra á þjóðfélagsháttum, stjórnmálum og fjölmiðlun, — eða öllu í senn. Myndirnar hafa talsverða vinnu í för með sér fyrir sýningargest- inn og ekki tókst mér að finna tíma til rækilegrar skoðunar þeirra. Þó er ég ekki frá því að óskipuleg mynd- gerð Steingríms, spennandi sem hún er fyrir augað, komi i veg fyrir að boðskapurinn komist boðleiðina að vitundinni, — sé miðlun boðskapar markmið listamannsins. Þótt hreinlegur og frísklegur blær sé yfir þessari sýningu, vantar herslu- muninn á að hún næri auga og huga sem skyldi. -AI. ERUM FLUTTIR AÐ GRENSÁSVEGI 8, REYKJAVÍK SlMANtJMER ÓBREYTT 84^66 g. ÓLAFSSON HF GRENSÁSVEG! 8 ISB0RG Suðurlandsbraut 12. I op® 23-3° AV uadaga • ís — Shake. • Bananasplit. • Gamaldags ís með rjóma • ísfötur. HEITf: Kakó Pylsur NÆG Samlokur BÍLASTÆÐI. Hamborgarar <55 S $ **» ~t_ §; «3 < ■ s 5 - 'S

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.