Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 13

Dagblaðið - 23.06.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. 13 Foreldrar dagheimilisbama stofna samtök: Vilja auka áhrif foreldra á stjóm dagvistunarmála „Með þessum samtðkum viljum við fyrst og fremst koma á betri tengslum milli foreldra barna á dagheimilum og leikskólum og hvetja foreldra barna á fleiri slíkum stofnunum til þess að stofna með sér félög,” sagði Elín Edda Árnadóttir, ein þriggja kvenna, sem sitja í framkvæmdanefnd nýstofnaðra samtaka. Samtökin nefnast Foreldra- samtök barna á dagheimilum og leik- skólum í Reykjavík og sem stendur eru í því foreldrar barna á 9 dagheimilum og leikskólum. Félagið hefur meðal annars sett sér þau markmið að auka áhrif foreldra á stjórn dagvistunarmála með sæti í dag- vistunarnefnd, að bæta og fjölga dag- heimilum og leikskólum og að meta störf fóstra að verðleikum og stuðla að betri kjörum þeirra. Samkvæmt félags málasamþykkt Reykjavíkur eiga for- eldrar rétt á sætí í dagvistunarnefnd. Þegar stofnuð höfðu verið foreldra- samtök við eitt dagheimili í borginni var sótt um að fá þennan rétt. Því var hins vegar synjað á þeirri forsendu að aðeins væri um foreldra barna á einu slíku heimili að ræða og því væri þetta ekki tímabært. Nú hins vegar hyggjast samtökin i heild sækja um þetta og eru bjartsýn á árangur. Eitt af þvi sem hin nýju samtök berjast fyrir eru dagvistunarheimili fyrir ÖLL börn, ekki bara einhverja forgangshópa. Inn- fellda myndin er af Elinu Eddu Árnadóttur. DB-raynd: Sig. Þorri/ Magnús Hjörleifsson. „Við ætlum þessum samtökum líka með ólíkar stjórnmálaskoðanir sem á eldrafélög barna í skólum. Við höfum að verða upplýsingaaðili fyrir foreldra það sameiginlegt að eiga börn á þessum alls staðar mætt jákvæðu hugarfari og um dagvistun. Við viljum sameina fólk stofnunum. Líkt og gert er með for- góðum vilja,” sagði Eiin Edda. -DS. Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: KEPPNIN HEFST UM NÆSTB HELGI Enn vantar dálitið á að fullbókað sé i Hæfileikakeppnina 1980. Að sögn Birgis Gunnlaugssonar stjórn- anda hennar skortir áhuga fólks- þó ekki frekar en fyrri daginn. Þeir, sem enn eru að hugsa sig um, eru hvattir til að herða upp hugann, því að keppnin fer nú senn að hefjast. Aðstandendur Hæfileika- keppninnar eru Dagblaðið og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Fyrst var efnt til keppni þessarar í fyrrasumar. Árangur hennar varð slíkur að ótækt þótti annað en að efna aftur til keppni í sumar. Sem fyrr fer hún fram á Hótel Sögu á sunnudagskvöldum. Keppnin verður þó opnuð á laugardegi, þann 28. júni, því að ótækt þótti að hefja hana á sama degi og forsetakosningarnar fara fram. f fyrra kom fram mikið af fólki, sem hafði ótvíræða hæfileika. Nokkrir gömlu keppendanna koma fram á opnunarkvöldinu á laugar- daginn. Þá verður haldið upp á eins árs afmæli Hæfileikakeppninnar og einnig verður poppóperan Evita frumsýnd í Reykjavík. í henni kemur fram hópur dansara úr Dansflokki JSB og Jazzballettskóla Báru. Dans- flokkurinn hefur mjög komið við sögu Hæfileikakeppninninnar, því að í fyrrasumar fumflutti hann einn eða fleiri dansa á hverju sunnudags- kvöldi á Hótel Sögu. Hin eiginlega hæfileikakeppni hefst síðan fyrsta sunnudag í júlí, er fyrstu þrír þátttakendurnir koma fram. Síðan verður keppt hvern einasta sunnudag í júlí, ágúst og september, nema daginn fyrir frídag verzlunarmanna. Úrslitakvöldið verður 20. september. Helgina þar á eftir efna aðstandendurnir síðan tíl — þá verður poppóperan Evíta frumsýnd í Reykjavík skemmtikvölda í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, þar sem hæfileikamesta fólkið kemur fram. Allir þeir sem orðnir eru átján ára gamlir geta tekið þátt i Hæfileika- keppninni. Þeir mega ekki vera at- vinnumenn í þeirri grein sem þeir keppa í. Svo til allt er gjaldgengt í keppnina, svo framarlega, sem það fer ekki yfir velsæmismörkin (hvar sem þau eru). Þeir sem hug hafa á að verða með i sumar, geta látið skrá sig í síma 45665 milli klukkan sjö og niu á kvöldin. -ÁT- ÞJONUSTA Flytjum bíla, báta stóra gáma og þungavöru allan sólarhringinn. Opnum læsta bíla, ræsum einnig rafmagnslausa bíla. AÐALSTEINN ÁSGEIRSSON sími73364 FR-5225 kvæma tillitssertii í umferðinni. IUMFERÐAR "ráð Óbðkuð lifrarkæfa KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 AUGlÝSINGASTOfiAN HF. |S Gisii BBiomssonls staðunnn ALLSKONAR ÍS.GAMALDAGS ÍS, SHAKE OG BANANA-SPLIT. SÆLGÆTI, ÖL OGGOSDRYKKIR. 1 i ! Lækjargötu 8, Hraunbæ 102, Reykjavíkurvegi 72, Hf. . ■ _ _ — -j

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.