Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNl 1980. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Slakir FH-ingar engin hindrun fyrir Framara — FH stefnir í 2. deild með sama áframhaldi en Framarar berjast á toppnum með Valsmönnum Framarar héldu sigurgöngu sinni áfram í Hafnarfirði á laugardag er þeir mættu afar slöku liði FH á Kaplakrika- velli. Fram sigraði í leiknum 3—1 eftir að hafa leitt 2—0 í hálfleik. Voru úrslitin í hæsta máta sanngjörn því Framarar voru fremri á öllum sviðum knatt- spyrnunnar. FH liðið virðist hreinlega hafa misst taktinn í siðustu leikjum sín- um og ef ekki kemur til breyting geta þeir farið að búa sig undir 2. deildina næsta ár. Það er í raun synd ef liðið fellur þvi oft á tíðum leikur það góða knattspyrnu. Grundvallar- og byrjendamistök eru hins vegar svo grát- leg og áberandi að engu tali tekur. Framarar voru aftur á móti yfirvegunin uppmáluð allan tímann þó svo að fjóra af fastamönnum liðsins vantaði. Leikurinn var aðeins 10 mínútna gamall er Gunnar Guðmundsson skoraði fyrsta mark Fram af um 20 metra færi. Skot Gunnars var ekki fast og Friðrik átti að hafa öll tök á að verja. Hann kastaði sér hins vegar í öfugt horn — nokkuð sem enginn áhorfenda skildi — og knötturinn sigldi sakleysislega hinum megin við hann. Þetta var fyrsta mark Gunnars síðan 1977 er hann skoraði annað mark Fram gegn KR i undanúrslitum bikars- ins. Fram sigraði 2—0. Framarar léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og stjórnuðu gangi leiks- ins algerlega. Á 20. mínútu skoraði Fram aftur. Benedikt Guðbjartsson ætlaði að hreinsa frá marki en gaf beint til Erlendar Davíðssonar. Hann skaut föstu skoti af vítateig og knötturinn söng í þverslánni og fór þaðan i netið, 2—0. Virkilega fallegt mark. Gunnar Guðmundsson er leikmaður sem ekki skorar oft en hann fékk tvívegis góð færi til að bæta við marki. Á 22. mínútu gaf Marteinn góða sendingu inn í teiginn. Þar skallaði Jón Péturs- son fyrir markið. Gunnar kom á fullri ferð en skalii hans fór rétt franthjá markinu. Benedikt Guðbjartsson hafði ekki sagt sitt síðasta orð í þessum leik. Á 31. mínútu brá hann Guðmundi Steinssyni ákaflega klaufalega innan vítateigs. Sævar Sigurðsson, sem hafði góð tök á leiknum, dæmdi réttilega umsvifalaust vítaspyrnu. Marteinn Geirsson tók hana en skotið hafnaði í stönginni. Þaðan barst knötturinn fyrir fætur Gunnars Guðmundssonar, sem var i dauðafæri. Honum brást bogalistin hins vegar herfiléga og skaut langt yftr. FH-ingar sköpuðu sér engin al- mennileg færi í hálfleiknum en tvívegis átti Pálmi góðar tilraunir. Fyrst skaut hann í hliðarnetið úr þröngu færi eftir samvinnu við bróður sinn, Þóri, og síðan björguðu Framarar naumlega í horn eftir einleikssprett hans. Síðari hálfleikurinn hafði aðeins staðið í 6 mínútur er Framarar skor- uðu þriðja markið og gerðu út um leik- inn. Baldvin Elíasson fékk þá að leika óáreittur upp hægri kantinn og gaf vel fyrir markið. Friðrik hreinlega fraus á línunni og Guðmundur Steinsson skallaði örugglega i netið af örstuttu Staðan í 1. deild Úrslit í leikjum 1. deildar i um helgina. Vikingur-ÍBV FH-Fram Valur-ÍA ÍBK-Þróttur Staðan í 1. 1—1 1—3 0—3 1—1 . deild að loknum leikjum helgarinnar. Fram 7 5 2 0 9—2 12 Valur 7 5 0 2 20—9 10 Akranes 7 3 2 2 9—8 8 ÍBV 7 3 13 10—11 7 Keflavík 7 2 3 2 7—10 7 Breiöablik 6 3 0 3 12—9 6 Víkingur 7 14 2 7—8 6 KR 6 2 13 4—7 5 Þróttur 7 12 4 5—9 4 FH 7 12 4 8—18 3, Í kvöld kl. 20 leika i KR og Breiðablik. færi. Mark, sem má algerlega skrifa á reikning Friðriks. Markið var það fyrsta hjá Guðmundi í óratíma og von- andi kemst hann aftur á skrið eftir þetta. Á 61. mínútu mátti Benedikt prisa sig sælan fyrir að vera ekki rekinn af velli fyrir ruddalegt brot á Guðmundi. Var hann kominn i gegnum vörnina er Benedikt hreinlega klippti hann niður aftanfrá. Hann slapp hins vegar með gult spjald en hefði að ósekju mátt fá rautt. Mínútu síðar munaði aðeins hársbreidd að Fram bætti fjórða markinu við. Friðrik hélt þá ekki skoti Trausta Haraldssonar og Kristinn Jörundsson fékk knöttinn í dauðafæri. Knötturinn hans hafnaði hins vegar hjá Friðrik, sem lá á jörðinni. FH-ingar skoruðu eina mark sitt á 64. minútu. Magnús Teitsson skaut þá af mjög svipuðu færi og Erlendur i fyrri hálfleik og skoraði laglegt mark — alveg uppundir slá. Þetta skot átti Júlíus Marteinsson, hinn hávaxni markvörður Fram, þó að hirða. Síðustu 15 mín. leiksins léku FH- ingar aðeins 10 talsins eftir að Valur Valsson og Kristinn Atlason urðu báðir að yfirgefa völlinn alblóðugir um höfuðið eftir samstuð. FH-ingar voru búnir að skipta báðum sínum vara- mönnum inná þannig að þeir máttu ekki senda annan leikmann í hans. stað. Gunnar Bjarnason varð að yfir- gefa völlinn strax á 6. minútu með slæman skurð á auga og Heimir Bergsson var borinn af velli um miðjan siðari hálfleikinn. Mikil blóðtaka hjá báðum liðum þó svo að leikurinn hafi alls ekki veriðgrófur. Sjúkralisti Fram er nú æði langur og einir 6—7 leikmenn eru meiddir. Trausti Haraldsson og Marteinn Geirsson voru beztu menn Fram á laugardag. Báðir geysilega skemmli- legir vararmenn og ólíkir svo mörgum, sem hafa það markmið eitt að losa sig við knöttinn nógu snemrna og eins langt í burtu og hægt er. Ákaflega uppbyggjandi, báðir tveir. Gunnar Guðmundsson átti sinn bez.ta leik i sumar og þá var Baldvin Elíasson góður. Hjá FH var Viðar mjög sterkur svo og Ásgeir Arnbjörnsson. Pálnii og Heimir nokkuð frískir en sköpuðu sér fá færi. Dómararinn var Sævar Sigurðsson og dæmdi vel en hefði e.t.v. mátt taka fastar á sumum brotum. Þá vakti athygli undirritaðs annar linuvörður- inn, Friðjón Eðvarðsson. Sýndi Itann mikla röggsemi og annað, sern ekki hefur sézt mikið af hérlendis, þ.e. hann dæmi á brot á hans vallarhelmingi en lét sér ekki nægja að veifa á innköst og rangstöður eins og flestir kollegar hans. -SSv. Vfcrótrygging í framkvæmd Grunnvísitala verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. 1980 er lánskjaravísitala maímánaðar, sem var 153 stig. Láns- kjaravísitala júnímánaðar er 160 stig, sem samsvarar 4,58% hækkun. Ný lánskjaravísitala hefur nú verið reiknuð út fyrir júlí- mánuð og verður hún 167 stig, sem samsvarar 9,15% hækkun frá grunnvísitölu. Spariskírteinin í 1. fl 1980 verða seld á júníverði þ. e. með 4,58% álagi á höfuðstól og áfallna vexti, til n. k. mánaðamóta, er sölu lýkur. .f=L fjr wpwp; SEÐLABANKI ÍSLANDS * m\w íRÐTKYGG-IISíG * * - ^ OK i'JAKJ'J i IXtKW WXtXW -VXtXl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.