Dagblaðið - 23.06.1980, Side 10

Dagblaðið - 23.06.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aöalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjomlerfur Bjarnlerfsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorlerfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Askríftarverö ó mónuði kr. 4500. Verð i lausasölu kr. 230 eintakið. Klúbburinn á fjöllum Nú er verið að byggja gufubaðstofu /S og hvíldarherbergi fyrir kommissarinn við Rauðarárstíg. Stórhýsi Fram- kvæmdastofnunar ríkisins rís með ógnarhraða. Enda eru hér peningar nógir, ef verkefnið er nógu vitlaust. Þegar mönnum dettur í hug að láta skattalýðinn byggja yfir sig gufubaðstofu og hvíldar- herbergi, er ekki við því að búast, að þeim detti í hug að láta framhjá sér fara ýmis stílbrögð í sjálftekt á peningum fyrir þingmennsku. Kommissarinn var auðvitað sjálfkjörinn leiðtogi í leynimakki þingmanna um 20% hækkun eigin launa. Reynsla hans er slík, að meðalspilltir þingmenn horfa á í auðmjúkri aðdáun. En hann var ekki einn ábyrgur. í skítverkinu stóð sjö manna nefnd þingmanna, skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna. Hún fann spillingu í embættismannakerfinu og ákvað auðvitað að taka þátt í henni. Hún taldi meðalspillingu nema 20% af launum. Hlutverk reiknimeistarans lék stjórnarformaður Olíumalar hf., sá maður, sem bezt allra hefur sannað sérkenni rekstrar í skjóli hins opinbera. Enda eru 20% til þingmanna ekki nema sandkorn í samanburði við olíumölina. Þessum yfirsósíalistum alþingis fylgdi nefndarhjörð- in einum rómi. Hún hafði líka góða reynslu af kommissarnum. Það eru ekki nema tvö ár síðan hann hækkaði laun þingmanna í einu pennastriki um 75% með einföldu bragði. Auðvitað er billegt að leggjast á yfirsósíalistana og þingfararkaupsnefnd. Á þeim slóðum gerðist ekki neitt, sem var utan ramma siðferðis íslenzkra alþingis- manna sem heildar. Allt var þetta í stíl klúbbsins. Veigamesti þáttur málsmeðferðarinnar var kynn- ingin á fundum þingflokkanna. Þar voru klúbbfélagar sammála um, að eitthvað dónalegt væri að ske, sem ekki bæri að fjalla um á formlegan hátt. Bezt væri að koma af fjöllum. Enda eru nú allir sammála um að vera steinhissa. Ráðherra þess ráðuneytis, sem aðstoðaði olíumalar- stjórann við útreikningana, átti þó orð til að lýsa undrun sinni. Hann sendi bænarskrá til kommissars og annarra þingforseta. í klúbbnum við Austurvöll er þess vandlega gætt að álykta ekki um neitt, sem gæti orðið að bobba. Þar þykja kommissarar sjálfkjörnir sem forsetar og olíu- malarstjórar sem þingflokksformenn. Þar er ætíð sólskin. Þetta er eins konar dansklúbbur, þar sem menúett- inn er stiginn af snilld. í einum hópi eru þeir sem þykjast vera á móti varnarliðinu. í öðrum hópi eru hinir, sem þykjast vera á móti útþenslu opinbers rekstrar, einkum Framkvæmdastofnunar. Auðvitað er þetta ekki auðvelt í upphafi. Oftast eru innan um ýmsir utangátta nýliðar, sem eiga erfitt með að skilja dansinn. Þeir ímynda sér, aðþeirséu á alþingi til að marka spor í þjóðlífinu, ekki dansspor fríðind- anna. Smám saman lærist þessum nýliðum að feta sig inn í klúbbinn. Þegar þeir hætta að rugga bátnum, komast þeir í bankaráð eða sjóðsstjórn. Stærsti draumurinn er sá að enda sem kommissar í gufubaðstofu Fram- kvæmdastofnunar. Sennilega ættu blöðin að hætta að nöldra út af þessu og líta fremur á björtu hliðarnar. Kannski gæti þjóðin fengið gjaldeyri fyrir útflutning á sérfræðiþekkingu í frumlegri útfyllingu reikningseyðublaða. r ...... Noregur: Vaxandi óhlýðni við f lokksvaldið í Stórþinginu Þingmenn hér á landi og viðar um heim hafa á undanförnum árum þótl sýna vaxandi tilhneigingu til að brjót- ast undan aga þeirra stjórnmála- flokka sem þeir tilheyra. Hefur þetta komið til umræðu, meðal annars í Noregi. Nýlega var viðtal við Guttorm Hansen, forseta norska Stórþingsins, í norska Dagblaðinu. Sagði hann að þessa hefði gætt mjög á norska þinginu og þá einkum frá árinu 1977 en þá voru þingkosningar síðast í Noregi. Fram að þeim tíma hefðu þing- menn yfirleitt verið mjög flokks- hollir. Hefði aðeins borið á óhlýðni almennra þingmanna í Vinstri flokknum á meðan hann hafði fleiri þingmenn en nú. Hjá öðrum flokkum hafi slíkt heyrt til undantekninga. Einkum hafi það verið mál sem mjög voru bundin við einstök héruð, sem hafi valdið þvi að nokkrir þingmenn hafi talið sig verða að hverfa undan merkjum flokkanna við atkvæðagreiðslur. Flokks- hollustan hafi til dæmis verið mjög mikil bæði hjá Verkamannaflokkn- um og Hægri flokknum. Gottorm Hansen segist hins veg- ar hafa orðið var við vaxandi tilhneigingu'meðal þingmanna til að brjótast undan flokksaga. Hafi svo verið frá kosningunum árið 1977. Segir þingforsetinn að svo virðist sem þessi tilhneiging muni fara vaxandi á komandi árum. Hann segir að meðal annars niegi finna skýringar á breyttri afstöðu þingmanna til flokkanna vegna nýrra leiða við val á frambjóðendum. Áður fyrr var það flokksstjórnin, sem var áhrifamest við valið. Þurfti þá hugsanlegur frambjóðandi að starfa lengi í flokknum og biða drjúgan tíma eftir að geta átt von á að komast á þing. Við breytt fræðslukerfi og jafnvel prófkjör hafi Guttorm Hansen forseti norska Stórþingsins telur að þingmenn muni í framtiðinni sýna vaxandi sjálfstæði gagnvart ráðamönnum stjórnmálaflokkanna. V, 6 SK0LARNIR VEmFÉLAGS- LEGA AÐST0Ð Aldrað fólk og öryrkjar eru stærstu hópar fólks sem einangrast í samfélaginu af félagslegum orsökum. Með þessu er ekki sagt að allir þeir, sem tilheyra þessum þjóðfélagshóp- um, séu einangraðir. Hins vegar býður fötlun og öldrun upp á þá hættu að þeir sem búa við þetta ástand einangrist eða gleymist jafnvel alveg. Ég ætla í þessari blaðagrein að drepa á orsakir þess að fatlaðir og aldraðir týnast stundum i þjóð- félaginu. v____ Ægilegur vágestur Fötlun á sér margvíslegar orsakir. Áður fyrr var það mænuveikin sem orsakaði fötlun margra. í dag væri það aðeins vegna mistaka og gáleysis að lömunarveikin skyti sér niður. Ýmisskonar sjúkdómar og fæðingar- gallar valda mikilli lömun og það er erfiðara að stemma stigu við slíku þó að hægt væri að gera miklu meira fyrirbyggjandi í þeim efnum. Hins vegar er nú kominn til skjal- anna nýr og ægilegur vágestur sem framleiðir fatlað fólk á færibandi. Þessi vágestur er vinnuslysin og þó aðallega bílslysin. Þessi slys eru skattur okkar til tækniþjóðfélagsins. Þessi skattur er orðinn óhugnanlega þungur í krónum taiinn. Þó vega hinir miklu fjármunir, sem þessi slys kosta þjóðfélagið og einstaklingana ekki þungt í samanburði við þær mannlegu þjáningar sem þessum slysum fylgja. Maðurinn með Ijáinn Þegar maður lendir í bilslysi segja ■ ■ M

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.