Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Side 2

Vísbending - 22.12.2006, Side 2
FRÁ RITSTJÓRA BENEDIKT JÓHANNESSON í þetta sinn er meginþema jólablaðsins þættir úr hagfræðisögu 20. aldarinnar á Islandi og deilur manna um ýmis álitamál. Hugmyndafræðileg barátta setti svip á öldina og meira en helmingur mannkyns var lengst af í ljötrum flokka sem aðhylltust hugmyndir sem sagan hefúr sannað að voru rangar. Islendingar fóru ekki varhluta af hugsjónabaráttu. Hér er hluti af hugmyndasögunni rakinn af þeim mönnum sem best þekkja til. Hannes H. Gissurarson segir söguna af því þegar kenningar frjálshyggjunnar voru aftur kynntar fyrir Iandsmönnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Við þá sögu komu fjölmargir ungir menn sem enn eru áberandi í þjóðlífmu. Vilhjálmur Bjamason staðnæmist við nokkrar ákvarðanir sem mestu hafa skipt í peningamálum þjóðarinnar. Niðurstaða hans er sú að Alþingi ráði lítt við slíkar ákvarðanir og veltir því fyrir sér hvort sú verði einnig raunin með upptöku evru hérlendis. Eyþór Ivar Jónsson telur að koma ameríska hersins árið 1941 hafi markað þáttaskil í sögu þjóðarinnar síðan. Jónas Haralz segir frá því hvemig Islendingar þurftu að taka stefnumarkandi ákvarðanir í gengismálum á fyrri hluta aldarinnar, en bankakerfið var alls ekki undir slíkt búið og skilningur flestra stjómmálamanna lítill. Ásgeir Jónsson veltir vöngum yfir því hvers vegna Reykjavík varð höfuðborg íslands. Loks er viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara en hann þekkir öðmm mönnum betur átökin sem einkenndu stéttabaráttuna á ámnum eftir 1970. Mynd: Geir Ólafsson. Af því að nú fara jól og áramót í hönd birtum við líka jólalag ársins og vangaveltur um jólakvæði guðleysingjans og róttæklingsins Stephans G. Rifjaðir em upp atburðir ársins úr Vísbendingu og loks kemur smásaga úr óvæntri átt. Lesendum Vísbendingar er þökkuð samfylgdin á liðnu ári og óskað gleðilegra jóla og velfamaðar á komandi ámm. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra.............................................2 Jólasálmur................................................4 Forsendurfrjálshyggjubyltingarinnar.......................6 — Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þrautir þingsins íjjártnálum.............................12 — Vilhjálmur Bjamason Árið 2006 í Vísbendingu ................................./5 — Aruiáll Frá sér numin þjóð ....................................../9 — Eyþór Ivar Jónsson Að vera eða vera ekki....................................23 — Jónas H. Haralz Clemensíafrœnka..........................................28 — Smásaga Ajhverju er Reykjavík höfuðborg Islands?.................30 — Asgeir Jónsson Viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara...........32 iUiUUU heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson. Utgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans Umbrot og hönnun: Ágústa Ragnarsdóttir Auglýsingar: Vilhjálmur Kjartansson, vilhjalmur@heimur.is Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök. Forsíðumynd: SigurðurTómasson Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 2 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.