Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 4
 FIM M T u DAG U FT47 Ivl AI 1995 Island MEIRA HANDAPAT! „Þegarég flutti hingað fyrir níu árum síðan fannst mér mikið hreyfingarleysi einkenna (slendinga. Það fór enginn í eróbikk eða að lyfta I tækjasölum eða álíka, það þótti bara alveg út í hött. Fólk fór í mesta . lagi í sund eða út að labba. Það hafa hins vegar orðið miklar breytingar á þessu og fólk sem hefur jafnvel enga þjálfun er farið að stunda þetta og læra. (slendingar tjá sig líka mjög lítið með líkamanum og eru afskaplega stífir - nema helst þegar þeir eru komnir í glas. Eg er vön því að fólk tjái sig með öllum líkamanum og noti mikið handapat og augnagotur til að leggja áherslu á orð sín en hérna hefur fólk hendurnar helst undir borði. Þetta er mjög skrítið fyrir mig og ég var einhvern tímann að reyna að draga úr handapatinu sjálf en ég bara gat það ekki. Ég er ættuð frá Kúbu og þar er rytminn okkur í blóð borinn og við dönsum mjög mikið og mjaðmirnar eru á fleygiferð. Hérna vantar mikið upp á að fólk hafi rytma og mjaðma- hreyfingarnar eru í lág- marki, það vantar miklu meira líf í dansinn, meiri til- finningu. Þetta er samt alls ekki vonlaust og er allt að lagast, yngri kynslóðin virð- ist vera öll að koma til hvað þetta varðar. En svona almennt séð þá eru (slendingar einfaldlega allt of stífir í öllum sínum hreyf- ingum — altént á meðan þeireru edrú." DEBORAH BLYDEN ISLAND ER SKRIFAÐ AF HRING- BORDI FÓLKS SEM Á RÆTUR SfN- AR AÐ REKJA TIL ÚTLANDA EN BÝR HÉR Á LANDI. Miklar væringar hafa verið meðal æðstu manna innan Stórstúku fslands að undanförnu og um síðustu helgi sagði Sigurður B. Stefánsson, stórkapelán með meiru, skilið við Stórstúkuna. Fleiri framámenn Stórstúkunnar munu vera í þann mund að segja sig úr félagskapnum Sigurður B. Stefánsson sagði sig formlega úr Stórstúku íslands um síðustu helgi vegna langvar- andi og djúpstæðs ágreinings við aðra stjórnarmenn Stórstúk- unnar. Sigurður gegndi embætti stórkapeláns í Stórstúkunni og umdæmistemplara í Kópavogi, auk þess sem hann var mótstjóri bindindismótsins í Galtalæk og formaður sumarheimilis templ- ara. Sigurður er aðeins 27 ára gamall og því með yngstu mönn- um í forystusveit templara hér á landi og er ljóst að hér er um mikla blóðtöku að ræða fyrir hreyfinguna, sem hefur átt í sí- vaxandi erfiðleikum með að ná til sín ungu fólki á undanförnum árum. „Það er alveg rétt að það hefur verið alltof lítil endurnýjun inn- an Stórstúkunnar og félögum hefur frekar farið fækkandi en hitt,“ sagði Sigurður í samtali við blaðamann PÓSTSINS. „Það er meðal annars þess vegna sem ég ákvað að stíga þetta skref. Það hefur algjör stöðnun ríkt innan vébanda þessarar hreyfingar í mörg ár og menn hafa þverskall- ast við að bregðast við breyttum tímum og aðstæðum alltof lengi.“ Að sögn Sigurðar hefur hann lengi reynt að koma á nútíma- legri stjórnunarháttum innan Stórstúkunnar, en þær breyting- ar sem hann hafi viljað sjá hafi aldrei fengist í gegn. IHALD$SEMIIU HREK- URFRA „Það er alveg ljóst að þegar menn rígbinda sig í starfshætti sem tíðkuðust fyrir tuttugu árum og neita að horfast í augu við það sem er að gerast í kringum sig, þá verður ekki sú endurnýj- un sem æskileg er innan hreyf- ingar sem þessarar. Til að ná til ungs fólks í dag verður að stunda öfluga kynningarstarf- semi út á við í takt við tímann, og flest félagasamtök önnur hafa gert sér grein fyrir því,“ segir Sig- urður. Samkvæmt heimildum PÓSTS- INS er það fyrst og fremst Hilmar Jónsson, umdæmistemplar í Keflavík, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hugmyndum Sigurð- ar verði hrint í framkvæmd, en hann hefur verið áhrifamikill inn- an Stórstúkunnar um áratuga skeið. Yngri menn í bindindis- hreyfingunni eru ekki alls kostar ánægðir með stefnu Hilmars og munu fleiri en Sigurður hugsa sér til hreyfings. Meðal þeirra sem ráðgera úrsögn er Jóhann Jónsson, sem til margra ára hefur stjórnað framkvæmd bindindis- mótsins í Galtalæk ásamt Sig- urði. „Bindindismótið hefur allt- af gengið vel og má eiginlega segja að það sé það eina sem gengur vel innan þessarar hreyf- ingar,“ segir Jóhann. „Ég á marg- ar góðar minningar úr starfi mínu með og fyrir Stórstúkuna, en ég neita því ekki að ég sé mér vart stætt á því lengur að starfa áfram að þessu að öllu óbreyttu." Stórstúka íslands er með auðugri félögum á landinu þrátt fyrir stöðuga fækkun meðlima á síðustu árum. Sigurður B. Stefánsson, fyrr- verandi stórkapelán í Stór- stúku íslands, sagði sig úr Stórstúkunni vegna íhalds- semi eldri stjórnarmanna. AUDUG SAMTOK Stórstúkan er með auðugri fé- lögum á landinu og hafa oft heyrst gagnrýnisraddir bæði innan hennar og utan um þessa auðsöfnun stúkunnar. „Víst eru þetta auðug samtök en það er í sjálfu sér ekkert athugavert við fjármálastjórnina," segir Sigurð- ur. „Það sem ég er ósáttur við er að það skuli ekki vera varið meira fé til að byggja upp hreyf- inguna og endurnýja hana. Þetta er ekkert sem er að gerast allt í einu, ég hef lengi verið að berj- ast fyrir þessu. Þetta er auðvitað að vissu leyti uppgjöf af minni hálfu, en mér þykir fullsýnt að ég nái ekki fram þeim breytingum sem mér finnst nauðsynlegar til að þessi hreyfing þjóni þeim til- gangi sem henni er ætlaður. Ég vona bara að séra Björn Jónsson stórtemplar beri gæfu til þess að taka á þessu og breyta því sem breyta þarf,“ sagði Sigurður að lokum. Séra Björn vildi ekkert tjá sig um deilurnar og sömu sögu er að segja af Hilmari Jónssyni. æöj Framsalsbeiðni á Tryggva Bjarna Engin suör frá Portúgal Enn er beðið eftir svari frá Portúgal vegna framsalsbeiðni íslenskra stjórnvalda á Tryggva Bjarna Kristinsson. Dómsmála- ráðuneytið sendi á dögunum fyrirspurn til Interpol um hvar málið væri statt en fékk fátækleg svör. Því sendi ráðuneytið nú fyrirspurn til utanríkisráðuneyt- isins en þaðan hafa engin svör borist. Framsalsbeiðnin var send héðan þann 14. febrúar og stjórnvöld í Portúgal gáfu sér 50 til 80 daga til að fara yfir málið. Nú eru 78 dagar liðnir og ekki er einu sinni vitað hvar málið er statt. Þessi beiðni hefur verið afar lengi að velkjast í kerfinu eða frá því á síðasta ári. Meðal annars voru gögn send fram og til baka innanlands, beðið um endur- nýjaðar beiðnir og þýðingar svo eitthvað sé nefnt. Málið ætlar svo enn að tefjast í Portúgal, umfram það sem eðli- Iegt má telja. Tryggvi Bjarni átti að sitja í gæsluvarðhaldi í Portúgal út febrúar en óvíst er hvar hann er staddur nú. Yfirvöld þar í landi höfðu þó fullvissað stjórnvöld um að hann yrði í þeirra vörslu þar til framsalsbeiðnin hefði verið afgreidd. Framsalsbeiðnin er tilkomin vegna hasssmygls í haust þegar tveir Bretar og þrír íslendingar voru hnepptir í gæsluvarðhald. Talið var fullvíst að Tryggvi Bjarni hefði útvegað þessum hóp fíkniefni frá Spáni um langt skeið en hann hefur lengi verið búsettur þar. Sakaferill Tryggva Bjarna er æði skrautlegur. Hann hefur 15 sinnum verið dæmdur til fanga- vistar samtals í 7 ár, hann hefur 21 dómsátt á bakinu auk þess sem hann hefur í þrígang verið sviptur ökuleyfisréttindum ævi- langt. Tryggvi Bjarni hefur 18 sinn- um gengist undir sátt fyrir fíkni- efnabrot og í tvígang var hann dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, 60 daga fangelsi í hvort skipti. Tíu sinnum hefur hann verið dæmdur fyrir auðgunarbrot ým- iss konar, skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot, samtals í 69 mán- aða fangelsi. Þá hefur hann sex sinnum hlotið dóm fyrir ölv- unarakstur og tvisvar fyrir rétt- indalausan akstur. Auk þess hefur hann að minnsta kosti tvisvar verið dæmdur ytra, einu sinni á Spáni og einu sinni í Portúgal. Síðast- liðið sumar var hann dæmdur fyrir hrottalega árás á fyrrum eiginkonu sína á Spáni og síðan fyrir fíkniefnamisferli í Portúgal í desember. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.