Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 18
Þótt veiðimanns- eðlið sé ennþá ríkt í mannskepnunni þá er það engum vafa undirorpið að flest venjulegt fólk á sterkari rætur í kyn- stofni safnaranna. Það eru ótrúlegustu hlutirsem ein manneskja sankar að sér í gegnum tíðina, oft hlutir sem aldrei voru notaðir og verða aldrei notaðir, held- ur eru geymdir ein- hvers staðar á góð- um stað sam- kvæmt mottóinu „maður veitaldrei nema..." Aðrir hlutir, ýmist ónýtir, of litlir, úreltir eða einfaldlega búnir að þjóna sínu hlut- verki, hverfa líka undirverndarvæng kompunnar og njóta þar friðhelgi nostalgíunnar og safnaraeðlisins um áratugaskeið. Á hverju ári á að hreinsa út, á hverju ári á að taka til hendinni og henda öllu þesu „drasli", en — eitthvað heldur aftur af manni, því maður veitjú aldrei nema... Og nú er komið að því að þessir löngu gleymdu hlutir komi loksins að langþráðu gagni aftur, þegar þeir veita lesendum póstsins örlitla innsýn í líf þeirra sem geymt hafa. Cuðný Halldórsdóttir kvikmyndacperðarmaður Nóbelstaska, ekta Spur og kvenskór nr. 46 • „Þetta er gamall rafmagnsofn sem afi mannsins míns átti. Hann er ennþá notaður reglulega, bæði I bílskúrnum og annar staðar þar sem kalt er og þar fyrir utan reyni ég að troða honum í allar myndir sem ég geri því hann er svo flottur I laginu." • „Við fundum einu sinni heilan kassa af svona Spur-flöskum í einhverju samkomuhúsi úti á landi og það er ekta Spur í flöskunni. Ég geymi semsagt Spur-bragðið í þessari flösku fyrir komandi kynslóðir." • „Gamla skjalataskan hans pabba sem hann notaði mikið á árum áður og gengur undir nafninu Nóbelstaskan. Hún er búin að vera á leiðinni í viðgerð í mörg ár og bíður þeirrar ferðar semsagt í skúrnum." • „Þetta er efri parturinn af gínu sem við þurftum einu sinni að nota og þennan haus er- um við búin að eiga í nokkur ár. Við notum hann við aðstæður sem ég get ekki sagt frá, en hann er semsagt alltaf notaður reglulega." • „Hippapelsinn minn, Afganistanpelsinn. Ég nota hann ekki lengur en ég tek hann fram svona einu sinni á ári og viðra hann og sýni hann börnum sem hafa aldrei séð svona. Létt nostal- gíutripp svona." • „Ég fékk þennan hnakk um 13 ára bilið og hann er allur í pörtum en ég timi ómögulega að henda honum." • „Þetta er kvenskór númer 46, sem ég lána karlmönnum í myndum og hér til sveita. Mjög sérstakur skór og líkist helst skíðum." • „Götuskórnir hans Halldórs Gunnarssonar kamerumanns. Hann gleymdi þeim hérna í boði hjá mér fyrir nokkrum árum og ég tek þá alltaf út svona einu sinni á ári til að viðra þá." • „Þessi skór er helmingurinn af pari sem ég keypti mér í Róm fyrir margt löngu. Það er ekki hægt að henda svona skóm því þetta er svo sérstakt design og agalegt að það verður að geyma þetta og ég set þá á Þjóðminjasafnið næst." • „Gamla hippateppið mitt skil ég aldrei við mig og ligg alltaf á því úti í náttúrunni. Það er svo gott nælon I þessu." • „Það er eiginlega svindl þetta net, því það var útbúið fyrir hana Fínu Jónsen I Kristnihaldinu. En þetta er bara svo smart gert hjá proppsurunum að ég tími ekki að láta það fara." • „Þetta skip smíðaði ég 12 ára gamall (og það heitir auðvitað Kle- ópatra), svo það hefur verið erfitt að skilja við það þótt það sé orðið illa farið. Synir mínir tóku það ósjaldan með sér í baðið, og ég vona að ég hafi nægan tíma í ellinni til að bæta það aftur." • „Þetta líkist gömlu afa-vasaúri en er framleitt í Sovétríkjunum skömmu áður en þau hrundu. Ég fékk það í skiptum fyrir mitt eigið úr þar sem vini mínum í Stokk- hólmi, sem þá var nýkominn frá Sovét, fannst það eitthvað vesældarlegt. Eini gall- inn við það er að það gengur ekki alltaf. Þegar ég tók það fram núna eftir að það hafði legið í geymsl- unni í heilt ár, þá fór það auðvitað að ganga aftur." • „Þessi jakki er orðinn að minnsta kosti 15 ára gamall, ég keypti hann einhvern tímann þegar mig vantaði slíka flík. Mér fannst hann vera á ansi góðu verði, en þegar ég fór í hann í fyrsta skipti komst ég að því að hann hæfði mér ekki. Kannski passar hann mér betur í ellinni." • „Þetta er merkilegur bolli sem mér áskotnaðist ein- hvern tíma fyrir fjölda ára síðan og drakk margan góðan sopann úr. Það sést ekki á myndinni, en í honum eru kaffitaumar og ég hef alltaf haldið í bollann enda aldrei að vita nema líf mitt sé skráð í hann." • „Ég átti lengi kött sem hét Dvergarnir sjö og þvældist lengi með fjölskyldunni. Hann hefði orðið 13 ára síðustu jól og við vildum gera eitthvað fyrir hann greyið. Þá var fjárfest í þessu forláta kattaklósetti, en þá veiktist kisa og gaf upp andann, þó ekki hafi það verið vegna klósetts- ins." • „Þetta er teygja sem hægt er að teygja á alla kanta til að verða stór og sterkur. Þegar ég var strákur gekk hér yf- ir Bullworker-æði og allir voru með þessi undratæki, þar á meðal félagi minn einn. Ég vildi ekki vera minni umfangs en hann en vildi þó ekki apa eftir honum og fékk mér þessa galdrateygju í staðinn. En ég notaði hana nú aldr- ei." Kunn- ingi minn í Stokkhólmi gaf mér þetta Ijós þegar hann var að flytja. Honum tókst að sann- færa mig um að ég þyrfti mikla og góða birtu við mína vinnu en því miður hefur mér ekki tekist að nota það enn- þá." • „Þetta er byrjunin á hobbíi sem ég hef oft verið að hugsa um að koma mér upp, sem er að safna steinum. Þennan stein fann ég í bænum Lysekil í Svíþjóð og er hann ætlaður til gatnagerðar." • „Ég man ekki hvernig þessi bæklingur komst í mína eigu, ég held að frænka mín hafi gefið mér hann stuttu eftir að ég fékk bílpróf. Ég hef aldrei átt Volkswagen en alltaf haldið upp á þennan bækling, enda eru svona leið- beiningabæklingar alveg sérstök tegund af bókmenntum sem getur verið gaman að spá í." • „Ég veit ekki hvað þetta er, en ég fann þetta einhvern tímann úti á götu þar sem ég var á ferðalagi. Þetta er eitthvað rafmagnstæki eða eitthvað í rafmagnstæki en hvað það er veit ég semsagt ekki. Og það vekur auðvitað upp ýmsar heimspekilegar spurningar. Svo er aldrei að vita nema maður hafi einhver not fyrir það ef maður kemst einhvern tímann að því hvað þetta er." Pétur W. Kristjánsson tónlistarmaður Færeyskir boxhanskar og gjafabréf á klippingu • Afi minn var Færeyingur og ég er skírður í höfuðið á honum. Hann var Norðurlanda- meistari í boxi á 3. áratugnum og hann vann einmitt titilinn með þessum hönskum. Hann boxkennarinn hér og má eigin- hann hafi innleitt boxið á retta eru sögulegir hansk- • „Samstarfsfélagar mínir hjá Steinum gáfu mér þetta gjafa- kort fyrir klippingu hjá Villa Þór á fertugsafmælinu mínu. Það giídirtil 7. janúar 2002, en því fylgir það skil- yrði að lágmark 20 sentímetrar verða að fljúga. Ég hafði einhvern tímann sagt það að ég ætlaði að klippa mig fyrir fertugt en ég er búinn að fresta því um tíu ár og ætla að taka Andreu Jóns með mér. • „Fyrsta myndavélin mín, ég fékk hana 1967 þegar ég var sendur í danskan sumar- skóla, þar sem ég þótti fremur óstýrilátur unglingur. Þetta var alveg toppurinn þá. Ég var svo sendur í Núpsskóla um haustið en fékk í millitíðinni að dvelja í viku í Koben og aðra í London og myndaði óspart öll aðal poppgoðin með henni þessari." • „Metsöluplatan okkar í Pelican sem seld- ist í 11.000 eintökum og við ætlum að gefa út á diski í ár." • „Önnur gömul og góð, plata með Parad- ís, sem á líka að setja á geisladisk á þessu ári." • „Þessi smáskífa er ófáanleg í dag og er gefin út 1970 af Lauf- útgáfunni hans Óla Laufdal. Ætlunin var að gefa út tvær tveggja laga plötur, en Óli hafði ekkert verið í út- gáfumálum og þess vegna klúðraðist ýmis- legt. Á endanum kom aðeins önnur platan út, en hún var hins vegar sett í umslag sem átti við hina plötuna, þannig að þetta er næsta merkilegt fyrirbæri." • „Föðurafi minn, Kristján Karl, keypti öll blöð og klippti út allt það sem birtist um mig hér í den og safnaði saman. Þegar upp var staðið fyllti þetta 5 til 6 úrklippubækur. Maður var ekkert að pæla í þessu sjálfur á þessum tíma en mér þykir afskaplega vænt um þetta framtak afa míns núna." • „Pabbi minn, KK, kom með þetta koffort frá Ameríku eftir að hann fór þangað að læra músík með Svavari Gests. I þessu koff- orti kom hann með hljómsveitarjakkana frægu og snyrtilegu sem einkenndu KK-sex- tettinn og voru nýlunda hér á landi þegar hann kom með þá." • „Ég komst einhvern tímann yfir kassa með 40 stykkjum af þessari plötu og mér skilst að þetta gangi á 130 pund hjá bresk- um söfnurum núna og ég bíð bara eftir að þær hækki ennþá meira." • „Þetta er forláta hermannabolur sem ég var alltaf í á hátindi ferilsins '75-76 og ég fékk ekki af mér að henda. Þegar ég tók hann upp núna ákvað dóttir mín, sem er að verða 15 ára, að hann væri æðislega svalur og hefur nú tekið hann til handargagns." _____________. _ „ ._si ..., *-C -T- . *w HXT'í - -. A* *.T*«r** 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.