Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 5
Ragnar Davíð Bjarnason að störfum.. Söluhæsti bladasali póstsiius vann sér inn máltíð fýrir alla fjölskylduna á Hard Rock Café Haröur sölumaöur Ragnar Davíð Bjarnason tólf ára var söluhæstur í hópi tuga blaðasala póstsins í apríl. „Ég sel alltaf öll blöðin," segir Ragnar en þverneitar að gefa upp hvar hann selur mest. „Ég vil ekki fá alla krakkana þangað. En ég sel þó ekki í mínu hverfi." Mest seg- ist hann selja í fyrirtækjum og hann eigi marga fastakúnna. „Það eru sumir sem kaupa allt- af.“ Mislengi segist hann vera að selja það sem eftir er af skammt- inum en hann tekur mörg blöð, bæði á mánudögum og fimmtu- dögum. Hann eyðir þó litlu af frí- tíma sínum í blaðasöluna. Blaðasalinn ungi hefur drjúga vasapeninga upp úr sölunni. Hann segist þó ekki vera að safna sér fyrir neinu sérstöku þessa dagana. „Stundum safna ég mér fyrir einhverju en stund- um eyði ég peningunum.“ Ekki segist hann kunna neina formúlu til að selja blöð en föstu kaup- endurnir hafi mikið að segja. „Eg býð bara fólki blaðið.“ Ragnar er að ljúka sjöunda bekknum í Hólabrekkuskóla en flytur bráðum til Svíþjóðar. „- Kannski ætla ég að selja blöð þar ef krakkar fá að selja," segir þessi harðsnúni sölumaður. í verðlaun fyrir að vera sölu- hæsti blaðasali póstsins fær Ragn- ar máltíð fyrir alla fjölskylduna á Hard Rock Café. ■ Kgossgátan Vilhjálmur vann Dregið hefur verið úr réttum lausnum við annarri verðlauna- krossgátu póstsins sem birtist í Heimamarkaðnum 20. apríl síð- astliðinn og upp kom nafn Vil- hjálms Hróarssonar, Strandgötu 19 Ólafsfirði. Hann getur vitjað verðlaunanna, sem eru 12v In- notec borvél með hleðslutæki, með því að hafa samband við af- greiðslu blaðsins. ■ Athugasemd Ihöndum háskólans Eiríkur Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Fulbright- stofn- unarinnar, hafði samband við blaðið vegna klausu í PÓSTINUM á þriðjudaginn um Glúm Baldvins- son, son Jón Baldvins Hannibals- sonar, fyrrverandi utanríksráð- herra. Hann vill koma þeirra at- hugasemd á framfæri, til að fyrir- byggja allan misskilning, að Fulbright-stofnunin hafi tilnefnt Glúm sem styrkþega hjá Uni- versity of Miami en það hafi ver- ið stjórn skólans sem staðfesti þá tilnefningu. -ritstj. BÆBII nSH Það hefur spurst út að hjá Bílabúð Benna fáist jeppadekk sem þola átökin á íslenskum fjallavegum. Það er rétt, þau heita BFGoodrich og hafa verið á ferðinni á íslenskum vegum í áratugi. Ending, aksturseiginleikar og slitþol er allt eins og þú hefur heyrt, jafnvel betra. Kynnstu þessum öflugu dekkjum af eigin raun hjá Bílabúð Benna og á öllum helstu dekkjaverkstæðum landsins, á verði sem kemur á óvart. BFCoodrích mmmmmm^^ma—mmmmmma^^Dekk -Sættu þig aðeins við það besta! ÞAR SEM ALLT FÆST í JEPPANN VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 587 - 0 - 587 DEKKJA ÞJÓMUSTA 0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT... VERTU HAGSYNNI Láttu setja sumardekkin á aukafelgur. Vi& hjá eigum ódýrar notabar felgur á bílinn þinn. Vib eigum líka gott úrval af: • Notuðum hjólbörbum á vægu verbi • Sólubum hjólbörbum • Nýjum hjólbörbum Komdu og kynntu þér málib, vib gerum þér gott tilbob. SJAUMST! ATHUGIÐ: Takmarkab magn af felgum - fyrstir koma, fyrstir fá! ELDSHOFÐA 6 - SIMI 67 78 50 10% AFSLÁTTUR gegn framvísun þessa miða i- ummæli EM EKKI Á BOREH - GÁDU AÐ PVf „Við vitum að það er margt gott fólk í nú- verandi meirihluta og hliðhollt alþýð- unni í orði.“ JÓNAS ENGILBERTSSON STRÆTISVAGNASTJÓRI MH9ALDRA, KARLKYNS, REYKVÍSKUR LÖGFRÆÐIMGUR „Ég tel mig fulltrúa sjálfstæðisfólks í öll- um kjördæmum, bæði karla og kvenna, burtséð frá aldri og búsetu." FRIÐRIK S0PHUSS0N ÆTLI NEMEND- URNIR SÉU JAFN SORGBITNIR? „Ég er að fara úr mjög skemmtilegu starfi, fullur af sökn- uði...“ HJÁLMAR ÁRNASON SKÓLA- STJÓRI 0G NÝBAKAÐUR ÞINGMAÐUR KLÓSETT- PAPPÍRINN, ALTSO „Það er öðruvísi að einhverjir Tyrkir eigi mann heldur en Stuttgart, pappírinn er öðruvísi.“ EYJÓLFUR SVERRISSON KNATTSPYRNUMAÐUR HALDAÞÆR AÐ BJÓRNUM VERÐI STAFLAÐ í AND- DYRINU? „Við erum andvígar sölu áfengis á íþróttaleikjum í Laugardalshölí, þar sem allir aldurshóp- ar hafa og eiga að hafa greiðan að- gang.“ GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.