Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 7
FIIyIMTuDAGu FT4” m AI 1995 X Sjónvarpsþátturinn um íslenska myndlist á lýðveldistímum var tilbúinn í febrúar en verður ekki sýndur fyrr en í fyrsta lagi seint í haust þar sem forráðamenn Sjónvarpsins hafa enn ekki náð samningum um höfundarrétt við myndlistarmenn Mynclistarmenn greidslur í febrúar var lokið við gerð sjónvarpsþáttar um íslenska myndlist í þáttaröðinni List á lýðveldistímum, en enn er ekki ljóst hvenær af sýningu hans verður. Þó er ljóst að það verð- ur í fyrsta lagi síðla næsta haust. Ástæðan fyrir þessari töf er sú að enn hafa ekki tekist samning- ar á milli Sjónvarpsins og Mynd- stefs, sem er félag höfundarrétt- areigenda að myndlistarefni. „Við skiluðum þættinum af okkur í febrúar og ég veit ekki annað en að hann verði sýnd- ur,“ sagði Valdimar Leifsson í samtali við blaðamann PÓSTS- INS, en Vaidimar stjórnaði upp- töku þáttarins sem var í umsjá Halldórs B. Runólfssonar listfræð- ings. „Þegar ég talaði við Svein- björn [I. Baldvinsson, fram- kvæmdastjóra innlendrar dag- skrárdeildar,] síðast talaði hann um að hann yrði líklega ekki sýndur fyrr en í haust héðan af og mér finnst það í sjálfu sér skynsamlegt.“ MEIRA Á SPÝTUIUMI „Það hefur ekkert verið talað sérstaklega um þennan einstaka þátt í okkar samningaviðræð- um,“ segir Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins. „Það hafa hins vegar verið í gangi samningaviðræður við Myndstef um greiðslu fyrir af- not af myndefni í sjónvarpinu yfirleitt og okkur finnst óþarfi að vera að ögra myndlistar- mönnum með því að sýna þenn- an þátt fyrr en þeir samningar hafa tekist. Enda liggur í sjálfu sér ekkert á að sýna hann, þetta er klassískur þáttur og það var Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins. „Óþarfi að ögra myndlistar- mönnum með því að sýna þáttinn áður en samningar hafa tekist." aldrei gert ráð fyrir því að hann yrði endilega sýndur á lýðveld- isárinu frekar en þátturinn um klassíska tónlist, sem heldur hefur ekki verið sýndur enn.“ Knútur Bruun, formaður Mynd- stefs, segist vita af þessum þætti en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af gerð eða sýningu þessa þáttar sérstak- lega. „Halldór B. Runólfsson hafði samband við mig þegar hann byrjaði á þessum þætti, en ég hef ekkert heyrt frá honum síðan. Við eigum hins vegar í stöðugum samningum við Sjón- varpið vegna höfundarréttar og þeir samningar ganga í sjálfu sér ágætlega eins og er, eftir að okkur tókst loks að fá það viður- kennt að við hefðum eitthvað til okkar máls yfirleitt. Það hefur lengi verið í gildi samningur á Knútur Bruun, formaður Myndstefs. „Hef ekkert upp á Sjónvarpsmenn að klaga." milli Ríkisútvarpsins og Stefs, og við erum að leita eftir samningi á svipuðum nóturn." SEIIUAGAMGUR í SAMMIMGUM Samningaviðræðurnar milli Sjónvarpsins og Myndstefs hafa nú staðið í á annað ár og hafa samningsaðilar ekki setið nema þrjá sameiginlega fundi á þess- um tíma. Það er því ekki annað að sjá en að þessir samningar gangi bæði seint og brösuglega. Þrátt fyrir það þvertaka bæði Knútur og Hörður fyrir það að illa gangi að komast að sam- komulagi. „Þetta gengur allt hægt og bítandi og ég hef ekkert upp á Sjónvarpsmenn að klaga í því sambandi," segir Knútur. Á meðan verða landsmenn semsagt að bíða þess áfram að fá yfirlit yfir myndlistarlíf land- ans á lýðveldistímum og þykir eflaust mörgum miður. Það má þó hugga sig við það að þáttur- inn getur hugsanlega skapað mönnum verðugt umræðuefni þegar skammdegið skellur á að nýju með öllum sínum drunga, altént ef viðbrögðin verða eitt- hvað í líkingu við þau sem bók- menntaþátturinn fékk síðasta haust. -ÆÖJ Halldór B. Runólfsson listfræðingur. Þáttur hans um mynd- list á lýðveldistímum var tilbúinn í febrúar en verður ekki sýndur fyrr en í fyrsta lagi í haust, ef samningar takast á milli Sjónvarpsins og Myndstefs. ins og lesendur PÓSTSINS hafa tekið eftir hafa veitingastaðir borg- arinnar verið gagn- rýndir á síðum blaðsins undanfarn- ar vikur. Jónas Krist- jánsson, ritstjóri á DV, hefur með jöfnu millibili síðasta ára- tuginn eða svo skrif- að sams konar gagn- rýni í sitt blað og hefur verið nokkuð einráður á þeim markaði. Eitthvað virðist hann hafa tek- ið eftir samkeppn- inni því nú fréttist af honum víða um bæ- inn á veitingahúsum með pennann í hönd. Það er því Ijóst að veitingahús verða mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum með hækkandi sól... ^r. Ágúst Einars- son er einn fjögurra nýrra þingmanna Þjóð- vaka. Flokkurinn fór fram með últra- vinstristefnu og úti- lokaði samstarf við frjálshyggjuna í Sjálf- stæðisflokknum. Dr. Ágúst var því svolít- ið eins og álfur út úr hól í Birtingarhópn- um en hann er nú kominn á þing og þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármál- um frekar en fyrri daginn. Hann er ann- ar stærsti eigandinn I Granda en á aðal- fundi félagsins fyrir helgi var samþykkt að greiða hluthöfun- um 8 prósenta arð. Fyrirtæki Ágústar, Haf hf., á 14,7 pró- sent í Granda og því fær Ágúst í sinn hlut nærri 13 milljónir króna sem jafngildir rúmlega einni milljón á mánuði, bara fyrir hlut sinn í Granda. Þingmannslaunin megi sín lítils í þess- um samanburði. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hvort Ágúst ætlar að nota eitt- hvað af auðæfum sínum til þess að borga niður kosn- ingaskuidir Þjóð- vaka...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.