Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 28
Posturmn I tarfsmenn Sölumið- kstöðvar hraðfrysti- "húsanna eru býsna tvístígandi þessa dagana og munu þess dæmi að einstakir starfsmenn hafi frestað fyrirhuguðum húsnæðiskaupum um óákveðinn tíma. Ástæð- an er að sjálfsögðu fyrir- heit Sölumiðstöðvar- manna um að flytja hluta starfsemi sinnar til Akureyr- ar í skiptum fyrir óbreytt ástand í rekstri Útgerðarfélags Akureyrar. Mórallinn ku ekki vera upp á það besta á aðalskrifstofunni í gömlu Morgunblaðshöllinni við Aðal- stræti, þar sem topparnir gera lftið af því að ræða flutningana opinskátt. Einhverjir starfsmenn hafa þegar fengið reisupassann norður á bóginn, en aðrir bíða enn í óvissu. Gárungarnir hafa líkt þessu við ástandið og stemmninguna á dauðadeildun- um í fangelsum einræðisríkja — enginn veit hver er næstur fyrr en einhvern daginn að sessu- nauturinn mætir ekki til vinnu. Þótt ekki sé sanngjarnt að líkja flutningum til Akureyrar við af- töku þá hafa slíkir flutningar óhjákvæmilega mikla röskun á einkahögum fólks í för með sér og fer óánægja starfsmanna með þetta laumuspil Friðriks Pálssonar forstjóra og annarra stórvesíra Sölumiðstöðvarinnar stöðugt vaxandi. Menn hafa þó ekki ýkja hátt um þetta heldur láta sér nægja að pískra á göngum, því sagan seg- ir að hver sá sem kvartar of hátt megi vera viss um að hann fer næstur norður yfir heiðar... Greiddu atkvæði! 19,90 kronur mínútan Urslit sfðustu spumingar: Síðast var spurt: Á Ríkissjáwarpið (eðaSiöð 2) aö fá Hernma Gunn til að stjóma þætti nœsta vetur? í hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. Nú er spurt: í hvaða sæti lendir ísland á HM? 1.1.-3. sæti 2. 8.-11. sæti 3. 4.-7. sæti 4.12.-16. sæti E: s Ikki sér fyrir endann á vinnu Ragnars H. Hall hæsta- I réttarlögmanns, sem skipaður var sem sérstakur Isaksóknari til að fjalla um beiðni Sævars M. ClESl- ELSKIS um endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmál- anna. Fyrr á árinu gerði saksóknarinn Sævari ljóst að gögn sem fylgdu beiðninni væru ekki fullnægjandi til þess tð hann gæti mælt með því við að málið yrði tekið ípp. Sævar var afar ósáttur við >etta þar sem hann hafði ekki engið öll þau gögn sem hann aldi sig þurfa og eiga rétt á að á frá dómskerfinu. Síðan hefur itaðið í nokkru stappi. Nú lítur it fyrir að Sævar fái nokkuð af >eim gögnum sem hann telur ;eta sýnt fram á sakleysi hans )g hyggst hann reyna að af- íenda Ragnari þau, ásamt nýrri jreinargerð innan skamms... Framganga Sjálfstæðra kvenna í kosningabaráttunni þótti athyglisverð enda öllu til tjaldað í auglýsing- um og kynningarstarfi. Einkum bitnaði skelegg bar- átta þeirra á Kvennalistanum en helsti talsmaður Sjálf- stæðra kvenna er einmitt fyrrum leiðtogi þeirra en núverandi fjármálarráðherrafrú, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Eftir kosning- ar hafa þær hins vegar varið kvenmanns- leysi flokksins og talið það í sómanum, nú þurfi bara að byrja á byrjunarreit. Arndís Jónsdóttir, formaður Landssambands Sjálf- stæðiskvenna, hefur farið fyrir öðrum kven- verum flokksins sem segja Sigríði Dúnu og félaga tala niður til kvenna í flokknum. Birgir Hermannsson, fyrrum aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, er maður Sigríðar Ingibjarg- ar Ingadóttur Kvennalistakonu, og þykist því þekkja sálarlíf kvennanna vel. í Al- þýðublaðinu skrif- ar hann: „Þegar upp er staðið eru Sjálfstæðar konur vart annað en hulduher Friðriks Sophussonar, sem undir merkjum kvennabaráttu hefur tekið að sér að verja óbreytt ástand og mæra hina framsýnu foringja Sjálfstæðisflokksins. Mikil er dýrð flokksins mannsins míns og þá kannski sérstaklega maðurinn minn. Þetta er eitthvað annað en mæðrahyggjan i Kvennó. Sigríður Dúna er sjálfstæð kona.“ Þess má svo geta að Sigríður Dúna og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hittust nýverið á Bessastöðum þar sem Solla hellti sér yfir fyrrum sam- starfskonu sína...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.