Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 27
27 F FlMPilTU DAGu R‘ITM«l” 995 DALALIF Nekt hefur ekki verið mjög áberandi í íslenskum bíómynd- um til þessa, kannski helst að Hrafn Gunnlaugsson hafi verið laginn við að fá fólk til að fara úr fötunum. Þessi listi er ekki tæm- andi — nekt í íslenskum mynd- um er raunar yfirleitt mjög hug- læg — og þótt þessir ágætu leik- arar hafi sýnt á sér líkamsparta er ekki þar með sagt að þeir hafi fyllt út í myndflötinn; stundum sjást þeir ekki nema í fjarska og eða hálfhuldir. Svo er líka misjafnt hvað hefur vakið hneykslun og hvað ekki: Fæstar nektarsenurnar sem vik- ið er að hér að neðan hafa farið fyrir brjóstið á neinum — að minnsta kosti ekki miðað við þegar gefið var í skyn að Krist- björg Kjeld væri að fækka klæð- um í 79 af stöðinni 1962. SKAMMDEGI Alda Sigurðardóttir Hvfti víkingurinn, 1991 Hin helgu vé, 1993 |^[^| [JJ Benedikt Árnason Okkar á milli, 1982|COlPTl I Ragnheiður E. Arnardóttir Morðsaga, 1977 Skammdegi, 1985 BORÍU niATTURUI\ll\IAR Ari Matthíasson Veggfóður, 1992 |CJ|H£i [ Stefanía Sunna Hockett Böðullinn og skækjan □E Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Sigla himinfley, 1992 Cj ^ Ingvar E. Sigurðsson Sigla himinfley, 1994[CC>| Dóra Takefusa Veggfóður, 1992 (J||CJl [fT Margrét Gunnlaugsdóttir Okkar á milli, 1982 HIIU HELGU VE Ásdís Thoroddsen Skilaboð til Söndru, 1983 JQ Jón Sæmundur Björnholt Ein stór fjölskylda, 1995 CC Bryndís Petra Bragadóttir Börn náttúrunnar, 1991 JCj Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Dalalíf, 1984^ Tinna Gunnlaugsdóttir Svo á jörðu sem á himni, 1992 Rúnar Guðbrandsson Sóley, 1982[CC3f Björk Guðmundsdóttir Glerbrot, 1987 Steinn Ármann Magnússon Veggfóður, 1992 Cj Christine Carr Ryð, 1990|^J Helga Jónsdóttir Á hjara veraldar, 1983 JCj Gottskálk Dagur Sigurðsson Hvíti víkingurinn, 1992 CJ Egill Ólafsson Garðastríðið (þýsk mynd), 1993|CJ| Valdimar Flygenring Hin helgu vé, 1993 C.J (Að ógleymdum öllum körlunum í Snorralaug í mynd Þráins Bertelssonar „Snorri". Erfitt hefur verið að komast að því hvort „bera konan" í Brekkukotsannál var nokkurn tíma ber í alvörunni...) Benedikt Lafleur slær í gegn GEFUR ÚIT BÓK BKETLANDI Hann kallar sig Benedikt Lafleur og hefur verið nokkuð áberandi bókmenntaspíra í neðanjarðar- bókmenntaklíkum. Eina sem vit- að er til að hann hafi sent frá sér Benedikt Lafleur fór til Frakklands og sagðist ætla að skrifa bækur. Hann stóð við það og hans fyrsta afurð kemur út hjá bresku forlagi í haust. fram að þessu er lítil bók með er- ótískum prósa sem gefin var út í aðeins þremur eintökum. Annað framtak, sem hann var þekktur fyrir, var að standa fyrir ljóða- kvöldum uppi á hanabjálkum og standa að afmælisriti Hressó í samkrulli við Ara Gísla Bragason, ljóðskáld og fornmunasala, og fleiri. Nú, öllum að óvörum, hefur Lafleur fengið samning við breska útgáfufyrirtækið Minerva Press sem hefur aðsetur í London. Síðla síðasta sumar gaf Benedikt út þá yfirlýsingu að hann væri farinn út til Frakk- lands að skrifa bækur og senni- lega myndi hann dveljast í klaustri við þessa iðju, eins og nóbelsskáldið forðum. Bók hefur Benedikt skrifað en í stað þess að dvelja með munkum hreiðr- aði hann um sig í úthverfi París- ar. Samningurinn við Minerva er í höfn og vonast er eftir að bók- in, sem inniheldur enskan prósa, komi út með haustinu. bíó BÍÓBORGIM Rikki ríki Richie Rich ★ Culkin litli er kominn á aldur. Afhjúpun Disdosure ★ ★ Douglas finnst tölvur meira spennandi en Demi! BÍÓHÖLLIM Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame 0 Töffarinn Shame leikur aðalhlutverk, skrifar handrit og leikstýrir. Þannig skiptir hann hæfi- leikaleysi sínu í þrennt. Slæmir félagar Bad Company ★ Flott er tryllingslega skakkt brosið á gellunni Ellen Barkin. Banvænn leikur Just Cause ★★★ Óvæntur lokakaflinn reddar þessu. Konungur Ijónanna The Lion King ★★★★ Þeir fúska ekki hjá Disney. HÁSKÓLABÍÓ Orðlaus Speachless ★★★ Michael Keaton og Geena Davis eru sniðug og sæt. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. Stökksvæðið Drop Zone ★ Snipes fær ekki að kyssa hvítu skvísuna. Er hann með of þykkar varir? Forrest Gump ★★★★★ Gump er vinalegur vitleysingur. Nell ★ Jodie Foster leikur fágaða villistelpu. LAUGARÁSBÍÓ Heimskur, heimskari Dumb, Dumber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. Inn um ógnardyr In the Mouth of Madness ★★ Rithöfundur rænir lesendur vitinu. Marx kunni þetta líka. REGMBOGINN Leiðin til Wellville The Road to Wellville 0 Mikil læti en lítið vit. Parísartískan Prét-á- porter ★★★★ Altman heillast af fallega fólkinu í París. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. Himneskar verur Heavenly Creatures ★★★★★Glæsilegt verk um fagra og skelfilega vináttu. Reyfari Pulp Fiction ★★★★ Tarantino er séní. SAGABÍÓ í bráðri hættu Outbreak ★ ★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. STJÖRNUBÍÓ Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beethoven. Vindar fortíðar Legends of the Fall ★ Ofmetin kvikmyndataka en lítilfjörlegur Pitt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.