Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 16
Um leið og farfuglarnir koma í stórum hópum til íslands flykkjast íslendingar til útlanda. Vorið er tími borgarferðanna, þegar gróðurinn er að springa út og kaffihúsin setja borð og stóla út á gangstétt eftir innilokun vetrarins. pósturinn leitaði til nokkurra einstaklinga og bað þá að tilnefna þá borg sem hefur heillað þá mest. Hrafh Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri MAIUILA j „Manila heillar mig mest. Ætli það sé ekki vegna þess að þar ríkir hið fullkomna anarkí. Það getur allt gerst í þeirri borg. Hún er æsandi, framandi og ég hef alltaf mest gaman af að koma þangað. Manila er samt ekki fallegasta borg sem ég hef komið til, Ríó á þann heiður, það er ekki spurning. í Manila finnst mér svæðið *' A kringum Aadriatico-virkið mest heillandi en öskuhaugar borgarinnar hrífa mig einnig og þangað legg ég stundum leið mína þeg- ar ég er í Manila." Valgerður Matthíasdóttir arkitekt IUEW YORK „Það er örugglega New York. Þangað liggja allir straumar. Það eru óteljandi hlutir sem hægt er að telja upp sem eru spennandi við New York, þar má nefna leikhúsin á Broadway, listasöfnin, tón- listar- og jazzstaðina og veitingastað- ina. Veitingastaðirnir heilla mig mjög og þeir eru margir í uppáhaldi, f til dæmis Russian Tea Room og Tribeca Grill, staðurinn hans Robert de Niros. Hverfið sem mér / þykir mest spennandi er Greenwich £ Village með litlu athygl- isverðu lista- galler-j íin." ' Jffi H».p| Sigurdur Hall matreidslu- meistari PARÍS „Ég hef alltaf verið hrifinn af París. París er mín borg. Hún er svo skemmti- leg, lifandi og sérstök. Það er eng- ' in borg eins og París. Þegar maður er þar fer maður í sérstaka Parísar- stemmn- ingu.Þegar maður er í öðrum borg- um er maður bara í ein- hverri stór- borgarst- emmningu ' og þá skiptir ekki máli hvort borgin heitir London eða New York. í hvert skipti sem ég er í París upp- lifi ég hana á nýjan hátt. Ég var mjög hrif- inn af Latínu- hverfinu og vinstri bakk- anum, en kann einnig mjög vel við mig hægra megin. Ba- stillutorgið og Les Halles falla mér einnig vel í geð." MM t- 'V WJ-' v ij ■■ fýrirsæta /FENEYJAR „Feneyjar er mín borg. Sumum finnst borgin skítug og drungaleg en ég gæti ekki verið meira ósammála. Borgin er ákaflega rómantísk, enda flykkjast þangað ástfangin pör og ekki sést til barna. Þarna eru litlar götur með litlum veitingahúsum og þessu sérstaka róman- tíska andrúmslofti. Eftirminnilegast frá Feneyjum ferðirnar með gondólunum en í þeim undum við hjónakornin okkur löngum stundum." Stefán Hrafn Hagalín bladamadur „París. Við hjónin höfum farið um mestalla Evrópu og fórum síðan í brúðkaupsferð til Parísar síðastliðið haust. París hefur verið sögð borg elskendanna og við hjónin óttuðumst að verða fyrir vonbrigðum með borgina en París stóð undir öllum hallær- isklisjunum sem hlaðið hefur verið á hana. í París er allt, hvort sem það eru skemmtistaðir, söfn eða fallegar gönguleiðir. En maður verður að hafa góðan tíma og einhvern aur. Maður hafði alltaf heyrt að Frakkar væru hortugir og leiðinlegir gagnvart útlendingum sem töluðu ekki frönsku en þeir reyndust vera mjög alúðlegir og hjálp- legir. Eina klisjan sem ekki stóðst varðandi París var sú að Parísarbúar væru fjandsamlegir út- lendingum. Eftirminnileg- ast frá ferðinni var heim- sókn í Sacre Coeur-kirkj- una sem gnæfir yfir borg- ina. Þar sátum við hjónin kaþólska messu í fyrsta sinn og tónuðum af krafti." ferli menningarfull- trúans í London, Jakobs Magnússon- AR, komi til með að vekja nokkra athygli. Yfirskriftin segir nokkuð til um hver niðurstaða greinar- höfundar er : „Skot út í loftið". Það er Anna Hildur Hildi- BRANDSDÓTTIR, fyrrum fréttaritari Ríkisút- varpsins, sem ber ábyrgðina á ritsmíð- inni. Við vinnslu hennar ræddi hún við fjölda Breta og ís- lendinga sem búsett- ir eru í Bretlandi. Þetta fólk segir fjölda hrakfarasagna af menningarviðburð- um sem misheppn- uðust eða hreiníega duttu upp fyrir vegna klúðurs. Starfi menningarfulltrúans er nánst lýst sem hrakfallasögu... ýjasta hefti tímaritsins Mannlífs kem- búðir nú um helgina. Búast má við að úttekt á starfs- ur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.