Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 15
FI m MTU D aG CJ R~“M aI 1995 ■ ■■'■ ■■IMI LM I I II' Ií. ' *.í 4* S* SS ii FramkvaeiTKfir Niðurstöður Bessastaðanefndar 1989 66,0 milljónir 1990 217,4 milljónir 1991 57,9 milljónir 1992 62,3 milljónir 1993 124,9 milljónir 1994 122,5 milljónir 1995 72,0 milljónir 1996-98 260,0 miiljónir SAMTALS: 983,0 milljónir *Áætlun nefndarinnar Allar tölur eru framreiknaðar með byggingarvísitölu ónir. Það ár var einkum unnið við uppsteypu Norðurhúss og Þjónustuhúss eða fyrir 50 millj- ónir. Hönnunar- og eftirlitskostn- aður er hins vegar 42,5 milljónir króna eða 35 prósent. Það er rúmlega þriðjungur kostnaðar- ins og er þá ótalið á þriðju millj- ón í ljósprentun, bókhald og leigu. Frá miðju ári 1991 og á árinu 1992 var unnið fyrir 70,3 milljón- ir króna. Ekki er fáanleg sundur- liðun á kostnaði og því erfitt að segja til um hönnunar- og eftir- litsþáttinn. Þar liggja fram- kvæmdir að mestu niðri en unn- ið við „fornleifagröft, hönnun síðari áfanga, skipulagsvinnu. Rannsóknir á fuglalífi á Alftanesi til undirbúnings deiliskipulagi." Verður því að ætla að kostnaður við hönnun og eftirlit sé ekki lægri en í hinum tilfellunum. Mun líklegra er að hann sé hærri hlutfallslega og hækki því heild- arhlutfall kostnaðar við hönnun og eftirlit. Greinargerð fyrir síðasta ár verður tilbúin innan skamms en þá var unnið fyrir 119 milljónir. Enn á eftir að vinna fyrir minnst 332 milljónir, ef áætlanir stand- ast sem ekki hefur verið venjan. Það skal tekið fram að upphæðir eru á verðlagi hvers árs en það breytir engu um hlutfall hönnun- ar- og eftirlitskostnaðar af heild- arkostnaði. 330 MILLJÓIVIA KRÓIUA FRAMKVÆMDIR EFT1R í ár er á fjárlögum gert ráð fyr- ir 72 milljónum króna til fram- kvæmda við Bessastaði. í fram- kvæmdaáætlun sem nú er unnið eftir er gert ráð fyrir að þeir fjár- munir verði notaðir til að ljúka við Þjónustuhús og Norðurhús. íbúðarhús forseta verði gert fok- hlelt og klárað að utan og einnig verði unnið við fornleifagröft og lóðarframkvæmdir. Á árunum 1996 til 1998 er gert ráð fyrir í áðurnefndri fram- kvæmdaáætlun að 260 milljón- um verði varið til að ljúka verk- efninu. Þar er rætt um að full- gera íbúðarhús forsetans, við- gerð á suðurálmu ásamt forn- leifagreftri, frágangi lóðar og ör- yggisráðstöfunum. Einnig er gert ráð fyrir viðgerð á útihúsi eða svokölluðu austurhúsi og við- gerð á kirkju. Þessi f ram kvæ m d a- áætlun er dag- sett 24. apríl 1995. Framreiknað- ur heildarkostnaður samkvæmt henni er 983 milljónir króna. Eft- ir er því að framkvæma fyrir 332 milljónir samkvæmt áætlun. Verkið hefur hingað til farið tals- vert fram úr áætlunum og því varla óvarlegt að ætla að heildar- kostnaður verði kominn á annan milljarð þegar upp verður stað- ið. I\IÆR ALLTJEIUDUR- BYGGT FRA GRUIUIUI Það var í desember 1987 sem forsætisráðherra skipaði sex manna nefnd undir forystu Matt- híasar Á. Mathiesen um framtíðar- uppbyggingu Bessastaða. Vigdís Finnbogadóttir bauð fjárveitinga- nefnd Alþingis, sem nú kallast fjárlaganefnd, til Bessastaða og urðu menn sammála um að átak þyrfti við uppbygginguna og lög þess efnis voru samþykkt 12. maí 1989. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, skipaði þriggja manna nefnd undir yfir- stjórn ráðuneytisins til að sjá um framkvæmdir og gera fjárhags- áætlanir. Nefndin er skipuð þeim Helga Bergs fyrrverandi banka- stjóra, sem er formaður, Baldvini Tryggvasyni sparisjóðsstjóra og Gunnari H. Hall ríkisbókara. Húsa- meistari ríkisins, Garðar Hall- dórsson, er arkitekt verksins í samvinnu við Þorstein Gunnars- son, arkitekt og sérfræðing um gömul hús. Landslagsarkitekt- arnir Reynir Vilhjálmsson og Ragn- hildur Skarphéöinsdóttir hafa einnig unnið í samvinnu við arki- tekta staðarins. Framkvæmdirnar við Bessa- staði eru gríðarlega miklar, enda má segja að þurft hafi að endur- byggja nær öll húsin. Breytingin er þó ekki mikil útlitslega því húsin halda sér í ytra útliti þar sem öll húsin eru friðuð að utan- verðu. í áðurnefndri úttekt kom í ljós að húsin voru mun verr farin en menn töldu. Sumarið 1989 var fyrsta verkefnið að endurbyggja Bessastaðastofu. Húsið var 200 ára gamalt og á endanum þurfti að byggja húsin nánast alveg að nýju. I tíð Sveins Björnssonar og As- geirs Ásgeirssonar bjuggu forseta- fjölskyldurnar í Bessastaðastofu en í tíð Kristjáns Eldjárns var ein- göngu búið á efri hæðinni. Síðan var ákveðið að forsetinn flytti úr X 15 Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, er aðalarkitekt framkvæmdanna. Hönnunar- og eftirlitskostnaður er allt að þriðjungur heildarkostnaðar. Garöar Halldórsson húsameistari Eldd áætfeun heldur kostnaðannsbending Eðlilegur hönnunarkostnaður allt að 25 prósent Með frumvarpinu 1989 fylgdi greinargerð um framkvæmdirnar og áætluðum kostnaði, unnin af húsameistara, Þorsteini Gunn- arssyni arkítekt og fstaki hf. Ef kostnaðartölur eru framreiknað- ar samkvæmt byggingarvísitölu fæst í hæsta lagi 450 milljónir en nú er gert ráð fyrir helmingi hærri upphæð. Hvað veldur? „Þetta er ekki heildaráætlun heldur frumáætlunin sem fyrst og fremst náði til ákveðinna bygginga. Hún er sundurliðuð í 6 mismunandi liði og það eru fjórir fyrstu liðirnir sem eru verð- merktir. Endurbætur á öðrum húsakosti og endurbætur á um- hverfi og slíku er ekki gefið verð. Með greinargerðinni er verið að gefa mönnum vísbendingu um einstaka framkvæmdaþætti sem þannig er raunhæft að bera sam- an. í fyrsta lagi hafði stefnumörk- un eða heildaráætlun um notkun húsanna og fyrirkomulag jarðar ekki átt sér stað. Það var eitt meginviðfangsefni nýju nefndar- innar. Undirbúningsnefndin skoðaði lagfæringar á einstökum húsum en ekki endurreisn stað- arins. í öðru lagi hafði ekki farið fram nákvæm úttekt á húsunum nema helst Bessastaðastofu. Þá var hönnun ekki hafin. Þetta er frumáætlun eða kostnaðarvís- bending og því með 30-50 pró- senta skekkjumörkum. Við ger- um yfirleitt þrjár gerðir áætlana. Þegar við erum komnir áleiðis með hönnun gerum við næstu áætlun sem er með 20-25 pró- senta skekkjumörkum og þegar verkið er fullhannað og boðið út teljum við að áætlun eigi að vera með 10 prósenta skekkjumörk. Einnig verður að hafa í huga að þessi áætlun nær til einstakra húsa. Hún nær ekki til skipúlags, kostnað við umhverfisbætur eða meiriháttar lóðalögunar, yfir- borðs, frágangs og þess háttar. Hún nær ekki til kostnaðar við endurmat á lögnum í landi, rot- þróm og fleiru sem tengist því. Hún nær ekki til stefnumörkunar og ákvörðunartöku um notkun húsanna. Það fór fram mikil vinna í upphafi við að endurmeta hvernig starfseminni væri best fyrir komið. Svo er ekki lagt mat á kostnað við fornleifarannsóknir eða frágang þeirra." Kostnaður við hönnun og yfir- umsjón er 35 prósent árið 1993 og 25 prósent fyrir fyrstu tvö árin og jafnvel enn meiri á tímabilinu þar á milli. Erþetta eðlilegt hlutfall? „Ég get aðeins svarað þessu al- mennt. Þar sem við þekkjum til í Skandinavíu,^ nágrannalöndum okkar og á íslandi fer heildar- kostnaður við hönnun og umsjón og eftirlit alveg upp í 25 prósent af framkvæmdakostnaði þegar um mjög viðkvæm mannvirki eða nána hönnun er að ræða. Hönn- unarkostnaður við bygginga- framkvæmdir getur verið allt frá 15 prósentum og upp í 25 pró- sent en það fer mikið eftir eðli byggingar. í Skandinavíu tóku menn þetta saman og þá var mjög algengt að sjá tölur eins og 22-25 prósent í mjög vönduðum mannvirkjum. í þessu tilviki er líka verið að vinna byggingar þar sem er verið að sætta afskaplega mörg sjónarmið.11 ■ Bessastaðastofu sem verður að móttökuhúsi en fái eigið hús. Vegna viðgerðanna hefur Vigdís Finnbogadóttir ekki búið að Bessastöðum síðan viðgerðir hófust 1989. Vigdís og forsetar framtíðarinnar koma til með að búa í gamla ráðsmannshúsinu sem nú er bútö að rífa og verið að endurreisa. í greinargerðinni segir að það verði „vandað ein- f kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að endurbætur og framtíðaruppbygging Bessastaða kostaði um 450 milljónir króna. í núgildandi áætlun er gert ráð fyrir einum milljarði í heildarkostnað. býlishús“ og er það vart orðum aukið því kostnaðurinn verður varla mikið undir 100 milljónum þegar upp verður staðið. HÖIUIUUIU SAMHLIÐA FRAMKVÆMDUM OG OIUYT HUS Framkvæmdir hafa orðið miklu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Einnig var mikið af hönnunarvinn- unni unnið samhliða f r a m - kvæmdum og því reyndist ekki unnt að bjóða verkin út heldur voru þau í mörgum tilfellum unn- in í reikning. Bessastaðastofa var eitt stærsta verkefnið og samhliða vinnu komu í Ijós mun umfangs- meiri skemmdir en gert var ráð fyrir. Vegna þessa vann fstak nær allt verkefnið á reiknings- grundvelli sem hækkar í flestum tilfellum kostnað auk þess sem hönnun var unnin samhliða og áætlunum breytt. Allir áfangar fóru langt fram úr upphaflegum áætlunum. Ofan á allt saman bættust við lagfæringar utan- húss vegna framkvæmda og alls kyns bráðabirgðaráðstafanir sem ekki hafði verið gert ráð fyr- ir, eins og húsaleiga fyrir hús- muni, bráðabirgðaeldhús og ýmsir tilflutningar svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem forsetinn lagði ríka áherslu á bráðabirgða- viðgerðir svo starfsemi gæti haldið áfram. Þá hefur fornleifa- gröftur sett stórt strik í reikning- inn. í fyrri greinargerðinni eru 7,8 milljónir undir bráðabirgða- ráðstafanir og lagfæringar utan- húss og 17,8 milljónir undir forn- leifagröft. PÁLMI JÓNASSON HÖNN- UNAR- KOSTN- AÐUR Hönnunarkostnaður vegna framkvæmdanna við Bessastaði er mjög hár. I greinargerð Bessa- staðanefndar fyrir fyrstu tvö árin er kostnaður við hönnun og eftirlit 25 pró- sent. I hinni stóru grein- argerð nefndarinnar fyrir árið 1993 er þessi kostn- aður 35 prósent. Kostn- aður er ekki sundurliðað- ur í eitt og hálft ár þar á milli en þá eru fram- kvæmdir litlar og hönn- unarkostnaður því hlut- fallslega enn hærri. Ekki eru komnar tölur fyrir sið- asta ár eða þau verkefni sem enn eru óunnin. ■ 1:1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.