Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 6
6 Hæstiréttur mildar dóm í meiðyrðamáli FI IvIivlTu DAGu R^+rlvl aI"T9t9'5 ógedfclld- asta frétt vikunnar HEILA- DAUÐI í HEIL- BRIGÐ- ISEFTIR- LITI Stöð 2 átti tugi þús- unda myndlykla og einstaklingar einnig sem borgað höfðu á annan tug þúsunda fyrir stykkið. Þeir ákváðu síðan að kaupa nýja mynd- lykla fyrir 600 millj- ónir króna. Ástæðan var sú að menn gætu ekki brotist inn á þá nýju. Óli afruglari var hins vegar fljótur að finna leið og var ráð- inn í vinnu en ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við alla hina sem bjóða sjóræningjaáskrift. Það ógeðfelldasta af öllu er að gömlu myndlyklunum er hent. Nú eru tugþús- undir lykla á leið upp á hauga og eru urð- aðir. Tryggvi Stefáns- son hjá Heilbrigðis- eftirlitinu segir í við- tali við DV að þeir hafi “ekki hugieitt” vandamálið og “eng- in ástæða sé til að kanna málið” enda “engin betri leið sjá- anleg”. f sömu frétt segir hins vegar Jón Axel Ólafsson, yfir- maður myndiykla- verkefnis Stöðvar 2, að þeir sendi sína lykla utan þar sem fyrirtæki bræðir þá niður og hráefnið fer upp í ailan kostnað. Þessi einfalda og ókeypis lausn er hins vegar ekkert sem Heilbrigðiseftirlitið telur sig þurfa að kanna og því síður að framkvæma. Greinin umdeilda birtist í Pressunni 9. apríl 1992 en niðurstaða Rúmlega þremur árum eftir að vikublaðið Pressan birti blaða- grein um fyrirtækjarekstur Ást- þórs Bjarna Sigurðssonar, sem rak verslun og myndbandaleigur í Keflavík og víðar, hefur Hæsti- réttur fellt dóm í meiðyrðamáli sem Ástþór höfðaði vegna skrif- anna. Taldi Hæstiréttur að ómerkja bæri ummæli um bók- hald fyrirtækisins þar sem sagt var að það væri „í molum“. í stefnu Ástþórs fyrir héraðsdómi hafði hann farið fram á að 117 orð í sex tilgreindum ummælum yrðu ómerkt en greinin öll var 1053 orð. Þetta hlutfall taldi hins vegar Hæstiréttur réttlæta mála- ferli Ástþórs að því leyti að báðir aðilar voru iátnir bera sinn kostnað af máiinu. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Ástþór Bjarni Sigurðsson stefndi blaðamanni fyrir fjölmörg ummæli. Eftir þrjú ár í dómskerfinu fékk hann þá niðurstöðu að bókhaldið hefði ekki verið í molum heldur hafi fjármálin verið í ólestri. málinu en þar voru tvenn um- mæli ómerkt auk þess sem Ást- þóri voru dæmdar 90.000 krónur í málskostnað. Þegar Ástþór höfðaði málið krafðist hann ríflega 1.650.000 króna í skaða- og miskabætur, auk málskostnaðar. Að þessu leyti er niðurstaða hans núll auk þess sem hann þarf væntanlega að greiða Ólafi Sigurgeirssyni hdl., sem flutti málið á báðum dóms- stigum, fyrir þjónustu hans. FYRIRSÖGIUIN UFIUAÐI VH9 I HÆSTARETTI Fyrirsögn greinarinnar var: „Gjaldþrota en rekur fyrirtækið í nafni ólögráða barna sinna." í und- irrétti var hún ómerkt með vísun til þess að fyrirsögnin hefði ver- ið sett fram með óviðurkvæmi- legum hætti auk þess sem hún hefði ekki verið alls kostar rétt þar sem fyrirtækið væri sjálf- stæð lögpersóna. Þessu breytti Hæstiréttur og taldi fyrirsögnina efnislega rétta. Eins og áður sagði þá taldi Hæstiréttur rétt að ómerkja ein ummæli um að bókhaldið væri í molum. Byggðist sú niðurstaða á því að viðskiptafræðingurinn, sem færði bókhaldið, vottaði að það væri í lagi. Taldi dómurinn að ekkert hefði komið fram sem hnekkti því og taldi engu skipta þó að fjármál Ástþórs kunni í öðrum atriðum að hafa verið í ólestri eins^ og blaðamenn héldu fram. Bú Ástþórs var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun febrúar 1992 og fékkst ekkert upp í al- mennar kröfur að fjárhæð ríflega 86 milljóna. Þá var Ástþór dæmdur í Hæstarétti 14. október 1993 fyrir fjárdrátt og tékkamis- ferli. Málið var höfðað gegn blaða- mönnunum Haraldi Jónssyni og Sigurði Má Jónssyni og flutti Sig- urður málið fyrir Hæstarétti. í málflutningi sínum vísaði hann stíft í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar auk túlkana Mannréttindadómstólsins í Strassborg á málum er lúta að hlutverki fjölmiðla í lýðfrjálsu ríki. í niðurstöðu Hæstaréttar er ekkert vikið að slíkum túlkunum. Debet Kredit „Tobbi er stemmningsmaður sem á fáa sína líka við að undirbúa liðsmenn sína undir komandi átök. Hann er félagi í liðinu og strákarnir líta svo á að þeir séu að spila með honum en ekki fyrir hann eins og Bogdan. Hann hefur kjark til að leita að- stoðar kollega sinna og er óhræddur við að hleypa mönnum að sér,“ segir Ólafur Schram, formaður HSÍ. „Helsti kostur Tobba er að hann er mjög einbeittur og hann kemst þangað sem hann ætlar sér. Hann er sigurvegari í sér,“ segir Hannes Guðmundsson, fyrrverandi liðsstjóri og formað- ur handknattleiksdeiidar Víkings. „Þorbergur er mjög mikill keppnismaður og hefur sterkan sigur- vilja og það hjálpar honum í starfi. Hann er líka mikill húmoristi," segir Guðmundur Guðmunds- son, fyrrum samheiji hans úr Víkingi og lands- liðinu. „Þorbergur er góður kokkur. Hann er mjög metnaðarfullur og fylginn sér. Hann er vinnusam- ur og vinur vina sinna en hann er ekki allra,“ segir Krislján Sigmundsson, fyrrum landsliðsmark- maður og Víkingur. „Þorbergur er góður elskhugi og félagi. Það er betra að fá hann til að rífast en áður, þá þagði hann bara þegar ég puðraði á hann,“ segir Erna Valbergsdóttir, eiginkona landsliðsþjálfarans. Þorbergur Adalsteinsson landslidsþjálfari „Þorbergur er óstundvís og fer seint í gang í vinnu. Hann er morgunsvæfur og kl. 12 er enn- þá morgunn hjá honum. Hann skiptir um ham nokkrum vikum fyrir stórmót og verður að- finnslusamur og önugur,“ segir Ólafur Schram, formaður HSÍ. „Tobbi var alltaf markagráðugur og lá undir mikilli gagnrýni af þeim sökum frá félögum sínum. Hann hugsaði fyrst um sig og síðan um hina,“ segir Hannes Guðmundsson, fyrrverandi liðsstjóri og formaður handknattleiks- deildar Víkings. „Sem leikmaður gtif Tobbi helst ekki boltann nema til að fá hann aftur. Hann snéri bakinu í mig í nokkur ár sem skytta á með- an ég húkti í hominu, segir Guðmundur Guð- mundsson, fyrrum samherji hans úr Víkingi og landsliðinu. „Tobbi á til að vera ofboðslega gleyminn. Hann getur verið kærulaus og þarf að vera alls staðar því hann má ekki missa af neinu,“ segir Kristján Sigmundsson fyrrum lands- liðsmarkmaður og Víkingur. „Þorbergur getur verið ofboðslega latur og seinn til verks, svo er hann náttúrlega aldrei heima hjá sér,“ segir Erna Valbergsdóttir, eiginkona Þorbergs Aðalsteinsson- ar. Landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson er umdeildur. Stóra prófið er framundan og eftir heimsmeistarakeppnina sest hann á gullstólinn eða í höggstokkinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.