Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 25
Fl M MTCJ DaC U R”TM A'n'9'9'5 V w25 a opnar Jens öröustígnum Steven Tyler „Hanner svo reyndur. FlNNUR JÓHANNESSON „Mig iangar að fá að skoða öll tattúin og hringina." , Halldór Asgrímsson „Hann á svo flott bindi." „Það eru þarna nokkrir kaffi- bollar sem ég bjó til, af því ég vildi hafa einhverja hreina nytja- hluti á sýningunni, en meginuppi- staðan í sýningunni eru stærri hlutir, allt uppí hálfan annan metra á hæð,“ segir Þóra Sigur- þórsdóttir leirlistarkona sem opn- ar sýningu í nýjum sýningarsal í verslun Jens Guðjónssonar gull- smiðs á Skólavörðustígnum á laugardaginn. „Ég vinn mest í steinleir og postulíni og það má segja að ég reyni alltaf að hafa eitthvað notagildi í því sem ég skapa. Stærstu hlutirnir eru skúlptúrar sem nýtast líka sem blómasúlur." Aðrir stórir hlutir á sýningunni eru stórir blómapott- ar með loki, og minna lokin helst á biskupsbagal, ef menn vilja endilega sjá eitthvað út úr þeim annað en pottlok. „Annars er ég mest fyrir lífræn form af ein- hverju tagi og er mikið fyrir kon- ur í því sambandi,“ segir Þóra, um verk sín. „Ég er líka mjög mik- ið fyrir skæra liti. Mér finnst lit- irnir fríska uppá skammdegið og gaman að vinna með þá svona að- al og yfirleitt." Sýningin opnar á laugardaginn eins og áður sagði og verður opin á verslunartíma fram til 28. þessa mánaðar. ■ éitingahús Frábær b MATREIÐSLA Það er óhætt að segja að kokk- arnir í Humarhúsinu fari vel af stað. Fagmennskan er í fyrirrúmi en um leið er matreiðslan nútíma- leg; undir talsverðum kalifornísk- um áhrifum eins og nú er í tísku, áhrifin koma víða að. Þessi fyrsta ferð á staðinn virðist mér vera nokkuð marktæk því að flestöll smáatriði voru í lagi. Sú stefna sem mér virðist vera fylgt ein- kennist af því að setja besta fáan- lega íslenska hráefnið í samhengi við nýjustu alþjóðlegu straumana í matargerð. Þetta gengur mjög vel upp. En þó væri gaman ef hugsunin á bakvið íslenska fiski- eldhúsið þeirra Rúnars Marvins- sonar á Tjörninni og Úlfars Ey- steinssonar á Þrem Frökkum fengi svolítið meira vægi við kryddnotkun. Kokkarnir í Humar- húsinu eru enn aðeins of fastir í fræðunum til að ná snilld þessara lærimeistara. En alltént lofar stað- urinn verulega góðu. MATSEÐILL ☆☆☆ Gestir geta valið úr tiltölulega mörgum réttum af svo litlu veit- ingahúsi að vera. Humarinn er þó fyrirferðarmikill enda kemur hann við sögu í sex af aðalréttun- um fjórtán. Gallinn við svo stóran seðil er að meðlætið verður óhjá- kvæmilega nokkuð staðlað og þar með þreytandi til lengdar. Við undirbúning opnunarinnar hafa kokkarnir greinilega lesið sér vel til í fræðunum og reynt að þróa matseðil sem hefur sérstöðu. Það hefur að flestu leyti tekist. Þarna er að finna fjölda skemmtilegra samsetninga eins og glóðarsteikt- Arni Gústafs- SON „Af því að hann fékk svo gott komm- ent hjá Bjarka Kaikum í Helgar-j póst- 1 inum Jóna de Grooth súperþunga- rokkstöffari og söngkona í hljóm- sveitinni Tin dreymir um að sofa hjá fullt af súper þungarokks . töffurum. Þessir tíu eru á toppnum hjá henni. Gulli Falk „Stelpurnar segja að hann sé svo rosalega fingralipur." Humarhúsið á Bernhöftstorfu „Fagmennskan er í fyrirrúmi en um leið er matreiðslan nútímaleg; undir talsverðum kalifornískum áhrifum eins og nú er I tísku.' an lax í aðalrétt með brandísósu og sólþurrkuðum tómötum og ítalska parmaskinku á cantilópu í forrétt, auk humaruppskrifta und- ir áhrifum frá matreiðsluhefð hinna ýmsu heimshorna. FORRÉTTIR ☆☆☆☆ Smjörsteiktar laxarúllur með spínatsósu komu á óvart. Fiskur- inn kannski aðeins of mikið eldað- ur en spínatsósan lyfti fiskinum í fínar hæðir. Mér býður í grun að það hafi nokkuð verið legið yfir þessum rétti. Humarpaté og reyktur lax með ristuðum furu- hnetum á aðeins lengra í land til að verða fullmótaður réttur. Þar er varla hægt að tala um að paté hafi verið borið á borð með laxin- um heldur kaldur 'humar. Frísk- legur réttur eftir sem áður. Aðrir réttir eru spennandi allir með tölu. AÐALRÉTTIR ☆☆☆☆ Tveir ólíkir humarréttir urðu fyrir valinu, enda humarinn flagg- skip staðarins. Það þarf ekki að orðlengja að matreiðslan á fiskin- um var hundrað prósent. Stór og stinnur humarinn var mjög létt eldaður þannig að hráefnið naut sín fullkomlega. Annars vegar var hann steiktur í kryddjurtaraspi með sinnepsestragonsósu. Kryddhjúpurinn gekk fullkomlega upp en sósuna þarf að þróa að- eins áfram, estragonið og sinnep- ið harmonera ekki fullkomlega saman. Hin útgáfan var með kav- íar og kampavínssósu, sem ein- kenndist þó af kraftmiklu humar- soði. Verulega frambærilegur matur. Með báðum réttunum var borið fram cous cous, soðið mjöl á norðurafríska vísu, ananas- sneiðar og kryddgrjón og diskur- inn skreyttur með fíntskornu grænmeti, sítrónusneið og kavíar. Þetta er skemmtileg samsetning af meðlæti en of staðlað til að metnaðurinn sem býr að baki matreiðslunni fái notið sín til fullnustu. Þessu þarf að breyta til að fylgja alla leið hinum ólíku mat- reiðsluhefðum sem liggja að baki réttunum. EFTIRRÉTT1R ☆☆☆☆ Boðið er upp á fjóra eftirrétti á kvöldverðarseðli; sólberjaskyr- tertu, mokkaís á hentubotni, súkkulaðiköku hússins og osta- fylltar fíkjur með vanillu- og púrtvínssósu. í þessari fyrstu ferð voru aðeins fíkjurnar smakkaðar. Þær reyndust ljúffengar, osturinn mildur og sósan ekki of væmin. Auk þess voru þær gómsætar að sjá á diski, fallega frambornar. víi\i ☆☆☆☆ Samsetning vínseðilsins er í senn eðlileg og nútímaleg. Á hon- um er að finna gæðavín, rauð og hvít, sem kosta sitt en er rétt að bjóða upp á. Það sem einkennir úrvalið er þó fjölbreytnin; ólík vín frá ólíkum löndum ættu að þjóna smekk flestra. Frascati-vínið Font- ana Candida Superiore 1993 var frísklegt og átti einkar vel við humarinn og þá matreiðslu sem stunduð er í Humarhúsinu. Gott verð á því spillir ekki fyrir. ÞJÓniUSTA ☆☆☆☆ Það er í rauninni fátt um þjón- ustuna að segja annað en að það er erfitt að setja út á hana á nokk- urn hátt. Þarna gengur ungt fólk um beina sem kann sitt fag en heldur þó ekki of stíft í reglurnar, er vingjarnlegt en þó nálægt. UMHVERFI ☆☆☆ Torfan hét fyrsta veitingahúsið á þessum stað og átti þátt í hinni miklu matar- og mannlífsbyltingu sem varð í Reykjavík í kringum 1980. Síðan hafa mismerkilegir arftakar þess komið og farið og breytt stílnum innanstokks. Nú er gamaidags yfirbragð ráðandi, eins og oftast, sem gengur ágæt- lega upp. Þó eru heldur klén, svo ekki sé notað orðið hallærisleg, netin og annað dót tengt sjávar- síðunni sem gengur þó sjálfsagt ágætlega í túristana. Nafnið er líka hræðilega „korní“ en gefur færi á skilti utanhúss sem lokkar útlend- inga að. VERÐ ☆☆☆ Verðlagningin er tiltölulega hóf- söm, sérstaklega á humarnum sem sum veitingahús hafa til- hneigingu til að verðleggja út úr öllu korti. Skammtarnir bera þess líka merki að það er ekki ætlast til þess að gestir verði að panta sér þrjá rétti til að verða mettir. Þá er boðið upp á ýmsa létta og ódýra rétti. Það er því hægt að fara í Humarhúsið og eyða litlu en samt átt ánægjulega máltið. En það er líka hægt að fara með öllu tómari pyngju út. -sg KETST!] LAUGARDAGUR Misty hlýtur að vera hev- írokkhljómsveit en hún ætlar að þjösnast á Gauknum í kvöld. Frítt inn fyrir blúndunærbuxur. Deep Jimy and the Zep Creams rokka að hætti gúrúa sinna á Tveimur vinum. Ríó tríó kneifir fram kankvísina á sinn eina sanna hátt í samþjappaðri Ríó-sögu. Saga klass leik- ur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Hljómsveit Eddu Borg heldur uppi fjörinu á Ömmu Lú. Smash-bandið spilar grenjandi rokk á Deja Vu. Rokk að hætti Mickey Jupp á Kaffi Reykjavík. Matseðillinn verður líka rokkaður upp um helgina. Jón Ólafsson bítlavinur og hljómsveit bítlast í Þjóðleikhúskjallaranum. Fógetinn verður með súp- ertrúbadorinn Harald Reynisson. Bo Halldórsson með súper showið Þó líði ár og öld í næst seinasta sinn. Stjórnin spilartil kl. 3. SUNNUDAGUR Jón Ingólfsson trúbador skemmtir gestum á Fóget- anum. SVEITABÖLL Bubbi Morthens verður með tónleika bæði föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Sóldögg poppar, rokkar og sólar í Sjallanum á Akureyri. Kvöldið eftur halda þeir uppteknum hætti í félags- heimilinu Þórsveri á Þórs- höfn. Dalvíkingar fjölmenna í Sæluhúsið á dansleik með hljómsveitinni Galileó á föstudagskvöldið. Á laug- ardagskvöld verður dansi- ball með sömu sveit I fé- lagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Takið eftir Kötlu- merkinu á trommusettinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.