Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 14
KOSTN- AÐAR- ÁÆTLUN Uppbyggingin á Bessastöðum kostar ekki undir milljarði króna. Kostnaður við hönnun og yfirumsjón er allt að þriðjungur af heildarkostnaði. Framkvæmdir eru þegar orðnar minnst helmingi dýrari en kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir r Meö lagafrumvarpi um endurbætur á Bessastöð- um 1989 fylgdi greinar- gerð um framkvæmdirnar og áætluðum kostnaði. Greinargerðin var unnin af húsameistara ríkisins, Garðari Halldórssyni, Þorsteini Gunnarssyni arkitekt og (staki hf. og er hún tekin saman í apríl 1989. Þar er framkvæmd- inni skipt í sex fram- kvæmdaþætti. Fyrstu fjór- irverkþættirnir eru verð- merktir en nokkuð opið í tveimur verkþáttum. pósturinn verðmerkti þá þætti nokkuð hátt og framreiknaði kostnaðar- tölurnar. Þannig fékkst kostnaðaráætlun upp á 450 milljónir króna. Nú' er hins vegar Ijóst að framkvæmdin verður ekki undir einum milijarði króna. ■ Árið 1989 var samþykkt að byggja upp forsetasetrið á Bessastöðum. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að heildarkostn- aður næmi um 450 milljónum króna. í dag er gert ráð fyrir að þessi kostnaður nemi rétt tæp- um milljarði króna og ekki eru öll kurl komin til grafar. Flestir gera ráð fyrir að þegar upp verði staðið nemi heildarkostnaður nokkuð yfir milljarðinum. Marg- víslegur aukakostnaður hefur hlaðist upp á tímanum vegna breytinga frá upphaflegri áætlun og ófyrirséðum kostnaði. Athygli vekur að hönnunar- og eftirlits- kostnaður er nálægt þriðjungi af heildarfjárhæðinni. MILUARÐUR í ÁÆTL- AÐAIU KOSTI\IAÐ Samkvæmt framkvæmdaáætl- un Bessastaðarnefndar frá 24. apríl 1995 er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við endurbæt- ur og uppbyggingu að Bessa- stöðum verði 983 milljónir króna. Þegar hefur verið fram- kvæmt fyrir 651 milljón en í áætl- un er gert ráð fyrir 332 milljón- um í óunnar framkvæmdir fram á árið 1998 þegar verkinu skal lokið. Á árinu 1989 var hafin viðgerð og endurbygging Bessastaða- stofu og var kostnaður þess árs 66 milljónir. Árið eftir var unnið við Bessastaðastofu og fornleifa- gröft og var kostnaður 217,4 milljónir. Árið 1991 var lokið við Bessastaðastofu. Að auki var unnið við fornleifagröft, skipu- lagssamkeppni í samvinnu við Bessastaðahrepp og við hönnun síðari áfanga. Kostnaður var 57,9 milljónir. Arið 1992 var unnið við fornleifagröft, hönnun síðari áfanga, skipulagsvinnu og rann- sóknir á fuglalífi á Álftanesi og kostnaður þess árs 62,3 milljón- ir. Árið 1993 var unnið fyrir 124,9 milljónir við útboð á endurbygg- ingu hjáleigu og Norðurhúss, Þorsteinn Gunnarsson er arkitekt ásamt húsameist- ara en hann er sérfróður um uppbyggingu og endurgerð gamaila húsa. ■■-, ■ -:• Kostnaoaraætlun 1989 Unnin af húsameistara, arkitekt og ístaki 1. áfangi Lokaáfangi í viðgerð og endurbyggingu Bessastaðastofu 92,7 milljónir 2. áfangi Endurbygging aðliggjandi húsakosts umhverfis húsagarð 85,6 milljónir 3. áfangi Bygging nýs forsetabústaðar 64,2 milljónir 4. áfangi Endurreisn Bessastaðakirkju 5. áfangi Endurbætur á öðrum húsakosti 71,3 milljónir Bessastaða 71,3 milljónir* 6. áfangi Endurbætur á umhverfi og aðkomu 71,3 milljónir* SAMTALS: 456,4 milljónir *Áæt!un blaðsins Allar tölur eru framreiknaðar með byggingarvisitölu húsin steypt upp og gerð fok- held ásamt fornleifagreftri og frágangi fornleifakjaliara. í fyrra var framkvæmt fyrir 122,5 millj- ónir við innréttingu Þjónustu- húss og Norðurhúss ásamt fráveitu, rotþró og siturlögnum. Allar ofangreindar tölur eru framreiknaðar til dagsins í dag með byggingarvísitölu. KOSTIUAÐUR TVÖFALT HÆRRI EIU AÆTLUIU Með frumvarpi til laga um end- urbætur og framtíðaruppbygg- ingu forsetasetursins á Bessa- stöðum sem urðu að lögum 12. maí 1989 fylgdi greinargerð um framkvæmdirnar og áætlaðan kostnað. Greinargerðin var unn- in af húsameistara ríkisins, Garð- ari Halldórssyni, Þorsteini Gunnars- Helgi Bergs er formaður Bessastaðanefndar, sem sér um framkvæmdir og gerð fjárhagsáætlana. syni arkitelrt og ístaki hf. og er hún tekin samap í apríl 1989. Framreiknaðar lcostnaðartölur nema vel undir helming þeirrar upphæðar sem nú er gert ráð fyrir að verkið kosti. í greinargerðinni er endur- reisn mannvirkjanna skipt í sex framkvæmdaþætti. Fyrst er „Lokaáfangi í viðgerð og endur- byggingu Bessastaðastofu“ og er gert ráð fyrir 60-70 milljónum í þann lið. Miðað við hækkun byggingavísitölu er sú upphæð 92,7 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Annar framkvæmdaliðurinn nefnist „Endurbygging aðliggj- andi húsakosts umhverfis húsa- garð“ og er gert ráð fyrir 60 millj- óna króna kostnaði sem fram- reiknað eru 85,6 milljónir. Þriðji liðurinn er „Bygging nýs forseta- bústaðar" og eru áætlaðar 40 til 50 milljónir í þann lið eða 64,2 milljónir framreiknað. Gert er ráð fyrir 40-60 milljónum í „End- urreisn Bessastaðakirkju" sem framreiknað nemur 71,3 milljón- um króna. „Endurbætur á öðrum húsa- kosti Bessastaða" er fimmti framkvæmdaliðurinn og þar seg- ir að kostnaðurinn nemi nokkr- um tugum milljóna. Ef reiknað er með fimm tugum milljóna gerir það framreiknað 71,3 milljónum. Síðasti liðurinn er endurbætur á umhverfi og aðkomu og segir í greinargerðinni að forsendur séu ekki til að verðleggja þær framkvæmdir. Hér er gert ráð fyrir sömu upphæð og í liðnum á undan, eða 71,3 miilj- ónir fram- •' , r e i k n a ð. Samtals Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var einn hvata- manna að framkvæmdunum og hefur fylgst náið með og komið með margar ábendingar til breytinga. gerir þetta 456,4 milljónir fram- reiknað eða að minnsta kosti helmingi lægri upphæð en gert er ráð fyrir að endanlegur kostn- aður verði við framkvæmdirnar. ÞRIÐJUIUGUR í HÖIMN- UNARKOSTNAD Umdeilanlegt er hversu hönn- unar- og eftirlitskostnaður skuli vera hár í jafn flóknu og sér- hæfðu verkefnu s'em endurbygg- ing gamalla húsa er. Þegar þessi kostnaður er kominn upp í þriðj- ung verður þó að telja að hann sé vægast sagt í hærri kantinum, eftir því sem menn kunnugir slík- um framkvæmdum segja. Bessastaðanefnd skilaði greinargerð um framkvæmd- irnar frá 1989 og fram á mitt ár 1991 þegar um- fangsmiklum verk- þætti lauk. Heildar- kostnaður á tímabilinu var 266,6 milljónir króna og munar þar langmestu um Bessastaðastofu sem kostaði 222,9 milljónir. Kostnaður við hönnun og eftirlit var 66,3 millj- ónir eða 25 prósent. ítarlegri greinargerð var einnig skilað fyrir árið 1993 en það ár var heildarkostnaður 122,2 millj- 4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.