Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 17
IFIM MTCJ D’ffG'O R~4-M'A'nr99’5 17 Brokkgengur Beethoven IMMORTAL BELOVED STJÖRNUBÍÓ ★★ Það hefur verið nefnt í tengslum við þessa mynd að hefði Beet- hoven verið uppi á okkar dögum hefði hann verið manngerðin sem leggur hótelherbergi í rúst og hendir sjónvarpstækjum út um glugga. í Immortal Beloved er hann raunar látinn vinna spjöll á hótelherbergi, hann hendir líka stól út um glugga. Samt efast ég frekar um að þessu sé svona far- ið: Hefði Beethoven ekki miklu fremur verið karakter af þeirri sort sem stendur fyrir illdeilum í Bandalagi listamanna, sínöldr- andi, stökkvandi á nef sér, hald- andi að allir séu í samsæri um að þegja sig í hel — eða koma sér í gröfina. Beethoven var áreiðanlega ekki geðslegur maður. Það stafar ekki ljóma af nafni hans eins og af nafni Mozarts sem hefur feng- ið þá ímynd í sögunni að hann sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkr- um árum og rakti ævi Johanns Strauss; það var svona dæmi- gerður samevrópskur sambræð- ingur sem var svo hörmulegur að það var eiginlega alveg sprenghlægilegt. Svo kveður við annan tón og við taka senur úr mið-evrópsk- um borgum sem eru eins og út úr ævintýri: allt fer á fleygiferð, hestvagnar þeysa yfir götu- steina, það rifjast upp fyrir manni góð augnablik úr jafn ágætri mynd og Amadeus. Eða máski er það bara ofsafengin tónlistin sem bylur í fullkomnu hljóðkerfinu sem ruglar skilning- arvitin, glepur sýn. Plús/mínus: þegar allt jafnast út er varla hægt að segja meira en að mynd- in sé “vel meinandi". Svo, þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta bara einföld ást- arsaga. Cherchez la femme. Beet- hoven á í þingum við þrjár konur og ein þeirra er “konan” í lífi hans. Niðurstaðan er gamal- kunn: Að allir myrða yndi sitt. hafi í senn verið dásamlegur eng- ill og óþekkt barn. Þegar Beetho- ven er annars vegar kemur Jón Leifs upp í hugann; þrátt fyrir að hann hafi verið endurreistur ný- skeð sem eitt höfuðtónskáld Is- lendinga hefur verið erfitt að leyna því að hann var um margt óyndislegur maður. Þessi bíómynd um Beethoven — aðallega um ástalíf hans — er einkennilega misgóð. Sumpart minnir hún á þáttaröð sem var Þess utan erum við ekki miklu nær um tónskáldið — þennan höfuðsmið mannsandans — nema auðvitað að hann heyrði ekki. En vísast er fljótlegra að fara í bíó í tvo tíma en að lesa tólf binda verk Romain Rolland sem hann setti saman út frá ævi Beethovens. Eða man einhver eftir Jóhanni Kristóferl Eða þá Romain Rolland? -EGILL HELGASON HILIPS HM tilboð! Það slær enginn út PHILIPS I tilefni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hér á landi bjóðum við PHILIPS PT 472 sjónvarpstæki á sérstöku HM tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. PHILIPS PT 472 • Black Matrix myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir P P p P PHILIPS Rétt verd : 109.900 0'P0**- e&aS£ ‘ HM tilboð: Stgr, 89.900 UmbL&smenn um land allt. Umboðsmenn um land allt Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO TIL ALLT AÐ 36 MANAOA RAÐCPEIÐSLUR Tll allt aö ZA mánaöa fluga Örn Árnason væn fluga a vegg ...þá vildi ég vera á veggnum hjá Spielberg eða Schwarzenegger. Þá gœti ég Fylgst með því hvað þeir vœru að bardása ogstolið hug- myndinni... / / - Utbreiddasti gagnagrunnur Islands STRENGUR hf. - í stöðugri sókn áUNIX Stórhöfða 15, Reykjavík, sími 587 5000

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.