Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 26
Búnaðarsamband íslands Erlingur Friðbertsson telur að versnandi kjör sauðfárbænda hafi hrakið þá til ævintýra- mennsku. Nígeríuviðskiptin eru ein dæmi þess. Varar bændur við nígensla; nontunai egar traktor sem Við«. Höskuldsson, bóndi í Vest- ur-Landeyjum, keypti í gegnum innkaupalista kom til landsins reyndist hann vera 7,5 sentimetrar á lengd. Þegar Viðar ætlaði að leita réttar síns bentu Nígeríumennirnir á að engin stærð væri tilgreind í vörulistanum. Sjás iðu 45 Unnars- son, bóndi í Skaga- firði, keypti dýrum dómum og vonað- ist til að gæti létt sér störfin heima á bæ sínum. Halldór Ásgrímsson krefur Ríkisendurskoðun um skýrslu vegna flutninga utanríkisráðuneytisins „Ég ætla ekki að láta kenna mér um þetta - seg/r Halldór, núverandi utanríkisráðherra. \ „Dæmigerð sveitamennska, “ segir Jón Baldi Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Reykjavík, 3. maí „Eg viðurkenni að fyrst þegar ég kom hingað inn varð ég orðlaus. Síðan gleymdi ég mér um stund, fleygði mér á einn legu- bekkinn og lét fara vel um mig. En það var bara um stund. Ég ætla ekki að láta nokkurn mann halda að ég hafi staðið fyrir þessum breytingum. Eg vil fá það sanna fram,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, en hann hefur kraf- ist þess að Ríkisendur- skoðun geri úttekt á kostn- aði við flutninga ráðuneyt- isins í hús Byggðastofnun- ar við Rauðarárstíg. Ekki er í fljótu bragði hægt að slá á þennan kostnað en eftir stutta yf- irlitsferð í fylgd með Halldóri tel- ur blaðamaður Gulu pressunnar að hann hlaupi á hundruðum milljóna. Hvar sem litið var mátti sjá íburð sem íslendingar sjá ekki dags daglega. Halldór benti á að kostnaðurinn við inn- réttinguna segði ekki alla söguna. Rekstrarkostnað- ur ráðuneytisins hefði lík- að hækkað gífurlega. „Þegar ég kom upp í mötuneytið fyrsta daginn tóku á móti mér einir fimm þjónar og nánast báru mig að borðinu,“ segir Halldór. Eftir að þeir höfðu strokið mér hátt og lágt réttu þeir mér margra blaðsíðna matseðil sem ég skildi ekki haus né sporð á. Fróðir menn í ráðuneytinu segja að hann hafi verið á frönsku." „Þetta er bara dæmi- gerð framsóknar-sveita- mennska í Halldóri," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráð- herra, þegar Gula pressan bar þetta undir. „Ef Hall- dóri líður svona vel í fjós- Jean Pierre de la Fonta- in, yfirmatreiðslumað- urinn sem Jón Baldvin réð frá Plaza-hótelinu í Lion. mu a þar en mönnum in.“ hann að halda sig láta siðuðum eftir ráðuneyt- Hér má sjá hluta af einkabaðherbergi ut- anríkisráðherra. Síðasta myndin sem var tekin af þeim Stellu Karlsdóttur og Júlíusi Runólfssyni. Myndin er tekin um kvöldið eftir að Júlíus áttaði sig á í hvaða óefni var komið. Gjaldþrota og yfirgefinn eigin- maður leitar konu sinnar Þar til skuldimar skilja ykkur að Konan seldi húsið þeirra aðeins þremur vikum eftir giftingu, safnaði óheyrilegum skuldum á tvö greiðslukort og sló einnar og hálfrar millj- ón króna lán í banka með falsaðri undirskrift eiginmannsins. Síðan hvarfhún. Hafnarfjörður, 3. maí „Auðvitað er sárt að hafa orðið gjaldþrota á aðeins þremur vikum, sérstaklega þar sem ég taldi mig sæmi- lega efnum búinn,“ segir Júlíus Runólfsson, þrítugur bílasali í Hafnarfirði, sem varð fyrir því að eiginkona hans seldi húsið hans og kaffærði hann í skuldum á fyrstu þremur vikum hjóna- bandsins og stakk síðan af. „En ég veit að með elju get ég unnið mig upp aftur. Eg^byrjaðmneð^tværjiend-^ ur tómar og þekki því þessa stöðu. Ég veit hins vegar að það er erfitt að finna ástina — alla vega jafn heita og ég fann hjá Stellu.“ Júlíus bað blaðið um að birta símanúmerið hans svo Stella gæti haft sam- band við hann ef hún hefði á því áhuga. „Hún átti alltaf erfitt með að muna síma- númer,“ segir Júlíus. „Eina númerið sem hún mundi var það á ávísanareikningn- um mínum." Samkomulag sjálfstæðiskvenna við foiystu Sjálfstæðisflokksins gerir ráð fyrir að einn forystumanna flokksins láti í það minnsta sem hann sé kona „Tek þessu eins og hverju öðru verkefni“ - seg/r Ge/r H. Haarde þingflokksformaður, sem á að klæða sig eins og kona fyrsta árið. Konur innan flokksins krefjast þess að Davíð Oddsson formaður taki við á næsta ári, en er óvíst hverþað verður. Reykjavík, 3. maí Eftir langa og erfiða samningafundi forystu Sjálfstæðisflokksins með frammákonum innan flokksins undanfarna daga náðist samkomulag um síðustu helgi. Samkomu- lagið felur í sér að sjálf- stæðiskonur fallast á að enginn í þeirra röðum sé nógu frambærileg til þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og karlarnir í forystunni gangast við að nauðsynlegt sé að flokkur- inn beri kvenlegri ásjónu. Niðurstaðan varð því sú að einn karlanna skyldi koma fram sem kona hver í eitt ár í senn. Það var Árni Johnsen þingmaður sem hjó á hnút- inn í þessu máli. Hann benti á að Davíð Oddsson hefði í borgarstjóratíð sinni verið í hjólastól í einn dag og öðlast við það djúp- an skilning á högum fatl- aðra. „Úr því að Davíð gat verið í hjólastól í einn dag ættum við hinir að geta verið í kvenmannsjgervi í eitt ár hver,“ sagði Arni. Karlarnir í forystunni buðu því upp á Árna sem kvenmann en konurnar höfnuðu á þeirri forsendu að Árni væri ekki nógu framarlega í forystunni. „Mér fannst þessi uppá- stunga ekki bara móðgun við sjálfstæðiskonur held- ur kvenmenn yfirhöfuð,“ sagði sjálfstæðiskona sem ekki vildi láta nafns síns getið í samtali við Gulu pressuna. Eftir langt karp varð niðurstaðan sú að Geir H. Haarde tæki að sér fyrsta árið en skipuð yrði nefnd til að fjalla um fram- haldið. „Auðvitað kom þessi niðurstaða mér óþægilega á óvart,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir, ein af for- ystukonum sjálfstæðis- manna og eiginkona Geirs. „En við Geir erum vön því að leysa vandamál flokks- ins við eldhúsborðið heima, svo það má segja að það sé auðveldara fyrir okkur að glíma við þetta en fjölskyldur annarra þingmanna." Inga Jóna bætti við að hún vonaðist til að hlut- verkaskipti Geirs næðu ekki einungis til þingstarfa heldur vænti hún þess að hann yrði duglegri við heimilisstörfin næsta árið. Hafliði Georgsson tölvunarfræðingur 18ÍIS 45 „Nú er vilji allt sem þarf," segir Hafliði, sem telur sig hafa girt fyrir að þekking- arskortur á bók- haldi standi skattsvikum fyrir þrifum Hafliði sýnir hér sérstak- an hanska sem menn setja á þá hönd sem slær á lyklaborðið fyrir hið rétta bókhald. Óþarfi er að sú hönd sem slær á lyklaborðið, sem er tengt bókhaldinu sem skattur- inn á að fá, sé hanska- klædd. „Það má venjast þessu eins og hverju öðru," seg- ir Geir H. Haarde, sem hefur mætt til vinnu sinn- ar í kvenmannsfötum undanfarna tvo daga. „Það er helst að ég eigi erfitt með að venjast háu hæl- unum og svo hef ég einu sinni rambað inn á karlaklósett — reyndar við nokkurn fögnuð sam- þingmanna minna."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.