Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 2
I 2 iMH Póstunnn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Aðstoðarritstjóri: Styrmir Guðlaugsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur ðm Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Dreifingarstjóri: Sveinbjörn Kristjánsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leiðari JAFNRÉTT- IÐ INN í FANGELSIN Staða kvenna innan ís- lenskra fangelsisveggja er fyrir neðan allar hellur. I blaðinu í dag er viðtal við kvenfanga sem afplánar sinn dóm í Kópavogsfang- elsi. Lýsingar hennar á því hvernig henni og stall- systrum hennar er mis- munað í samanburði við karlfangana segir okkur þá sögu að jafnréttisumr- æðan hefur ekki náð inn í fangelsin. Konurnar fá færri tækifæri til að vinna og sækja sér menntun, sem hlýtur þó að vera grundvöllur þess að fang- elsisvist geti hugsanlega bætt einstakling. Félags- legur vandi þessara kvenna er lika oft meiri, sérstaklega þegar um mæður er að ræða sem glapist hafa út í fen eitur- lyfjaneyslu. Það er því réttmæt athugasemd hjá kvenfanganum að það verði að hjálpa þeim að fóta sig á ný. Fangelsis- málayfirvöld ættu að huga að þessu. Þrátt fyrir naumt fjármagn mætti byrja á því að athuga hvort forgangsröðin sé rétt. Pósturínn Vesturgötu 2, Reykjavík sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666 simbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. Uppleið/niðiirleid A UPPLEIÐ Ágúst Einarsson sæ- greifi. Það skilja allir aðl menn svíki hugsjónir sínarpiv þegar þeir fá þrettán millj- * ónir í arðgreiðslur af auðlind sem þjóðin á öll. Það eru kláru gæjarnir. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir er hætt að lifa í synd eftir að hún kvæntist séra Gylfa Jónssyni um síðustu helgi. Þá hlýtur hún að verða þóknanlegri Guði jog strangtrúuðum sókn- I arbörnum sínum. Kristján Ragnarsson sendi flotann í Síldarsmuguna þrátt fyrir óskir ríkis- stjórnarinnar um að halda mönnum heima um skeið. Þannig minnti hann Davíð á enn einu sinni hver ræður í þessu landi. A NIÐURLJEIÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ivar vinsælasti íslendingur- irln fyr‘r ári á Iokaspretti I kosningabaráttunnar. En ' það verður ekki margs að ’minnast frá fyrsta ári nýs 'meirihluta 28. maí. Sjálfur heldur borgarstjórinn upp á af- mælið með því að hnýta í vagn- stjóra á skítakaupi og reyna að koma í veg fyrir að menni skemmti sér á HM. Davíð Oddsson er fyrsti forsætisráðherra Sjálf-' stæðisflokksins án mál- gagns. En að vera að klaga' ritstjóra Moggans fyrir að halda upp á Jón Baldvin gerir þennan fyrrum strigakjaft að vælukjóa. í hvaöa sæti heldur þú aö við lendum? 16...bæði á HM og í Júróvisjóp! / ísland! I gærkvöld var bundinn Iokahnúturinn á undirbúning landsliðsins fyrir HM-keppn- ina en þá fóru leikmenn liðs- ins út að borða á veitingahús- ið Argentínu ásamt eiginkon- um sínum og öðrum aðstand- endum liðsins. PÓSTURINN náði tali af Guðrúnu Helgu Arnardóttur, eiginkonu Geirs Sveinssonar landsliðsfyrir- liða, á meðan að steikin henn- ar kólnaði og spurði hvort þetta væri síðasta kvöldmál- tíðin. “Síðasta kvöldmáltíðin verður náttúrlega bara heima í rólegheitunum á föstudag- inn. Það er annars svolítið krítískt að kalla þetta seinustu kvöldmáltíðina því svo kemur krossfestingin, er það ekki? Við verðum að kalla þetta eitt- hvað annað. Mér finnst þetta stefna í svo neikvæða átt ef við tölum um seinustu kvöld- máltíðina. Þetta verður nátt- úrlega engin krossfesting heldur bara stanslaust fjör til 21. maí.” Þannig að þú ert svona bjart- sýn á þetta? “Maður verður að vera það. Það er svo mikið í húfi og að- dragandinn verið svo langur og þetta er allt svo skemmtilegt. Um úrslitin í keppninni vil ég bara segja það að við ætlum okk- ur að fara til Atlanta ‘96 og því Landsliðsmennirnir og eiginkonur þeirra snæddu síðustu kvöldmál tíðina saman í gærkvöld. Að sögn landsliðsfyririiðafrúarinnar er krossfesting liðsins ekki næst á dagskránni heldur stanslaust fjör fram til 21. maí. eru öll sæti fyrir ofan það átt- unda óskasæti.” Er það nógu gott? “Fólk vill helst að liðið nái fyrsta sæti og auðvitað dreymir okkur öll um það. Við stefnum að því en við verðum að vera raunsæ og fara í keppnina með því hugarfari að allir geri sitt besta.” Ætlið þið stelpurnar að halda hópinn á meðan keppnin stend- ur yfir? “Já, já, á morgun fer ég með barnið okkar í pössun til Þýska- lands og ég er búin að taka mér frí í vinnunni allann þennan mán- uð. Nú verður algjör einbeiting á báða bóga. Það verður ekki bara glaumur og gleði hjá konunum því við erum undir mikilli pressu líka. Við höfum fórnað heilmiklu og lagt allt sem við getum af mörkum. Við ætlum að koma saman fyrir leikina og hittast, hvað sem verður, bara svona til að stappa stáli hver í aðra og einbeita okkur saman. Við tökum þetta voðalega alvar- lega og viljum líka vera í æf- ingabúðum. Strákarnir fara í sveitina á laugardaginn og verða þar í hálfan mánuð. Það verða farnar einstaka rútuferðir í Hveragerði þar sem við fáum að hitta þá svona einu sinni eða tvisvar en það má ekki misskiljast sem svo að verið sé að taka þá frá okkur, heldur til að menn geti einbeitt sér og séu til dæmis ekki með ykkur blaðamenn á bakinu eða pen- ingaáhyggjur og grenjandi börn í kringum sig. Við erum náttúrlega á því að þeir hefðu gott af því að hafa okk- ur hjá sér en verðum bara að taka þessu. Við erum bara mjög bjartsýnar og ég sem fyrirliðafrú tek mitt hlutverk mjög alvarlega. Ég hef ekki verið fræg fyrir að vera mikill stuðn- ingsmaður, og verið umdeild og allt það, en maður tekur þátt í þessu hvort sem manni líkar bet- ur eða ver og þá er eins gott að gera það með glöðu geði. Við mætum á alla leikina og látum örugglega heyra vel í okkur.” orgarleikhúsið er nú í gjörgæslu vegna mikilla fjárhagserfiðleika. Borg- arráð hefur nú samþykkt beiðni Leikfélags Reykjavíkur um veð- leyfi í Borgarleikhúsinu og eru það nokkur nýmæli. Starfsemin hefur ekki gengið allt of vel und- ir stjórn Sigurðar Hróarssonar leikhússtjóra en það sem fór endanlega með fjárhaginn var þegar kassastykkið Kabarett floppaði algjörlega og sýningum hætt eftir 30 sýningar við dræma aðsókn. Milljónatap varð af uppsetningunni. Páll B. Bald- vinsson hefur setið í viðræðu- nefnd við borgina um það neyð- arástand sem skapast hefur en leikararnir tóku til sinna ráða og settu upp nýtt kassastykki í leik- stjórn Þrastar Leos Gunnarssonar. Það hefur gengið nokkuð vel og titillinn er táknrænn, Við borg- um ekki. Sýningin var sett upp á methraða, frumsýningargestir fengu ekkert kampavín í hálfleik og ekkert frumsýningapartí við lok sýningar. Við borgum ekki... Svo mælir Svarthöfdi Brjóstvitið í Birni á Löngumýri Um það bil sem menn héldu að framsókn væri að kasta elli- belgnum undir forystu nýs for- manns og kusu flokkinn villt og galið í Reykjanesi og í Reykjavík, þeim tveimur vígjum fjölmennis og fylgisleysis Framsóknar, sem áratugum saman hafði staðið eins og fleinn í holdi flokksins, greip þingflokkurinn til þess ráðs við val á ráðherrum í nýja ríkisstjórn, að kjósa Pál Péturs- son sem ráðherra samkvæmt til- nefningu flokksformanns. Hefur þá Framsókn náð þeim áfanga í sérvisku og mannvirðingum að koma manni af Guðlaugsstaða- ætt til æðstu metorða. Hefur hugur þeirrar ættar staðið mjög til mannvirðinga allt frá því að þeir Hannes frændi á Undirfelli og Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri sóttu fram á vettvangi þjóðmálanna. Hannes vann það afrek að falla hvað eftir annað fyrir Jóni á Akri, en Halldór varð doktor í háfættu fé. Mest afrek á vettvangi þjóð- mála vann þriðji bróðir, Björn á Löngumýri, en hann sat á þingi í fjöldamörg ár fyrir Framsókn og þó datt engum í hug að gera þann snjalla mann að ráðherra. Björn situr nú í aldurdómi sínum við reisn norður á Löngumýri og er hættur að standa í málaferlum við Jón ísberg, sýslumann Hún- vetninga, út af Skjónu, sem var stoppuð upp og sett á húsdýra- safn, eða böðun sauðfjár. En allt vildi Björn hafa að sínum hætti í búskap, enda langsigldur maður í sauðfjárfræðum (Astralía) og þurfti það ekki alltaf að fara sam- an við laganna bókstaf eða mein- ingar ágæts sýslumanns. Má mikið vera ef Björn á Löngumýri á ekki enn eitt eða tvö mál fyrir hæstarétti, en hann ver og sækir sjálfur. Talsmenn íslenskrar þjóðmenningar munu hafa geng- ist fyrir því að ræða hvað gert verður við afganginn af Birni á Löngumýri, en væntanlega er honum ætlað eitthvert æðra hlutverk en það sem varð örlög Skjónu. Páll Pétursson frá Höllustöð- um er um margt vaskur maður, eins og hann á kyn til. Á þingi tal- ar hann í öllum málum sem hon- um sýnist og hafa ekki allar ferð- ir hans í ræðustól orðið frægðar- ferðir eins og vonlegt er um þá sem mikið tala. Heima í kjör- dæmi sínu taldi Páll sig tala til vinstri til að geta náð atkvæðum frá Ragnari Arnalds. Hann náði engu fylgi af honum fyrr en for- ysta Framsóknar náði áttum undir stjórn Halldórs Ásgríms- sonar og tók sér stöðu í miðju ís- lenskra stjórnmála. Eftir langa og gagnslausa baráttu við að krækja í vinstra fylgi í kjördæmi sínu, má Páll Pétursson horfa á eftir hálfu ævistarfi sínu í vask- inn og sitja að lokum uppi með sigursæla kosningabaráttu vegna þess að hann var allt í einu kominn í normal flokk. Hon- um var svo þakkað með ráð- herraembætti fyrir að hafa ekki eyðilagt fylgi Framsóknar í kjör- dæmi sínu. Á Reykjanesi hafði ung stúlka, Siv Friðleifsdóttir, náð umtals- verðum árangri fyrir Framsókn og komist á þing við annan mann. Ekki hafði Steingrími tek- ist svo vel í kjördæminu og var hann þó formaður flokksins. Enginn taldi að hann ætti ekki að verða ráðherra, þótt svo vildi til að hann væri kosinn á Reykja- nesi. Nú bregður svo við, að Framsókn sem komin er í ríkis- stjórn, meðal annars vegna yfir- burðasigurs Sivjar Friðleifsdótt- ur, Finns Ingólfssonar og fleiri, að ekki þykir ástæða til að staldra við og átta sig á hvaðan byrinn er kominn sem Framsókn fékk í kosningunum. Siv átti tví- mælalaust að verða ráðherra eft- ir undirtektirnar í Reykjaneskjör- dæmi. Framsóknarflokkurinn hefur ekki síðan 1934 fengið annað eins tækifæri til að skipta um ímynd og núna. Nú hefur birt til og yngra fólk, sem leitt er á laun- þegaþrasi og hatursáróðri, kýs heldur að hverfa til miðjunnar í íslenskri pólitík, sanngirni og jafnvægis. Framsókn getur með engu móti brugðist þessu fólki með því að nota fylgi þess til að setja einhverja bændur í ráð- herrastóla. Nýja stjórnin hyggst krukka eitthvað í kosningalögin. Þar hefur Framsókn alltaf verið eins og slagbrandur í óttans dyr- um. Kannski þorir hún nú að standa að auknum rétti þéttbýl- isfólks í kjörklefanum. En hún gerir það ekki með fulltingi Páls bónda á Höllustöðum. Segja má að Guðlaugsstaða- ættin hafi loksins náð nokkrum árangri með ráðherrastöðu Páls á Höllustöðum. Helsti gallinn er sá að upphefð hans kemur of seint. Liðin er sú tíð í Framsókn, þegar bændur og kaupfélags- menn voru helstu blysberar Framsóknar í ráðherrastólum og annars staðar á vettvangi þjóð- mála. Páll er því eins konar síð- asti geirfugl í fuglalífi flokksins. Björn frændi hans á Löngumýri lagði mikið upp úr brjóstvitinu. Þeir frændur hafa flotið á því flesta vegi. Brjóstvitið í Páli hef- ur dugað honum við búskapinn á Höllustöðum. Annars konar vit þarf í ráðherrastól. Hins vegar eru líkur til þess að þegar allt um þrýtur og grúi vandamála sækir að, verði Páli það fyrst fyrir, að leita til gamla frænda um brjóst- vitið og verður þá ekki að sökum að spyrja. SVARTHÖFÐI -ft

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.