Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 11
silkihúfu. Það er ekki laust við að manni renni í grun að það sé hreinlega verið að búa til störf sem er kannski engin þörf fyrir innan stofnunarinnar í stað þess að nota peningana til forvarna og meðhöndlunar fyrir fanga með vímuefnavanda. Okkur er bara hent inn í fangelsi og hér er- um við bara geymd eins og hveitipokar. Við verðum bara að vinna úr okkar málum sjálf þótt mikill hluti þeirra sem hér eru sé að koma beint úr harðri og lang- vinnri áfengis- og fíkniefna- neyslu. Það er ekki boðið upp á þá aðstoð sem væri við hæfi fyrr en við lok afplánunar í stað þess að nýta tímann á meðan á refsi- vistinni stendur til að byggja fólkið upp aftur og gera því bet- ur kleift að takast á við lífið utan fangelsisveggjanna eftir að af- plánun er lokið. Margir fanganna koma inn beint af götunni og þeir þurfa á mikilli andlegri, lík- amlegri og félagslegri aðstoð að halda strax til að geta staðið undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að hætta neyslu og hefja reglubundið líferni.“ FÁ EKKI AÐ VHVINA Bergþóra kvartar sáran yfir að- gerðaleysi í fangelsinu við Kópa- vogsbraut og segir aðeins 3 fanga af 12 sem þar dvelja hafa tækifæri til að vinna. „Staða kvenfanga miðað við karlfanga er til háborinnar skammar er varðar atvinnu- möguleika og nám innan fangels- isveggjanna," segir hún. „Það eru einungis 3 stöður fyrir fanga hérna, tvær í þvottahúsinu og ein við ræstingar og þetta er bara hálfsdags vinna. Því eru 9 fangar, sem flestir vildu vinna, aðgerðarlausir allan daginn. Möguleikar til náms virðast held- ur ekki vera fyrir hendi því tvær stúlkur sem eru hérna sóttu um skriflega til forstöðumanns fang- eisanna að fá að fara í almennt nám í desember og því var lofað munnlega en engin alvöru svör hafa borist þeim og menn benda bara hver á annan þegar leitað er svara. Fyrir utan þessar þrjár hálfsdagsstöður hérna er ekkert að gera. Við þurfum sjálfar að greiða af dagpeningunum eða vinnulaununum fyrir þá tóm- stundaiðju sem við kjósum að stunda. Vinnulaunin eru 175 krónur á tímann og ef unnið er 3 daga í viku, eins og oftast er, eru vinnulaunin 2.100 krónur. Við það bætast dagpeningar upp á 300 krónur á dag þannig að sam- tals gerir það 3.300 krónur á viku. Þeir fangar sem ekki vinna fá aðeins 2.100 krónur á viku í dagpeninga og hvernig eiga þessir peningar að duga fyrir brýnustu nauðsynjum eins og hreinlætisvörum, snyrtivörum og tóbaki fyrir þá sem reykja? Fyrir langtíma fanga dugar þetta engan veginn því inn í þessa fjár- hæð á eftir að reikna þá liði sem fara í tómstundir eins og teikn- ingu, skriftir og prjónaskap. Einnig eigum við sjálf að útvega okkur það kaffi sem drukkið er utan venjulegs kaffitíma. YFIRVÖLD HVETJA TIL ADGERÐALEYSIS „Eins og sést á laununum eru þau lítið hærri en dagpeningarn- ir og því ekki beint hvetjandi til vinnu. Við erum tvær sem störf- um í þvottahúsinu og við reykj- um báðar. Þegar við erum búnar að kaupa tóbak og hreinlætis- vörur er afgangurinn ekki mikill. Þvert á móti þurfum við að bæta allverulega við þessi laun til að þau nægi okkur. Við prjónum mikið í frítímanum og garn í peysu kostar kr. 1700 til 3.000 krónur eftir gæðum. Þar af leið- andi erum við algjörlega háðar ættingjum og vinum fjárhags- lega. Það er hreinlega ætlast til að við sitjum og gerum ekki neitt, taki maður mið af þessum Iaunum. Við viljum vinna og höfum áhuga á námi en okkur er ekki gefinn kostur á því þannig að að- gerðaleysið er allsráðandi megn- ið af deginum. Ef við hefðum ekki sjónvarp, dagblöð og útvarp mundum við hreinlega veslast upp hérna. Það er samt ekki nóg því það verða allir leiðir á að gera sama hlutinn aftur og aftur eins og til dæmis að hanga yfir imbcikassanum og vera sífellt að prjóna. Á Kvíabryggju er vinna sem við hefðum áhuga á en þeim konum sem hafa sótt um vistun þar hefur verið hafnað og sagt að óæskilegt sé að hafa kvenfólk þar. Við spurjum hvort við höf- um ekki sama rétt og aðrir fang- ar þótt við séum kvenkyns? Það er lítið spáð í samband okkar við börnin okkar. Við fáum nær ekkert að umgangast þau og reyna að mynda eða halda tengslum við þau á meðan á af- plánun stendur. Heimsóknartím- ar eru aðeins 3 tímar í viku og það gildir einnig um börnin okk- ar. Það hafa verið gefin einstaka leyfi fyrir að fá að hitta börnin utan veggja fangelsisins en þau eru mjög takmörkuð og yfirleitt undir eftirliti." DAGUR BAK VH> FAIUGELSISMURAIUA Hver dagur er öðrum líkur í Kópavogsfangelsinu að sögn Bergþóru. „Venjulegur dagur hérna byrjar þegar herbergin eru opnuð klukkan 8.30 á morgn- ana. Þá er morgunverður til kl. 9.00 og eftir það fara þær að vinna sem hafa eitthvað að gera. Flestir hinna fanganna fara að sofa aftur því ekkert annað bíður þeirra yfir daginn. Hádegismatur er á milli kl. 11.30 og 12.00 og strax þar á eftir er útivist til kl. 13.00. Við reynum að stunda úti- vist á meðan hún er leyfð en það er ekki mikið við að vera í fang- elsisgarðinum. Við röltum sama hringinn aftur og aftur eða æfum okkur í að skjóta á körfu. Núna er byrjað að móta fyrir girðingu hérna fyrir utan þannig að hring- urinn fer að þrengjast fyrir úti- vistarmöguleika. Þetta fer að verða eins og ekta Alcatras. Síð- degiskaffi er á milli kl. 15.30 til 16.00 og kvöldmatur á milli kl. 18.00 og 19.00. Loks er kvöldkaffi frá kl. 21.00 til 22.00. Á milli mat- máls og kaffitíma reynum við hvert og eitt að finna eitthvað til að hafa fyrir stafni og prjóna- skapur er mest áberandi hjá kon- unum og spilamennska hjá karl- mönnunum. Annars kynnumst við karlföngunum ekki mikið því okkur er bannað að fara inn í herbergin þeirra og þeim til okk- ar. Flestar samræður á milli kynja fara því fram í dyragætt- inni á klefunum því flestir reykja. Það er bannað að reykja í mat- salnum og því er hann lítið not- aður. Eini staðurinn sem má reykja í eru herbergin sem við sofum í.“ LYF OG MEIRI LYF Bergþóra segir að fjárskortur komi einnig í veg fyrir að fangar geti fengið eðlilega læknisþjón- ustu. „Það má eiginlega segja að það jaðri við að vera flokkað undir glæp ef fangi þarf á læknishjálp að halda svo ekki sé talað um ef fólk þarf nauðsynlega að fara til sérfræðings. Það er ætlast til að við berum okkar eigin læknis- kostnað sjálf, jafnvel þeir sem hafa verið í síbrotum til að halda uppi vímuefnaneyslu og eiga enga peninga þegar þeir fara í fangelsi. Þetta fólk er algjörlega háð dagpeningunum sínum og hvernig á það að fara að því að borga lækniskostnað á meðan á afplánum stendur? Fangar eiga ekki erfitt með að fá læknishjálp sem slíka heldur er spurningin frekar hvort rétta læknismeð- ferðin sé í gangi hverju sinni. Við sem höfum verið í mikilli vímuefnaneyslu fáum bara lyf hjá lækninum og mér finnst það umdeilanlegt. Það er engin lausn að fá endalaus lyf og aftur lyf við hinu og þessu og síðan lyf aftur við því. Það þyrfti að koma til einhver aðstoð til að hjálpa fólki andlega við að ná lágmarks jafn- vægi, eins og til dæmis áfengis- og vímuefnaráðgjafi sem hefur vit á þessum málum. Það þarf að aðstoða vímuefnaneytendur til að komast út úr þessum víta- hring. Ef ekkert er gert í fangels- unum sjálfum nær einstaklingur- inn engum bata né árangri til að takast á við lífið sem bíður úti í samfélaginu. Það er augljóst að þeir skilja þetta vandamál ekki hjá Fangelsismálastofnun og það er augljóst að þeim er nokk sama.“ FAIMGAR HAFA EKKI EFIUI A TAIUIWtÐGERÐUM „í sambandi við læknisaðstoð- ina má einnig geta þess að ef fangi, sem á ekki bót fyrir rassinn á sér, þarf á gleraugum að halda verður hann að greiða hluta af gleraugnakostnaðinum sjálfur," segir Bergþóra. „Það sama er uppi á teningnum varðandi tann- viðgerðir, fanginn verður að borga að minnsta kosti 10 pró- sent þótt hann hafi engar tekjur aðrar en dagpeningana. Allur þáttur varðandi heimsóknir til sérfræðinga er einnig vandlega skoðaður og oft virðist það vera hið mesta mál fyrir fangelsislækn- inn að koma því í gegn ef fangi þarf að leita til þeirra. Flestir fang- ar vildu fegnir greiða þennan kostnað sjálfir ef þeir fengju að vinna og hefðu aðstæður til að afla sér eðlilegra tekna. Þess í stað eru fangar algjörlega háðir mati Fangelsismálastofnunar á heilsufari þeirra. Fangelsismála- stofnun virðist geta tekið fram fyr- ir hendurnar á faglærðu fólki sem tilheyrir læknastéttinni með því að ráða til sín fjármálastjóra sem síðan kemur ákvörðunum stofn- unarinnar á framfæri og segir til um hverjir eiga að hljóta viðeig- andi læknismeðferð. Þótt þessir menn séu löglærðir er ekki þar með sagt að þeir geti vermt sæti læknisins og komist að niður- stöðu um hvaða læknisfræðilegar úrlausnir hver og einn fangi þarf á að halda. Þeir hafa hreinlega ekki kunnáttu til þess.“ FAIUGAR HÓTA AÐGERÐUM Bergþóra segir að ef til vill sé kominn tími til þess að fangar hagi sér eins og almennir laun- þegar í landinu og fari í verkfall til að krefjast hærri launa, en hún óttast refsiaðgerðir verði gripið til þess úrræðis. „Munurinn á okkur og hinum al- menna borgara er sá að sökum frelsissviptingarinnar gætum við allt eins átt von á að vera lokaðar inni í einangrun og sneyddar öll- um rétti til samskipta, færum við í verkfall. Og þá yrði farið fram á við aðra fanga að þeir tækju vinn- una að sér og ef þeir neituðu því fengju þeir sömu refsingu. Við er- um því að íhuga þessa dagana hver sé besti leikurinn í stöðunni. Ef allir fangar sem hér eru sýndu samstöðu og neituðu að vinna þau störf sem hér bjóðast mundi það bitna á hinum fangelsunum líka því við þvoum allan þvott fyr- ir þau. Spurningin er bara hver mundi heyra af mótmælum okkar því við höfum engan talsmann. Okkur veitti ekki af að hafa tals- mann því ef brotið er á rétti okkar höfum við engan til að koma at- hugasemdum okkar á framfæri til. Völd Fangelsismálastofnunar eru ótrúleg og það er algjörlega undir þeim komið hvernig fangi tekur út refsingu sína. Gott dæmi um þetta er Ólafur Gunnarsson, svokallaður höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu. Hann var hafður í 11 mánuði í Síðumúlanum og eftir að hann fór á Litla-Hraun hefur hann verið á lokaðri deild þrátt fyrir að hann hafi ekki framið nein agabrot. Eina sem hann gerði var að segja opinberlega frá því hvernig hann hefur verið með- höndlaður af fangelsismálayfir- völdum.“ 1. maí síðastliðinn var innilokun- artími fanga í klefum sínum lengd- ur um eina og hálfa klukkkustund og eru dyr þeirra nú læstar kl. 22 á kvöldin í stað kl. 23.30 áður. „Við kærðum þessa ráðstöfun til dómsmálaráðuneytisins en höfum ekki fengið svar ennþá,“ segir Bergþóra. Þá vill hún, og aðrar konur sem afplána dóma í Kópavogsfangelsinu, einnig mót- mæla uppsögn yfirfangavarða í Kópavogsfangelsinu, Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg og í Síðumúlafangelsinu en hún segir þetta fólk hafa meiri skilning á málefnum fanga en aðrir starfs- menn Fangelsismálastofnunar. „Lengingin á innilokunartímanum er í stíl við allt annað sem kemur frá fangelsisyfirvöldum. Það er komið fram við okkur eins og ung- börn. Við erum ekki í nokkrum vafa að við erum hér vegna eigin mistaka en hvernig eigum við að læra af þeim ef það er komið fram við okkur svona? Hvernig er hægt að búast við að við verðum betri einstaklingar þegar út er komið ef við erum ekkert aðstoðuð við að komast á rétta braut?“ -LAE „Á Kvía- bryggju er vinna sem viö hefðum áhuga áen þeim konum sem hafa sótt um vistun þar hefur verið hafnað og sagt að óæskilegtsé að hafa kven- fólk þar. Við spyrjum hvort við höfum ekki sama rétt og aðrir fang- ar þótt við sé- um kven- kyns?" „Ég varí 45 daga á lausa- gangi í Síðu- múlanum með morð- ingja, nauðg- ara og alls kyns afbrota- mönnum. Morðinginn, Þórður Ey- þórsson, hafði myrt barns- föður minn, Ragnar Ólafs- son, í ibúð við Snorrabraut í ágúst árið áð- ur og þetta var annað morðið sem hann framdi." n i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.