Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 10
10 'Fl M MTUDTyGO Rw4TMÍ0:nrff9'5l „Fangelsis- málastofnun virðist geta tekið fram fyr- ir hendurnar á faglærðu fólki sem tilheyrir læknastéttinni með því að ráða til sín fjármálastjóra sem síðan kemur ákvörðunum stofnunarinn- ar á framfæri og segir til um hverjir eiga að hljóta viðeig- andi læknis- meðferð." „ Við sem höf- um verið í mikilli vímu- efnaneyslu fá- um bara lyf hjá lækninum og mér finnst það umdeil- anlegt. Það er engin lausn að fá enda- laus lyf og aft- ur lyf við hinu og þessu og síðan lyfaftur við því." •------------------------------------\ Bergþóra Guðmundsdóttir, 34 ára þriggja barna móðir og refsifangi í Kópavogi, segir kvenfanga ekki hafa sama rétt og karlfanga. Þær fái ekki að vinna innan múranna, ekki að mennta sig og séu á engan hátt búnar undir reglusamt og ábyrgt líferni. Nú er mælirinn fullur og þær hyggjast grípa til róttækra aðgerða „Staða kvenkyns fanga á ís- landi er til háborinnar skammar ef miðað er við karlkyns fanga. Við höfum ekki sama rétt og þeir til atvinnu eða náms á meðan á refsivist stendur," segir Bergþóra Guðmundsdóttir, 34 ára þriggja barna móðir, sem afplánar tveggja ára refsidóm í hinu svo- kallaða kvennafangelsi að Kópa- vogsbraut 17 í Kópavogi. Berg- þóra tilheyrir vaxandi hópi eitur- lyfjaneytenda í Reykjavík sem fjármagnar neyslu sína með þjófnuðum á kreditkortum, ávís- anafölsunum og ýmiss konar skjalafalsi. Hún segist hafa verið föst í neti áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil en þó náð sér ágæt- lega á strik um fimm ára skeið á árunum 1985 til 1990. Síðan hef- ur leið hennar legið niður á við og hún hefur eytt mestum tíma sínum í félagi við harða eitur- lyfjaneytendur og afbrotamenn í undirheimum Reykjavíkur, stöð- ugt í leit að nýjum skammti, sama hvað það kostaði. Hún er síbrotakona og kvartar undan því hve langan tíma tekur fyrir refsimál að komast í gegn- um kerfið. Hún er ekki fyrr búin að fá dóm um skilorðsbundið fangelsi fyrr en hún brýtur það og hefur því ekki fengið tækifæri til að losna út eftir helming refsi- tíma og snúa við blaðinu. Nú horfist hún í augu við refsingu sína og þótt brotin séu flest ein- hvers konar smáþjófnaðir á við veskisstuld á Keisaranum hafa dómarnir safnast saman og því verður hún að sitja bak við lás og slá næstu tvö árin. inimi n/iEQ morqiiugja BARIUSFODUR SINS Samkvæmt sakavottorði Berg- þóru hlaut hún sinn fyrsta dóm árið 1991 vegna brots á fíkniefna- löggjöf. Árið 1992 var hún tvíveg- is dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir skjalafals og umboðssvik, og í árslok 1993 hlaut hún 7 mánaða fangelsis- dóm, þar af 5 mánuði skilorðs- bundna fyrir þjófnað, skjalafals og fjársvik. 16. júní í fyrra var hún loks dæmd til 15 mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur óg 'Voru skilorðs- bundnir hlutar eldri dóma teknir inn í dóminn. Frá refsivistinni dragast 64 dagar sem Bergþóra sat í gæsluvarðhaldi í Síðumúla- fangelsinu í fyrra. Bergþóra segir dvölina í Síðumúla hafa verið erf- iða en vill ekki fara út í smáatriði í því sambandi. Hún fer þó ekki í launkofa með óánægju sína yfir hvernig föngum er raðað saman í íslensk fangelsi og telur niður- röðunina einkennast af skeyting- arleysi fangelsisyfirvalda. „Eg var í 45 daga á lausagangi í Síðumúlanum með morðingja, nauðgara og alls kyns afbrota- mönnum. Morðinginn, Þórður Ey- þórsson, hafði myrt barnsföður minn, Ragnar Ólafsson, í íbúð við Snorrabraut í ágúst árið áður og þetta var annáð morðið sem hann framdi. Það var ekkert verið að athuga hvaða af- leiðingar það hefði fyrir okkur að vera þarna sam- an og það er ekki yfir- völdum að þakka, að ekki hlaust af þessu skaði, heldur okkur föngunum sjálf- KVEIUFAIUGAR ERU SYIUIIUG- ARGRIPIR Kvennafangelsið í Kópavogi hefur oft verið talið til fyrir- myndar öðrum fangelsum hérlend is en Bergþóra telur þá mynd vera bjag- aða. „Um áratuga skeið hefur ý m s v e r i ð ábóta- vant í fangelsismálum þjóðarinn- ar,“ segir hún. „Almenningur hef- ur í raun og veru ekki hugmynd um hvernig fangelsismálum hér- lendis er háttað. Það er nefnilega alltaf látið í veðri vaka að allt sé í himnalagi innan múranna en við sem erum fangar, eða starfs- menn fangelsanna, vitum betur. Það er alltaf verið að blása ryki í augu almennings. Það er nú þannig farið hér í „fyrirmyndarfangelsinu“ í Kópa- voginum að við kvenfólkið höf- um engin forréttindi ef einhverj- um dettur það í hug, þvert á móti. Húsakynnin hér eru all sæmileg og það vill villa um fyrir fólki sem kemur hingað í heimsóknir eða til ann- arra stuttra erinda. Það er ætlast til að kvenfólk sé í meirihluta í þessu fangelsi en það er ekki allt- af raunin og karlmennirnir eru oft fleiri. Þeir eru yfirleitt með styttri refsidóma en við, ailt nið- ur í einn mánuð og það er oft sem okkur kvenfólkinu finnst við vera einhvers konar sýningar- gripir á viðkomustöð fanga.“ EIUGIIU AQSTOÐ VEGIUA VIMUEFIUA Bergþóra segir kvenkyns fanga á íslandi ekki hafa sama val og karlmennirnir varðandi stað til að afplána refsidóma. „Okkur er neitað um að dvelja í öðrum fangelsum en þessu. Við getum ekki valið um að vera á Kvía- bryggju, Litla - Hrauni eða á Akureyri eins og karl- mennirnir geta óskað.“ Bergþóra gagmýnir einnig harðlega hvernig afplánun- inni í fangelsinu við Kópavogs- braut er háttað og þykir for- kastanlegt að fangar fái enga meðhöndlun vegna fíkniefna- neyslu eða annarra sálrænna vandamála innan veggja stofnun- arinnar en einungis einn sálfræð- ingur á vegum Fangelsismáia- stofnunar sér um að aðstoða á annað hundrað fanga á suðvest- urhorninu. Einnig finnst henni einkennilegt að ekki skuli vera boðið upp á neinar forvarnir gegn vímuefnum. Flestir fangar eru áfengis- og vímuefnasjúkling- ar og í Kópavogsfangelsinu eru aðeins tveir AA-fundir á viku og að sögn Bergþóru fellur annar þeirra oft niður. \ „Við fáum engin f tækifæri tii að vinna okkur út úr þeim misgjörðum sem við frömdum með síbrotum í því stórfenglega rugli sem fylgir vímuefnaneyslu," segir hún. „Það er alltaf verið að spara, eins og það er kallað, en á sama tíma og mannbætandi atriði á við for- varnir sitja á hakanum er pening- um hent í allar áttir. Forvarnir og meðhöndlun við vímuefnafíkn innan fangelsanna gætu orðið til þess að þeir einstaklingar, sem komast í kast við lögin og þurfa að afplána dóma vegna brota tengdum fíkniefnaneyslu, fyndu til ábyrgðar og væru að ein- hverju leyti undir það búnir að takast á við daglegt líf eftir að þeir losna út aftur. Við sem sitj- um inni í dag verðum ekki vör við neina hreyfingu í þessa átt. Það er alltaf verið að taia um nauðsyn forvarna í fjölmiðlum og í einum sjónvarpsþættinum sem við horfðum á hér í fangels- inu var viðtal við Harald Johann- essen, forstöðumann Fangelsis- málastofnunar ríkisins. Þar kom hann fram með þá hugmynd að setja á laggirnar afbrotafræð- ingaráð, eða hvað hann nú kall- aði það, og lét í veðri vaka að það myndi leysa öll vandamá! í fangelsunum á einu bretti.“ Þess ber þó að geta að föngum er gef- inn kostur á að enda afplánun sína inni á meðferðarstofnunum fyrir alkohólista. EIUGIIUIU UIUDIRBÚIU- IIUGUR FYRIR REGLU- BUIUDIÐ LIFERIUI „Ráðamenn Fangelsismála- stofnunar virðast vera fastir í þeim hugsunarhætti að ef leysa á vandamálin innan fangelsanna þá þurfi bara að bæta við fieiri störfum og jafnmvel heilu ráði ef því er að skipta," segir Bergþóra. „Það er ekki ýkja langt síðan að ráðinn var fjármálastjóri til stofnunarinnar, án þess að ég hafi neitt persónulega út á mann- inn að setja, en hingað til hefur stofnunin verið rekin án slíkrar Bergþóra Guðmundsdóttir. ’Við fáum engin tækifæri til að vinna okkur út úr þeim misgjörðum sem við frömdum með síbrotum í því stórfenglega rugli sem fylgir vímu- efnaneyslu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.