Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 12
12 mm &..,. ^sai ..v. íslenskar konur læra bardagalist til aö auka eigið öryggi Guðrún Dag- mar Haralds- dóttir, sölufull- trúi, kynntist bardagalist- inni þegar hún dvaldist á Ítalíu. „Ég tel sjálfsagt og afar eðlilegt fyrir konur að læra sjálfs- vörn, því að þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa tímarnir breyst og Reykjavík er hreinlega ekki sú sama borg og við þekkt- um fyrir um það bil tutt- ugu árum." Einmitt þess vegna tel ég hana prýðilega fyrir konur.“ MJÚK BARDAGALIST „í dag hef ég stundað Akido- íþróttina í tvö ár, en það er sami tími og ég hef verið búsett hér á landi og byrjaði ég að stunda bar- dagalistina þegar ég flutti hing- að,“ segir Janet Castioni. „Kannski hóf ég þessa þjálfun í þeim til- gangi að læra sjálfsvörn en komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að þjálfunin náði langt út fyrir þau afltengdu markmið sem margar bardagaíþróttir ganga út á. Upp- bygging Akido er mjög frábrugðin allri annarri sjálfsvörn. Margar konur eru hræddar við að kynna sér Akido og telja það ganga út á aflraunir og slagsmál, en slíkt er misskilningur. Akido er afar mjúk bardagalist og er í miklu samræmi við hinar kvenlegu tilfinningar sem búa í okkur öllum og þarf að þróa því að samfara íþróttinni er fólgin mikil heimspeki í allri þjálfun sem meðal annars gengur út á djúpa öndun. Bardagalistin gengur mik- ið út á innra jafnvægi einstak- lingsins. Sú kunnátta sem ég hef hlotnast í íþróttinni hefur tví- mælalaust nýst mér í daglegu lífi því að þekkinguna hef ég nýtt mér til að læra að taka lífinu eins og það kemur fyrir og streitast ekki á móti þeim atburðum sem koma upp. Þjálfun á borð við þessa veitir konum sjálfstraust og eflir sjálfsbjörg þeirra, það er mín reynsla.“ -ke Hildur Hauksdóttir segir að óttaslegin manneskja bjóði hættunni heim. „Ofbeldis- maður þefar hreinlega uppi fórnarlömb sín án vitundar, því að ótti laðar að sér of- beldi og kúgun." Þeir eru til sem segja táragasið ómissandi í handtösku hverrar konu, en aðrir telja bardagalistir bestu sjálfsvörn þeirra í harðari og ofbeldisfyllri veröld. Sjálfs- varnarlistir eru jafn misjafnar og þær eru margar, en Akido er ein þeirra listgreina innan bardaga- íþrótta sem talin er henta konum hvað best. pósturinn tók þrjár kon- ur tali sem leggja stund á Akido til að auka öryggi sitt. HRÆÐSLA BÝÐUR HÆTTUIUIUI HEIM „Mín skoðun er sú að konur hafi ekki verið nægilega meðvit- aðar um úrlausnir ofbeldismála og forvarnir I því skyni. Reyndar hefur fjöldinn allur af sjálfvarnar- námskeiðum verið í boði undan- farin ár, en það eru námskeið sem þjóna afar misjöfnum til- gangi og gera oftar en ekki meira ógagn en þau hjálpa konunni," segir Hildur Hauksdóttir, sem hefur stundað Akido í nokkur ár. „Spark í pung- inn gerir afar lítið gagn og er ekki til bóta fyrir konu sem kýs að verja sig gegn ofbeldi í umhverfinu. Vax- andi umræða um ofbeld- isglæpi hefur að sjálf- sögðu vakið konur til um- hugsunar, en hún orkar oft tvímælis sú umræða og getur vakið upp ótta hjá hinum almenna borg- ara. Mér kæmi ekkert á óvart þó að fjöldi fólks gengi dauðskelkaður um stræti borgarinnar, en hrædd manneskja býður hættunni heim með ótta sínum við yfirvofandi árás. Ofbeldismaður þef- ar hreinlega uppi fórnar- lömb sín án vitundar, því að ótti laðar að sér of- beldi og kúgun.“ AFSTYRIR OFBELDI OG ARASUM „Sú hugsun að eiga í sí- fellu von á árás er afskap- lega neikvæð og óþægi- leg, en vel þjálfuð sjálfs- vörn, líkt Akido, veitir manni öryggi og ver mann slíkum tilfinningaviðbrögðum," segir Hildur. „Manneskja sem hefur lært öfluga sjálfsvörn, er mun ör- uggari í fasi og er af þeim sökum ekki í þeim áhættuhópi sem er líklegastur til að verða fyrir tilvilj- anakenndum árásum. Akido er lærdómur sem tekur alla ævina og endar aldrei en kennir þér fyrst og fremst að afstýra ofbeldi í stað þess að valda því. Þessi sjálfsvarnarlist kennir þér að beita þinni innri orku í stað þess að leggja megináherslur á vöðva- afl og einnig er mikil áhersla lögð á að snúa árás andstæðingsins niður, án þess að leggja hann í fantabrögðum. Akido segir þér að Dagmar. „Ég tel sjálfsagt og afar eðlilegt fyrir konur að læra sjálfs- vörn, því að þegar öllu er á botn- inn hvolft þá hafa tímarnir breyst og Reykjavík er hreinlega ekki sú sama borg og við þekktum fyrir um það bil tuttugu árum. Þannig er ekkert óalgengt að heyra af árásum og konur hafa ekki þekk- inguna né aflið til að verja sig fyr- ir árásarmanninum ef þær ekki hafa lært að verja sig. Það leikur enginn vafi á því að konur þurfa að rækta sjálfsvarnaríþróttir í rík- ara mæli því að mótvægi verður að myndast við ofbeldisglæpum gegn konum. Þungamiðja íþrótt- arinnar gengur út frá miðju líkam- ans og mjöðmum, ólíkt öðrum greinum bardagalistarinnar, og er þess vegna mjög heppileg fyrir konur. Akido er vatnið sem flæðir yfir steininn sem stendur upp úr yfirborðinu, undir hann og með- fram honum. Akido er óstövandi flæði sem smýgur án hindrana fram hjá öllu og flæðir frjálst áfram. Listin er án allra takmarka og það heillar mig mest við hana. víkja og einnig er mikil áhersla lögð á falltækni, að geta tekið mót jörðunni án óttá. Ég veit ekki hvort nægilega margir gera sér grein fyrir því hvað rétt falltækni er geysilega mikið atriði og getur hjálpað mikið til, ef ekki í bar- daga, þá hreinlega í hálkunni hér á íslandi sem hefur nú valdið ófá- um beinbrotum." REYKJAVÍK ORÐIIM HÆTTULEGRI „Frumástæða þess að ég ákvað að kynna mér Akidolistina var kannski atvik er ég lenti í, fyrir nokkrum árum þegar ég var bú- sett í Rómarborg og þurfti oftar en ekki að ferðast ein á kvöldin um dimmar götur,“ segir Guðrún Dagmar Haraldsdóttir, en hún lagði stund á íþróttina í nokkur ár, en hefur nýverið snúið sér að ann- arri tengdri grein, japönskum skylmingum, en vegna meiðsla dag afar framarlega í þeirri íþrótt á Ítalíu. Eftir það atvik ákvað hún að leiðbeina mér til að kom- ast óhrædd með neðan- jarðarlestinni á kvöldin, sýndi mér hvernig ég ætti að bera mig að og upp úr því tókst með okkur innilegur vinskap- ur sem stendur enn í dag. Það urðu mín fyrstu kynni af listinni." Janet Castioni hefur lagt stund á Akido hjá Akidofé- lagi íslands í hartnær tvö ár. „Þjálfun á borð við þessa veitir konum sjálfstraust og eflir sjálfsbjörg þeirra, það er mín reynsla." varð hún að hverfa frá þjálfun sinni. „Eitt sinn er ég var á gangi eftir slíkri götu gekk ég fram á ein- hvern hræðilegan lýð sem elti mig um stund og engu munaði að illa hefði farið, en sem betur fer slapp ég naumlega inn um dyr leigubíls sem átti leið hjá og komst ómeidd heim til mín. Ég kynntist stúlku úti sem stundaði Akidolistina og stendur reyndar í KOIUUR HAFA EKKI AFL TIL AÐ VERJA SIG „Ég lagði stund á Akido þann tíma er ég bjó á ítal- íu, en þar í landi er íþróttin algeng og alls ekki kynbundin eins ég komst að raun um þegar ég sneri til íslands aftur, en það kom mér töluvert á óvart og olli mér viss- um vonbrigðum hversu fáar konur stunda grein- ina hérna,“ segir Guðrún

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.