Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 22
FIM MTuDAGU R^7MAI1995 umskipti Hilmir Snær Guðnason hefur fengið einróma lof fyrir túlkun sína á fávita Dostojevskís. Hér strýkur hann Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur blítt um vanga. ES33HI FIMMTUDAGUR 17.15 Einn-X-Tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leidarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Strokudrengurinn 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.40 Söngvakeppnin 21.00 Hvíta tjaldið 21.20 Einstjarna Sagan af þjóðrembustríði Texas- búa í Hollívúddbúningi, með Clark Gable og Ava Gardner I aðalhlutverkunum. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Adieu, Mitterand FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Vaentingar og vonbrigði 20.00 Fréttir & veður 20.45 Söngvakeppnin 21.00 Sagan af kartöflunni 21.30 Ráðgátur Enn eru það þau Mulder og Scully sem bjarga að öðru leyti algjörlega ömurlegri föstudag- skrá RÚV. 22.20 Liðsforingjasmiðjan Fyrri hluti þýskrar sjónvarps- myndar um nasjónalsósialíska offísera, þjálfun þeirra, ævi og fyrri störf und so weiter. 23.55 Músíktilraunir I Tónabæ Unglingarnir skríða út úr skúrn- um. LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 14.15 Enginn er eyland (e) 15.00 Kasparov á tali Hemmi er ekki alveg hættur. 15.30 Músiktilraunir íTónabæ (e) 17.00 Mótorsport (e) 17.30 Iþróttir 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Strandverðir Pamela pælir í Hegel, Kant og Nietzsche og hóar I Arthúr Björgvin þegar hún lendir í vandræðum með hugtakið „Di- onysian"; Túri bregður skjótt við og útskýrir það með sýni- kennslu, en Pamela kærir hann þá fyrir kynferðislega áreitni og ölvun á almannafæri. 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva Malta og Grikkland. 20.55 Simpson-fjölskyldan 21.25 Villigróður Öðru nafni illgresi, sem á ekki heima i neinum almennilegum sjónvarpsgarði. 23.10 Liðsforingjasmiðjan Seinni hluti. Búið. SUIUMUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.20 Hlé 13.30 Adieu, Mitterand (e) 14.00 I bljúgri bæn (e) 14.55 HM í handbolta Þá er ballið byrjað, og af ein- hverjum ástæðum eru tveir leikir spilaðir áður en mótið er sett. Spurning hvort þeir fái stigin úr þessum leikjum nokkuð metin, greyin... 18.35 Táknmálsfréttir 18.45 HM í handbolta Setningarathöfn. 19.20 Fréttir 8i veður 20.00 HM i handbolta Island-Bandarikin 21.30 Fréttir 21.40 Jalna 22.35 Skallagrigg Bresk sjónvarpsmynd um fatl- aða stúlku sem leitar að ein- hverjum - eða einhverju - sem heitir Skallagrigg. Hm... 00.05 HM í handbolta Brot af því besta fyrir alverstu fíklana. u. \ Mickey Jupp þykir með áhugaverðari lagasmiðum í breska rokkinu þótt hann hafi ekki verið ýkja áberandi í popppressunni undanfarin ár og lítið látið á sér kræla svona yfirleitt. Hann er nú kominn hingað til lands öðru sinni og heldur ferna tónleika á Kaffi Reykjavík ásamt Björgvini Gíslasyni, Ásgeiri Óskarssyni, Haraldi Þorsteinssyni og Jens Hanssyni. Islendinpr önir áheyrendur - Iifiíii' lieir em tiillir Mickey Jupp býr í átta húsa þorpi í norðurhluta Englands enda háifgerð mannafæla að eigin sögn. „És kem aftur til íslands af því að Arni Þórarinsson bauð mér það,“ sagði breski blúsrokkarinn Mickey Jupp, sem spilar á Kaffi Reykjavík í kvöld og reyndar alla helgina. „Ástæðan fyrir því að ég held tiltölulega fáa tónleika er fyrst og fremst sú að það eru svo fáir sem biðja mig um það. Ég veit ekki af hverju það er. En ef einhver biður mig að koma og spila og reddar bandi og flug- miðum, þá er það ekkert vanda- mál.“ Ástœðan er semsagt ekki sú að þú vilt ekki spila, heldur að þú færð ekki tœkifœri til þess? „Það er helst á Norðurlöndun- um og í Hollandi sem ég fer í tón- leikaferðir, en það gerist ekki mjög oft. En stundum langar mig alls ekki að spila, það er alveg rétt. Þetta fylgir hins vegar djobbinu og maður verður að gera þetta. Það er ekki þar með sagt að mér líki það.“ Þú spilar aðallega á Norður- löndunum og Norðurlandabúar eru ekki þekktir fyrir að vera mjög blóðheitir eða hrifnœmir, hvernig er að spila fyrir klaka- gengið? „Það er fínt, þetta eru fínir áhorfendur, þegar þeir eru fullir. Mér þætti betra að þeir væru ekki fullir, en þeir virðast yfir- leitt verða skemmtilega fullir og giaðir, svo það er ekkert vanda- mál.“ Þú býrð mjög afskekkt í ein- hverju algjöru krummaskuði, ertu hrœddur við fólk eða leiðist þér það einfaldlega? „Mér er ekki vel við mjög marga, ég veit ekki af hverju, jiað er bara þannig. Ég er bara ekki svo mikið fyrir fólk yfirleitt, ég get ekki að því gert. Ég reyni að láta mér lynda við það og ég á auðvitað nokkra vini, nógu marga fyrir mig. En ég held að ég þyrfti að leita til sálfræðings til að fá skýringu á því af hverju ég er svona mikil mannafæla." Og hvað á svo að spila fyrir landann, nýtt efni eða gamalt? „Við spilum auðvitað helling af gömlum lögum, en líka svona fjögur eða fimm lög af nýju plöt- unni, sem er ekki komin til ís- lands ennþá, held ég. En ég reyni að koma með nokkur eintök með mér.“ ■ Aðsókn að uppfærslu Þjóðleik- hússins á Fávitanum eftir Do- stojevskí, hefur verið látlaus allt frá frumsýningu. Þrátt fyrir að færri hafi komist að en vilja er sýningum nú að ljúka vegna þrengsla í leikhúsinu. í kvöld, fimmtudagskvöld, er því allra síðasta sýning, sú 25. í röðinni. í sýningunni eru saman komnir ótrúlega margir af dáðustu leik- urum landsins, bæði í eldri og yngri kantinum. Þeir yngri fara með flest aðalhlutverkin; þau Hilmir Snær Guðnason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Baltasar Kormák- ur og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir. ■ Álitsgjafar póstsins eru Hrafn Guðbergsson (leikföng), Sturla Már Jónsson (húsgögn), Guðfinnur Halldórsson (ökutæki), Bernharð Laxdal (dýr), Arinbjörn Vilhjálmsson (byggingar), og Jón Grétar Margeirsson (heimilistæki). Ef Hrafn Gunnlaugsson væri ekki kvikmyndagerðarmaður heldur... ...leikfang, þá væri hann hringekja, sem fer hring eftir hring og eltir skottið á sjálfri sér en nær því samt aldrei. ...húsgagn, þá væri hann dæmigerður Memphis-stóll, en slíkir stólar eru lit- ríkir og áhuga- verðir og boða ákveðin mótmæli við ríkjandi stefnu. Það er ekki þægilegt að sitja í Memphis-stól til lengdar og hann pass ar illa innan um hefð- bundin húsgögn. ...heimilistæki, þá væri hann Kirby- ryksuga, mjög hávær og mjög um- deild. .ökutæki, þá væri hann Citroen- braggi, fokheldur. ...dýr, þá væri hann skrölt- ormur, fagurlega skreytt- ur, baneitraður i kjaftin- um og lætur vita af sér þannig að ekki fer á milli mála hver er á ferðinni. ...bygging, þá væri hann Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísa- firði, vandræðabarn kerfisins frá áttunda ára- tugnum. Það er stórt og ber umhverfi sitt ofurliði, og ein- kennist af yfirkeyrðum listrænum metnaði. En það er fullt af sögum af sorg og gleði og öðrum mannlegum örlögum og þarfnast stöðugs viðhalds. Hljómsveitin Glimmer er óhefluð dægurrokkhljómsveit á pönkgrensunni sem spilar á Tveimur vinum í kvöld. GUMMER. SYMIUKMCIU, BOTIVIJEDJA SIÐAPOSTUU „Við vildum hafa nafnið á hljómsveitinni klígjulegt og ak- kúrat í andstöðu við það sem við erum að gera,“ segir Halldór Hrafnsson, gítarleikari hljóm- sveitarinnar Glimmer, sem held- ur kynningartónleika á Tveimur vinum í kvöld. Hljómsveitin hef- ur verið starfrækt síðan í nóv- ember en þetta eru fyrstu al- vörutónleikar hennar. Halldór segir Glimmer spila hrátt og óheflað dægurrokk á pönkgrens- unni en textarnir sem samdir eru af söngvaranum Þorláki Lúð- víkssyni eru ljúfsárir og segja frá misheppnuðum ástarsambönd- um hans. Auk Glimmers mun Botnleðj- an, sem sigraði í Músiktilraun- um nýverið, koma fram á tón- leikunum og Bragi Ólafsson ljóð- skáld og sykurmoli ies úr verk- um sínum. Kynnir á tónleikun- um verður Gunnar Hersveinn heimspekingur og siðapostuli en aðgangur er ókeypis. Veiting- ar verða óvenju fjölbreyttar en Hafliði Ragnarsson, trommari Glimmers, sem er nú að segja skilið við hlómsveitina, er bak- ari og ætlar að baka ofan í hljómleikagesti. í sumar vonast Glimmer til að fá tækifæri til að spila sem víðast en þá er von á lagi með þeim á safndiski. ■ UÓSMVND BJÖRN BLÖNDAL

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.