Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 2

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 Smart Þrjár prímadonnur íslenska poppsins; Björn Jörundur Friöbjörnsson, Stefán Hilmarsson og Richard Scobie, hafa ákveöiö, ásamt þeim Sigurði Gröndal, Ingólfi Guðjónssyni og Tómasi Jóhannssyni, að eyða sumrinu saman á öldurhúsum landsins undir stuðheitinu Spooky Boogie. - segir Björn Jörundur. ar sem ekki fékkst svar við spurningunni um hver með- lima Spooky Boogie; Björn, Stefán eða Scobie, ætlaði að verða fremstur á sviðinu lá beinast við að spyrja Bjössa hvort hann væri genginn til liðs við Rikshaw? „Nei, ég er ekki genginn til liðs við Rikshaw. Aftur á móti hef ég orðið svo frægur að spila einu sinni á tón- leikum með Rikshaw í Tungl- inu. Þá hljóp ég í skarðið fyrir bassaleikara þeirra sem forfall- aðist. Ætli þeir Ingólfur, Ri- chard og Sigurður hafi ekki bara haldið áfram að spila af því að þeir eru svo góðir vinir.“ Hvað spilar svo Spooky Boogie með allar þessar poppstjörnur innanborðs? „Allan fjandann; Jacksons, KC; allt frá hefí upp í djollí fönk. Við verðum líka í góðum disk- ófílingi í stíl við afrógreiðsl- una.“ Eruð þið komnir til að vera, eða erþetta bara svona léttur sumarfílingur? „Við erum komnir til að vera,“ segir Björn af sannfær- ingu og upplýsir um leið að splunkuný plata frá bandinu sé væntanleg snemmsumars." Er ekki gaman annars að fá að spila með gömlu goðun- um? „Eru þetta ekki gömlu goðin þín?“ Nojts! A svo að taka sveita- ballarúntinn? „Nei, vínveitingahúsarúntinn; Akureyri, Reykjavík, ísafjörð, Selfoss og svo framvegis, en ekki félagsheimilin... að minnsta kosti ekki í bili.“ Næsta helgi hefst hjá band- inu — sem þegar hefur náð að sanna sig á Astró — í Sjallanum á Akureyri á föstudagskvöld, en á laugardagskvöld er ferðinni heitið í bæinn, nánar tiltekið í Ingólfscafé í Alþýðuhúsinu. -GK Aðalpoppstjörnur bæjarins: Sigurður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Richard Scobie, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Ing- ólfur Guðjónsson og Tómas Jóhannsson kasta sjálfsagt þessum klæðum í sjóðheitu upptökuverinu þar sem þeir eru að undirbúa sumarplötuna í ár. Um helgina trylla þeir Sjallann á Akureyri og Ingólfscafé í Reykjavík. „Ekki genginn í Riiöhaw“ Stærri brjóst fyrir 70 þúsund a raðgreiðslum Brjóstastækkanir verða sífellt algengari hér á landi og eins og fram kom í HP fyrir skemmstu eru stúlkur á.aldrinum 20-30 ára duglegustu kúnnarnir. HP hefur jafnframt heimildir fyrir því að tals- vert yngri stúlkur hyggi nú gott til glóðarinnar með að ná fram æski- legum framvexti á bringunni. Þannig fregnaði blaðið af því að ein helsta módelstjarna landans af yngri kynslóðinni hefði nýverið brugðið sér í aðgerð, en sú er vart komin af barnsaldri. Hún þótti víst hafa allt í „bombuútlitið" nema æskilegt brjóstmál og neyddist til að láta bæta úr því svo lengja mætti ferilinn og vitaskuld hækka launin til muna. Dæmigerð aðgerö mun „einung- , is“ kosta um 70 þúsund krónur, sem er víst nokkru lægra en f þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Þjónusta við kúnnann þykir mikilvæg í þessum geira eins og mörgum öðrum og þannig er mögulegt að greiða fyrir aögerðirnar með raðgreiðslum kortafyrirtækjanna. Það væri skemmtilegt að frétta ef slík liðleg- heit tíðkuðust á fleiri stööum í heilbrigöiskerfinu. ... fær Heiniir Steins- son útvarpsstjóri fyr- ir aö upplýsa þjóð- ina um það að auglýsingar eru menningarefni. Séra Heimir segir að Ríkisút- varpið sé lögum samkvæmt menningarstofn- un og þar af leiðandi séu aug- lýsingar sem stofnunin útvarpar og sjónvarpar ekk- ert annaö en menn- ingarefni. Þaö er gott aö útvarps- stjóri skuli hafa tekið af skarið í þessum efnum. Ýmsir hafa verið að hnýta í hinar og þessar auglýs- ingar og nefnt auglýsingar um dömubindi sem hvimleitt sjón- varpsefni. Menn sem nenna ekki aö dytta aö húsum sínum fyllast heift þegar þeir sjá auglýsingar í sjónvarpi af glaölyndu fólki sem er að mála hús sín eða bera fúavarn- arefni á sumarbústaöinn. Mjólkuristar kúgast þegar þeir horfa á ropvatnsauglýsingar og margir eru orönir yfir sig leiðir á þvi aö sjá og heyra aö Bjarni í Brauöbæ lætur þvo dúkana sem eru á boröunum í Óðinsvéum. Þetta eru dæmi um menningar- fjandsamleg viöhorf. Sama fólkið og þolir ekki auglýsingar hlustar ábyggilega ekki á sinfóníur í út- varpinu né heldur þáttaröö um samfélagsþróun í skugga náttúru- hamfara. Það horfir ekki á menn- ingarefni í sjónvarpi eins og til dæmis Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Strandveröi eða Lottó. Sem betur fer eru ekki allir svona grunnhyggnir. Ríkisútvarpið er menningarstofnun sem ein- göngu flytur menningarefni í formi dagskrár og auglýsinga. Ef á að banna Ríkisútvarpinu að flytja aug- lýsingar er verið að banna mikil- vægan þátt menningarinnar. Stöndum vörð um menninguna ásamt útvarpsstjóra. Stöndum vörð um auglýsingar í ríkisfjölmiöl- um. Þaö skal tekið fram, að þessi pistill er hvorki kostaöur af RÚV né SÍA, Sambandi íslenskra aug- lýsingastofa... Fundur um stofnun kvennabanka „Konur fá ekki sömu fyrirgreiðslu og karlar“ Asama tíma og verið er að ræða um enn frekari sam- einingu bankakerfisins hér á landi eru nokkrar konur að undirbúa stofnun sérstaks kvennabanka. Boðað hefur ver- ið til undirbúningsfundar sem ætlað er að halda í Aðalstræti 6 hinn 28. maí. Ein þeirra kvenna sem vinna að málinu er Margrét Ákadóttir leikari og hún var ekki í vafa um nauðsyn kvennabanka þegar HP ræddi við hana: „Konur hafa ekki notið sömu möguleika og karlar hvað varð^ ar fyrirgreiðslu í bönkum. í fyrsta lagi eru ekki margar kon- ur í viðskiptum. En þegar konur gera fjárhagsáætlanir þá eru þær oft í lægra lagi því þær ætla sér kannski ekki stóra hluti í byrjun. Þá er eins og við séum eicki teknar eins alvarlega og karlarnir sem koma með stóru hugmyndirnar upp á tugi millj- óna,“ sagði Margrét. Hún sagð- ist hafa verið á atvinnumálaráð- stefnu kvenna á Akureyri og þar hefði komið fram að margt Margrét Ákadóttir: Þarf að vera til öðruvísi banki. benti til jjess að fyr- irtæki í eigu kvenna færu síður í gjaldþrot þar sem konur væru óhræddar að leita sér ráðgjafar áður en í óefni væri komið. „Það þarf að vera til hér öðru- vísi banki sem býður upp á eðli- lega fyrirgreiðslu við fjárráða fólk. Hér fær fólk ekki krítarkort án þess að fá ábyrgð vina eða ættingja og slíkt getur ekki tal- ist eðlileg fyrirgreiðsla við fólk sem telst fjárráða. Þetta tíðkast hvergi annars staðar í heimin- um og kominn tími til að ein- hver taki sig til og breyti þessu. Á sínum tíma stofnaði verkalýð- urinn sinn eigin banka og það sama gerðu iðnaðarmenn. Ástæðan var sú að þeir fengu ekki þá fyrirgreiðslu sem þeir þurftu í þeim bönkum sem fyrir voru. Þessir bankar eru að vísu ekki til í dag og það þarf kannski ekki alltaf að vera til kvennabanki. En það þarf að setja hann á stofn til að bjóða fyrirgreiðslu á þeim forsendum sem konur vilja fá hana. Það eru allar konur velkomnar á fundinn þar sem ræddar verða hugmyndir um hværnig standa skuli að stofnun kvennabanka," sagði Margrét Ákadóttir. - SG í næsta mánuöi kemur á markað nýtt menningar- tímarit til höfuös Séð & heyrt. Karl Th. Birgisson ritstjóri var spuröur um blaöið... Engin helgislepja Blaðið byggist á grunni Menningarhandbókarinnar, sem hefur komið út í hálft ár við góðar undirtektir. Blaðið kemur út mánaðarlega, kostar ekki nema 295 krónur og mun skilgreina hugtakið menning mjög vítt. Menning er það sem fólk tekur sér fyrir hendur, „lif líðandi stundar" svo ég vitni í frænda minn skáldið. Mest áhersia verður á lífleg skoðana- skipti um atburði líðandi stund- ar, en vitanlega verður líka fjall- Kari Th. Birgisson í óða önn að þjálfa sig í „menningarsvipnum". Mynd: Jim Smart a Óli Lár & Oliver... Það sem þið sjáið þarna á borðinu fyrir framan gleiðglottandi myndlistarjöfurinn L, Ólaf Lárusson er nokkurs konar „eins-verks- gallerí" sem slangur af myndlistar- ..a. skólanemum liefur komið á fót; væntanlega til að sporna gegn snobbinu og JpF erfiðleikunum sem fylgja því að fá einhvers staðar inni með verk sín. Til sýninga ™ í þessu merkilega galleríi er siðan boðið liinum og þessum listamönnum sem nemunum þykja þess verðir. Sýningar eru að því er okkur skilst haldnar fremur óreglulega. Opnun á verki Ólafs var að minnsta kosti haldin hátíðleg á Kaffi Oliver við Ingólfsstræti síðastliðinn föstudag og var gerður góður rómur að. Varðandi nánari uppiýsingar er sennilega vísast að benda á Myndlista- og handíðaskólann — eða þá barþjóna Olivers... Mynd: Jim Smart að um þá með almennari hætti.“ Haldið þið að það sé ein- hver markaður fyrir menn- ingarblað? „Við erum sannfærð um að það sé spurn eftir vitsmunaleg- um texta sem er lengri en tíu línur, sem sagt ekki í Se & hor- stílnum. En við tökum okkur hæfilega hátíðlega. Þetta verð- ur ekki blað um Menninguna með stórum staf. Það verður engin helgislepja.“ Þú boðar greinaskrif þjóð- kunnra rithöfunda. Hverjir eru það? „Það er ekki tímabært að sýna öll trompin strax. Sumum verður fagnað mjög af því að hæfileikar þeirra eru vannýttir. Aðrir koma skemmtilega á óvart. Svo verður blaðið óhemjufallegt. Útlitshönnun er í höndum Jóns Óskars mynd- listarmanns, sem er með þeim bestu í bransanum." Þykist þú, fyrrverandi HP- og Heimsmyndarritstjóri, hafa vit á menningarmálum? „Eg hef ekki verið í hópi þeirra sem þykjast hafa pró- kúru á menninguna, en sem rit- stjóri hef ég fylgst með úr hæfi- legri fjarlægð — og af nokkrum áhuga. Nokkrir góðir vinir mínir hafa stundum lánað mér dóm- greind í þessum málum þegar á þurfti að halda og svo verður vonandi áfram. Þar fyrir utan vinnur hér afar skemmtilegt og fjölkunnugt fólk, svo fulit af orku og lífsgleði að meira að segja hæglætisdrumbar eins og ég komast allir á ið. Ég hlakka mjög til þessa samstarfs. Kannski verður það til þess að ég komi mér upp inenningar- svip sem ég get gripið til þegar mikið liggur við.“ - GK É 9 -

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.