Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 26
26 m FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 X Valur Freyr Einarsson, Bergljót Arnalds og Viöar Eggertsson ræöa við Þóru Kristínu Asgeirsdóttur um sýninguna Á elleftu stundu í Kaffileikhúsinu og koma víöa viö í framhjáhlaupi. Við sögu koma Ijótir og feit- ir leikarar eða öllu heldur skortur á þeim, stuttir hórukjólar og óbilandi bjartsýni og Viðar Eggertsson set- ur sig í bænastellingar og viðurkennir trú sína á líf eftir Leikfélag Reykjavíkur. Geðveiki, drykkjusýki, ljótleiki, offita, jólatré, hórukj ólar, Þegar við Ása Rich- ardsdóttir í Kaffileik- húsinu ræddum saman sagði hún að ég mætti ráða leikstjóranum og ég hugsaði strax til Viðars, þar sem ég vissi í ljósi síðustu atburða að hann væri á lausu,“ sagði Bergljót Arnalds í sam- tali við Helgarpóstinn, en hún, ásamt Vali Frey Einarssyni, frumsýnir tvo nýja íslenska einþátt- unga í leikstjórn Viðars Eggertssonar undir heit- inu Á elleftu stundu næstkomandi miðviku- dagskvöld. Þessi sýning er liður í samstarfi Kaffi- leikhússins við unga höf- unda og fleiri einþátt- unga er að vænta úr þeirri smiðju. Helgar- pósturinn ræddi við leik- stjórann og höfundana. fótbolti, blóðsugur Viðar: „Mér þykir vænt um leikara sem hafa frumkvæði og ákvað þess vegna að slá til. Bergljót og Valur eru bæði góðir leikarar og hafa auk þess áræði, en það finnst mér aðal góðs leikhúsfólks. Bergljótu þekki ég vel úr Leikfélagi Akur- eyrar, en hún kom þangað beint úr skólanum úti í Edin- borg og lék þar í tvö ár meðan ég var leikhússtjóri." Bergljót: „Já, hann beit mig á háls í Drakúla-sýningunni, þeirri sömu þar sem Sigurður Karlsson rak hann í hjartastað og batt enda á örlög Drakúla greifa. Viðar var reyndar meg- inástæðan fyrir því að ég kom heim frá Edinborg yfirhöfuð. Hann hringdi í mig út og bauð mér samning hjá Leikfélaginu.1' Viðar: „Já, það heillaði mig sérstaklega við Bergljótu hvað hún hafði verið dugleg að skrifa leikrit sjálf.“ Afsláttarkortið Sími: 552 0050 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Kirkjusandur 1-5 (áður Laugarnesvegur 89) Staðgreinireitur 1.340.5 í samræmi við 17. og 18. grein skipulagslaga er auglýst kynning á breyttri landnotkun á lóðinni Kirkjusandur 1-5. Athafnasvæði verður breytt í íbúðasvæði. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og bygg- ingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendur til 20. júní 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skrif- lega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí Þóra Kristín: „Já, ég man eft- ir að þú skrifaðir einþáttung fyrir Stúdentaleikhúsið, hann fjallaði um konur sem hafa hlotið dauðadóm fyrir afbrot sín, framin á ólíkum öldum, og ein þessara kvenna er sek um alla glæpina sem hinar hafa verið drepnar fyrir en hún gengur laus, nútímakonan. Leikritið býður upp á að þær geti rætt sín á milii um reynslu sína af réttarfari ólíkra tíma.“ Viðar: „Já, siðferðislegar spurningar hafa verið þér hug- leiknar." Bergljót: „Já, ég skrifaði líka verk fyrir útvarpið sem var einskonar framhald af þessari hugmynd. Það fjallar um lög- fræðing sem talar um glæp sem hefur verið framinn. í fyrstu talar hann eins og hann sé lögfræðingur gerandans, en undir lok verksins kemur í ljós að hann er sjálfur glæpamað- urinn.“ Þóra Kristín: „Mikið ertu upptekinn af glæpum og refsingu. Er pabbi þinn • ekki lögfræðingur?“ Bergljót: „Hann er dóm- ari en mamma mín, Sig- ríður Eyþórsdóttir, er leikkona." Viðar: „Hún hefur feng- ið það besta frá báðum.“ Þóra Kristfn: „En segðu mér aðeins frá þessum einþáttungi sem er verið að sýna núna og heitir Hús hefndarþorstans, hvorki meira né rninna." Bergljót: „Ég myndi kannski frekar kalla þetta leikgerð en leikrit, þar sem þetta byggist á grískri goðsögn og tengist harmleikjunum en er unn- ið á sjálfstæðan hátt.“ Viðar: „Þetta er maka- laus hugmynd sem spann- ar fjölskyldusögu þar sem hefnd leiðir af hefnd og allt er lagað að aðstæðum í Kaffileikhúsinu, sem eru fremur frumstæðar, og þetta er því glíma bæði fyrir leikara og leikstjóra. Vaiur Freyr glímir síðan við sterkar siðferðis- spurningar en af ólíkum toga. Hann er með sann- sögulegt efni af atburði sem átti sér stað í Frakk- landi en í hans verki kynnumst við leigubíl- stjóra sem er ákærður fyrir glæp sem hann telur sig ekki hafa framið.“ Þóra Kristín: „Nú, hvernig glæpur er það?“ Viðar: „Það er glæpur sem ekkert okkar myndi samþykkja og er tabúmál en veltir upp annarri hlið en við sjáum venjulega. Allt annað um verkið verður því miður að vera leyndarmál í þessu við- tali. Fólk verður að sjá það til að komast að raun um hið sanna." Valur Freyr: „Ég lít ekki á mig sem rithöfund, þetta byggist upp á spuna meira en eiginlegum ritstörfum og er unnið upp úr heimildum. Eg sá þátt um fanga í sjónvarpinu úti sem byggðist á viðtali sem af- brotasálfræðingur hafði tekið. Viðtalið hafði verið tekið á þremur mánuðum og suma daga var fanginn ræðinn en aðra ekki. í einþáttungnum fylgjumst við með fanganum inni í biðsalnum eftir réttar- höldin og skyggnumst inn í hugarheim hans þar sem hann bíður eftir að kviðdómur kom- ist að niðurstöðu. Ég skrifaði fyrstu drögin að þess- um einþáttungi þegar mér var boðið að taka þátt í samkeppni sem er kenncl við Laurence Olivi- er, en tveimur nemendum úr hverjum leiklist- arskóla á Bret- landi er boðin þátttaka og var ég annar tveggja úr mínum skóla. Verkið sem ég sendi inn var þó ekki nema tvær eða þrjár mínútur í flutningi en byggt á sömu „Leiklistarnemar eru álitnir smáskrítnir, eiginlega furðulegir. Þegar leikarar hins vegar slá í gegn eru þeir súperstjörnur þar og dýrkaðir. Hérna er það meira trend að fara út í leiklist, jafnvel strax í upp- hafi námsins. Það voru líka flestir blankir í skólan- um mínum og þegar við fórum eitthvað útvar égyf- irleitt svo fín að þeir ráku upp stór augu, enda voru þeir oftast á gallabuxum og boI.“ hugmynd." Obílandi bjartsýni Þóra Kristín: „En Viðar, hvernig kynntist þú Vali Frey?“ Viðar: „Ég sá hann þegar ég hafði „ádisjón“ í Borgarleik- húsinu þar sem ég var að leita að ungum hæfileikaríkum karl- leikurum og hann vakti athygli mína. Ég sá að þarna var kom- inn hæfileikaríkur leikari.“ Bergljót: „Ég kynntist Vali þegar við vorum bæði í bók- menntafræði í Háskóla íslands um tvítugt. Hann var vinur Hilmis Snæs og ég þekkti Hilmi.“ Valur Freyr: „Já, við vorum saman í Stúdentaleikhúsinu þar sem ég lék aðalhlutverkið í verki Sindra Freyssonar þegar settir voru upp einþáttungarn- ir þrír þar.“ Bergljót: „Þú lékst lika auka- hlutverk í leikritinu mínu, — einn af mönnunum sem grýttu hóruna." Valur Freyr: „Þegar Bergljót flutti inn í íbúðina sína fékk hún okkur Hilmi Snæ eitt kvöldið til að rífa upp gamlan gólfdúk af baðherberginu með hamri og meitli. Eftir margra klukkustunda vinnu og svita og tár var megnið af gólfdúkn- um enn á gólfinu en hinsvegar voru miklar steypuskemmdir í gólfinu. Þá vissi ég að Bergljót er áberandi mikil bjartsýnis- manneskja." . Þóra Kristín: „Þú hljópst inn í Himnaríki í Hafnarfirði, er það „Margir höfðu mikla lífsreynslu að baki, áttu jafnvel geðveika eða drykkjusjúka foreldra eða höfðu verið kynferðislega misnotaðir og svo vorum við líka af ólíku þjóðerni,“ segir Bergljót Arnalds meðal annars. „Mér fannst ég eiginlega óþægilega venjuleg með mann og barn.“ ekki Valur, fyrir Gunnar Helgason og leystir Felix Bergsson af í íslensku mafí- unni. Hvað hefurðu annars verið að gera síðan þú komst heim?“ Valur Freyr: „Ég leikstýrði meðal annars hjá FB og talsetti barnaefni, auk þess sem ég kom reglulega fram í Stundinni okkar.“ Ljótt, lítið og feitt fólk Þóra Kristín: „Ég er svolítið forvitin um hvernig það var að vera í Edinborg og Manchest- er. Hvernig var skólinn þinn Bergljót?“ Bergljót: „Skólinn var mjög fjölbreytilegur bæði hvað varðaði nám, þar sem lögð var annars vegar mikil áhersla á tækni, en skólastjórinn var af gamla breska skólanum, en hins vegar var lagt upp úr „Method Acting“ vegna yfir- kennarans, en hún er Banda- ríkjakona og hafði sterk ítök. Skólinn var því mjög opinn fyr- ir hugmyndum og ólíkum straumum og við settum upp alls átta leiksýningar meðan á námi stóð með leikstjórum sem fóru ólíkar leiðir. Það var líka mjög sérstakt að vera hluti af svona fjölbreytilegum hópi eins og var þarna við nám, þarna var fólk frá 18 ára og allt upp í fertugt þó að meirihlut- inn væri á mínum aldri. Margir höfðu mikla lífsreynslu að baki, áttu jafnvel geðveika eða drykkjusjúka foreldra eða höfðu verið kynferðislega mis- notaðir og svo vorum við líka af ólíku þjóðerni. Mér fannst ég eiginlega óþægiiega venju- leg með mann og barn.“ Þóra Kristín: „En var þá ekki líka mjög lítið og stórt fólk, Ijótt fólk og feitt og mjótt fólk? Mér finnst leikarar miklu líkari innbyrðis á íslandi en gerist víðast hvar annars staðar. Stundum hreinlega vantar meiri karakter í útlit fólks.“ Viðar: „Þegar ég var að leik- stýra Sönnum sögum þá vant- aði mig einmitt stórskorið fólk með karakter í útliti. Hérna vilja allir steypast í sama mót- ið. Þeir sem sleppa feitir inn í Leiklistarskólann hafa meira að segja tilhneigingu til að grennast þar af einhverjum ástæðum sem ég geri mér hreinlega ekki grein fyrir.“ Þóra Kristín: „Eru leikarar þá ekki bara hræddir við að vera ljótir á sviðinu?" Viðar: „Það hefur stundum verið sagt og á kannski við um einhverja. Margrét Ákadóttir sagði einhvern tímann að það væru til leikarar sem rugluðu leiklistinni saman við módel- störf eða eitthvað í þá veru. En ég held líka að við séum svo lánsöm að það er bara svo al- gengt að fólk sé fallegt á Is-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.