Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 18
mmm \ RMMTUDAGUR 9. MAI1996 1. Mjólk í stórmörkuðum er vantar einn dag í síöasta sölu- dag; sem maöur uppgötvar/ ekki fyrr en heim er komið. 2. Grænmeti i smábúðum sem er selt á uppsprengdu veröi þrátt fyrir aö það sé oröið lint og vægast sagt ókræsilegt. 3. Samsett grill sem hægt er aö fá fyrir skít og kanil á bensín- stöðvum, en ryðga svo í sund- ur viö fyrstu rigningu. 4. Uppskriftimar í tímaritunum sem við söfnum endalaust, en náum aldrei aö elda á réttan hátt á réttum tíma. 5. Fjallaiijól síðan í fyrra sem viö keyptum f ágúst, settum f geymslu í október og eru ryög- uö og vanstillt nú. 6. Húsráðin úr blöðunum er viö eyöum hálfu árinu f aö klippa út og reynast gölluö eða gagnslaus þegar á reynir. 7. Málningin sem á að þola ailt en þolir ekki neitt — ekki frek- ar en þvottaefnin sem eiga aö ná öllu úr öllu. 8. Gerðu-það-sjálfur-liúsgögn á niöursettu veröi í húsgagna- verslunum sem alltaf vantar í tvær eöa þrjár skrúfur. 9. Neytendakannanir sem greina frá því aö ódýrast sé að versla hinum megin á landinu, en þó allra helst f útlöndum. 10. Neytendakvartið sem fyllir fjölmiölana dagana langa... vinnan Er „gula fíflið“ að arepa þig? Þú kannast við þá óróleika- tilfinningu sem hjartað og hugann fyllir á sólríkum vor- dögum þegar starfsfólk fyr- irtækja og stofnana er lok- aö inni á flóölýstum skrif- stofum meö lélegri loftræst- ingu og gegnsæjum glugga- tjöldum. En hvaö geturöu tekiö til bragös þegar „gula fífliö“ er að steikja þig og hálfdrepa? HP leggur hér til sjö úrræöi til aö bæta úr geðvonskunni... 1. Nýttu allar pásur ásamt kaffi- og matartfmum til aö stelast út og setjast fáklædd(ur) undir húsvegg. Eftir daginn hefurðu náö alls tveimur klukkutímum í sólbaöi og ágætri brúnku. 2. Kvartaöu við alla vinnufélag- ana um aö þú sért kvalin(n) af höfuðverk og byrjaðu helst dag- inn áöur, ef spáin er góö fyrir morgundaginn. Staulastu svo heim — og beint í sólbaö. 3. ímyndaðu þér að þú sért staddur eöa stödd á sólar- strönd á borö viö Cancun eða Benidorm. Flettu þig klæðum og gakktu til verka f hlýrabol og stuttbuxum — með sólgler- augu. 4. Lokaðu laumulega öllum gluggum, stilltu ofnana f botn og dragöu gluggatjöldin frá. Eft- ir stutta stund veröur starfs- fólki og yfirmönnum óbærileg vistin og frí verður gefiö. 5. Komdu á starfsmannafundi þar sem menn sameinast um að bjóöa yfirmönnum aö vinna næstkomandi laugardag þar sem spáin þá er ömurleg — gegn því að frí veröi gefið þenrv an sólardag. 6. Farðu þrisvar í sund. Á góö- viörisdögum spókar íslenska þjóöin sig hálfnakin í sundi: eldra fólkiö aö morgni, ungling- arnir um hádegiö og vinnandi fólk seinnipartinn. 7. Það er aðelns eitt raunveru- legt útikaffihús í Reykjavík: Kaffi París. Gerðu þér upp er- indi f bæinn og komdu þér fyrir svo lítiö beri á úti á gangstétt og skimaöu Austurvöllinn. barði Aður en löggan barði mig hafði ég yfirleitt tekið sög- ur um lögregluofbeldi á íslandi með varúð. Það geri ég ekki Iengur. Sumarið 1991 var ég 21 árs og þótti afskaplega gaman að skemmta mér, sem mér þyk- ir reyndar enn. Ég var þá að ljúka stúdentsprófi og áhyggj- ur voru engar. Eftir velheppn- aða næturskemmtun á öldur- húsi með tveimur vinkonum mínum var haldið út í bjarta sumarnóttina. Eftir tilheyrandi rölt um Lækjartorgið höfðu þessar vinkonur mínar á orði að þær hefðu vaxandi þörf fyr- ir salerni. Þar sem ekkert slíkt náðhús var í nágrenninu freist- aði aðstaða lögreglustöðvar- innar við Tryggvagötu mjög. Þar voru margir samankomnir í svipuðum erindagjörðum og bið var eftir náðhúsinu. Friður var með mönnum og nokkur gleði. Þó tók ég eftir einum sem hvorki virtist friðsæll né glaður. Það var sjálfur lög- reglumaðurinn á vakt, sem sat hljóður en fýldur á svip fyrir aftan skrifborðið. Ég vorkenndi manninum fyrir að leiðast svona óskaplega í vinnunni og fór að lesa fyrir vinkonur mín- ar úr lögreglusamþykktum sem héngu upp á vegg. Skömmu síðar stökk lögreglu- maðurinn fýldi og gleðisnauði upp og öskraði á alla að drulla sér út. (Hann hafði bersýnilega fengið nóg af glöðum ung- mennum sem þurftu aðgang að náðhúsi.) Viðstöddum brá öll- um mjög í brún og í furðu minni og til að stríða honum aðeins spurði ég hann hvort lögreglan ætti ekki að vernda og þjóna (sennilega hef ég lagt áherslu á orðið þjóna). Þá skiptir engum togum að fjand- ans maðurinn, sem vó eflaust tvöfalt mín 65 kíló, stökk að mér, tók mig föstum tökum og hóf á loft. Eg reyndi skrækri röddu að benda honum á að ég gæti nú alveg labbað sjálfur. Hann hlustaði ekki á það og kastaði mér tvisvar sinnum af afli upp að vegg og þaðan út úr húsinu. Þar sem ég lá á götunni var ég ekki alls kostar ánægður með meðferðina. Rís upp og heimta að fá að vita lögreglu- númer árásarmannsins. Legg- ur þá mannfjandinn hönd yfir númerið, en fyrir utan stóðu rkaffihúsið Myllan í Kringlunni Yfirbyggð herlegheit Þegar Kringlan var opnuð á sín- um tíma var boðið uppá þá nýj- ung á annarri hæð hennar, að gestir og gangandi gátu sest inná kaffihúsið Mylluna sem staðsett er úti undir „beru lofti" og notið þar kaffibolla eða annarra veitinga og hvílt lúin bein og þreyttan huga; verið á sama tíma í öruggri snert- ingu við umferð fólks og mannlífs- flóru í Kringlunni. Myllan var lengi vel eina kaffihúsiö á þessum margmennu slóöum og hefur notið samkeppnisleysisins og í sam- ræmi við það dafnað. En fólks- mergðin er ekki eina ástæða þess að Myllan lifir því þjónustan er um- fram allt annað hraðvirk og tiltölu- lega örugg og fumlaus. Blessunar- lega var sú íslenska stefna ekki farin á Myllunni að spara peninga með því að undirmanna staðinn. Veitingarnar eru fjölbreyttar — allt frá kleinum og rúnnstykkjum til hnallþóra og heitra samloka með glæsilegri fyllingu — og svosem ekki dýrari en gerist og gengur T kaffihúsabransanum. Þó má ósjaldan finna að lapþunnu kaff- inu. Viðskiptavinahópur Myllunnarí Kringlunni er einsog gefur að skilja æði litskrúðugur og staðurinn vin- sæll til stefnumóta: menntaskóla- krakkar, fínar frúr í verslunarleiö- öngrum, starfsfólk fyrirtækja í Kringlunni og utanbæjarfólk að nýta sér yfirbyggð og niöursoöin herlegheitin. Ohætt er að mæla með heimsókn á Mylluna eftir eril- söm innkaup eða einfaldlega þvæling um „nýja miðbæinn". Af- farasælast er að finna sér borð út- við handriðið sem aðskilur viö- skiptavini frá gangandi umferð og sitja þar við sötur og maul og gjóa augunum annað veifið yfir bolla- röndina á fallega fólkið, Ijóta fólkið og allt það skrýtna. Það hefur stundum hvarflaö að undirrituðum þegar hann er klyfjaður innkaupa- pokum, að kannski mættu stjórn- endur þarna á bæ huga betur að einhverskonar geymslu fyrir slíkt. Víst er að við það myndi heim- sóknunum fjölga. Að lokum er ábending til bjór- eða pilsner- þyrstra: fyrir alla muni fáið ykkur slíkan mjöð ekki á Myllunni í Kringlunni ef ykkur er annt um ær- una. Undirritaður sat eitt sinn með einum vina sinna við pilsnerdrykkju uppúr hádegi á staðnum og þannig háttar að sjálfsögðu til að veitingar þær sem gestirnir neyta eru fram- hjágangandi Ijósar. Vinur undirrit- aðs var á þessum tíma einn af ITk- legustu vonbiðlunum í ákveðna stööu I einu boltalandsliðinu og þegar landsliðsþjálfari hans gekk framhjá skáskaut hann augunum í átt til okkar og var heldur vondur á svip. Við skildum lítt í þessum svipbrigðum, enda fullkomlega saklausir af öllu illu — ef hugsan- lega pilsnerdrykkjan er undanskil- in. Og einmitt pilsnerdrykkjan varð vininum að falli því þegar næsti landsliðshópur var tilkynntur reynd- ist vinurinn ekki þar innanborðs. „Það gengur náttúrlega ekki hjá toppíþróttamanni að sitja að sum- bli á almannafæri uppúr hádegi á virkum degi. Það sér það hver heil- vita rnaöur," sagði landsliðsþjálfar- inn umræddi í einkasamtali þegar hann var spurður útí ákvörðun sína nokkrum vikum síðar. Nefnilega... fjölmörg vitni. (Ég krefst enn vitneskju um númerið.) Fer karli þá að leiðast þófið og reiðist að nýju. Nú var mér ekki hent út heldur gripinn fyrir ut- an og dreginn inn. Löggan nær góðu taki og byrjar að nýju að kasta mér utan í veggi og nú í sífellu, þar til ég vankast við höggin. Löggufíflið dregur mig þá á bakskrifstofu, keyrir mig ofan í stól, reiðir hnefann til höggs og þegar hann er í þann mund að láta höggið falla á andlit mitt sé ég útundan mér hvar tveir lögregluþjónar ganga eftir ganginum. Ég kalla þá hástöfum og í örvæntingu á hjálp og þeir koma inn. Árásar- maður minn biður þá félaga sína að hjálpa sér að drösla „strákkvikindinu“ (undirrituð- um) í fangaklefa. Þeim þykir það auðsótt mái og töldu lítið til útskýringar áfengislyktandi ungmennis koma. Inni í klefan- um vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð þar sem ég þjáist í ofanálag af ipnilokunarkennd, auk þess sem ég var orðinn dauðhrædd- ur við fýldu lögguna gleði- snauðu. Eg herti mig þó upp og hóf að kalla á hjálp. Tveimur tímum síðar kemur löggufjand- inn inn og dregur mig út. Og áður en hann henti mér út sagði hann orðrétt: „Það er eins gott fyrir þig að þú haldir kjafti um þetta.“ Daginn eftir fór ég á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu og eftir að hafa þvælst á milli manna fann ég ioks lögreglumann sem var tilbúinn að hlusta á sögu mína. Þar kærði ég lögreglu- þjóninn,-sem var þrautreyndur og virtur. Ekkert hefur enn gerst í þessu máli og þrátt fyrir fjöldamörg vitni var málinu að lokum stungið undir stól. Eftir að þetta gerðist hef ég ekki treyst lögreglumönnum og ég hef heldur enga ástæðu til að vantreysta sögum þeirra fjöl- mörgu sem lent hafa í lögreglu- ofbeldi. En ég er auðvitað imbi. .ijfetið Bannað börnum *** -shh Það varð bókstaf- lega allt vitlaust þegar Wiliiam Po- well sendí frá sér bókina TheAnarc- hists’ Cookbook (Mat- reiðslubók stjómleys- ingjans, fæst í Máli & menningu) áriö 1971, því hún innihélt ítar- legar leiðbeiningar um sprengjuframleiðslu, hasskökubakstur og óteljandi annað glæp- samlegt athæfi. Po- well var samstundis tekinn í guðatölu T ákveðnum „költ“-hóp- um, en þvf miöur var hann einnig niðurnídd- ur af yfirvöldum og siðavöndum bóksöl- um sem neituðu að selja bókina vafa- sömu. Á endanum hunsaði (eða afneit- aði) Powell þetta af- kvæmi sitt og afsalaði sér öllum höfundar- launum í framtíðinni (fábjáni). Meðal aðdá- enda eru frómir einstaklingar á borð við David Koresh Waco- ,,Messías“. En slfk eru jú vanda- mál upprennandi rithöfunda sem aðhyliast stjórnleysi. Á Internetinu þurfa menn hinsvegar ekki að fást við vandamál af þessu tagi þar sem ritskoðun og viðurstyggð al- mennings og yfirvalda á tilteknum hlutum hafa lítið að segja á þeim slóðum — ennþá. Nefið er jú grundvallaö á stjórnleysi. Þar af leiðandi er I dag hægt að finna á Internetinu ógrynni upplýsinga og tæmandi og nákvæmra leiðbein- inga um ólöglegt athæfi frá A til Ö. Hefurðu hug á því að sprengja Reykjavík eða leiðinlega nágranna T loft upp? Þá er heima- sTðan http://www. nada.kth.se/ ~nv91asa/atomic. html rétti staöurinn fyrir þig. Og sé kjarn- orkusprengja of um- fangsmikil T smíðum þá finnurðu þar tengla yfir í hentugri sprengju- framleiðslu. Hefurðu í hyggju að fremja hið fullkomna morð — er tengdó að pirra þig? Smelltu þér þá inná http://www.demon. co.uk /xyz/ scandals/articles /murderOl.html og finndu út allt sem þú þarft til að ná slíku marki. Hefur þig lengi langað til aö gerast vasaþjófur meö aðset- urT Kringlunni eða við fjölfarna verslunar- götu? Inná heimasíð- unni http:// www .lysator.liu.se/mit-guide/ mit-guide.html er allt um þess- háttar glæpi. Hvað með vændi og vændiskonur? Hvernig fer maður að og hvernig fílingur er það að selja líkama sinn? Allt um það á http://www.creative.net/~ penet/ og meira til. Kannabis- ræktun er nokkuð vandasöm og inná http://www.paranoia. com/wwweed/ eru veittar upp- lýsingar um ræktun þessa þarfa- þings og hvernig fara skuli að til aö fela athæfið fyrir yfirvöldum. Stranglega bannað börnum... hp@centrum.is tvífaraiv ‘is'ibIiví Linda Pé & Sharon Stone Það er vissulega stórmerkilegt að Tvíförum HP skuli hingað til hafa yfirsést algjörlega hin augljósu líkindi sem eru milli gyöjunnar Lindu Pétursdóttur og leikkonunnar Sharon Stone. Báðar eru vTðfrægar fyrir femme-fatal-isma í orði og æöi, hættulega ógnandi kynbombuaugna- ráö, ögrandi klæðaburö, ótal fylgisveina og Ijósan hármöttulinn. Báöar hafa þær lifað tímana tvenna: Linda hefur reynt ýmislegt gott og vont eftir aö fegurðarsamkeppnir voru að baki og Sharon var hartnær áratug aö fóta sig í Hollywood. Ennfremur hafa báðar opinberað líkama sinn í fullri nekt: Linda á metseldum síðum Pressunnar og Sharon í enn virv sælli Basic instinct. Fallegir kvenlíkamar hafa jú alltaf selt, sér í lagi naktir. Vafalaust fylgja útlitsllkindin síöan innrætinu — einsog gengur...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.