Helgarpósturinn - 09.05.1996, Síða 20

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Síða 20
RMIVmjDAGUR 9. MAÍ1996 20 Keppnin „Sterkasta kona íslands“ var haldin fjóröa árið í röö hér á landi í Laugardalshöllini um síðustu helgi. Sunddrottningin Bryndís Ólafsdóttir fór meö sigur af hólmi í æsispennandi keppni. Eirík- ur Bergmann Einarsson skríbent og Björn Blöndal Ijósmyndari brugöu sér á svæðiö... verið að dunda við þetta líka. Fleiri lönd eru að fara af stað með hliðstæða keppni fyrir kvenkyns kraftajötna. Á und- anförnum árum hafa krafta- keppnir sem þessi verið taldar strákaíþróttir — sumir jafnvel talað um þær sem síðasta vígi karlmennskunnar. En á tímum jafnréttisbaráttu bera valkyrj- urnar enga virðingu fyrir slíkri firru og sýna mörgum karl- manninum í tvo heimana. Að minnsta kosti á undirritaður skríbent ekki roð í þær, enda rindill miðað við heljarkvend- in. En snúum okkur að keppn- inni. 1 Forskot var tekið á keppn- ina á laugardaginn í Kringlunni með hleðslugrein. Kraftakon- unum var þá gert að hlaupa tíu metra með.fjóra hluti og henda ofan í ker. Fyrst var tekið fimmtíu kílóa dekk og því létti- lega fleygt í kerið. Næst flaug fjörutíu kílóa tunna og svo sekkur í sömu þyngd. Að lok- um var fullvaxta karlmanni hent af alefli í kerið og gleði- blik sást í augum kvennanna. (Blaðamaður hjálpaði kyn- bróður sínum við illan leik upp úr kerinu.) 2 í Laugardalshöllinni á Bryndís Olafsdóttir: Eftir æsispenn- andi keppni þar sem ekkert var gefið eftir sigraði Bryndís með 36 stigum, eða fimm stigum meira en næsti keppandi. Sunddrottningin sannaði svo um munar að íslenskar konur hafa krafta í kögglum. Hér sést hún í sigurfangi Magnúsar. Hrikaleg átök heljarkvenna í OROBLU-keppninni sunnudag hófst keppni með því að tröllkonurnar hit- uðu létt upp með því að draga eitt stykki Nissan Terr- ano-bifreið tuttugu metra. (Bíllinn hlýt- ur að hafa verið í handbremsu þegar blaðamaður spreytti sig.) 3 Næst tók við drumbalyfta, þar sem keppendur lyftu níðþungum drumbum upp fyrir haus og brostu innilega. (Blaða- maður náði drumbnum upp að hnjám og þóttist nokkuð góður.) 4 Þá tók við sekkjadráttur þar sem heljarkvendin skokk- uðu með tvo fjörutíu kílóa sekki fimmtán metra og drógu svo í rólegheitunum 160 kílóa sekk til baka. (Blaðamaður skreið með 40 kílóa sekkina en haggaði ekki hinum, enda ör- ugglega búið að líma hann við gólfið þegar hann fékk að spreyta sig.) 5 Eftir þessar léttu æfingar Bryndís Ólafsdóttir: Þessi kraftmikla kona fór létt með drumbalyftuna og sveiflaði kvikindinu léttilega upp fyrir haus og virtist jjgXkí'x lítið finna fyrir hvnedinni. Eftir æsispennandi krafta- keppni íslenskra valkyrja í Laugardalshöllinni á sunnudag stóð Bryndís Ólafsdóttir sund- drottning uppi sem sterkasta kona íslands. Sjö keppendur tóku þátt í keppninni að þessu sinni, en Margrét Sigurðar- dóttir, fyrrverandi Vcixtarrækt- ardrottning íslands, datt út úr keppni vegna meiðsla í öxl. Segja má að þetta sé fyrsta keppnin þar sem kraftakelling- arnar mæta til leiks sem fag- menn, en fram að þessu hefur ekki mikil alvara fylgt keppn- inni og ekki þurft að halda for- keppni til þessa — nóg pláss hefur verið fyrir þann litla hóp kraftakvenna sem taka íþrótt- ina alvarlega. En nú eru blikur á lofti um að útbreiðsla íþrótt- arinnar meðal kvenna sé slík að halda verði forkeppni fyrir næstu keppni, sem jafnframt verður keppni um sterkustu konu heims. Erlendar sjón- varpsstöðvar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og því ætti að vera hægt að halda veglega keppni. En alþjóðleg út- breiðsla íþróttarinnar meðal kvenna hefur verið tákmörkuð. íslendingar standa þar fremst- ir í flokki, eins og vera ber með kraftaíþróttir, og Finnar hafa Magnús Ver Magnússon: Eftir mikla áreynslu, áræði og lagni hefur blómarósinni tekist að fullkomna verkið og vöðvatröllið er greinilega himiniifandi yfir nýja klæðnaðin- um. Heinz Ollesch: Það þótti tilhlýðilegt að klæða þýska vöðvatröllið Heinz, unnusta Bryndisar Ólafsdóttur og sterkasta mann Þýskalands, í sama klæðnað og Magnús svo þeir gætu spókað sig saman. Þeir félagarnir voru hæstánægðir með tiltækið og tóku sig bara vel út á brókunum. Magnús Ver Magnússon: Kraftakeppnum sem þessari fylgir oft mikill húmor og reynt er að krydda mótin með léttum uppákomum. Á myndinni sést hvar íslensk blómarós treð- ur kraftatröllinu Magnúsi Ver Magnússyni í sokkabuxur — og er það verkefni ekki heigl- um hent. var einu stykki bíl lyft upp að aftan og hann borinn eins og hjólbörur. (Blaðamaður náði að lyfta upp öðru hjólinu og var talsvert hreykinn af því.) 6 Að lokum hófst dauða- gangan með tvær 50 kílóa tösk- ur, sem voru eins og venjuleg- ar skjalatöskur í höndum kraftakvennanna. (Litlu mun- aði að illa færi þegar blaða- maður reyndi við helv... tösk- urnar — var nær dauða en lífi.) Sigrún Hreiðarsdóttir: Sigrún kúluvarpari tekur hér ógurlega á bíldrusl- unni og hreinlega æðir með bílinn áfram af miklu afli. Sigríður var sterk- asta kona íslands árið 1995, en náði ekki að verja titilinn núna og lenti í öðru sæti. Unnur Sigurðardóttir: Unnur spjótkastari var sterkasta kona íslands árin 1993 og 1994. Þá vann hún keppnina „Valkyrja íslands" árið 1994. Ein- beitingin skín úr augunum þar sem hún tekur hrikalega á í sekkjadrætt- inurn og hefur betur. Hún varð þó að láta sér lynda þriðja sætið að þessu sinni. Linda iónsdóttir: Linda kom inn í keppnina á síðustu stundu og hafði því ekki náð að æfa sig af krafti. Hins vegar sýndi hún og sannaði í dauða- göngunni að töggur eru í kögglunum. Hún virtist ekkert hafa fyrir þessu.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.