Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 24
24 , RMIVmJDAGUR 9. MAÍ1996 í sumar veröur Stone Free eftir Jim Cartwright frumsýnt hér á landi. Plata með tónlistinni úr leikritinu kemur út í næsta mánuði og er upptökustjórinn Ken Thomas. Sá hefur unnið með nokkrum helstu poppstjörnunum: Bowie, McCartney, Stevie Wonder ogSex Pistols. Eiríkur Bergmann Einarsson spjallaði við kappann... íslenskar hljómsveitir á barmi heimsfrægðar Enski upptökustjór- inn Ken Thomas var staddur hér á landi fyrir skemmstu við upp- tökur á tónlistinni úr leikriti eftir Jim Cartwright sem á frum- málinu nefnist Stone Free. Þetta er í áttunda skipti sem Ken Thomas kemur til landsins í slíkum tilgangi, en áður hefur hann meðal ann- ars unnið með Hilmari Erni Hilmarssyni, Bubba, Sykurmolunum, Nýdanskri, Unun og Kolrössu krókríðandi. Thomas hefur einnig unnið með nokkrum helstu stórstjörnum poppheimsins ytra og skal þar fyrstan nefna David Bowie, auk Stevies Wonder og Pauls McCartney, ásamt hljómsveitunum Stranglers og Sex Pistols — svo eitthvað sé nefnt. HP átti við Thomas snaggaralegt spjall áður en hann hélt af landi brott. Hvað er það eiginlega sem dregur þig til Islands trekk í trekk? „Ég byrjaði að vinna með Sykurmolunum og Hilmari Erni Hilmarssyni á Englandi. Það var svo fyrir tilstuðlan Hilmars og forsvarsmanna Japis að ég kom hingað til að taka upp plötu fyrir Bubba. Síðan hef ég komið hingað átta sinnum. Það er eitthvað við landið sem dregur mig hing- að.“ Er ekki mikill munur á því að vinna með hljómsveit- um á íslandi og stórböndum úti á Englandi og víðar? „Ég hugsa ekki um málið á þann hátt. Hljómsveit er bara hljómsveit og í grunninn er þetta allt það sama. Ég vinn lftir aö hafa starfaö af krafti Jmeö Leikfélagi Akureyrar í vetur hefur Snigillinn Skúli Gautason tekiö upp á aö stofna nýtt fyrirbæri í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi. Þaö er þriggja manna hljómsveitin Rjúpan, sem einkum flytur viökvæmnislegar og hugljúfar laglínur með stór- undarlegum textum, aö sögn. Meö Skúla, sem syngur og leikur á gítar, eru þeir Friðþjófur Sig- urösson bassaleikari og Kari Olgeirsson sem þenur og pikkar á harmónikku. Rjúpan leggur mikiö upp úr „nánu" sambandi viö áheyrendur, sem hafa tillögurétt um hvernig fara skuli með texta og lag. Sveitin leggur auk þess mikla áherslu á að vera smekklega klædd án þess þó aö áheyrend- um sé leyfilegt aö skipta sér af því... Eins og Morgunblaöiö hefur eftir ábyggileg- um heimildum og reynd- ar HP eínnig ætlar Björk okkar Guðmundsdóttir aö ganga upp aö altarinu á hausti komanda. Er sá lukkulegi breskur jungle-tón- listarmaöur og kærasti til nokk- urs tíma, Goidie aö nafni. Hann starfar sem sólisti og einnig meö hljómsveitinni Metalheadz, sem mun hita upp fyrir Björk á Lista- hátíö í Reykjavík í Höllinni 21. júní. En þaö er ekki nóg meö aö í undirbúningi sé brúökaup aldar- innar, heldur hefur HP einnig fregnaö aö Björk hafi fjárfest í myndarlegu glæsihúsi í Hamp- öörum orðum hinn knái tónlistar- maöur Bjöm Jörundur Frið- björasson. Eins og kemur fram annars staðar í blaöinu ætlar Björn aukinheldur aö spila með Scobie og Stefáni Hiimarssyni á vínveitingahúsum víöa um land í sumar... sted, sem er friðsælt sveitaþörp í miöri London. Þar verða Björk ■ og Goldie væntanlega í félags- skap hins fræga fólksjns í London... *l\ /Teira um Bowie-tónleikana, JLVLsem svo margir bíða meö óþreyju,- Heyrst hefur aö nýveriö hafi veriö ákveðið hver veröur kynnir á tónleikunum í Laugar- dalshöil 20. júní. Sá hinn sami og upphaflega stóð til að myndi hita upp meö nýrrí hljómsveit áð- ur en goöið stígur á svið; meö bara með þeim sem ég fíla. Að vísu er það þannig þegar mað- ur er að vinna með hljómsveit- um sem eru í raun bara risa- fyrirtæki að öll vinna verður miklu erfiðari fyrir vikið. Það verður allt að vera svo full- komið og dauðhreinsað. Þeir heimta endalausar endurupp- tökur og þess háttar og dæla endalausum peningum í þetta. Ef illa gengur síðan jáá er stjórnandinn rekinn, þannig að það getur verið erfitt að halda slíkum mönnum ánægð- um og andrúmsloftið verður stundum leiðinlegt." Getur verið að það sé meira skapandi að vinna með litlu böndunum hér en erlendum risaböndum? „Já. Það má segja það. En það er andrúmsloftið hér sem heillar mig frekar en tónlistin. Ég finn að landið togar alltaf í mig. Ef ég þarf að velja milli tveggja verkefna — hérna eða annars staðar — þá vel ég hik- laust að koma hingað. Það er allt svo ferskt hérna og gest- risnin með eindæmum. Hljóm- sveitirnar hérna eru líka mjög góðar og ekkert síðri en mörg risaböndin. Fagmennska hér er til dæmis meiri en erlendis ef eitthvað er. Hæfileikarnir eru það miklir á íslandi að sá tími hlýtur að koma að heim- urinn taki eftir því. Það þarf bara smáheppni til.“ Heldurðu að frœgð og frami Bjarkar hafi rutt ein- hverja slóð sem aðrar ís- lenskar hljómsveitir geti fet- að? „Já, tvímælalaust, en það hefur þó alltaf verið til slóð fyrir íslenskar hljómsveitir inn á heimsmarkaðinn. Þetta er aðeins spurning um viðskipta- leg klókindi. En tilkoma Bjark- ar hjálpar mikið til og hún hef- ur gert ísland að fn-landi í Evrópu. Og það þarf að nýta þetta. Það er bara spurning um hvenær stíflan brestur." Menn hafa spáð því að Unun gœti slegið í gegn er- lendis. Ertu samþykkur því? „Já. Unun hefur alla burði til þess. Þau hafa þegar fengið mikið af plötutilboðum, en þau verða að fara varlega í þetta." Finnurðu einhvern tiltek- inn og séríslenskan hljóm hjá hljómsveitum hér? „Já, maður finnur hann greinilega. í tónlist íslenskra hljómsveita má yfirleitt finna mikla gleði og sköpun, — það er einhver neisti í þeim sem ég fíla. Og uppbygging laganna er tíðum óútreiknanleg og fólki líkar þess háttar yfirleitt vel. Samanber Björk.“ Að lokum Ken. David Bo- wie heldur tónleika hér í sumar, geturðu sagt okkur eitthvað frá kauða? „Það er nú þó nokkuð um liðið síðan ég vann með Bo- .wie, en ólíkt flestum súper- stjörnum var hann mjög við- kunnanlegur og vingjarnlegur í garð okkar upptökumann- anna. Til dæmis gerði hann sér sérstaka ferð til mín eftir að upptökum lauk og þakkaði mér samstarfið. Ég held að þetta sé einsdæmi meðal stór- stjarna. Bowie er einn fárra sem skilja mikilvægi mann- legra samskipta. Flestar súper- stjörnur hugsa ekki um neitt annað en eigin rass og. skilja ekki að aðrar manneskjur eru í kringum þá. Munurinn er kannski sá að maður vinnur fyrír súperstjörnur en rneð litl- um hljómsveitum og mér líkar hið síðarnefnda mun betur.“ f

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.