Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 11
RMIVmJDAGUR 9. MAÍ1996 11 _ 1 viðtalið ..... ■ Sjálfstæöa konan Elsa B. Valsdóttir er varaformaöur Heimdalls, félags ungra sjálfstæöismanna í Reykjavík. Eiríkur Bergmann Einarsson spjallaöi við hana um unga sjálfstæðis- menn, jafnréttismál og læknisfræöi... Fólk á vinstrivæn missldlur Sjáifst konur viljandi Elsa B. Valsdóttir: „Þeir sem starfa að jafnréttismálum á vinstrivæng stjórnmálanna hafa verið mjög duglegir við að misskilja og mistúlka það sem frá okkur kemur. En það er einfaldlega eins og gengur í pólitík. Það er alltaf auðveldast að snúa út úr þegar rök eru ekki fyrir hendi.“ Undanfarið hefur mik- ið borið á starfsemi ungliðahreyfinga stjórn- málaflokkanna og vinnur þar margt ungmennið fórnfúst starf. Sumir af einskærum áhuga, aðrir til að vinna sér inn prik hjá valdhöfum viðkom- andi maskínu. Lækna- neminn Elsa B. Valsdóttir er varaformaður Heim- dalls, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hún starfar einnig með félagsskapnum Sjálfstæð- um konum. Áður var Elsa formaður Vöku, félags lýðræðissinnnaðra stúd- enta, og sat í Stúdenta- ráði. Hvernig er þetta með Heimdall, Elsa — eru þetta ekki bara stuttbuxnaliðar sem starfa undir hœl flokks- forystunnar? „Við höldum því nú fram að það sé hlutverk ungu félag- anna að vera gagrýnisröddin í flokknum og reyna að halda flokksforystunni inni á réttu línunni. Við í Heimdalli tökum þetta hlutverk alvarlega. Við erum eins konar samviska flokksins.“ Nú skilst mér að það sé enn mikil togstreita milli Heimdalls og landssamtak- anna, SUS, þar sem forsprakkar Heimdalls hafi aðallega verið stuðnings- menn Jónasar Fr. Jónsson- ar, sem tapaði í formanns- kosningum SUS gegn Guð- laugi Þór Þórðarsyni fyrir fáeinum árum. „Það er mjög eðiilegt að í stórum og öflugum félögum, þar sem tekist er á um menn og málefni, skipi fólk sér í fylk- ingar. En samstarfið hefur hins vegar verið gott, sem sýndi sig vel í síðustu kosn- ingum. Þá unnum við vel sam- an og náðum góðum árangri. Ef einhver rígur er milli ein- stakra fylkinga kemur hann helst fram í samkeppni um hver geri betur.“ Þú starfar mikið með Sjálfstœðum konum og ert talin ein af helstu hug- myndasmiðum þeirra. Var þessi félagsskapur ekki einkum stofnaður þar sem konur eiga erfitt upp- dráttar innan flokksins — nauðvörn kvenna í flokkn- um? „Nei, alis ekki. Sjálfstæðar konur standa fyrir ákveðinni hugmyndafræði. Við höfum svo unnið að því að kynna þá hugmyndafræði, bæði innan • •• flokks sem utan. Kjarni henn- ar er sá, að hugmyndin um frelsi einstaklingsins eigi fullt erindi í umræðuna um jafn- rétti kynjanna. Það verður þó að viðurkennast að við höfum lent í árekstrum við ýmsa í þessu starfi, bæði innan flokks og utan. En við áttum svo sem ekki von á öðru. Það eru ekki allir sammála okkur og það getur verið auðvelt að misskilja viljandi. Til dæmis hafa þeir sem starfa að jafn- réttismálum á vinstrivæng stjórnmálanna verið mjög duglegir við að misskilja og mistúlka það sem frá okkur kemur. En það er einfaldlega eins og gengur í pólitík. Það er alltaf auðveldast að snúa út úr þegar rök eru ekki fyrir hendi.“ Er ungliðapólitík œfinga- völlur fyrir fullorðinspólit- ík? „Ég held að þeir sem ætla sér að gera pólitík að lífsstarfi hafi mjög gott af að starfa með ungliðahreyfingunum. Það tekur sinn tíma að komast inn í landsmálin, flokksskipulagið og allt það sem menn þurfa að vita. Flestir þeirra sem starfa innan ungliðahreyfinganna eru þó ekkert sérstaklega að búa sig undir þingmennsku. Þeir starfa þar fremur af áhuga og sækjast eftir skemmtilegum félagsskap — þar sem tekist er á um þjóð- málin og hugmyndafræði." Snúum okkur að þér sjálfri. Hyggur þú á lang- frama í pólitík? „Það er ómögulegt að svara því á þessum tímapunkti. Pól- itík gengur út á að hafa eitt- hvað fram að færa og að geta verið fulltrúi annarra. Ég er í námi sem á eftir að leiða mig utan mjög fljótlega, en meðan áhuginn er eins brennandi og nú er mér það heiður að fá að starfa með Sjálfstæðisflokkn- um.“ Þú leggur stund á lœknis- frœði — eitthvert erfiðasta fag sem hœgt er að finna — og ert í öllu þessu stjórn- málavafstri sem tekur ómœldan tíma. Er þetta sjálfboðastarf ekki mikil fórn að fœra? „Ég lít ekki þannig á málið. Það er varla hægt að vera í námi eins og læknisfræði án þess að hafa eitthvað annað að gera með því. Það er svo auðvelt að týna sér í fag- mennskunni að það er nauð- synlegt að eiga samskipti við fólk sem talar um eitthvað annað en innyfli allan daginn." í hverju œtlarðu svo að sérhœfa þig í lœknisfrœð- inni? „Það er ekki ákveðið. Eins og er þá er ég spenntust fyrir skurðlækningum. Það er með- al þess sem ég er að læra núna á kvennadeildinni og mér finnst það mjög áhuga- vert.“ SSE: Ólafur Ragnar Grímsson Afrekar þaö sem engum manni hefur fyrr tekist: aö vera sömu vikuna á Uppleið og Niöurleiö í HP. Hann er seni sagt enn lang- fremstur, en endalokin eru nærri. Hallur Hallsson Þéssi ágæti metsölumaöur (Konur eru frá...) og dramatíski Ijósvakavíkingur (Þaö er bak við...) er kominn langleiöina meö að gera viðfelldinn hvers- dagsjóa úr Pétri Kr. Jón Baldvln Hannlbalsson Hefur tekist það sem við óttuö- umst aö enginn myndi hafa af: aö hleypa loksins spennu i for- setaslaginn og riðia framkomn- um kenningum um skiptingu fylgis og úrslit. Össur Skarphéðinsson Var búinn að reyna öll trixin nema eitt í bökinni til aö öðlast meiri frama og völd i Alþýðu- flokknum. Kom JBH á endanum í forsetaframboð til aö bjarga ferlinum. Björn Bjarnason Keypti íslenska menntanetiö á uppsprengdu veröi til þess aö örfáar hræöur misstu ekki af tínium I fjarkennsiu. Þetta minn- ir á viöskipti ákveðins fjármála- ráöherra. Margrét Frímannsdóttir Var svo vandlega týnd á Alþingi aö hún neyddist til að fara í viö- tal viö tímaritið Mannlíf og iýsa því yfir aö hún væri alls ekki týnd. Trúir því nokkur maöur? Ólafur Ragnar Grímsson Nú er þetta búiö: Rannveig Tryggvadóttir hefur greint frá þeim stórtíöindum aö á skírdag áriö 1979, klukkan 12:35, hafi Óli átt leynifund meö sovéskum sendiherra. Halldór Ásgrímsson Er aö veröa fastur áskrifandi aö Niðurleiöinni sem dauflegastur pólitíkusa og tilþrifalítill ráö- herra, en líka fyrir aö vera aldrei nefndur sem forsetakandídat. þirigmannsefni Guðmundur Andri ThorssonÉMBÉfl Það er náttúrlega með öllu óskiljanlegt að okk- ur hafi ekki fýrr hugkvæmst að stinga upp á Guðmundi Andra Thorssyni sem þingmannsefni. Maðurinn hefur bókstaflega allt í djobbið — nema hvað greindarvísitalan er hugsan- lega í hærri kantinum... Fyr- ir það fyrsta er hann vin- sæll rithöfundur meðal þjóðarinnar og myndi sem slíkur nýta sér alveg hreint ágætis tengsl inn í menn- ingarmafíuna, sem lengi hefur vantað frambærilegan fulltrúa inn á þing — eða allt frá því Guðrún Helgadóttir hvarf þaðan á braut. Jafnframt er hann náttúrlega hámenntaður íslensku- fræðingur og fimbulfær rithöfundur og myndi veitast það létt verk og löðurmannlegt að hnoða saman snilld- arræðum og -greinum. Sú staðreynd segir að vísu meira um samkeppnina í þeim efnum inni á þingi en færni Andra. Að vísu yrði fyrst að stofna Jafnaðar- mannaflokk íslands (breiðfylkingarútgáfuna) ef takast á aö koma honum inn á þing, því honum leiðist þetta gamla sull svo óskaplega — líkt og margoft hefur kom- ið fram i snörpum pistlúm hans T málgagni Alþýðu- flokksins. Andri er fyrir utan allt þetta tiltölulega fótó- genískur, slarksæmilegur í tauinu, vel kvæntur og þekktur í dag sem vænn fjölskyldumaður og raulari í hverjirvoruhvarsveitinni Spöðum... Pétur H. Blöndal Það er í tísku í dag að gabba nær óþekkta ein- staklinga í forsetaframboð og ekki þykir verra ef viðkom- andi er þunglamalegur T við- kynningu, vart mælandi vegna feimni, myndast illa, afar hægrisinnaður og ann- aðhvort sterkefnaður eða með greiðan aögang að fjár- magni. Pétur H. Blöndal, doktor í tryggingastærðfræði, uppfyllir allar þessar kröfur og meira til, því hann er jú þingmaður, sem er stór aukaplús. Á fjármálaviðskipt- um hjá fyrirtæki sínu Kaupþingi efnaðist Pétur allrosal- ega, enda brilljant reiknihaus, ogjafnvel hafa heyrst kjaftasögur um að sængin hans sé úttroðin af fimm- þúsundköllum frekar en strútsdúni. Massíf kosninga- herferð að hætti Ross Perot og Ástþórs Magnússonar myndi vera smámál í augum Péturs sem gæti léttilega fleygt T dæmið tugmilljónum án þess að missa svefn. Hann myndi virka sæmiiega traustur í eyrum kjósenda og ekki skemma fyrir málefnalegar— og á stundum róttækar — hugmyndir hans um lífið, tilveruna og þjóð- málin. Pétur hefur að vísu kannski fuiloft hrekkt flokks- eigendaféiagiö í Sjálfstæðisflokknum, en það hlýtur að jafna sig. Alltént er Ijóst að Pétur er frambærilegur for- setaframbjóðandi og gaman verður að sjá þessa fyrir- sögn í erlendum blöðum: „Money-Crazed lcelanders Elect a Millionaire for President"... Höskuldur Jónsson Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, er á gjör- samlega kolrangri hillu í líf- inu. Fátt fellur Höskuldi til að mynda þyngra en að þurfa að einoka áfengissölu í landinu, leggja á veigarnar ofurprósentur og mega ekki einu sinni þjónusta almenn- ing af þeirri lund sem hon- um er eðlislæg. Hver getur auk þess staðið í þvT árum saman að hlusta á kvart og kvein um afgreiðslutíma, slappa áfengismenningu, lé- lega vöru, alltof háa álagn- ingu, of fá útibú, vitlausa innkaupastefnu og asnalegt viðhorf til áfengisneyslu almennt? Ekki nokkur maður. Höskuldur þarf mannlegra starf þar sem hann getur barist FYRIR fólkið í stað þess aö þurfa T sífellu að vinna GEGN því. Hann veit sem er, að fátt kann landinn betur við en umhyggjusama og mjúka karlmenn á efri árum sem raunverulega bera hag fólksins fyrir brjósti; munum Steingrím Hermanns, Jóhannes Nordal, Al- bert Guðmundsson og félaga. Já, það er kominn tTmi til að Höskuldur Jónsson fái aö njóta sín og virkja hæfi- leika sína. Hann ætti til dæmis ágætlega heima í starfi formanns Neytendasamtakanna á landsvísu — starfinu sem Jóhannes Gunnarsson lét nýlega af hendi til sunnlenskrar kvensu sem enginn þekkir haus eða sporð á. Nei, út með fraukuna á aukaaðalfundi og inn með Höskuld...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.