Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 23

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 23
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 23 Eftir margra mánaöa undirbúning hillir nú loks undir langþráö íslandsmót knattspyrnumanna. Gísli Þorsteinsson átti af því tilefni oröastaö viö Skagamanninn Bjarka Pétursson og KR-inginn Guðmund Benediktsson um væntanlegt íslandsmót, stööu liöa sem taka þátt, ásigkomuiagíslenskrar knattspyrnu og auövitaö leynda drauma um að komastí atvinnumennsku... Hvor þeirra verður meistari? * Ilok þessa mánaðar hefst íslandsmótið í knattspyrnu. Knatt- spyrnulið eru því þessa dagana í óðaönn að reka endahnútinn á langan og strangan und- irbúning sem staðið hef- ur hjá þeim flestum í rúmlega hálft ár. í sain- tali HP við tvo af fær- ustu knattspyrnumönn- um okkar af yngri kyn- slóðinni, framheijana Bjarka Pétursson Skaga- mann og Guðmund Benediktsson KR-ing, kemur glögglega fram að þá klæjar í íærnar eftir að mótið heQist. Ef spár þeirra sem best til þekkja rætast munu þeir tveir beijast um hvor hampar íslands- meistaratitlinum í lok mótsins. Blaðamanni leikur forvitni á að vita í byrjun viðtals hvar Guðmundur hafi leikið áður en hann fór í KR. „Ég lék flesta yngri flokkana með Þór á Akur- eyri — fyrir utan eitt tímabil með Fram. Þegar ég var 16 ára gerðist ég síðan atvinnumaður með Ekeren í Belgíu. Þar dvaldi ég í þrjú ár, en spilaði því miður lítið vegna þrálátra meiðsla," segir Guðmundur. Aðspurður segist Bjarki hafa komið víða við á sínum ferli. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Skaga- mönnum, en lék svo um skeið með KR. Þaðan lá leiðin norður á Sauðárkrók þar sem hann spilaði með Tindastóli." Hvað kom til að þú Fórst norður? „Það má segja að ég hafi far- ið norður að áeggjan bróður míns, Péturs, sem þjálfaði liðið á sínum tíma. Ég staldraði aft- ur á móti stutt við og hóf ári síðar að leika með KR. Síðan lá leiðin aftur upp á Skaga.“ En af hverju varstu ekki áfram í KR? „Það eru nú ýmsar ástæður sem liggja þar að baki; ástæð- ur sem ég er ekki tilbúinn að tjá mig um.“ Skaginn og KR munu berjast um titilinn Nú ert þú, Guðmundur, að hefja þitt annað tímabil með KR. Er ekki erfitt að vera í liði sem virðist fyrir- munað að verða íslands- meistari? „Við höfum nú unnið bikar- keppnina tvö ár í röð, en fram að þeim tíma voru jú einhver vandkvæði hjá KR að vinna titla. Það er vonandi að Kóli (Lúkas Kostic) geti stjórnað okkur til sigurs í sumar. Liðið hefur að vísu tekið breyting- um frá því á síðasta tímabili — við misstum meðal annars Mihajlo Bibercic, Heimi Porca, Daða Dervic og Steinar Adólfssson. í staðinn höfum við hins vegar fengið Ríkharð Daðason og Valdimar Kristófersson svo dæmi séu tekin. Liðið þarf því einhvern tíma til að ná saman.“ Skagamenn hafa að sama skapi orðið fyrir blóðtöku... Bjarki: „Það er rétt. Við misstum til dæmis Sigurð Jónsson, sem fór til Svíþjóðar — en rændum svo Steinari og Bibercic frá KR. Þá eru nokkrir efnilegir strákar að byrja að leika með meistaraflokki. Þeir munu sjálfsagt láta kveða mik- ið að sér í sumar.“ Viltu nefna einhver nöfn? „Hugsanlega eiga Bjarni Guðjónsson Þórðarsonar og Jóhannes Harðarson Jóhann- essonar eftir að vekja athygli — enda eru þar mikil efni á ferðinni." Skagamenn hafa nú sigr- að í deildinni íjögur ár í röð. Haldið þið að liðið hafi getu og vilja til að vinna deildina líka í sumar? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna, en ég við- urkenni að það verður alltaf erfiðara og erfiðara að sigra. Við spyrjum bara að leikslok- um,“ segir Bjarki. Hvaða lið haldið þið að muni bítast um efstu sœtin? Guðmundur: „Ég held að við séum alveg sammála um að KR og ÍA verði meðal þeirra efstu í lok móts. Þá verða Eyja- menn örugglega sterkir. Einnig hef ég trú á norðanmönnunum í Leiftri, þrátt fyrir að liðið hafi ekki leikið sérstaklega vel að undanförnu. Leiftur er með marga nýja leikmenn sem eiga eftir að gera góða hluti fyrir Iiðið þegar fram í sækir.“ Hvað með þau lið sem munu skipa neðstu sœti deildarinnar? Bjarki: „Keflavík á að minnsta kosti erfitt sumar fyr- ir höndum." Guðmundur: „Já, og það sama má segja um Stjörnuna. Þeir eru samt með hörkulið og gætu því endað í vænlegu sæti. Þá hefur mér þótt Vals- menn vera háifdaprir upp á síðkastið. Ég hef horft á flesta leikina með þeim í vor og þá vantar tilfinnanlega sterkan sóknarleikmann. Þeir hafa ver- ið að reyna erlenda sóknar- leikmenn en ekki gengið sem skyldi — þeir hafa verið send- ir strax aftur til síns heima með næstu flugvél. Ef Valsarar næla sér aftur á móti í sterkan sóknarleikmann á næstunni kunna þeir að lenda ofarlega á töflunni í sumar.“ Framtíðin felst í yfirbyggðum grasvöllum Nú hefur tíðin verið með eindœmum góð í vetur og nú eru sennilega flest lið í efri deildum farin að œfa á grasi. Hefur tíðarfarið ekki mikið að segja um hvernig fyrstu leikirnir spilast? Guðmundur: „Leikmenn eru sennilega í betra leikformi en á sama tíma í fyrra, því nú hefur til að mynda verið hægt að spila fjöimarga grasleiki. I fyrra var aðeins leikið á gervigrasi við hræðilegar aðstæður: rign- ingu, slyddu og snjókomu til skiptis." Felst þá lausnin í að byggja yfir grasvellina eins og Norðmenn hafa verið öt- ulir við síðustu árin? Bjarki: „Það væru sannar- lega mikil viðbrigði til hins betra. Vonandi verður þessi möguleiki fyrir hendi eftir nokkur ár,“ Lengsta undirbúnings- tímabil í heimi! Er ekki leiðigjarnt að und- irbúa sig í rúma sex mánuði fyrir fjögurra mánaða keppnistímabil? Guðmundur: „Við búum sennilega við lengsta undir- búningstímabil í heimi, en það er víst lítið sem hægt er að gera við því. Þau lið sem æfa hvað mest byrja strax í október og stendur undirbún- ingurinn sleitulaust fram að fyrsta leik íslandsmótsins — sem er í lok maímánaðar. Að meðaltali æfa bestu liðin fimm til sex sinnum í viku allan veturinn. Það er því komin mikil tilhlökkun í leikmenn þegar þeir sjá fram á að undir- búningstímabilinu sé lokið og mótið að hefjast.“ Nú hlýtur knattspyrnan að taka allan ykkar frítíma. Er ekki erfitt að gera ekkert annað en œfa? Guðmundur: „Það koma auðvitað tímabil þegar maður fær yfir sig nóg af þessu — það er reyndar aðeins yfir vetrar- tímann. Keppnistímabilið er nú svo stutt hér á landi að það liggur við að ómögulegt sé að verða leiður." Nú hefur þú, Guðmundur, tekið þátt í undirbúningi meðal atvinnumanna er- lendis. Á hvern hátt er sá undirbúningur öðru vísi en hér heima? „Undirbúningur atvinnu- manna er gjörólíkur því sem þekkist hér heima. Úti stendur tímabilið í um níu mánuði. Síð- an fá leikmenn frí í tæpa tvo mánuði og æfa í rúman mánuð áður en tímabilið hefst að nýju. Það er því ólíku saman að jafna.“ Atvinnumennskan heillar sem fyrr Hefurðu ekki hug á að reyna aftur fyrir þér í at- vinnumennsku? „Það er sennilega draumur flestra knattspyrnumanna að spila fyrir alvöru peninga. Það KR-ingurinn Guðmundur Benediktsson og Skagamaðurinn Bjarki Pétursson: Tveir af bestu knattspyrnumönnum okkar af yngri kynslóðinni. Báðir hafa þeir einkum spilað í framlínunni. Sá fyrrnefndi hefur þegar reynt fyrir sér úti í Belgíu, en lenti í þrálátum meiðslum og neyddist til að snúa aftur á klakann. Vonast þó til að komast út aftur seinna meir. Sá síðarnefndi gælir við atvinnumennskuna eins og allir í svipaðri aðstöðu og getur illa varist samanburði við Pétur bróður sinn. Mymi: ií,,, sm.,n skiptir máli að standa sig vel í sumar svo forkólfar erlendra liða sýni mér einhvern áhuga. Annars verður sífellt erfiðara að komast út í atvinnu- mennsku — ekki síst eftir að landamæri Austur-Evrópu opnuðust. Til dæmis eru þús- undir knattspyrnumanna frá gömlu Júgóslavíu að spila í öllum deildum í Þýskalandi." Bjarki: „Eins hafa margir leikmenn frá Afríku komið til Evrópu að spila..." Guðmundur: „...Já, en að- eins fyrir appelsínur og epli. Nei, annars að öllu gamni slepptu þá kosta Afríkumenn- irnir liðin ekki miklar fjárhæð- ir í samanburði við evrópska leikmenn. Auk þess sætta þeir sig við miklu lægri laun en kollegar þeirra í Evrópu. Það er því við ramman reip að draga. Fyrir nokkrum árum voru íslenskir atvinnumenn að leika með stórum klúbbum í Evrópu, en það heyrir til undantekninga í dag. Nú leika íslenskir atvinnumenn fiestir með slakari liðum en áður. Ástæðan er sennilega fyrst og fremst aukið framboð knatt- spyrnumanna í álfunni." En eru íslenskir knatt- spyrnumenn nokkuð nógu góðir? Guðmundur: „Ég held að ís- lensk knattspyrna sé að verða betri með árunum. Við þurf- um aðeins að skoða árangur landsliðsins síðustu ár til að sannfærast um það.“ Stefni á að feta í fótspor Péturs bróður En hvað með þig Bjarki... Stefnir þú á að fara í at- vinnumennsku? „Það hefur nú blundað í mér, enda hef ég farið utan og æft með nokkrum liðum. Ég hef hins vegar ekki gert samn- ing við neitt erlent félag.“ Yrði ekki erfitt að feta í fótspor eldri bróður sem lék með stórum félögum í Evrópu? „Okkur hefur nú verið líkt saman í ófá skiptin, en við er- um aftur á móti að mörgu leyti ólíkir knattspyrnumenn. Pétur var mestan sinn feril í framlín- unni, en ég hef nú einnig leikið sem kant- og miðjumaður. Ég hef reynt að láta þennan sam- anburð ekki hafa áhrif á mig.“ Aukinn fjöldi erlendra leikmanna Eins og kom fram hér á undan hefur fjöldi erlendra leikmanna hér — ekki síst frá lýðveldum gömlu Júgó- slavíu — aukist mikið hin síðari ár. Hvaða áhrif hefur það haft á íslenska knatt- spyrnu? Guðmundur: „Ég tel að flestir þessara leikmanna hafi sett svip á knattspyrnuna og stuðlað að framförum, en það er hins vegar engin allsherjar lausn fyrir félög að fá til sín er- lenda leikmenn. Svo virðist sem aðstandendur margra liða haldi að svo sé og þar af leiðandi koma hingað knatt- spyrnumenn að utan sem eru ekkert betri en íslenskir leik- menn. Það verður að vanda valið á slíkum leikmönnum því kostnaður vegna þeirra getur verið mikill." Geta þessi leikmanna- kaup ekki sligað félögin þeg- ar fram í sækir? Guðmundur: „Það er alls ekki víst, því peningarnir virð- ast vera meiri hjá mörgum knattspyrnudeildum en öðr- um deildum. Það er athyglis- vert í því samhengi að bera saman Val, sem er íslands- meistari í handknattleik, og ÍA, sem er íslandsmeistari í knatt- spyrnu. Valsmenn kvarta ár eftir ár yfir féleysi og hafa vart efni á að senda lið til þátttöku í Evrópukeppni. Á sama tíma mala Skagamenn gull fyrir þátttöku í Evrópukeppnum. Það er því ólíku saman að jafna, handbolta og fótbolta." Það skiptir vœntanlega gríðarmiklu máli fyrir knatt- spyrnulið að komast í Evr- ópukeppnirnar? Bjarki: „Því er ekki að neita að það eru umtalsverðar fjár- hæðir í boði fyrir lið sem taka þátt í Evrópukeppni. Skagalið- ið hefur tekið þátt í Evrópu- keppninni nokkur ár í röð og það hefur hjálpað mikið við rekstur félagsins. Á þessum tíma hefur verið byggð stúka og leikmenn hafa notið góðs af árangrinum á einn eða annan hátt. Það skiptir því í raun höf- uðmáli að komast í þessar evr- ópsku keppnir." Hefur aukið fjármagn ýtt undir einhvers konar at- vinnumennsku hér á landi? Guðmundur: „Nei, ég held ekki. Því er samt ekki að neita að félögin gera vel við leik- menn — ekki síst þá sem enn eru í skóla. Þá hjálpa félögin gjarnan leikmönnum að fá vinnu sem gerir þeim kleift að stunda æfingar að marki.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.