Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 28
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 heitt Nútímakonan sem breytist úr venjulegri bankamey eða fðstru I næt- urdrottningu þegar hún fer út að skemmta sér. Þetta eru kannski ósköp venjulegar konur meö flatan rass og að þvl er viröist ekkl mjög stór brjóst, stálgré augu, augnhár sem maður tek- ur ekki eftir og fáeina flekki á húöinni. Um kvöldið er þessi venjulega kona orðin stórglæsileg, enda komin á háa hæla, búin aö bæta á sig augnhárum, komin með fagurbláar augnlinsur, þrýstinn Wonderbra-barm og þaö nýj- asta í flórunni: kúlurass, þann sem hægt er aö sýnast meö bæti maður við þar til gerðum shock- up>- eöa push- up-rasspúöalyftara, sem ýmist er hægt aö fá! formi sokka- eða nærbuxna. Hugsiö ykkur strákar (eöa stelpur), þið farið út meö glæsikonu en endið kannski í bíó meö ósköp svona venju- legri hnátu daginn eftir. kalt Nútimamaðurinn, sem eins og Sú- sí Svavars lýsti réttilega; þeir hafa dregist langt aftur úr nútimakonunni í hugsun. Aö vísu er hér í dálkinum aö ofan dregin upp ansi einhliöa mynd af nútimakonunni. Hún á sér nefniiega margar aðrar skemmtiiegar hliðar. Eln er sú að hugsun nútímakonunnar er aö minnsta kosti 30 árum á undan þanka- gangi karlmanna almennt. Það bendir því fiest tii aö allt sé aö falia í sama farið aftur og hér um áriö þegar þaö var ekki bara landlægt heldur útbreitt um allan helm aö ungar konur heilluðust af eldri mönnum og öfugt. f millitíöinni prófuöu konur og eru enn að prófa þá yngri (en það var bara kynferðislegt). Niöurstaöan er: einn niræður milljóneri, takk fyrir. i A ... að einhverjir skemmtilegir vcrði ráðnir til þe»s að »já um Stundina okkar svo maöur missi ekki alveg þráöinn og hætti aö fylgjast meö þvi sem börrv- unum þykír skemmtilegt. ... blelkum skyrtum þaö er ekkl bara 1 tisku heldur hefur mun dýpri merkingu en þaö. .... vöðvastæltum konum þær eru ekki bara ógnvekjandi held- ur merki um yfirburði konunnar. ... Utt stæltum karlmönnum þeir eru ekki bara þægileg bráö fyrlr stálkonurnar heldur okkur hina(r) iíka. ___kokkurinn ÁmiÞór á Argentínu A steikhúsinu Argentínu við Baróns- XJLstig í Reykjavik starfar kokkurinn Árni Þór Amóreson. HP baö hann fyrst aö lýsa staðnum. „Þetta er númer eitt fyrsta flokks grillstaöur þar sem langmest er eldaö á kolagrilli. Staður- inn er huggulegur, léttur og þægilegur. Við reynum aö hafa hér glaölega og lif- lega stemmningu. Á matseölinum er af ýmsu að taka. Til dæmis er léttsteikta pot-roast-steik- in okkar alveg frábær. Þá eru teknir fil- let- og lundarbitar og léttgrillaöir þann- Ig aö steikin veröur mjög safarík. Með þessu er borin fram stór bökuö kart- afla og nóg af grænmeti. Þetta er svo gott aö þaö þarf enga sósu meö. Viö leggjum mikiö upp úr aö láta Kiötiö njóta sin og forðumst að drekkja því í sósu og svoleiöis sulli. Sósan er borin fram sér og fólk getur fengið sér af henni aö vild. Af forréttum má nefna grillaöar kóngarækjur, sem eru margfalt stærri en venjulegar. Viö setjum þær á prik og hvítlauksgrillum og söltum. Þetta er virkilega freistandi forréttur. Svo bjóö- um viö upp á snigla og andalifrarterr- ine. I eftirrétt er svo hægt aö fá sér rétt sem viö köllum Viliu namníi væna? og samanstendur af tertusneiö hússins, brúníssamloku, súkkglaöl og jaröar- berjum." -EBE veðri. Reyndar hef ég hjólað töluvert í vetur, sem er aðallega tilkomið af því að veturinn hefur verið svo mildur.“ Hvað vildirðu annars verða þegar þú yrðir stór? „Ég ætlaði að verða læknir...“ ... lœknir eða lögfrœðingur, eins og segir í Stuðmannatextanum? „Já, annað kom ekki til greina.“ Þú berð óvenjumikið af skartgripum afkarl- manni að vera! „Ástæðan fyrir því er sú að ég er mjög glysgjarn maður. Ég hef mjög gaman af skartgripum og á töluvert af fallegum hringjum, armböndum og hálsmenum. Þar að auki á ég afar fallegt gullúr frá Cartier, sem ég ber dagsdaglega." -gk mjog glysp gjam“ Róbert Árni Hreiðarsson er áberandi öðruvísi í tauinu en margir lögfræðing- ar landsins, sem flestir íklæð- ast stífbónuðum jakkafötum frá morgni til kvölds. Vissu- lega er Róbert oft í lögfræð- ingsgallanum, en þess á milli á hann það til að venda sínu kvæði í kross og bregða sér í leðurgallann, setjast upp á myndarlegan mótorfák og þeysa af stað út í buskann ásamt eiginkonunni. „Ég hef verið meðlimur í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eitthvað á annað ár,“ segir Snigillinn Róbert Árni, sem viðurkennir þó að hann sé ekki mjög virkur í samtökunum. Eru mótorhjól þá orðin aðalferðamáti þinn? „Nei, hjólið er nú bara meira svona spari. Sér- staklega bregð ég mér á hjólið á sumrin í góðu B>matur Indverskt brauð á útigrillið Pyrir nokkrum ár- um var ég einu sinni sem oftar stödd í sumarbú- stað á Flúðum ásamt skemmtilegu fólki. Eins og al- gengt er í svona sumarbú- staðaferðum skapast undan- tekningalaust frábær komm- únustemmning; skipst var á að grilla alla helgina, passa börn- in, liggja í heita pottinum og fara í krikket, en allir — nema börnin að sjálfsögðu — þömbuðu saman bjór. Þarna eyddum við, dágóður kunn- ingjahópur semsé, saman góðri — að mig minnir — verslunarmannahelgi. Til að auðvelda okkur lífið hafði hópurinn samráð, áður en lagt var í hann, um að hver fjölskyldueining (þetta voru fjarri lagi allt kjarnafjölskyld- ur) sæi alfarið um eina grill- máltið. Tók ég þá það til bragðs að kasta nokkrum ind- verskum kryddtegundum í matvinnsluvél, reyndar eftir kúnstarinnar reglum, og búa til grilllög. í þennan lög lagði ég slatta af svínakótilettum, sem syntu í lokuðu ílátinu um það bil tvo sólarhringa áður en þær urðu eldinum og mann- skepnunni að bráð. Með þess- um rétti ákvað ég að hafa nokkra pakka af Nan mix eða indversku brauði (og fór eftir leiðbeiningunum) og að grilla með fáeinar sætar kartöflur. Nan-ið var ég vön að baka í ofni. Nú voru hins vegar góð ráð dýr, bakarofninn í bú- staðnum var bilaður. Eftir að nokkur reykský höfðu stigið upp úr hausnum á mér varð niðurstaðan sú að ég ákvað að gera tilraun til að grilla brauð- ið á gasgrillinu. Og viti menn; hvorki ég, kunningjarnir né vinirnir höfðum til þessa kom- ist í betra Nan. Eftir þetta kveiki ég ætið upp í grillinu — nema það sé hreinlega óveður — ætli ég að baka Nan. Þegar betur er að gáð er enda fátt rökréttara en að henda á grill- ið indverskum brauðum, sem mörg hver eru bökuð á Ind- landi yfir opnum eldi ellegar i svokölluðum tandoori-ofnum úr leir. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hversu mjög þessi máltíð sló í gegn. Enn þann dag í dag segist ein kunningjakona mín fá vatn í munninn þegar hún sér mig vegna þessarar indversku grillmáltíðar (að hugsa sér að maður minni á svínakótilettur, brauð og sæt- ar kartöflur). En þó svo að ég hafi ritað um ofangreinda mál- tíð hyggst ég bíða með að gefa ykkur uppskriftina að svína- kjetsleginum og svo er nú al- veg óþarft að gefa uppskrift að Nan þegar það fæst nánast til- búið og jafn gott og raun ber vitni í næstu eðalverslun. Þess í stað ætla ég að hella mér i indverskt brauð úr kjúklinga- baunamjöli sem er frábært á bragðið og sómir sér með hvaða indverskri máltíð sem er, auk þess sem „islenska“ úti- grillið kemur að einkar góðum notum. Indverskt brauð 2 bollar heilhveiti 1 bolli hveiti 1/2 bolli kjúklingabaunamjöl (fæst í Heilsuhúsinu) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk. rauður pipar 1/2 tsk. salt 1 og 1/2 bolli 90 til 100 gráða heitt vatn 1/2 bolli hveiti í hnoðið ■ Blandið mjölinu; hveiti, heilhveiti, kjúklingabaunamjöli og lyftidufti, saman í skál. Setj- ið svo út í rauða piparinn og saltið. Hellið þvi næst vænni slettu af vatninu og hrærið hratt með fingrunum. Þegar mjölið er farið að haldast vel saman má hella restinni af vatninu — en þó varlega — saman við uns deigið er orðið að góðum köggli. Það má ekki vera klístrað að hætti Evrópu- búa, en samt nógu mjúkt til að hægt sé að hnoða brauðið (þar liggur við að einn vatnsdropi skilji á milli, því verður að fara varlega). Að finna hinn gullna meðalveg tekur tíma en sumir hafa auðvitað þetta meðfædda „töts“. ■ Þvoið ykkur vel um hend- urnar áður en þið byrjið að hnoða og þurrkið þær vel. (Svo maður njóti þess að hnoða er gott að hlusta á klassíska tónlist. Vil ég í því samhengi benda á tónlistina úr Öllum heimsins morgnum, sem er yndisleg og róandi og ekki laust við að maður setji með henni ást í brauðið.) Ólíkt Evrópubúum hnoða Indverjar svo vel að þeir þurfa fremur að úða vatni á deigið en að bæta endalaust við hveiti. Hveiti hefur nefnilega þann eiginleika að tútna út með tím- anum. Með réttu ætti maður að fá sinaskeiðabólgu eftir að hafa hnoðað indverskt brauð. Hér koma svo gleðilegu frétt- irnar fyrir þá sem engu nenna. Það er hægt að hnoða í þartil- gerðum matvinnsluvélum sem tekur. þá ekki nema 3 til 4 mín- útur (en þá þýðir ekkert að hlusta á Alla heimsins morgna vegna hávaðans í matvinnslu- vélinni). E Setjð nú viskastykki yfir og hvílið deigið í um það bil hálftíma. Við hvíldina mýkist deigið aðeins og því þarf að sáldra hveitinu (1/2 bollanum) á borðið og hnoða deigið aftur í tíu mínútur. Skiptið deiginu í tvo hluta. Rúllið hvorum um sig í lengju og skerið í tólf jafna bita. Rúllið bitunum í litla bolta. Stráið aðeins hveiti yfir og hyljið með röku viskastykki. Fletjið nú út með kökukefli í þunnar hringlaga kökur, notið örlítið hveiti ef með þarf. í millitíðinni verðið þið að kveikja á gasgrillinu. ■ Setjið nú brauðið á fullan hita, fyrst á efri hæð grillsins á báðum hliðum í samtals 10 til 15 sekúndur og svo á neðri grindina f jafnlangan tíma eða þar til brauðið er orðið vel brúnt (það lyftist þó ekki mjög mikið því kjúklingabaunamjöi- ið er þungt í eðlu sínu). Brauð þetta bragðast best sjóðheitt með smjöri því þá kemur iíka mesta kjúklinga- baunabragðið í gegn, sem er afar gott. Brauðið er gott í öll mál, hvort heldur er í morgunmat, með hádegisverðinum eða kvöldmatnum. í hádeginu mæli ég eindregið með indversku kjúklingamjölsbrauði með blómkáli með engiferi og jóg- úrtsósu. Blómkál með engiferi Indverjar elska blómkál og virðast aldrei fá nóg af því. Það er einmitt ástæðan fyrir því að svo mikið er til af indverskum blómkálsuppskriftum. Upp- skriftin hér á eftir er sígild frá Punjab-héraði. 1 meðalstór blómkálshaus 4 tsk. grænmetisolía 1 tsk. kóríanderfræ 1 1/2 msk. ferskur engifer, saxaður 1 til 2 græn chili 1/2 tsk. túrmerík 3/4 tsk. salt 1. tsk. sítrónusafi 2 msk. saxaðar ferskur kóríander ■ Skerið blómkálið í litla knúppa, svona eins og það á náttúru til, og hafið tilbúinn 1/4 bolla af heitu vatni. ■ Hitið þrjár teskeiðar af ol- íu yfir meðalhita í stórri þykkri pönnu. Þegar olían er orðin heit, setjið þá kóríanderfræin út í og steikið uns þau verða dökkbrún, eða í um það bil tíu sekúndur. Setjið þá út í saxað- an engifer og saxaðan chilipi- par og hrærið í fáeinar sekúnd- ur. Bætið nú út í túrmeríki og salti og beint í kjölfarið blóm- kálinu. Hrærið nú vel í, svo blómkálið brenni ekki, en pass- ið að kryddið síist vel inn í blómkálið. Hellið vatninu yfir og setjið iok á pönnuna og lát- ið malla í 20 til 25 mínútur. Blómkálið, fullsoðið, á eins og pastað að vera þétt undir tönn. ■ Lækkið nú hitann og steik- ið blómkálið (vatnið er þarna gufað upp) í 5 til 10 mínútur til viðbótar þannig að það brún- ist örlítið. Ef pannan er mjög þurr setjið þá út í slettu af olíu. Kreistið að lokum sítrónusaf- ann yfir og stráið yfir kóríand- er. Áthugið að rétturinn sé nógu saltur. Berið fram strax. Agúrkusalat (Raita) Þeir sem þekkja til ind- verskrar matargerðar vita að túrmeríkið gerir blómkálið gult. Svo að máltíðin sé falleg fyrir augað fer til dæmis hvít jógúrtsósan afar vel með. 2 meðalstórar agúrkur 1 meðalstór fláður tómatur 1 grænn chili 1 og 1/2 bolli jógúrt 1/2 bolli sýrður rjómi 1/2 tsk. kúmínfræ 2. msk söxuð mynta, helst fersk, eða kóríanderlauf 1/2 tsk. salt ■ Afhýðið gúrkurnar og sax- ið niður, til dæmis í ma- tvinnsluvél ■ Fláið tómatinn með klass- ísku aðferðinni og fræhreinsið, saxið líka niður. ■ Setjið í skál og blandið saman við fínt söxuðu chili. ■ Setjið jógúrtina, sýrða rjómann og myntuna eða kór- íanderinn í aðra skál og bland- ið vei saman. Gott er að blanda þessu saman nokkrum stund- um áður, svo kryddilmurinn komi vel í gegn. ■ Blandið nú gúrkunum, chilínu og tómatinum saman við og sáltið eftir smekk. Þetta salat má nota með hvaða bragðmikla indverska mat sem er. Skál! - Guðrún Kristjánsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.