Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 ‘á höfuðstöðvum HP á Kópaskeri Topp 10 listínn — yfir þá hluti sem gætu hafa flogið gegnum huga Kolfinnu Baldvinsdóttur þegar hún frétti að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hefði svo gott sem fastákveðið að bjóða sig fram til forseta íslands. 1. „Æ, fjárinn! Ég sem var búin aö gera þaö upp viö mig að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur. Nú eiga pabbi og Olli frændi aldrei eftir aö talast viö fram- ar...“ 2. „Hver rækallinn! Ætli það sé þá alveg útséö með aö mamma gefi kost á sér? Og hvaö geri ég ef hún ætlar samt aö hefja fjölskyldustrfð og bregöa sér í framboö...“ 3. „Skrambinn hafi það! Nú verö- ur enn einu sinni allt vitlaust f fjölskyldunni og Ellert frænda finnst ábyggilega að hann hafi veriö skilinn eftir útundan..." 4. „Fariö þetta noröur og niöur! Nú byrjar vitleysan enn á ný. Hvernig gat hann pabbi gert okkur þetta? Hver á nú aö passa fyrir okkur þarnaþörnin hans...“ 5. „Djöfullinn sjálfur! Ef pabbi tap- ar fyrir Ólafi Ragnari meö mikl- um mun þá veröur þaö mesta niöurlæging ferilsins. Hann mun ekki taka því áfalli létt...“ 6. „Bömmer! í staö þess aö hverfa með virðuleika úr þjóö- málunum til sendiherrastarfa ætlar pabbi aö tapa fyrst f for- setaframboði og neyðast svo til kennslu. Þaö var kannski plan- iö..." 7. „Helvítis vesen! Þetta er komið út yfir allan þjófabálk. Ætli ég slái ekki bara á þráöinn til Hall- gríms frænda Helgasonar og segi honum aö drífa sig í fram- boö...“ 8. „Andskotinn! Þaö var nógu erf- itt fyrir mig aö olnbogast áfram í þessu karlrembuþjóöfélagi verandi dóttir pabba og mömmu. Nú versnar þaö um allan helming..." 9. „Úbbs! Hvernig ætli það gangi hjá mér núna að reyna að segja pabba þær fréttir í róleg- heitunum aö ég ætli að bjóða mig fram á vegum Kvennalist- ans í næstu kosningum..." 10. „Minn tími mun korna..." „Við erum viðundur í Norðurlanda- samstarfinu“ Dönskukennsla er fyrirferðar- mikil í íslenskum skólum og hefur alla tíð verið kennd sem - fyrsta erlenda tungumálið. Á síð- ustu árum hafa þó komið upp harðar gagnrýnisraddir á þetta fyrirkomulag og sagt að það komi í veg fyrir nánara samstarf íslend- inga við nokkur helstu menningar- svæðin á meginlandi Evrópu. Magnús S. Magnússon, forstöðu- maður Rannsóknastofu Háskóla ís- lands um mannlegt atferli, segir dönskuáhersluna viðhalda ný- lendustimpli íslands í norrænu samstarfi. Hann vill auka kennslu í helstu tungumálum meginlands Evrópu á kostnað dönskunnar. Þekking á Norðurlandatungumál- um hefur hingað til verið talin mjög mikilvœg fyrir þátttöku íslands í norrœnu samstarfi. Þú vilt aftur á móti draga úr þessari kennslu til muna og fœra áhersluna á tungu- mál meginlands Evrópu. Setur það ekki Norðurlandasamstarf íslands í hœttu? „Það þarf nú ekki annað en að fara til Norðurlandanna til að sjá að athygli Norðurlanda færist nú í auknum mæli til Evrópu sem heildar. Ég bjó í Dan- mörku í ellefu ár og er ekki á nokkurn hátt á móti norrænu samstarfi, en ég vil þó helst að íslendingar geti gengið uppréttir í stað þess að vera sem sveitamenn í þessu samstarfi. Ég vil draga úr þeim tíma sem fer í kennslu á Norðurlandamálum til að koma öðrum tungumálum að — tungumálum sem myndu svo auðveida nám á dönsku. f Magnus S. Magnusson: „011 þessi donskukennsla leiðir einnig til þess að við komum inn í Norður- landa- og Evrópusamstarfið sem einhvers konar dönsk sveit. Sú trú að Norðurlöndin séu lykill okkar að heiminum er ekkert annað en leifar af nýlendu- tímanum." Mynd: Jim Smart Við skulum einnig gera greinarmun á þeim tíma sem fer í kennsluna og þeirri þekkingu sem út úr kennslunni kemur. Frakkar lærðu til dæmis ensku í tíu ár, en kunna ekki neitt í því tungu- máli. Áherslur í tungumálakennslu eru að breytast allt í kringum okkur í Evr- ópu. Árangurinn af þessari sjö ára dönskukennslu á íslandi er ekki beys- inn og við erum á villigötum ef við höldum að sæmileg enskuþekking og hrafl í dönsku dugi fyrir nútíma Evr- ópuþjóð — þá værum við kaþólskari en páfinn. Spurningin er því: Hvernig getum við aukið þekkingu í tungumál- um Evrópu án þess að missa af þekk- ingu í Norðurlandamálum — og þar með af norrænu samstarfi? íslenska er upprunalegasta norræna og ger- manska tungumálið. Þýska er ásamt frönsku mikilvægasta tungumál megin- lands Evrópu. Norðurlandamálin eru bianda af norrænu og þýsku, ásamt al- þjóðlegum orðum, sameiginleg ensku og frönsku og fleirum. Til að taka skyn- samlega á þessum tveimur vandamál- um, að ná sömu tungumálaþekkingu og aðrar Norðurlandaþjóðir til að tengjast meginlandi Evrópu án þess að missa af Norðurlandasamstarfinu, þarf að nýta þann kost að þekking á ís- lensku, ensku og þýsku auðveldar kennslu á dönsku til muna. Það er því algerlega óþarft að eyða heilum sjö ár- um í dönskukennslu. Slfkt takmarkar nám í öðrum tungumálum og gerir okkur ósamkeppnisfær. En það er ekki víst að þetta dugi öllum, síst þeim sem ætla sér ekki í framhaldsnám.“ Hvað er hœgt að gera fyrir þá sem ekki œtla í framhaldsnám — sitja þeir bara eftir í þessu nýja kerfi þínu? „Ég hef nú ekki fullmótaðar tillögur um það. Sennilega væri best fyrir þann hóp að haga máium eins og nú er. En við getum ekki miðað alla kennslu ís- lendinga við það fólk.“ Þetta hlýtur að kalla á einhvers konar aðgreiningu þeirra sem œtla sér í framhaldsnám frá hinum — og í raun áður en hœgt er að œtlast til að nemendur geri upp hug sinn um það? „Það er ekki víst. Danir kenna til dæmis þýsku og frönsku sem skyldu- fag frá þrettán ára aldri. Við gætum haft sama hátt á með þýsku og þá úti- lokum við nú ekki mikið. Og þeir sem alls ekki ætla sér í mikið tungumála- nám geta bara fengið að læra sína dönsku.“ Spurningin er því um meira val í tungumálanámi í grunnskólum? „Já. Það þarf almennt meira val í skólakerfið. Og sumir ættu að geta lært önnur tungumál. Það þarf bara að breyta væginu. Öll þessi dönsku- kennsla leiðir einnig til þess að við komum inn í Norðurlanda- og Evrópu- samstarfið sem einhvers konar dönsk sveit eða nýlenda, því við getum ekki tjáð okkur á meginlandstungumálum Evrópu, sem hinar Norðurlandaþjóð- irnar geta. Með þessu erum við í raun viðundur í Norðurlandasamstarfinu.“ Þetta hlýtur samt að leiða til þess að almenn þekking á Norðurlanda- tungumálum minnkar, þar sem al- menningur lœrir almennt ekki fleiri en tvö tungumál. Þetta takamarkar því þátttöku almennings í Norður- landasamstarfinu — sem við grœð- um mikið á, menningarlega og efna- hagslega... „Sú trú að Norðurlöndin séu lykill okkar að heiminum er ekkert annað en leifar af nýlendutímanum. íslendingar eru Norðurlandaþjóð og við eigum að geta sameinað þetta tvennt. Hins veg- ar er aðeins brot af þjóðinni sem nýtir sér það að tala við hinar Norðurlanda- þjóðirnar og ætti því ekki að virka mjög takmarkandi. Þetta kerfi myndi ennfremur auka almenna tungumála- þekkingu almennings og auðvelda okk- ur að ganga uppréttir meðal Evrópu- búa.“ íslendingar eru eina sjálfstæða þjóðin í heiminum sem kennir ungviðinu dönsku sem skyldufag. Magnús S. Magnússon, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskóla íslands um mannlegt atferli, er gagnrýninn á þessa áherslu. Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi við manninn um málið... viðtalið Okufantur fær að aka strætó... Síðastliðinn laugardag varð ég þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í „hinni árlegu og geysivinsælu fjölmiðla- keppni í ökuleikni á strætisvögnum", einsog það var orðað. Reyndar var keppt um DK-bikarinn, þannig að til- finningin var blendin þegar mætt var til leiks við höfuðstöðvar SVR í Borgartúni um miðjan dag. (Einsog Vikublaðið og Tíminn hatast útí Alþýðublaðið, þá öf- undast HP nefnilega útí DV og saman sitjum við svo allir á kránum og níðum flókaskóinn af blaði allra landsmanna „sem er náttúrlega alltof stórt“ — og bætum við nokkrum velvöldum minni- máttarbröndurum um Mogga-lygina.) Ég setti í herðarnar og hryllti mig framan í hráslagann þegar ég steig útúr bílnum og spurði hóp nálægra karl- manna hvort það ætti ekki að keppa á strætó I dag... Jújú, mikið rétt, og hver ert þú góurinn? Kollum kinkað við svar og rásnúmer fjögur rétt fram. Fljótlega var keppendum safnað í vindbarinn hnapp á miðju risaplaninu þarsem þrautir voru útskýrðar: Innum hlið, framhjá túðum, yfir snúrur, bakka á spýtur, gefa inn, stöðva, halda áfram, fella dollur og flauta. Er þetta á hreinu? Enginn viðurkenndi annað. Strætóbílstjóri vék sér skjótt að mér eimar Hrafn unglingnum og spurði glaðhlakkalega hvernig gengið hefði í meiraprófinu. „Ég: ökufanturinn? Nei, það er varla að maður sé með bílpróf." Hann leit flótta- lega kringum sig og bað mig lengstra orða að hafa ekki hátt um þetta. Kom svo á óvart í keppninni með því að aumkva sig yfir meiraprófsleysingjann og hjálpa blessunarlega við að fella nokkrar dollur fyrir kærkomin aukastig. Hitti þarna Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamanninn knáa, í fyrsta skipti og hann talaði vel um langafa. Eins gott. Síðan: Ert þú ekki vinur Illuga? Mmmm... Staldrað aðeins við það. Og svo: Ég skal segja 111- uga næst þegar ég hitti hann að þú hafir haldið kappsam- lega uppi vörnum fyrir hann. Mmmm... Konan mín mætti á svæðið og Sammi vinur spjallaði kumpánlega við hana um hversu strembin keppnin væri og hversu strákurinn stæði sig helvíti vel. (Hann hafði unnið DV-bikarinn síð- ustu þrjú ár og vissi því um hvað var að tefla.) Annar andstæðingur minn var frá DV og sagðist aðspurður „eitthvað hafa tekið í þetta“. Sammi laumaði því að mér skömmu síðar, að DV-ódámur- inn hefði eiginlega starfað sem afleys- ingamaður hjá SVR nokkur sumur. Eknar voru tvær umferðir og ég var í öðru sæti eftir þá fyrri, rétt fyrir aftan Samma, sem nú var farinn að kalla mig Stebba og klappa mér hressilega á lær. Ég hafnaði samtsem áður í þriðja sæti eftir erfiða seinni umferð, tók skömm- ustulegur við verðlaunapeningi, brosti í myndatöku og fór lúpulegur heim. Sammi gjörsamlega rótburstaði okkur. (Keppnin var annars haldin á vegum „Ég hafnaði samt í þriðja sæti eftir erfiða seinni umferð, tók skömmustulegur við verðlaunapen- ingi, brosti í myndatöku og fór lúpuiegur heim. Sammi gjörsamlega rótburstaði okkur.“ félagsskapar sem skammstafaður er á hinn erfiða hátt „AK.ST.SVR." og mun standa fyrir „Akstursklúbbur Starfs- mannafélags Strœtisvagna Reykjavíkur". Með þessu var klúbburinn að vekja at- hygli á eigin forkeppni vegna Norður- landamðts vagnstjóra í ökuleikni, sem haldið verður í Finnlandi í ágústmánuði nœstkomandi á heimaslóðum meistar- anna í fyrra. Ég lofaði að koma klúbbn- um að í pistlinum!) Og meðan ég man: Þátttakendur í fjöl- miðlakeppninni voru þrír.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.