Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 15 r\ Yfirvöld \ Vestur-Evrópu hafa síðustu misseri reynt að endurmóta stefnu sína og finna leiðir til að bregðast við miklum fjölda innflytjenda; sér í lagi frá ríkjum íslamstrúar. Er einhver lausn í sjónmáli? Gísli Þorsteinsson kynnti sér ástandið og skoðaði vandann sem blasir við í samskiptum múslima og annarra Evrópubúa. Aðlögun eða einangrun? fréttaskýring Evrópa hefur frá lokum síðustu heimsstyijald- ar verið tákn um eftia- hagslega velmegun og þar af leiðandi hafa hópar fólks frá öðrum heimsálf- um sest þar að I umtals- verðum mæli í von um betra líf. Einkum hafa múslimar verið fjölmenn- ir, ekki síst á síðustu ára- tugum. Hver bænatuminn á fætur öðmm hefur þann- ig risið í stærstu borgum Evrópu: London, Madríd, Berlín og París — svo nokkur dæmi séu tekin. Evrópubúar hafa margir hveijir átt í nokkmm erf- iðieikum með að meðtaka vaxandi fjölda múslima í álfunni, enda eiga flestar hugmyndir þeirra um ísl- amstrú rætur að rekja til hins pólitíska óróleika í Mið-Austurlöndum eða til öfgastefnu múslima frá Norður-Afríku. Fyrir nokkrum misserum var gerð skoðanakönnun í Frakk- iandi og múslimar beðnir að velja orð sem þeir teldu að lýsti íslamstrú best. Flestir þeirra völdu orð eins og „lýð- ræði“, „jafnrétti", og „frelsi“. í sömu könnun voru kristnir Frakkar beðnir að velja orð sem þeir töldu lýsa trúnni vel. Flestir þeirra völdu orðið „of- stæki“. Skoðanakönnunin lýsir um margt þeim ágreiningi sem er til staðar milli margra Evr- ópubúa og múslima. Múslimar hafa að auki orðið skotspónn svokallaðra snoðinkolla, ný- nasista og hægrisinnaðra stjórnmálamanna sem eru hallir undir hugmyndir fasista og nasista. En óttinn nær ekki aðeins til almennings og undir- málshópa. Eftir fall kommún- ismans hafa margir evrópskir stjórnmálamenn og embættis- menn leitað eftir verðugum mótherja í staðinn fyrir kommagrýluna. Svo virðist sem íslam hafi fyilt upp í tóma- rúmið ef marka má ummæli Willys Claes, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra NATÓ, og Stellu Rimington, yfirmanns bresku njósnastofnunarinnar MI5, um að róttæk múhameðstrú sé nú helsta ógnunin við Vesturlönd. Múslimar sem koma til Vest- ur-Evrópu eru einkum frá Tyrklandi, Afríku og Mið-Aust- urlöndum. Talið er að allt að 2,2 milljónir múslima búi í Frakklandi, rúmlega milljón í Bretlandi og tæplega 4 milljón- Hans Henning Hoff er laganemi sem tók sér hlé frá námi í Þýskalandi til að læra íslensku hér á landi. Hans Henning þekkir „innflytjendavandamálið" af eigin raun, eins og Gísli Þorsteinsson komst að í spjalli sínu við hann á dögunum. íhaldssöm sjónarmið meðal háskólanema Innflytjendur sem koma til Hamborgar eru ekki aðeins múslimar frá Tyrk- landi og Kúrdistan, heldur er einnig talsverður Qöldi frá Austur-Evrópulöndum svo dæmi séu tekin. Því miður hafa skapast nokkur vandamál og til dæmis virðist sem Hamborg sé orðin miðstöð í dreifingu eiturlyfja. í því sambandi beinast spjótin einkum að Tyrkjum sem þar dvelja.“ Hann kveður samskipti Þjóðveija og múslima hins vegar ganga að mestn leyti vel, þrátt fyrir ólíkan menningarbakgrunn, „en því er samt ekki að neita að mörgum Þjóðveijum er fremur í nöp við útlend- inga, ekki síst múslima“, segir Hans Henning. Þess má geta að múslimar eru á fjórðu milljón í Þýska- landi, — svipaður fjöldi og er atvinnulaus í landinu. „Það kann að sæta furðu, en ég hef ekki síst orðið var við íhaldssöm viðhorf meðal há- skólanema. Þá eru nokkur dag- blöð sem nefna jafnan að við- komandi sé útlendingur ef hann hefur brotið af sér. And- úðin leynist þannig víða. Ann- ars hafa yfirvöld yfirhöfuð sýnt skilning og oftast reynt að hjálpa innflytjendum eftir megni, en hafa þó allan vara á og hafa góðar gætur á þeim sem líklegir eru til að stuðla að óróleika. I Köin er svokallaður kóran-skóli sem yfirvöld telja að hafi valdið óróa meðal mús- Hans Henning Hoff: „Ég hef ekki síst orðið var við íhaldssöm viðhorf meðal háskólanema. Þá eru nokkur dagblöð sem nefna jafnan að viðkomandi sé útlendingur ef hann hefur brotið af sér. “ lima i borginni. Hafa þau geng- ið svo langt í eftirlitinu að þau hafa jafnvel hlerað símann hjá samtökunum sem að skólanum standa.“ Þú segir að samskiptin gangi að mestu leyti snurðu- laust fyrir sig... Hvað með hrottafengnar árásir nýnas- ista á innflytjendur — þar með talið múslima? „Já, við þekkjum auðvitað fregnir af árásum svonefndra nýnasista á múslima sem og aðra innflytjendur. Mikil gæsla er kringum búðir innflytjenda og þær eru margar hverjar um- luktar gaddavír til að koma í veg fyrir að svoleiðis hópar nái að komast inn í þær. Slíkar árásir heyra þó frekar til und- antekninga og mér hefur fund- ist að stuðningur við þessar bullur fari dvínandi í Þýska- landi. Það bar meira á þeim þegar Austur- og Vestur-Þýska- land sameinuðust. Reyndar eru fáir óhultir fyrir þessum fé- lagsskap. Fyrir nokkrum árum var til að mynda ráðist á mig og félaga minn fyrir utan neðan- jarðarlest í Hamborg. Árásin var algjörlega ástæðulaus og við fengum báðir heilahristing. Lögreglan náði að handsama þessa náunga nokkru síðar og fengu þeir nokkurra ára dóma, enda höfðu þeir fleiri árásir á samviskunni." En hvað með stjórnmála- flokka sem tengjast á ein- hvern hátt slíkum hópum... Hafa þeir mikið fylgi? „Nei, en Repúblikanaflokkur- inn, sem hefur látið i ljós andúð á innflytjendum, hefur sterk ítök í Suður-Þýskalandi. Það sem einkum kemur í veg fyrir sterkari stöðu öfgaflokka er óeining innan þeirra. Með betra skipulagi yrðu þeir sjálf- sagt stærri og voldugri. Það sama mun gerast ef atvinnu- leysi eykst á einhvern hátt — þá mun fólk styðja öfgaflokka í auknum mæli.“ Vinna störfin sem aðrir vilja ekki í skólanum þar sem Hans iðkar lögfræði gefst nemendum kostur á að velja um þrenns konar máltíðir: grænmetisrétti, rétti sem oftast innihalda svínakjöt og svo rétti án svína- kjöts. Hans segir að þrátt fyrir að margir sýni útlendingum andúð hafi fólk ekki hreyft neinum mótmælum við fyrir- komulaginu í mötuneytunum. „Ætli þessi andúð sé ekki meira í orði en á borði,“ segir Hans. „Þjóðverjar og aðrir Evrópubú- ar þurfa — hvað sem öðru líð- ur — á múslimum og öðrum innflytjendum að halda. Þetta fólk vinnur störfin sem Vestur- Evrópubúar lita ekki við þrátt fyrir mikið atvinnuleysi.“ En hvaða augum lítur Hans framtíðina... Þurfa Evrópubúar að hrœðast auk- inn fjölda múslima í álf- unni? „Ég tel að svo sé ekki, enda hefur komið á daginn að Tyrkir og Kúrdar hafa langflestir að- lagast ágætlega í Þýskalandi. Það er því sorglegt að yfirvöld skuli enn vera treg til að veita fólki, sem búið hefur í fjölda ára í landinu, ríkisborgararétt. Á sama tíma veita yfirvöld yfir hundrað þúsund Austur- Evrópubúum ríkisborgararétt vegna þess að þeir geta á einhvern hátt sannað að forfeður þeirra hafi verið Þjóð- verjar. Væntanlega geta þá tug- ir milljóna Bandaríkjamanna óskað eftir þýskum ríkisborg- ararétti," segir Hans að lokum og glottir. ir í Þýskalandi. Þá býr mikill fjöldi múslima í Rússlandi, á Balkanskaganum og í Albaniu, svo dæmi séu tekin. Þá má geta þess að múslimar í Sví- þjóð eru nú taldir vera á þriðja hundrað þúsund. Það lætur því nærri að múslimar í gjör- vallri Evrópu séu um 12 millj- ónir. Þessir fólksflutningar eru svo sannarlega ekki í rénun og talið að á næstu árum og ára- tugum muni fjöldi franskra múslima til dæmis aukast um sex til átta milljónir og yrðu þeir þá meira en tíu prósent af heildarfólksfjölda landsins. Þessar tölur eru athyglisverð- ar í ljósi þess að Evrópubúar standa um þessar mundir frammi fyrir sífellt hærri með- alaldri og lægri fæðingartíðni en áður. Þrátt fyrir mikla and- stöðu við innflytjendur þurfa vestur-evrópsk ríki því að reiða sig á aukinn straum inn- fiytjenda — ekki aðeins sem ódýrt vinnuafl heldur einnig til að halda uppi kostnaðarsömu velferðarkerfi. Erfiðleikar á fjölmörgum sviðum Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan Evrópuríki hungr- aði eftir ódýru vinnuafli mús- lima og hreinlega hvöttu þá til að koma til álfunnar. í Belgíu gerðu yfirvöld sérstaka samn- inga við yfirvöld í Tyrklandi og Marokkó um innflutning á fólki frá þessum löndum á árunum 1964 til 1974. Múslimum var boðið að koma með fjölskyld- ur sínar og þannig teknir fram yfir ítalska, spænska, gríska og portúgalska innflytjendur, sem þóttu of dýrir fyrir kerfið. Slíkt fyrirkomulag var á allan hátt hagstætt fyrir efnahag lands- ins, enda hvöttu stjórnvöld múslima til þess að eignast börn svo hægt væri að við- halda ódýru vinnuafli í land- inu. Innfluttir múslimar gerðu það sem stjórnvöld ætluðust til: komu til landsins í miklum mæli og eignuðust börn sín í Evrópu. En um leið og efnahagsupp- gangur eftirstríðsáranna var fyrir bí og atvinnuleysi og efna- hagserfiðleikar tóku að gera vart við sig voru múslimar ekki lengur eftirsóknarvert vinnu- afl. Þess í stað voru þeir orðnir að þjóðfélagslegu vandamáli. Á þá var deilt fyrir að sýna lít- inn vilja til að aðlagast menn- ingu evrópskra ríkja heldur búa í saman í hverfum þar sem fáir innfæddir eru á ferli. í slík- um hverfum leitast múslimar við að hafa eigin verslanir, mpskur og skóla. í Englandi hafa múslimar léð máls á því að fá að stofna sína eigin skóla með fjárstuðningi ríkisins. Mörgum kann að þykja slík krafa óeðlileg, en þess má geta að starfræktir hafa verið skólar fyrir gyðinga í fjölmörg ár með stuðningi frá hinu opinbera. Þar af leiðandi hafa sumir múslimar ekki talið óeðlilegt að stofnaðir yrðu samskonar skólar, sem byggðu á hefðum íslamstrúar en hefðu alþjóðlegt námsefni í heiðri. Fjölmargir Bretar eru ekki hrifnir af hugmyndinni og telja að slíkir trúarlegir skólar muni að endingu aðeins auka kyn- þáttafordóma í landinu. í því samhengi hefur meðal annars verið bent á skiptingu kaþól- ikka og mótmælenda á Norður- írlandi og þá andúð sem ríkir milli trúarhópanna. Hugmynd- in hefur þó notið nokkurs stuðnings, ekki síst vegna þess að mikil vandræði hafa skap- ast í skólum sem starfrækja mötuneyti. Múslimar hafa ekki sætt sig við að borða þann mat, einkum kjöt, sem er á boðstólum í matsölum skól- anna. Samkvæmt hefðum mús- lima er dýrum slátrað með því að skera þau á háls án þess að þau séu meðvitundarlaus. Vestur-evrópsk lög kveða hins vegar á um að dýr skuli vera meðvitundarlaus þegar þeim er slátrað með skurði. Þessi ólíka afstaða kristinna og mús- lima hefur valdið deilum víðs vegar í evrópskum skólum. Yf- irvöld hafa þó um síðir gefið eftir og i sumum háskólum er boðið upp á þrenns konar mál- tíðir: grænmetismáltíðir, máls- verð að hætti þorra Evrópu- búa og að lokum málsverð fyr- ir múslima. Lausn innan seilingar? En hvernig munu evrópsk ríki bregðast við vaxandi fjölda múslima í álfunni og koma til móts við þær menn- ingarhefðir sem þeim fylgja? Það getur verið erfitt að segja fyrir um hver þróunin verður, en einhvers konar málamiðlun kann að vera í sjónmáli. í Þýskalandi eru hátt í fjórar milljónir múslima — flestir komu frá Tyrklandi og Kúrdist- an fyrir um það bil 30 árum. Þeir ætluðu sér fæstir að setj- ast að í landinu til lengdar, en engu að síður er þriðji ættliður þessa fólks að vaxa úr grasi. Unga fólkið talar auk þess betri þýsku en móðurmál sitt og hefur lítil sem engin tengsl við fósturjörðina. Þýsk yfir- völd hafa á undanförnum ár- um slakað nokkuð á kröfum um ríkisborgararétt til að gera fólkinu kleift að gerast þýskir ríkisborgarar. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa. Síðan 1990 hefur fjöldi Tyrkja og Kúrda sem sótt hafa um rík- isborgararétt aukist frá tveim- ur þúsundum upp í nærri 50 þúsund. Þýsk stjórnvöld hafa því farið sömu leið og bresk, sem vilja laga alla múslima að bresku samfélagi. Svo virðist sem breska að- ferðin hafi gefið góða raun. Pólitísk óánægja eða trúarof- stæki af hálfu múslima heyrir nú til undantekninga þar í landi. Samskiptin horfa aftur á móti ekki alls staðar til betri vegar. í Frakklandi hafa mús- limar sem tengjast heittrúar- samtökum í Alsír til að mynda staðið fyrir sprengjuherferð- um undanfarin misseri og fellt fjölda Frakka. Þá bönnuðu frönsk stjórnvöld fyrir nokkru múslimskum konum að ganga með blæju, en sú tilraun mistókst hrapallega því mús- limar sátu sem fastast við sinn keip.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.