Helgarpósturinn - 09.05.1996, Page 9

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Page 9
RMMTUDAGUR 9. MAI1996 9 \ AU6LYSIN6 „Ég hef ekkert að fela ea marot að gefa' - segir Astþór Magmísson. Sem kunnugt er hefur Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, látið gamminn geisa á vettvangi friðarmála hér á landi á undanförnum vikum. Svo rammt kveður að auglýsingum á hans vegum að þær eru orðnar heitasta umræðuefni manna á með- al, í heitu pottunum og á hornunum. En hann er sagður vera rétt að byrja. Um þessar mundir er verið að dreifa inn á heimili landsmanna bókinni „Virkjum Bessastaði“ eftir Ástþór Magnússon, stofn- anda Friðar 2000. Meðal þeirra sem hlerað- ir hafa verið hefur bókin vakið mikla at- hygli og finnst mönnum mikið til um hug- myndaauðgi höfundar. Ástþór kemur víða við og virðist ekki hlífa neinum. I bókinni nálgast höfundur af býsna mikilli rökfærni þau vandamál sem að heiminum steðja. Hann segir Sameinuðu þjóðirnar hafa verið blekkingarvef frá fyrsta degi samtakanna og vitnar m.a. í orð dr. Mahububs ul Haq máli sínu til stuðnings, þar sem hann segir efnis- lega að aldrei í sögu mannkyns hafi valdaaf- sal almennings gengið jafnskjótt fyrir sig og þegar SÞ voru stofnaðar. Sá ljóður hafi hins vegar verið á að SÞ urðu þegar í upphafi klúbbur ríkisstjórna í stað þess að verða samtök fólksins. Þannig hafi ekki verið hægt að ætlast til neins raunhæfs friðarvilja af hálfu þeirrar stofnunar. Höfundur segir mannkynið hreinlega vera um borð í hring- ekju dauðans og ef ekkert verði að gert sé ekki von til að komandi kynslóðir kembi hærurnar hér í heimi. En það sem kannski vekur enn meiri at- hygli í bókinni en fyrrgreind gagnrýni er það að Ástþór kemur með raunhæfar tillög- ur til úrbóta. Meðal annars vill hann að byrjað verði á að banna kjarnorkuvopn með alþjóðlegum lögum, að einstakar þjóðir heims hætti hernaði og stofnaðar verði frið- arsveitir undir alþjóðlegri stjórn; að þeim fjármunum og mannafla sem sparast við breytt fyrirkomulag verði varið til þróunar- hjálpar og öllum jarðarbúum verði með al- þjóðlegum sáttmála tryggð jöfn mannrétt- indi og farsæld í ómenguðu umhverfi. Embætti forseta tekjulind I bókinni kemur Ástþór að Bessastöðum og forsetaembættinu, sem hann vill virkja til friðar í heiminum. Hann heldur því fram að forsetaembættið sé ekki að neinu leyti nýtt sem skyldi og að þjóðin hafi allar görur hingað til fremur litið til þess í vali sínu á forseta hver sómi sér best á Bessa- stöðunr en hver geti gerr raunhæft málefna- legt gagn. Hann bendir á að forsetaembætt- ið á sextán ára glæsiferli frú Vigdísar Finn- bogadóttur hafi kostað þjóðina tvo millj- arða króna. „Fámenn þjóð sem telur aðeins um 94.000 heimili hefur vart efini á slíkunr fjárúrlátum í eitthvert stofustáss á Bessa- stöðum. Þess utan þarf sterkan einstakling í þerta embætti sem getur unnið landi og þjóð fylgi um allan heim. Annað slagið hef- ur bólað á slíkum tiljrrifum, en alltof sjald- an og ómarkvisst.“ Á öðrum stað segir hann um embætti forseta: „Eg held því fram að embætti forseta Islands geti orðið ein stærsta tekjulind landsins. Eg vil sjá það skila beinhörðum tekjum í ríkissjóð. Island hefur slíka sérstöðu hvað varðar legu þess og sögu þjóðarinnar, að með frjóum huga Yogesb K. Gamlhi, forseti Gandhi-stofnunarinnar og einn af ættingjum hinsfræga indverska leiðtoga, og Ástpór Magnússon fóru á fund forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, í ársbyrjun 1996 og skoruðu á forsetann að beita sérfyrirþví að Ísland leiði heirninn til friðar. Afundi með Oscar Arias, fyrrverandi forseta Costa Rica og handhafa friðarverðlauna Nóbels, en hann hefur nýlega gerst aðili að ráðgjafarnefnd Friðar 2000. Costa Rica lagði niður herinn eftir heimsstyrjöldina síðari. Forsetinn er helsti frumkvöðull að því að fá aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama, og hefur nýlega tekist að fá Panama og Haití til að fylgja fordæmi Costa Rica og leggja niður herinn. Worid population arranged by incomo Distribution of income Each liwizofitól t»nd 2.3% <rt income >ecreserts sn oqual lifth of the wctlds poopie i 9% oí inccme The poorest fifth recoives 1.4% of total woríd incorne Ofangreind mynd sýnir hvernig auður heimsins skiþtist milli jarðarbúa. Þeir sem tilheyra hójn þeirra 20% auðugustu njóta nú 82,7% jarðarauðsins meðan þeir sem titheyra hóþi þeirra 20% fátækustu njóta 1,4%. (SÞ) Hvaóa heimsmynd vilt þú ? Þessi mynö sýnir eyðslu þjoða íieims i vopn og hernað nær þúsund billjónir bandaríkiadala. i hlutfaH við þá Ijarmurii sem parl w að leysa mörg vandamál heimsirts. og útsjónarsemi má skapa ýmsa starfsemi tengda embættinu, án þess að það tapi neinu af þeirri virðingu sem því ber. Sé rétt á málum haldið getur forseti Islands orðið aflvaki mikils átaks til eflingar á jákvæðri stöðu lands og þjóðar. Þetta mun skila sér í gjaldeyristekjum um leið og virðing emb- ættisins mun aukast um heim allan.“ ísland að leiðarljósi heims I bókinni rekur Ástþór áfram þá mögu- leika sem landið hefur í heimsumræðunni um frið. „Með flutningi alþjóðastofnana til Islands má reikna með milljarðatekjum fyr- ir stofnun eins og Póst og síma, flug- og flugvallarekstur, hótelrekstur, ferðaþjónustu og ráðstefnuhald. Þessu fylgdu að auki fleiri þúsund vel launuð störf. I raun þarf ekki stóran hluta slíkrar starfsemi hérlendis til að bæta stórlega afkomu almennings." Enn bætir Ástþór við: „Á síðustu árum er ísland í auknum mæli að verða vettvangur alþjóðlegra samskipta. Það er mikil ein- feldni að halda því fram að við slíkar breytt- ar aðstæður sé það vænlegur kostur að hafa embætti forseta Islands í óbreyttri mynd. Slíkt leiðir aðeins til þess að hagsmunir ís- lensku þjóðarinnar verði undir. Þess í stað eigum við að virkja Bessastaði og grípa tækifærið og tryggja að forseti íslands verði fyrstur þjóðhöíðingja til að brjóta niður veggi „diplómatanna" og geri Island að leið- arljósi heimsins í átt til friðar. Slíkt mun skapa umfangsmikla starfsemi hérlendis sem mun koma þjóðinni og heimsbyggð- inni allri til góða um ókomna tíð. Við virkj- uðum orkuna í náttúru landsins og breytt- um henni í rafmagn og hita. Nú eigum við að virkja Bessastaði, embæti forseta Islands og breyta því í embætti friðarhöfðingja með alþjóðlega skírskotun." Lætur verkin tala Ljóst má vera að Ástþór Magnússon er maður hugsjóna, maður sem vill koma þjóð sinni í skilning um þá nauðsyn sem friður á jörðu er öllu mannkyni. Hann ræðir þau mál ekki í kokkteilsamkvæmum, heldur lærur hann verkin tala meðal almennings svo um munar. Hann virðist vera reiðubú- inn að fórna öllu því sem hann hefúr aflað fram að þessu til að láta gott af sér leiða, enda getur enginn skynsamur maður hafin- að því sem hann ber á borð. Ef af forseta- framboði af hans hálfu verður er hann enn sem komið er sá eini sem hefur málstað í farteskinu annan en þann að verða fallegt stofustáss á Bessastöðum. Símar rauðglóandi og fundir vel sóttir Strax eftir að bókin kom út munu við- brögð almennings ekki hafa látið á sér standa. Símar Friðar 2000 hafa verið rauð- glóandi síðan á mánudag þar sem fjöldinn allur hefur lýstyfir ánægju sinni með þetta þarfa framtak Ástþórs Magnússonar. Hjá hinu verður ekki horft að öfundarmenn reyna hver um annan þveran að gera hann tortryggilegan í augum almennings og hafa í frammi dylgjur af ólíklegasta toga. Sjálfur segir Ásrþór: „Eg hef ekkert að fela.“ Þess má geta að viðbrögð almennings hafa ekki einvörðungu birst í upphringingum heldur hafa fundir Friðar 2000 verið fádæma vel sóttir. Þegar hafa tveir fundir verið haldn- ir á Hótel Borg, einn í Deiglunni á Akureyri og í gærkvöldi var fimdur á Reyðarfirði. Fólk sýnir þessu máli mikinn áhuga, sem best sést á því hversu virkir og spurulir menn eru á fundum. Ef mark má taka á fundinum á Hótel Borg, þar sem salarkynni voru þétt setin og góður jákvæður andi ríkti, hefur fólk beðið eftir því málefni sem Ástþór Magnús- son hefur fram að færa í orði og verki.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.