Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 25
-j- RMIVmiDAGUR 9. MAÍ1996 25 Lítið hefur spurst til Eiríks Haukssonar frá því hann flutti til Noregs fýrir átta árum. Um næstu mánaðamót kemur hins vegar út ný breiðskífa með „þungarokkspopparanum“ og nokkrum félögum hans! Eiríkur var staddur á landinu í nokkra daga fýrir stuttu og náði Guðbjartur Finnbjömsson ta\\ af honum í hljóðverinu Stöðinni þar sem hann var í óða önn að syngja sitt síðasta á plötuna. „Ef hárið gránar fer ég bara í kántríið“ ■ . ' Lítíð hefur farið fyrir þungapoppsrokkar- anum rauðhærða Eiríki Haukssyni síðustu árin hér á landi, en hann flutti til Noregs fyrir átta árum. Ástæðan fyr- ir flutningnum var norska þungarokks- hljómsveitin Artch, sem hafði háar hugmyndir um frægð og frama. Meðlimir sveitarinnar höfðu heyrt Eirík syngja og fengu hann út til að prófa. Prufan gekk svo vel að Eiríkur ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja út til Nor- egs og freista gæfunnar með Artch. Gefin var út breiðskífa sem fékk að sögn Eiríks gríðarlega góða dóma í tónlistar- tímaritum í Englandi og Bandaríkjunum og seld- ist ágætlega. Gengi næstu breiðskífu var einnig ágætt, en við- brögð útgefanda við framhaldinu voru lítil. Þeim var lofað gulli og grænum skógum, tón- leikaferðum og popp- myndböndum — en allt var svikið. Á endanum lagði hljómsveitin upp laupana, eða eins og Eiríkur segir: „Þetta Qaraði allt saman út.“ En Eiríkur hafði langt því frá sagt skilið við tónlistargyðj- una við andlát Artch, því þá fór hann að syngja með söng- kvartett sem kallaði sig Just for Fun. í kvartettnum var meðal annars söngkonan Hanne Krogh, annar helming- ur dúettsins BobbySocks, sem vann Eurovision um árið. Sam- starfið blómstraði um tíma og gefnar voru út tvær breiðskíf- ur, sem voru vinsælar í Nor- egi. Eftir að kvartettinn logn- aðist hins vegar út af fyrir nokkrum árum hefur megin- iðja Eiríks verið að spila á pöbbum og rokkklúbbum ásamt tveimur félögum. Eins hefur hann hlaupið í kennslu annað slagið. „Ég hef alltaf lifað á tónlist- inni og haft svo kennsluna með sem aukatekjur. Ég hef alltaf gaman af því að kenna. Þetta er skemmtilegt áhuga- mál,“ segir hann og brosir þar sem blaðamaður HP hefur hitt hann að máli í hljóðverinu Stöðinni. Eiríkur var staddur á iandinu í nokkra daga fyrir skemmstu og blaðið fregnaði að erindið væri meðal annars að leggja lokahönd á nýja breiðskífu sem Eiríkur sendir frá sér ásamt nokkrum félög- um um næstu mánaðamót. En aftur að Noregsdvölinni: „Pöbbamenningin í Noregi er allt öðruvísi en hér á íslandi. Helmingurinn af prógramminu okkar er róleg lög. Það er ekki sami æsingurinn þar og hér. Mér skilst að ef ekki er verið að dansa uppi á borðum hér þá fari iólk eitthvað annað þar sem fjörið er. Þetta er meira eins og tónleikar úti. Stór hluti er að fylgjast með tónlistinni pg það er klappað á milli laga. Ég gæti ekki hugsað mér að stunda þá atvinnu hér, en úti er hún þó örlitlu metnaðar- fyllri og skemmtilegri." Ekki á leiðinni heim „Það hefur stundum hvarfl- að að mér að flytja heim. Kon- an var á tímabili mikið að ræða um að flytja áður en við myndum alveg festast þarna úti, en svo var það eiginlega hún sem vildi kaupa íbúð í Noregi og selja íbúðina okkar hér heima. Okkur líkar ákaf- lega vel þarna úti og erum ekki á leiðinni heim. Að minnsta kosti ekki í nánustu framtíð. Veðrið er auk þess mun betra þarna en á Islandi. Við fáum sumar og það er ekki langt á ströndina þaðan sem við bú- um. Annars finnst mér mann- lífið í Noregi vera nokkuð svip- að og á íslandi. Við kíkjum nú alltaf í heimsókn af og til til ís- lands, helst einu sinni á ári. Annars eru reyndar tvö ár síð- an öll fjölskyldan kom síðast. Við komum heim í sumar því ég ætla að fylgja þessari plötu eftir." Af hverju kemurðu með plötu á Islandsmarkað nú eftir svona langan tíma? „Maður að nafni Björn Björnsson fluttist í nágrenni við mig úti,“ segir Eiríkur. „Hann sagðist vera að spá í að gera plötu og væri að leita að manni sem gæti útsett hana. Ég kíkti á lögin hans og fór að vinna við þau í rólegheitum — „Ég renni alveg blint í sjóinn með þetta dæmi því ég hef búið erlendis í átta ár og þekki þennan bransa ekki lengur. Það er þá helst að einhver muni eftir Gaggó Vest og nenni að koma að hlusta á mig. Menn gleymast fljótt í þessum bransa og ég er nokkuð spenntur fyr- ir hvaða viðtökur platan muni fá í sumar. Nú, og ef menn hafa gleymt mér þá er bara að kynnast mér aftur!“ án þess þó að ég hefði trú á að það myndi nokkuð ganga. Ég hef kynnst fjöldanum öllum af draumórakenndum íslending- um gegnum tíðina og þeir eru margir hverjir miklir hug- myndasmiðir sem verður lítið úr verki. Mér leist hins vegar bara nokkuð vel á það sem Björn var að gera og úr varð að við gerðum plötu með þessu efni og bættum við þremur lögum eftir mig. Þetta er því engan veginn sólóplata mín, þótt margir muni trúlega líta á hana sem slíka. Það muna nefnilega allir hverjir syngja lögin, en fáir hverjir semja þau. Ég kom síðan sér- staklega til landsins núna til að vinna við plötuna, en hún á að koma út í byrjun júní. Ég var að vonast til að geta lokið við verkið áður en ég færi, en svona er þetta nú stundum. Maður setur sér tímamörk sem sjaldan standast. En plat- an er nokkurn veginn tilbúin. Ég fer út í nótt — í þetta skemmtilega „morgunflug“ — þannig að ég er að ljúka við minn hluta núna. Ég á eftir að syngja eitt lag og spila ein- hverja gítara. Síðan er ég far- inn til Noregs. Upphaflega var meiningin að vinna plötuna úti, en þar sem ætlunin er að fylgja plötunni eftir í sumar hér á landi og setja saman hljómsveit ákváðum við að nota sömu mennina á plötuna og í hljómsveitina. Fjárhagslega kemur það ekkert verr út að taka plötuna upp hérna. Er maður ekki að styrkja íslenskan iðnað í Ieiðinni?" Hver man ekki eftir Gaggó Vest? „Ég er sennilega þekktastur fyrir að hafa sungið lagið Gaggó Vest sem og að hafa tekið þátt í Eurovision; bæði fyr- ir hönd íslands og eins Noregs fyrir nokkrum árum. Það lag gekk ósköp svip- að og Gleðibankinn, var meira að segja ekkert ósvipað lag. Það hljómaði vel á plötu, en hentaði illa í lifandi flutningi. Mig minnir að það hafi lent í sama sæti og Gleði- bankinn, því sextánda. En nýja platan verður ekki í neinum Eurovision-stíl heldur frekar í ætt við Gaggó Vest. Gott, skemmtilegt og ekki of þungt gítarrokk. Tveir, þrír þrusu- rokkarar verða á plötunni, en annars verður léttleikinn ráð- andi og ætti platan að mínu mati að vera nokkuð aðgengi- leg fyrir almenning.“ Eins og áður sagði kemur platan út í byrjun júní. Þá verður farið í að fylgja henni eftir. „Ég hef hugsað mér að vera kominn aftur að minnsta kosti fyrir sautjándann,“ segir Eiríkur. „Vonandi komumst við að einhvers staðar í bæn- um þann dag. Þrátt fyrir að enn sé snemma vors skilst mér að við séum nokkuð seint á ferðinni hvað varðar bókanir á böll og útihátíðir í sumar. Allir bestu staðirnir og bestu dagarnir eru löngu uppbókað- ir. Eg renni alveg blint í sjóinn með þetta dæmi því ég hef búið erlendis í átta ár og þekki þennan bransa ekki lengur. Það er þá helst að ein- hver muni eftir Gaggó Vest og nenni að koma að hlusta á mig. Menn gleymast fljótt í þessum bransa og ég er nokk- uð spenntur fyrir hvaða við- tökur platan muni fá í sumar. Nú, og ef menn hafa gleymt Eiríkiir Hauksson lætur hvergi bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera kominn langleið- ina með 37 æviár: „Þungarokk er nú einu sinni það sem ég hef mest gaman af að glíma við, þótt maður sé kominn á gamals aldur. Málið er að ég hef og mun trúlega alltaf hafa gaman af að semja og syngja. Tónlistin verður mitt ævistarf. Og ef hárið gránar fer ég bara í kántríið og geri það gott þar.“ Myndir: ef mér þá er bara að kynnast mér aftur!“ Stefni á Þýskalands- markað „Mér líst vel á Reykjavík í dag. Það er alltaf að verða fal- legra og fallegra hérna. Sér- staklega göturnar. Ég vann nú í malbikinu hérna í gamla daga og tek eftir því að gatnakerfi borgarinnar hefur batnað. Mannlífið blómstrar með öll- um þessum matsölustöðum og krár virðast spretta upp eins og gras á vori. Umferðin er alltaf jafn brjáluð. Ég tók vel eftir því fyrsta daginn sem ég keyrði bíl hérna. Það er alltaf sami hraðinn og stressið á löndum mínum.“ Eiríkur segist ekki hafa fylgst mikið með því sem er að gerast í íslensku popplífi frá því hann fluttist út. „Ég fæ nú alltaf einhverjar fréttir af því sem er að gerast heima. Ég veit til að mynda að Bubbi heldur sig nokkurn veginn á toppnum. Ég hef samt ekki heyrt Bubba syngja lögin sem Haukur frændi söng. Og ég hef ekki heyrt nýja Eurovision-Iag- ið. Það eru sem sagt nokkur ár í að ég hafi íslensku poppsög- una á hreinu." Hann er alltaf sami gamli rokkarinn: „Þungarokk er nú einu sinni það sem ég hef mest gaman af að glíma við, þótt maður sé kominn á gamals aldur. Ég hef verið að vinna með nokkrum strákum úti og er framtíðaráætlunin að reyna að komast inn á Þýskalands- markað. Englandsmarkaður- inn er svo að segja harðlæstur og sá bandaríski hreinlega of ■ stór. Málið er að þótt ég sé að verða þrjátíu og sjö ára þá hef ég og mun trúlega alltaf hafa gaman af að semja og syngja. Tónlistin verður mitt ævistarf. Og ef hárið gránar fer ég bara í kántríið og geri það gott þar,“ segir Eiríkur og hlær. HUGSKOT Ljósmyndastofa Nelhyl 2 Sfmi 587-8044 NY ÞJONUSTA Framköllun og kópering á 35mm litfilmum. Kynningarverð: 24 mynda kr. 1000 36 mynda kr. 1360 Ný 24 mynda Fuji- litfilma innifalin -f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.