Helgarpósturinn - 09.05.1996, Page 22

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 Fjöldi listviöburða verður á Listahátíð í Reykjavík sem hefst um næstu mánaðamót og þar koma fram nokkrir heims- þekktir listamenn. Miðasala er hafin og þegar er að verða uppselt á nokkur atriði hátíðarinnar. Sæmundur Guövinsson spjallaði við Signýju Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar, um hina fjölbreyttu dagskrá hátíðarinnar. Sinfóníur og sígaunasirlois Miðasalan fer vel af stað og það er til dæmis langt komið að selja alla miða á einleikstónleika Evgenís Kissin, enda þykir hann besti píanóleikari heims í dag. Þá er mikill áhugi á tónleikum Bjarkar og auk sölu hér innanlands er mikið um fyrirspumir er- lendis frá varðandi þessa tvo listamenn, enda um að ræða nöfn sem allir virðast þekkja. Þá er að verða upp- selt á tónleika Davids Bowie, mikil sala á tónleika þýsku sinfóníunnar, Heimskórsins og píanóleik- arans András Scliiff,“ sagði Signý Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, í samtali við Helgarpóstinn. Listahátíð verður haldin í Reykjavík í sumar og stendur frá 1. júní til 2. júlí, en slík hátíð er haldin cinnað hvert ár. Miðasala hófst fyrir viku og hægt að velja úr miðum á tuttugu tónleika, tvær danssýningar, þrjár leik- sýningar, fjölleikahús, fjöllistar- sýningu, ljóðakvöld og nýja ís- lenska óperu, auk þess sem 25 myndlistarsýningar verða og nokkrir bókmenntaviðburðir. Fjölbreytnin er ótrúleg og mörg óvenjuleg og framandi atriði. Af innlendum viðburðum á Listahátíð sagði Signý að frum- flutning íslensku óperunnar Galdra-Lofts eftir Jón Ásgeirs- son bæri einna hæst. Frumsýn- ingin verður 1. júní í íslensku óperunni undir stjórn Garðars Cortes og í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Einsöngvarar í aðal- hlutverkum verða Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Þorgeir Andrésson og Bergþór Pálsson. Einnig nefndi Signý frumflutning Islenska dans- flokksins á verkinu „Féhirsla vors herra“ eftir Nönnu Ólafs- dóttur og Siguijón Jóhannsson í Borgarleikhúsinu 4. júní. Yrkis- efnið er sótt til þekktra atburða og einstaklinga á þjóðveldisöld, einkum Guðmundar góða Hóla- biskups. „Það er tvennt sem ber lang- hæst af erlendum viðburðum hvað varðar stærð. Það er þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín, Deutsches Symphonie- orchester Berlin, sem kemur hingað og leikur undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Það er mikið fyrirtæki að flytja hljóð- færaleikarana og hljóðfærin til og frá landinu og þarf til þess tvær flugvélar. Það vill svo ein- kennilega til að hljómsveitin get- ur ekki leikið hér nema 29. júní, daginn sem þjóðin kýs sér for- seta. Við ákváðum að helga frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta þessa hljómleika og þeir verða haldnir henni til heiðurs. Vigdís hefur verið verndari Listahátíð- ar mestalla sína forsetatíð og þarna gefst því tækifæri til að kveðja hana um leið og hlýtt er á hljómleikana," sagði Signý. ,Annar stærsti viðburðurinn er tónleikar Heimskórsins, sem í eru 350 manns, fjögurra ein- söngvara og Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Einsöngvararnir eru ekki af verri endanum. Það eru baritónsöngvarinn Dmitri Hvo- rostovskí, sem kallaður er Pava- rotti baritónsöngvaranna. Ten- órsöngvarinn er Keith Ikaia- Purdy. Hann er frá Hawai en er nú fastráðinn við Vínaróperuna. Hann er stjarna á hraðri uppleið og syngur nú á móti Carreras í tveimur óperum. Þá er það sópransöngkonan Olga Ro- manko sem er nýfarin að syngja í öllum stærstu óperuhúsum heimsins og er á hraðri uppleið. Fjórði einsöngvarinn er Rann- veig Fríða Bragadóttir mess- ósópran sem öll þjóðin þekkir. Þessir tónleikar verða í Laugar- dalshöll 8. júní,“ sagði Signý ennfremur. Sígaunasirkus Svo farið sé út í aðra sálma má nefna að belgíski leikhúss- irkusinn Circus Ronaldo slær upp skrautlegum búðum með sígaunavögnum og tjaldi í Hljómskálagarðinum þar sem sýningar verða 11. til 16. júní. „Það er heilmikið fyrirtæki að flytja hingað heilan sirkus með fjóra stóra sirkusvagna, svona gamla sígaunavagna. Þetta er svo sannarlega alvörusirkus. Ég sótti sýningu hjá þeim í fyrra og það var eins og að fara inn í Ævintýrasirkusinn eftir Enid Blyton. Þau búa í vögnunum allt sumarið og þessir flæmingj- ar hafa stundað sirkus í átta eða níu kynslóðir. Fólkið vinnur í leikhúsum á veturna og núver- andi sirkusstjóri er leikari. Árið 1971 safnaði hann saman öllum sígaunavögnunum úr fjölskyld- unni og endurreisti sirkusinn," sagði Signý Pálsdóttir. Það kom fram í máli Signýjar að svo virtist sem um 20 þús- und gestir sæktu viðburði Listahátíðar að jafnaði. „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um gestafjöldann. Gestir á myndlistarsýningum á Listahá- tíð eru til dæmis fjölmargir en við erum ekki með aðgang að þeim tölum. Þá seljum við á sum atriði hátíðarinnar en ann- að er selt af leikhúsunum eða öðrum. Við gerum hins vegar ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að selja aðgöngumiða fyrir um 20 milljónir króna,“ sagði Signý. Listahátíð er með heimasíðu á Internetinu og það hefur orð- ið til þess að mjög margar fyrir- spurnir hafa borist að utan um ýmsa viðburði Listahátíðar. Nokkuð af fólki hefur þégar ákveðið að koma til íslands á Listahátíð. Signý sagði að einn- ig hefðu ferðaaðilar dreift bæk- lingum á ensku og þýsku frá því í desember. Áberandi væri hve margir Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn ætluðu að koma til landsins meðan á hátíðinni stæði. Þá yrðu fimm stórar ráð- stefnur hér á landi í júní, til dæmis um þrjú hundruð manna læknaráðstefna, og bú- ast mætti við að gestir á þess- um ráðstefnum sæktu ein- hverja viðburði Listahátíðar. Þó væri hátíðin fyrst og fremst fyrir íslendinga og þeir væru um 90% gesta. Listahátíð verður með Loft- kastalann við Seljaveg til ráð- stöfunar fyrstu tvær vikurnar í júní og mörg atriðanna á hátíð- inni verða í leikhúsi Loftkastal- ans. Þar verður einnig Klúbbur Listahátíðar til húsa og verður hann opinn alla daga frá klukk- an 17 og fram á nótt. í leikhúsi Loftkastalans munu til dæmis bandaríska dansmærin Maure- en Flemíng og félagar hennar sýna EROS, margmiðlunarsýn- ingu sem bandaríska verð- launaleikskáldið David Henry Hwang hefur samið texta við. Dans Fleming er margrómaður. Hún sameinar hina japönsku butoh-danshefð og klassískan dans. Sýningar verða 2. og 4. júní. Lokaatriði Listahátíðar verða alþjóðlegir popptónleikar í Laugardalshöll þriðjudaginn 2. júlí þar sem breska hljómsveit- in Pulp mun trylla lýðinn. Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Vötn þín og vœngur eftir Mattliías Joliannes- sen. Þetta er sautjánda Ijóöabók Matthíasar, en sú fyrsta, Borgin hló, kom út 1958. Eftir hann hef- ur komið út fjöldi annana bóka; smásögur, leikrit, ritgerðir, viötals- bækur og ævisögur. í fyrra gaf Hörpuútgáfan út eftir hann smá- sagnasafniö Hvildarlaus ferö innf drauminn. Vötn þín og vængur er meöal stærstu og veigamestu Ijóöabóka Matthíasar Johannes- sen og sú bók hans sem sýnir einna best helstu yrkisefni hans og listræn tök. Bókin er 175 blað- síður og skiptist í átta flokka sem nefnast Um vindheim víöan, Hug- mynd okkar um jörö, Inní enn einn draum, Vötn þín og vængur, Huld- unnar rísandi dagur, „Hið eilífa þroskar djúpin sín“, í næn/eru tímans og Kumpánlegt olnboga- skot. Prentvinnsla er unnin í Odda og kápumynd er eftir RAXI.. Stórsöngvarinn ViðarGunn- arsson veröur meöal söngvara í óperu Jóns Ás- geirssonar, Galdra-Lofti, sem islenska óperan frumsýnir í sam- starfi viö Listahátíö í Reykjavík 1. júní. Viöar kemur sérstaklega til lands- ins til aö syngja hlutverk Gott- skáiks biskups, en hann hefur frá frá síöasta hausti veriö fastráöinn hjá Aalto Theater í Essen. Aöeins sex sýningar veröa á Galdra-Lofti og þegar er uppselt á tvær þeirra... Nbrrænum lesendum gefst brátt kostur á aö kynnast einni athyglisveröustu skáldsögu sem samin hefur veriö á flnnsku, Alastalon salissa eftir Volter Kilpi. Rithöfundurinn Tliomas Warburton hefur nýlokiö viö aö þýöa bókina á sænsku og er þýö- ingin, lsalen pa Alastalon, talin mikið afrek. Volter Kilpi var uppi 1874 til 1933 og gaf út þetta tveggja binda verk sama ár og hann lést eftir aö hafa unnið aö því í sex ár. Á rúmlega 900 síöum er sagt frá því þegar bændur í sókn einni í skerjagarðinum koma saman til aö þinga um aö smíöa skip. Máliö á sögunni er svo erfitt aö þýöandi einn sagöi nýlega aö verkiö væri óþýöandi á ensku. Skáldsagan Alastalon salissa var viö atkvæðagreiðslu 1992 talin athyglisveröasta bókmenntaverk sem samið heföi veriö á finnsku frá því aö landið öölaðist sjálf- stæöi... A sunnu- JLJudags- kvöld veröur síöasta sýn- ing á Trölla- kirkjunni í Þjóðleikhús- inu. Þórunn Sigurðar- dóttir vann leikgeröina upp úr skáld- sögu Ólafs Gunnars- sonar, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son... Tónlistar- hátíðinni ErkiTíö96, sem staöiö hefur yfir á Sölon ísland- us þessa viku, lýkur á laugardagskvöldið. Aðalstef hátíö- arinnar nú er annars vegar ís- lensk samtímatónlist og hins veg- ar ný erlend tónlist. í kvöld, fimmtudagskvöld, eru kammer- tónleikar klukkan 20 og á sama tíma á föstudagskvöld leikur Caputhópurinn. Á laugardaginn klukkan 16 eru söngtónleikar. í lok hverra tónleika er efnt til pall- borösumræöna þar sem tónskáld og aðrir viöstaddir bera saman bækur sínar. Aögangur er ókeyp- is... Pjöldi bókatitla sem gefnir voru út 1990 og 1991 nam um 1.600 hvort ár. Áriö 1992 var fjöldi útgefinna titla 1.740, fækk- aði í 1.520 áriö eftir og niður í 1.427 áriö 1994. Fjöldi tímarita hefur stóraukist undanfarin ár eöa úr 562 áriö 1990 í 629 áriö 1993 og í 938 áriö 1994. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu fjármálaráðherra um áhrif 14% viröisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu... Nú fer hver aö veröa síöastur aö sjá íslensku mafíuna í Borgarleikhúsinu. Aukasýning veröur á föstudagskvöld og þaö er jafnframt allra síðasta sýning. Sérstakt tiiboö er á veröi aö- göngumiöa og fást tveir miöar á veröi eins. Höfundar íslensku mafíunnar eru þeir Kjartan Ragn- arsson og Einar Kára- son, en þeir unnu verkiö upp úr tveimur bók- um Einars... INýlistasafninu standa yfir sýn- ingar á verkum Tuina Magnús- sonar, Stefáns Rohners, Magn- eu Þórunnar Ásmuudsdóttur og Illuga Eysteinssonar. Sýningarn- ar eru opnar daglega klukkan 14 til 18... Mmel „ gF ing hefur im sent frá sér SkáldSÖg- nuoskiiiicA una Hugs- H,rt* anlega hœfir eftir danska J rithöfundinn Peter Hoeg, höfund metsölubókarinnar Lesið ísnjóinn sem kom út hér fyrir tveimur árum og náöi gífur- legum vinsældum. Hugsanlega hæfir kom fyrst út í Danmörku haustið 1993 og hlaut afar já- kvæöar móttökur. Höfundur fékk- hin eftirsóttu verölaun danskra gagnrýnenda árið 1993 fyrir sög- una og hún trónaöi mánuöum saman á metsölulistum. Eygló Guðmundsdóttir þýddi bókina en Alda Lóa Leifsdóttir geröi kápuna...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.