Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 27

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Side 27
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 27 „Já, en hættan er sú að leikhúsin staðni í vinsældum sínum og verði að lokum afturhaldssamari en áhorf- endurnir í þjónkun sinni við ímyndaðan smekk," segir Viðar Eggertsson meðal annars. „Leikhús má aldrei líta niður á áhorfendur sína, þeir eru nýjungagjarnari en virðist við fyrstu sýn.“ „Ég lít ekki á mig sem rithöfund," segir Valur Freyr Einarsson. „Þetta byggist upp á spuna meira en eiginlegum ritstörfum og er unnið upp úr heimildum." landi. Við eigum alveg frá- bæra kynslóð ungra leikara, einvala lið, mun betri flóru en hinna sem eru miðaldra í dag. Ég get tekið sem dæmi Ólafíu Hrönn, en þegar hún var að sýna með Nemendaleikhúsinu á þriðja og fjórða ári valdist hún til að leika hlutverk sem við fyrstu sýn hefðu ekki endi- lega hæft henni; barnungar, smágerðar og fínlegar konur, en hún gerði það þannig að hún smellpassaði í hlutverk- in.“ Þóra Kristín: „Hún er nátt- úrulega frábær leikari og tek- ur slíkum hamskiptum að jafnvel líkamsvöxtur hennar dregst sundur og saman á sviðinu eftir því hvaða hlut- verk hún er að leika. Hún stendur mér ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sem Magnína í Ljósi heimsins, og það var fyrir mörgum árum. Eg held að þann karakter hefði hreinlega ekki verið hægt að túlka betur.“ Valur Freyr: „En það er bara einn feitur karlleikari á ís- landi, sem er Magnús Ólafs- ___ u son. Bergljót: „Enda hefur hann nóg að gera, því hann leikur öll hlutverk þar sem feitir menn koma við sögu.“ Valur Freyr: „Eg held að leiklistarskólarnir og leikarar almennt lúti kröfum vinnu- markaðarins eins og gerist um önnur störf. Úti geta menn skapað feril með einni rödd í teiknimynd. Þeir vinna við þennan sama karakter alla tíð og lifa góðu lífi. Hérna er markaðurinn minni og því er kannski vænlegast að geta leikið fjölbreytileg hlutverk.“ ímyndaður smekkur Þóra Kristín: „Já, en stund- um finnst mér sýningarnar of venjulegar líka. Það sitja ákaf- lega fáar sýningar í manni, ég get nefnt sem dæmi sýning- una þína Viðar á Sönnum sög- um. Það var íslenskt leikrit sem ég væri til í að sjá aftur og aftur, enda hjálpaðist allt að.“ Viðar: „Allt leikhúsfólk keppir að því að búa til góðar sýningar og afburðasýningar koma þess vegna fram öðru hverju. Það þarf allt þetta fólk til að leika til að svo megi verða. Líkt og með bækur; þó að aðeins fáar þeirra skipti máli er mikilvægt að gefa út margar bækur.“ Þóra Kristín: „Talandi um bækur þá er ég svolítið þreytt á þessari áráttu að vera alltaf að setja bækur upp á svið. Yf- irleitt bæta leikgerðirnar litlu við og eyðileggja jafnvel sjarma verkanna þó að sjálf- sögðu séu góðar undantekn- ingar.“ Viðar: „Já, skáldsagan er ákveðið form og mjög sjaldan tekst að umbylta því formi svo úr verði góð leiksýning. Allt of oft erum við að hrífast af skáldverkinu sjálfu en ekki möguleikum þess á að verða leikgerð og öðlast sjálfstætt líf á leiksviði. Ég var til dæmis að lesa Gerplu um daginn og ekki gæti ég hugsað mér hana í öðru formi en því sem höf- undurinn bjó hana í. Það er sjaldnast vænlegt að setja skáldsögur upp á svið.“ Bergljót: „Mig langar að vinna við leikhús þar sem leik- hópurinn sjálfur er meira skapandi í verkinu sjálfu. Til dæmis í spunavinnu með höf- undi. Stóru leikhúsin þrjú eru svo mikið í klassískum verk- um, söngleikjum, barnaleikrit- um og frumsömdum verkum. Ég sakna hins.“ Þóra Kristín: „Það hafa ver- ið leikhópar sem hafa unnið með þetta form eins og til dæmis Þíbylja og fleiri. Ég held að leikhúsin ættu bara að leyfa sér að vera meiri pop- úlaristar á stóru sviðunum fyrst þeir eru að taka þann pólinn í hæðina á annað borð. En eins og þegar maður er að lesa fyrir óþekkan krakka sem vill alltaf heyra sömu söguna þá er ágætt að lauma inn alls- kyns nýjungum og sveigja þannig lymskulega af braut, aðallega til að lifa af sjálfur en finnast ekki örendur að morgni við rúmstokkinn eins og móðir nokkur, en á legstein hennar var ritað: „Hún var elskað og dáð foreldri og svo eftirgefanleg að það reið henni að lokum að fullu.““ Viðar: „Já, en hættan er sú að leikhúsin staðni í vinsæld- um sínum og verði að lokum afturhaldssamari en áhorf- endurnir í þjónkun sinni við ímyndaðan smekk. Leikhús má aldrei líta niður á áhorf- endur sína, þeir eru nýjunga- gjarnari en virðist við fyrstu sýn.“ í stuttum hórukjól Bergljót: „Það var enginn í skólanum mínum úr hástétt, enda er litið niður á þá sem fara í almennan leiklistarskóla á Bretlandi, það voru kannski í mesta lagi nokkrir úr efri millistétt. Leiklistarnemar eru álitnir smáskrítnir, eiginlega furðulegir. Þegar leikarar hins vegar slá í gegn eru þeir súp- erstjörnur þar og dýrkaðir. Hérna er það meira trend að fara út í leiklist, jafnvel strax í upphafi námsins. Það voru líka flestir blankir í skólanum mínum og þegar við fórum eitthvað út var ég yfirleitt svo fín að þeir ráku upp stór augu, enda voru þeir oftast á galla- buxum og bol. Eitt sinn fór ég á lesbíuball með bekkjarsyst- ur minni sem var lesbía. Þá var ég klædd í rauðan stuttan hórukjól með hárið greitt í gyllta lokka. Ég var eina konan í kjól þarna inni og lýsti af mér eins og jólatré." Þóra Kristín: „En hvernig var að vera í Manchester, Val- ur?“ Valur Freyr: „Það var mjög gott og ég var heppinn með tímann því að borgin var „City of Drama" eitt árið sem ég var úti, en sá titill flyst á milli borga í Evrópu. Það var því gríðarlega mikið leikhúslíf það árið og óteljandi uppá- komur. Skólinn sjálfur byggði mikið á Alexandervinnu eða líkamsbeitingu og þjálfun, rödd og söng og öll listræn vinna var fjölbreytt." Þóra Kristín: „Hvernig stóð á því að þú valdir Manchest- er?“ „Mig langaði að fara utan og leitaði fyrir mér um leiklistar- skóla og þessi varð fyrir val- inu. Ég hafði unnið sem skrifta á sjónvarpinu í tvö eða þrjú ár og þyrsti í eitthvað nýtt. Ég hafði sótt um í Leiklistarskóla íslands eftir stúdentspróf en komst ekki inn og þegar ég var búinn að fá nóg af skriftu- starfinu stóð þannig á að það var ekki tekið inn í skólann það árið.“ Þóra Kristín: „Hvernig var fyrsta tilfinningin að byrja í skólanum?“ Valur Freyr: „Það var fjöl- breytnin og gróskan. Breskt samfélag er svo ólíkt því ís- lenska. Þarna var fólk á aldrin- um 18 til 33 ára og af öllum stéttum, allt frá því að koma úr almenningsskólum og úr dýrum og fínum einkaskólum. Meðan sumir höfðu metnað til að starfa með Royal Shake- speare Company voru aðrir sem ætluðu sér að verða „Stand up“-kómíkerar.“ Þóra Kristín: „En segðu eina sögu frá Manchester. Til dæmis fótboltasögu.“ Valur: „Já, eitt sinn ætlaði ég á fótboltaleik þar sem heimamenn voru að keppa við Tottenham. Ég var svo bjartsýnn að ætla að kaupa mér miða við innganginn fyrir leik en þar voru þá saman- komnir 5 til 6.000 manns sem slógust um miða sem kostuðu fimmtíu til sextíu pund. Þegar ég ætlaði að gefast upp og fara kom til mín gamall maður og spurði hvort ég væri útlend- ingur. Ég svaraði játandi og þá sagðist hann ætla að gefa mér boðsmiða, sem hann gerði, en hann var eitthvað háttsettur í stjórn íþróttafélagsins. Þannig eru norðanmenn á Bretlandi, en þegar komið er til London þá gruna allir alla um græsku.“ Elsku Akureyri Bergljót: „Ég er komin heim og held núna til í íbúðinni minni í Reykjavík en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Seinna árið mitt á Akureyri bjó ég eiginlega í Reykjavík en vann fyrir norðan, það gerði það að verkum að ég þurfti að fljúga fimmtíu sinnum á milli en nú er ég lent í Reykjavík." Þóra Kristín: „Þú hefur þá eiginlega verið fljúgandi leik- kona eða flugkona?“ Bergljót: „Það er gaman að bera saman Akureyri og Edin- borg að því leyti að fyrir norð- an hitti ég fólk á hverjum degi sem spurði mig að því hvaðan ég væri og hvað ég væri að gera á Akureyri meðan mér leið aldrei eins og ég væri út- lendingur í Edinborg, þar spyr enginn, enda er borgin full af útlendingum. Ég saknaði held- ur ekki Reykjavíkur meðan ég bjó í Edinborg en ég sakna stundum Edinborgar þegar ég er í Reykjavík." Viðar: „Bergljót var því marki brennd á Akureyri að vilja búa vel í góðu húsnæði en helst ekki borga neitt fyrir það. Þetta olli henni hrakningum þar til húri komst inn í gömlu húsi sem heitir Sigurhæðir og er einnig nefnt Matthíasarhús, þar hafði þá ekki verið búið um hríð. Síðan komst ég að því að Matthías Jochumsson var reyndar langalangafi Bergljót- ar, sem er sniðug tilviljun." Bergljót: „Já, sonur minn er skírður í höfuðið á honum og hann var mjög ánægður með að búa í Matthíasarhúsi. Það var ofboðslega gott að búa þar og þar er einstaklega fallegt. Það snjóaði svo mikið fyrsta árið að ég þurfti stundum að grafa mig út á morgnana. Einu sinni var ég komin út fyrir dyrnar en stóð þá föst í skafli og gat ómögulega sett annan fótinn fram fyrir hinn. Á endan- um datt ég niður á einu færu leiðina. Ég einfaldlega rúllaði mér niður alla brekkuna. — En Akureyri er ekki skemmtileg- asti staður jarðar.“ Þóra Kristín: „En Viðar, saknar þú Akureyrar?" „Ég kvaddi Ákureyri með trega, enda fannst mér ákaf- lega gott að vera þar og þar vann ég með mörgu góðu fólki og hefði ekki farið nema af því að það var togað í mig af Leik- félagi Reykjavíkur. Leikhúsið á Akureyri er bæði af þeirri stærðargráðu og á því stigi þróunar að það er gaman að fylgjast með því og taka þátt í því. í huga mínum var þetta góður tími, en ég er vanur því að breyta ört til og takast á við nýja hluti og staði. En ég iðrast einskis og sé ekki eftir neinu.“ Þóra Kristín: „Hvað ertu að fást við annað í dag en að und- irbúa þetta verkefni?“ Viðar: „Umskiptin eftir að hafa gegnt hlutverki leikhús- stjóra í þrjú ár og staðið í und- irbúningi næstu fjögurra eru mikil. Það tekur tíma að skipta um gír. Ég er einfaldlega að undirbúa framtíðina og þó að ég trúi ekki á líf eftir dauðann trúi ég á líf eftir Leikfélag Reykjavíkur. Ég er á leiðinni út til Spánar núna í vor þar sem ég verð næstu mánuðina og mun væntanlega skrifa eitt- hvað meðal annars, — svo á ég tuttugu ára leikafmæli í lok maí.“ S P Á S í M I N N 904 1414 39.90 mínútan NÝ STJÖRNUSPÁ Á HVERJUM DEGI Brandaralínan hvernig hljómar þú á brandaralínunni? þú getur bæöi hlegið aö gríni annarra og lesið inn þitt eigiö grín! segið gamansögur 904 1030 39.90 mínútan

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.