Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 HELGARPÓSTÖRINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjóraarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. „Hæfileaa hægrísinnaður“... Þegar flestir stjórnmálaskýrendur voru búnir að gefa uppá bátinn möguleika á nýju og „raunhæfu" forsetaframboði varpar Jón Baldvin Hannibalsson sprengju inn í umræðuna með því að tilkynna félögum sínum í þingflokki og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins síðastliðinn mánudag, að hann sé svo gott sem búinn að gera upp- við sig að fara í forsetaframboð. Yfirlýsingin kom umtalsvert á óvart og varla nema nánustu ráðgjafar karlsins í brúnni vitað af henni. Ef þá þeir. Raunar kom yfirlýsingin svo í opna skjöldu, að einhverjir fundagestir héldu, að þegar Jón Baldvin hóf umræðu á fundunum um stöðuna í Bessastaðaslagnum væri hann að búa í haginn fyrir framboðstilkynningu eiginkonunnar... Einsog búast mátti við voru höfð stór orð uppi um það á fundun- um hversu greindarleg þessi ákvörðun foringjans væri og hversu mjög öllum hugnaðist hún. Maðurinn væri náttúrlega snill- ingur og alfremsti stjórnmálaleiðtogi sem íslendingar hefðu eignast á lýðveldistímanum. Gott ef ekki frá landnámi. Ekki nema stöku — hjáróma — mótmælaraddir heyrðust og voru snarlega þaggaðar niður. Og að vanda var þess farið á leit við fundarmenn beggja fund- anna að þeir færu með ummæli Jóns Baldvins um líklegheit fram- boðs hans sem strangasta ríkisleyndarmál. Viti menn: það tók þennan „hripleka" félagsskap — sem ekki hefur getað þagað yfir leyndarmáli síðustu þrjá áratugina — heilan sólarhring að kjafta allri sólarsögunni í hálfa þjóðina. Eðlilega hefur Jón Baldvin fundið fyrir miklum stuðningi fólks sem er það mjög á móti skapi, að Ólafur Ragnar Grímsson hirði forsetaembættið fyrirhafnarlaust — eins og nú eru sannariega líkur á. Sjálfur má Jón ekki til þess hugsa. „Jón Baldvin hefur bókstaflega misst úr svefn við tilhugsunina um að Ólafur Ragnar verði forseti,“ sagði samstarfsmaður Jóns til fjölda ára. Vitað er að andstæðingar Ólafs Ragnars úr öllum flokkum hafa leitað logandi ljósi að fram- bjóðanda sem þeir gætu sameinast um, þarsem hvorki Guðrún Pét- ursdóttir, Agnarsdóttir né Pétur Kr. Hafstein nái að veita Ólafi Ragn- ari raunhæfa keppni úr þessu. Nafn Jóns Baidvins hefur því komið æ oftar upp í umræðunni og er hann af sumum talinn eiga mögu- leika á sigri. Líktog fram kemur í fréttaskýringu HP um málið í dag gera smiðir samsæriskenninga því skóna, að maðurinn bakvið framboð Jóns Baldvins sé Össur Skarphéðinsson, sem ætli sér svo formannsstól- inn í Alþýðuflokknum. Þessu neitar refurinn Össur vitaskuld ein- dregið og segist meiri áhuga hafa á fiska- og barnaeldi. Hinsvegar má ekki gleyma því, að tækifæri opnast fyrir fleiri en Össur ef Jón Baldvin annaðhvort sigrar eða tapar háðulega í forsetakosningun- um. Alþýðuflokkurinn er í standandi vandræðum: á annan bóginn býr hann að foringja sem hefur ótvíræða yfirburði á alla keppinauta sína í flokknum og á hinn bóginn hefur fylgið verið langt því frá við- unandi um langt, langt skeið og arftakar formannsins vandfundnir. Vonbiðlar í formannsembættið eru mun fleiri en Össur. Augljósust eru Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni og Sighvatur Björgvinsson, en sem fyrr eru Alþýðuflokksmenn veikir fyrir reffi- legum nýliðum og því gæti einhver óvæntur bæst í þann hóp þótt ^íðar verði. Að losna við Jón Baldvin á Bessastaði væri hentug lausn fyrir ýmsa „aðila“. Það fer ekki leynt, að innan flokksins eru skiptar skoðanir um hvort formaðurinn eigi að fara í framboð eða ekki. Sumir telja brýnt, að hann leiði flokkinn enn um sinn, meðan aðrir segja, að þrátt fyrir að það yrði mikill missir fyrir flokkinn ef Jón Baldvin færi fram og næði kjöri sem forseti, þá verði að líta til þess að hann sé öllum þeim kostum búinn sem prýða mega einn forseta. Enn aðrir segja Jón Baldvin langa í slaginn til þess eins að svala þörf sinni fyr- ir góð átök og til að lífga uppá dapurlega tilveru sína í hrútleiðin- legri stjórnarandstöðu; manninn skorti tilbreytingu. Ahrifamaður í Sjálfstæðisflokknum segir einfaldlega í samtali við HP: „Sjálfstæðismenn kjósa þann sem getur sigrað Ólaf Ragnar. Ýmsir úr okkar hópi hafa stutt framboð Guðrúnar Pétursdóttur eða Péturs Kr. Hafstein. Þetta fólk þarf því ærna ástæðu til að hlaupast undan merkjum. Sú ástæða verður hins vegar fyrir hendi ef skoð- anakannanir sýna að hvorugt eigi möguleika á sigri en Jón Baldvin sé líklegur til að vinna Ólaf Ragnar. Þá munu fjölmargir sjálfstæðis- menn styðja Jón Baldvin Hannibalsson, enda hefur hann þá hæfi- leika sem þarf í þetta embætti.“ Og er aukþess hæfilega hægrisinnaður," hefði hann allteins getað bætt við. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sfmi: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, síntbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 5524888, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Klæðskerasaumur í þágu fákeppni Þriðji maí var alþjóðadagur helgaður frelsi fjölmiðla um allan heim. Daginn áður gerði mennta- málaráðuneytið opinbera svo- kallaða blábók um Ríkisút- varpið, sem Heimir Steinsson útvarpsstjóri hefur eðlilega túlkað sem ógnun við sjálf- stæði stofnunarinnar. Sam- kvæmt „skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum" yrði jafnframt bundinn endi á það 'frelsi, sem Ríkisútvarpið hefur, þrátt fyrir allt, búið við. Meirihluta nefndarinnar virð- ist hafa tekizt að skipa Ríkisút- varpinu á vel afmarkaðan bás, sem tryggir að þessi fjölmiðill þvælist ekki fyrir einkareknum ljósvakamiðlum. Margt slær mann eins og verið sé að búa í haginn fyrir frjálsu stöðvarnar. Flestir öfl- ugustu einkareknu fjölmiðlar landsins, blöð, útvarp og sjón- varp, eru í höndum tveggja peningavelda, sem standa ein: mitt að Stöð 2 og Stöð 3. í skýrslunni er ekki tálin brýn nauðsyn á sérstökum reglum um eignarhald á útvarpi, eins og tíðkast í flestum vestrænum ríkjum. Þetta er stórmál. Það er morgunljóst, að næðu hug- myndir blábókarinnar fram að ganga myndu Stöð 2 (og Sýn) og Stöð 3 njóta ríkulegra ávaxta. Hugmyndir skýrslu- gerðarmanna kynda undir fá- keppni, jafnvel skoðanakúgun. Blábókin um útvarpslögin virðist að mörgu leyti klæð- skerasauma hlutverk RÚV þannig, að engin hætta verði á því að þessi öflugi ljósvaka- miðill (miðlar) veiti frjálsu stöðvunum aðhald (sam- keppni) með vandaðri. bland- aðri, innlendri og erlendri dag- skrá, sem vitað er að laðar áhorfendur að skjánum. Skýrsluhöfundum er í orði svo mikið í mun, að íslenzka sjón- varpið bjóði upp á innlenda dagskrárgerð, að við liggur að maður fái leið á orðunum „inn- lend dagskrárgerð“. Allir eru samþykkir því að hana beri að efla hjá öllum ljósvakamiðlun- um. Þar hefur RÚV haft afger- andi forystu. Því er það hvorki rökrétt né mjög skarplega hugsað, að vænlegasta leiðin sé að kippa RÚV út af auglýs- ingamarkaði, og svipta stofn- unina þar með mjög veigamik- illi tekjulind til þess einmitt að standa undir þessari dagskrár- gerð. Þá væri heiðarlegra að segja hreinlega og beint út, að RUV eigi að verða fjölmiðill fyr- ir sérvitringa. Þannig er annað meginmarkmið skýrslunnar fallið um sjálft sig. Hitt megin- atriðið er að efla innlenda dag- skrárgerð einkareknu stöðv- anna. Það á að gera með ofan- greindri aðför að RÚV og „auknu svigrúmi" einkareknu stöðvanna, „hvatningu" og „aðhaldi"! Þá á að leggja niður einn aðalhvata innlendrar dag- skrárgerðar, Menningarsjóð útvarpsstöðva! Ekki flokkspólitískt vandamál Það sem virðist hafa orðið ofan á í starfi skýrslugerðar- „Eitt af því, sem því miður dregur úr gildi skýrslunnar [um Ríkisútvarpið], er samsetning höfundahópsins. Þeir eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Tómas Ingi Olrich alþingismaður, Páll Magnússon sjónvarps- stjóri Sýnar (íslenzka útvarpsfélagið) og Ásdís Halla Bragadóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Þetta er prýðisfólk, en pólitískt harla einlitur hópur.“ !)•’ Fjölmiðlar ÍHalldór Halldórsson manna menntamálaráðuneytis er að skilgreina Ríkisútvarpið út í horn, umbreyta hlutverki þess og skyldum með þeim hætti, að fyrirtækið trufli ekki samkeppni Stöðvar 2 (og Sýn- ar) og Stöðvar 3 og fylgifyrir- tækja. Blábókin gerir ráð fyrir því, að því er bezt verður skil- ið, að RÚV hætti að senda út erlenda afþreyingu. Ég velti því einhvern tíma upp hér í HP, að vel mætti hugsa sér að end- urskilgreina hlutverk Ríkisút- varpsins rækilega, hugsa dag- skrárstefnuna gjörsamlega upp á nýtt. En „róttækni" mín var aldrei slík, að svipta RÚV bráðnauðsynlegum tekjum til þess að stofnunin gæti starfað með sóma. Framtíðarsýn blábókar- manna er fjarræn og vanhugs- uð. Það skal skýrt tekið fram, að skýrslugerðarmenn hafa unnið skipulega að verkefni sínu og nefna margar nothæfar hugmyndir. Eitt af því, sem því miður dregur úr gildi skýrsl- unnar [um Ríkisútvarpið], er samsetning höfundahópsins. Þeir eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri, Tómas Ingi Olrich al- þingismaður, Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar (ís- lenzka útvarpsfélagið) og As- dís Halla Bragadóttir aðstoð- armaður menntamálaráð- herra. Þetta er prýðisfólk, en pólitískt harla einlitur hópur. Að auki á einn skýrslugerðar- manna óþægilega mikilla „hagsmuna og hugsjóna“ að gæta sem starfsmaður einnar af frjálsu ljósvakastöðvunum, sama hversu óhlutdrægur hann hefur eflaust reynt að vera. Þetta er mikilvæg og makleg gagnrýni. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í viðtali, að skýrsl- an félli vel að hugmyndum sín- um, en væri ef til vill einkum hugsuð sem umræðugrund- völlur. Hún er það. Þó er ávallt hætta á, að einhliða umræðu- grundvöllur kalli fram einhliða andsvör. Frelsissvipting eða dauðadómur En kjarni málsins er réttilega sá, að sjálfstæði RÚV væri í hættu, ef blábókarhugmynd- irnar næðu óbreyttar fram að ganga. Þessar hugmyndir eru reyndar dauðadómur yfir RÚV í núverandi mynd. RÚV er al- deilis ekki heilög stofnun, en hins vegar verður að minnsta kosti enn um sinn að tryggja að stofnunin verði ekki skil- greind út af ljósvakakortinu. Enn er það staðreynd, að RÚV er eina ljósvakafyrirtækið, sem veitir frjálsu stöðvunum nauð- synlegt aðhald og tryggir að minnsta kosti lágmarksmetnað í dagskrárgerð. Hófleg fast- heldni, sem einkennir RÚV, getur verið holl þegar jafnöfl- ugir fjölmiðlar eiga í hlut, eins og sjónvarp, fjölmiðlar sem auðvelt er að misnota með ýmsum hætti. Samkeppni sjón- varpsstöðva á ekkert skylt með sölu á hundamat eða sápu til þvotta. Og er þá komið að Tómasar Inga þætti Olrich, alþingis- manns. Hann gerir sérstakar athugasemdir um auglýsingar og dagskrárgerð. Hann gerir sér grein fyrir því, að með hug- myndum félaga sinna sé í raun verið að gelda RÚV og víkja öfl- ugu menningartæki til hliðar af „sölutorgi" menningar og af- þreyingar. Uppeldis- og menn- ingarhlutverk RÚV gjörbreyt- ist. Hann segir: „í þessum efn- um er ekki hægt að skilja að menningu og viðskipti og leggja áherzlu á að búa sem mest í haginn fyrir Ríkisútvarp- ið en leyfa viðskiptaheiminum að reka afþreyinguna eins og honum sýnist ... Það liggja því ekki neinar gildar ástæður til þess að stjórnvöld eða löggjaf- inn ætli ríkisfjölmiðlinum ein- um menningarlegt hlutverk, og láti dagskrárstefnu einkaljós- vakamiðla afskiptalausa." Tómas Ingi gerir sér grein fyrir vandanum og hættunni. sem blasir við. En ekki er þar með sagt. að ég sé endilega sam- þykkur áherzlum hans á borð við opinber „afskipti“ af dag- skrárstefnu. Pólitísk vindhviða? RÚV hefur siglt í gegnum margan ólgusjó í áranna rás. Og skýrslurnar um Ríkisút- varpið, rekstur, hlutverk o.s.frv. eru til í haugum. Fæst- ar þeirra hafa skipt miklu máli. Mesta hættan, sem hefur steðj- að að RÚV, hefur oftast verið vegna afskipta og þrýstings stjórnvalda vegna frétta og ráðningarmála. Úr þessu á að hafa dregið. Um leið hafa kom- ið fram ýmsir veikleikar í innri stjórn stofnunarinnar. RÚV er frjáls ríkisstofnun, sem í raun á kröfu til sömu réttinda og frjálsir fjölmiðiar. Blábókin kallar RÚV þjónustustofnun (dánartilkynningar en ekkert afþreyingarefni?), sem félli í flokk A-hluta ríkisreiknings og yrði stofnunin þannig algjör- lega háð fjárveitingavaldinu, það er pólitískum vindhviðum á Alþingi. Þeir sem til þekkja vita, að rekstur útvarps og sjónvarps á samkeppnismark- aði verður og getur ekki verið með sama hætti og til dæmis vegaspottalagnir Vegagerðar- innar samkvæmt kjördæma- poti þingmanna. Aðalkosturinn við blálitaða skýrslu um RÚV er sá útgangs- punktur höfundanna að Ríkis- útvarpið sé nauðsynlegt vegna þess, að aðrir fjölmiðlar gegni ekki hlutverki þess!!! Þá er búið að bóka það. E.S. í síðasta pistli féll niður lokasetning greinar minnar um Jan Guillou, Moggann og krítíska blaðamennsku og fyrir vikið varð millifyrirsögnin „Mogg- inn ogJón Viðar" illskiljanleg. Eg sagði, að hérlendis gagnrýndi enginn neitt afviti nema eftil vill — og varla það. Lokasetningin, sem féll niður, varþessi: „Er ekki Jón Viðar sá eini, sem þorir að segja hugsinn?" Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu i fjölmiðlafræðum. Lengi má sjálfsagt deila um hversu æskilegt það er að menntaskólaskáld, alþýðuskáld og hagyrðingar gefi hugsmíðar sínar út á prenti og beri fyrir al- þjóð. Oft er þarna af vanefnum lagt af stað og viðtökur eftir því. Jafnan fer mest fyrir mennta- skólaskáldunum á þessari frumherjaslóð, enda menn á þeim bæ mitt í eldsins æsku- móð og sannfærðir um eigið ágæti. Og söluharkan eftir því. Hagyröingarnir og „alþýðuskáld- in“ láta hins vegar yfirleitt fara minna fyrir sér og tilfallandi hvort nokkuð birtist skipulega á svart- hvítu yfir ævina — nema þá kannski í Lesbókinni eða á Ljóðatorgi blaðs allra landsmanna (sem Pétur Blöndal sér um af miklum snöfurmannleik, svo sem hann á kyn til). Það var í öllu falli ánægjuleg sending sem HP fékk frá Braga hjá Hörpuútgáfunni fyrir skemmstu: snotur Ijóðabók með titlinum Sólskin eftir Inga Steinar Gunn- laugsson. Sá er fimmtugur skóla- stjóri á Akranesi og hefur þama upp raust sína á skáldaþingi í fyrsta sinn — en á víst til snjallra hagyrðinga að telja. Glöggvum okkur á einu ijóðanna... Þula Konan áskjánum kuöldgestur minn þylur upp með blíðu brosi boðslista sinn oft finnst mérhann afarleiður öskurklám og vopnaseiður mérhún býður— mitt íhreiður morðin krydduð ránum konan áskjánum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.