Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 32
 HELGARPOSTURINN 9. MAÍ 1996 18. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR. Eigandi pizzustaöarins Eldsmiðjwmar á Bragagötu freistar þess nú aö stööva notkun allt annars pizzustaðar á Eld- smiðjunafninu. Sá staöur er við Leirubakka og margir standa í þeirri trú aö um sama fyrirtæki sé að ræöa, en svo er ekki. Eldsmiðjunni á Bragagötu berast nokkrar kvartanir á dag frá óánægöum viöskiptavinum sem segjast ekki par hressir með pizzuna sem þeir pöntuðu, en þá kemur í Ijós aö þeir hafa skipt við Eldsmiðjuna viö Leirubakka. Á Bragagötunni hafa menn fengiö sig fullsadda af þessum misskilningi og fengið máliö í hendur lögfræðingi, enda hefur Eldsmiðjan einkarétt á nafninu... Af og til berast sögur af fólki sem sagt er iöið við aö mjólka Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Nýjasta dæmið sem okkur barst til eyrna er þess efnis aö nokkrir nemar við lönskólann í Reykjavík séu á styrk frá Féló til þess að losna við aö taka námslán. Seljum ekki dýrar en viö keyptum... Pyrir skömmu greindum viö frá því aö allir þingmenn krata nema Jón Baldvin hefðu flutt tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á beitukóngi. í greinargerö meö tillögunni er farið yf- ir víöan völl og meðal annars sérstakur kafli um Jón lærða Guðmundsson sen uppi var á fyrri hluta sautjándu aldar, og var vitnað í þann kafla. Útgerðarmaöur einn hafði samband við blaöiö og sagöi aö í fréttina heföi vantaö þann kafla greinar- geröarinnar þar sem Jón lýsir kuöungaáti og skal úr því bætt: „Meistarar nýta það og fleira af vorum ætum kuðungum, aö þeir brenna þá með fiskinum svo glóandi veröi og slökkvi í uxa- þvagi, og láti neyta í mat og drykkjum svo að hún eöa hann ekki viti. Þaö varnar píku karlmannafari og svo lauslætismönnum óhóflegri kvensemi." Útgeröar- maöurinn kvaö þetta heillaráð og benti jafnframt á aö í greinargerðinni væri þess getið að Jón læröi hefði á köflum verið meira en smáskrítinn, „svo sem títt er um góöa vísindamenn". Taldi maðurinn þetta eindregið benda til að Össur Skarphéðinsson væri höfundur margnefndar greinargeröar... Ekkert lát er á áhuga manna á að opna veitingastaði í mið- borginni. Fyrir skömmu sótti Kári Þórisson um leyfi til byggingarnefndar til að breyta notkun fyrstu hæöar og kjallara hússins í Lækjargötu 6B úr verslun og skrifstofu í veitingahús og gistirými. Nefndin frestaði því að afgreiða erindið, en benti umsækjanda á að sækja þyrfti um veitingaleyfi til lögreglu- stjóra... Leiklistarháskólinn í Malmö í Svíþjóð frumsýndi fyrir skömmu Kirsuberjagarðinn eftir Tjekov í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar, sem einnig gerði leikmynd og bún- inga. Sýningin hefur hlotið góða dóma og verður á fjölunum til 18. maí. Fyrir tveimur árum setti Kjartan upp leikritið Ég - meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í Gdansk í Póllandi. Sú sýning gengur enn fyrir fullu húsi... Þeir sem standa daglangt viö spilavélar Happdrættis Há- skólans I von um skjótfenginn gróða eru vægast sagt orðn- ir óhressir með það hve eigendur staða sem hýsa slíkar vélar eru duglegir við að hirða stærstu vinningana. Fyrir skömmu féll liðlega 10 milljóna króna gullpottur á veitingahúsinu Ránni í Keflavík. Sá sem þar sankaði að sér milljónum er Bjöm Vífill Þorleifsson, eigandi staðarins. Þetta er eitt dæmi af mörgum þar sem eigendur spilastaöa vinna sjálfir háa vinninga og finnst sumum spilurum sem þetta sé ekki einleikið. Forsvars- menn Háskólahappdrættisins segja hins vegar að engin leið sé að svindla á spilavélunum... Vinhverjir helstu sérfræðingar landsins um valdsviö forseta íslands, félagar í Félagi stjórnmálafræðinga, standa fyrir þriggja funda röð í tilefni komandi forsetakosninga. Fyrsti fundur- inn, sem fram fer í stofu 101 í Odda í kvöld, ber yfirskriftina „Forseti íslands: Farandsendiherra eða héraöshöfðingi?" Á fundinum flytja stjórnmálafræðingarnir Ólafur Þ. Harðarson og Herdís Þorgeirsdóttir framsöguer- indi og svara fyrirspurnum, auk þeirra Valgerðar Sverrisdótt- ur framsóknarþingmanns og Jóns Baldvins Hannibalssonar Alþýðuflokksformanns. Félag stjórnmálafræöinga hefur þegar lagt fáeinar sþurningar fyrir framsögumenn sem þeim finnst nauösynlegt að svarað sé fyrir komandi kosningar. Þær varða fjóra meginþætti embættisins sem eru: pólitískt hlutverk for- seta, erlend samskipti, sameiningartákn þjóöarinnar og fram- tíöarsýn embættisins... RETTINGfiR AUÐUNS Nýbýlavegi 10 200 Kópavogi Sími 554 2510 Vönduð vinna unnin aðeins . af fagmönnum Þjónustuaðili fyrir ®)TOYOTÁ, Seljum 5ÍkkEn5 hágœda lökk og undirefni. Einnig SAQÖLA sprautukönnur á mjög hagstœðu verði. Setjum alla liti á spraybrúsa. Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN CAFF SóLON ISLANDUS Nu þu smellt oftar af! D i s k I i n g a Ljósmyndir settar i tölvutækt form hjá Hans Petersen Hans Petersen kynnir nýjung sem gefur áhugafólki um Ijósmyndun spennandi tækifæri til aö vinna áfram meö Ijósmyndir sínar eftir að þær hafa verið framkailaðar. Disklingasmellir! Þú kemur með myndir þínar eða filmu til Hans Petersen og við setjum þær yfir í tölvutækt form. Þú færð í hendurnar diskling með allt að 40 myndum og tekur til við að smella á ný - nú í tölvunni þinni! Þegar myndin er komin í tölvuna eru möguleikarnir margir: Þú getur prýtt ritgerðina, skýrsluna, sendibréfið eða aðrar ritsmíðar með myndum inni í ritvinnslu- eða umbrotsforriti. Einnig er hægt að leyfa hugarfluginu að ráða för með því að vinna myndirnar áfram í teikniforriti, og þessi þjónusta hentar þeim sem vilja gleðja vinina með mynd í tölvupósti. Ekki síst er hér komin leið til að setja upp hið fullkomna. fjölskyldualbúm! Fyrsti smellurinn er ekki lengur sá síöasti þegar IJósmyndun er annars vegar. Smelltu þér til okkar og kynntu þér máliö! Hans frmsE\ STOFNAÐ 1907 • GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN Þjónusta þessi fer fram hjá Hans Petersen Laugavegi 178, en tekið er við myndum og filmum í öllum verslunum okkar. 4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.