Helgarpósturinn - 09.05.1996, Síða 4

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Síða 4
4 wm FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 Eyftrheyrsla HP spyr Stefán Trausta- son, framkvæmdastjóra Bílastæöasjóðs, hvernig standi á hinni gífurlegu fjölgun stöðumælasekta. - Er þetta ekki gengið út í öfgar? Helmings- aukning stöðumæla- sektaá 3árum * Eg hef nú heyrt þessu haldið fram, en ég veit það ekki. Það er nú einu sinni svo að til- efnin til álagningar þessara gjalda gefast nú býsna mörg þegar ntaður gengur um bæ- inn, en þetta er bara spurning um hvernig eigi að haga þess- um máluin. Ég lield þó að það sé ekki nein sérstök harka í álagningunni." „Það virðist þó vera meiri harka íþessu núita, þar sem engin leið er lengur að fá stiiðumœlaverði til að hœtta að skrifa út sekt þólt maður komi að þeim. Fyrir nokkr- um árum var manni sleppt með áminningu. Gáfuð þið út einhverja fyrirskipun um þetta?“ „Nei, í rauninni ekki. Það sem hefur breyst er að tölu- verð endurnýjun hefur orðið í starfshópi stöðumæiavarða og það hefur verlð reynt að vanda vaiið. Að það sé frambærilegt og sérstaklega vinnusamt fólk og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Það getur verið að þetta fólk sé miklu vinnusam- ara og ákveðnara í álagningu en þeir sem fyrir voru, en þess ber að geta að tilefnum til álagningar hefur síst fækkað." Er þetta ekki bara gróða■ spursmál sem rœður ferð- inni? Hvað hefur tilfellunum fjölgað mikið „Það er ekkert launungarmál að sektum hefur fjölgað. Á síð- ustu þremur árum hefur þeim fjöigað um fimmtíu prósent, enda hefur umferð og nýting á stæðum aukist til muna. En það hefur ekki orðið aukning í starfsliði." Nú hefur maður tekið eftir því að lenging gjaldskyldu- tímans fram á laugardaga hefur leitt til aukins ölvuna- raksturs, þegar fólk upp- götvar það eftir drykkju að bílnum var lagt í gjaldskylt stœði og ef hann er ekki fœrður þá hrúgast á hann sektir daginn eflir. Er þetta ekki áhyggjuefni fyrir ykk- ur? „Aðvitað er það áhyggjuefni þegar fólk er að aka bílum und- ir áhrifum áfengis og ég vænti þess að þú hafir tilkynnt lög- reglu þessi skipti sem þú tekið eftir, eins og góðum borgara sæmir. En bíiastæðasjóður íinnur ekki til ábyrgðar gagn- vart áfengisakstri. Lengíngin var nú bara metin þannig að laugardagar væru að verða meiri verslunardagar og til að miðbærinn gæti staðið sig sem verslunarsvæði yrði að sjá til að viðskiptavinlr hefðu aðgang að skammtímastæðum.“ - EBE Stjórn Lífsvogar segir svör Ólafs Ólafssonar landlæknis við athuga- semdum hennargjör- samlega ófullnægjandi. Öllgögn á borðið Enn hefur Hallvarður Einvarðsson ríkissaksókn- ari ekki tekiö ákvöröun um framhald biskupsmála. Nokkuö er um liðið síðan Rannsóknarlögregla ríkisins geröi hlé á rannsókn sinni á méintum meiöyrðum og röngum sakargiftum nokkurra kvenna í garö biskups. Fróöir menn segja Ijóst aö Hallvarður ætli ekki aö flana aö neinu hvaö varöar framhald málsins... Við teljum mikið skorta á að Ólafur Ólafsson leggi öll gögn á borðið í grein sem hann birti í HP og átti að vera svar við viðtali blaðsins við okkur um starfsemi samtakanna. Hann segist hafa fengið „að- eins“ 33 mál frá okkur, en þau eru mun fleiri. Þá birtir land- læknir engar upplýsingar um aðgerðir embættisins gegn heilbrigðisstarfsfólki eftir árið 1993 og væri fróðlegt að fá skýringu á því.“ Þetta sögðu tvær af stjórnarkonum Lífsvogar, Guðrún M. Óskarsdóttir for- maður og Ásdís Frímannsdóttir, meðal annars í samtali við. HP. Samtökin Lífs- vog voru stofnuð fyrir rúmu ári með það að markmiði að styðja við bakið á fólki sem telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum. í viðtali við Helgár- póstinn fyrir skömmu sögðu ■ stjórnar- konur Lífsvogar að um 300 manns hefðu leitað þar aðstoðar og greindu frá ýmsu er varðar læknamistök, jafnframt því sem þær kvörtuðu undan því hvað illa gengi að fá meint mistök rannsökuð. Þær töldu brýna þörf á að stofnað yrði embætti umboðsmanns sjúklinga til að tryggja rétt þeirra. í svari landlæknis er ekki vikið að þessu atriði. „Frá síðustu áramótum höfum við gætt þess að eiga eingöngu skrifleg sam- skipti við embætti Iandlæknis. Það er því líklegt að hann telji bara þessi skrif- Íegu mál þegar hann segist hafa fengið 33 mál frá okkur. Við viljum eindregið hvetja fólk sem þarf að bera upp kvört- un við landlækni til að gera það skrif- lega. En fyrir áramót var búið að láta hann vita af mörgum öðrum málum. Þá segir hann að þrjú þeirra mála sem hann hafi fengið frá Lífsvog séu fyrnd. En hvenær telur landlæknir að mál sé fyrnt? Eitt af málunum sem við fórum með til hans og hann úrskurðar sem Aðalfundur Rithöfundasambands íslands veröur haldinn laugardaginn 18. maí. Ingibjörg Har- aldsdóttir gefur kost á sér áfram sem formaður og ekkert mótfram- boö kom fram. Þaö er því Ijóst aö Ingibjörg verður sjálfkjörin á fundin- um. Þau Ólafur Haukur Símonar- son og Steinunn Jóhannesdóttir áttu einnig aö ganga úr stjórn en gefa kost á sér áfram. Sömu sögu er aö segja af Guðjóni Friðriks- syni sem sæti á í varastjórn. Auk þess gefur Erlingur E. Halldórs- son kost á sér til meðstjórnanda. Aðrir í stjórn Rithöfundasambandsins voru kjörnir til aðalfundar á næsta ári, en það eru Hjörtur Pálsson, Kristín Steinsdóttir og Egill Egilsson varamaöur... læknamistök er 18 ára gamalt, eins og fram kom í viðtali við okkur í HP. Allir hljóta því að eiga sama rétt og ófært að sum mál teljist fyrnd en önnur ekki,“ sögðu þær Guðrún og Ásdís. Guðrún M. Óskarsdóttir og Ásdís Frímannsdóttir segja landlækni gefa loðin svör við athugasemdum Lífsvogar. Aðgerðir gegn læknum í grein Ólafs Ól- afssonar landiækn- is í HP birtir hann upplýsingar um að- gerðir gegn heil- brigðisstarfsfólki á árunum 1976 til 1993. Á þeim tíma hafi sex læknar verið sviptir leyfi, fjórir verið látnir hætta störfum, leyfi þriggja tak- markað, fjórir kandídatar ekki fengið leyfi og þrír hjúkrunarfræðing- ar sviptir leyfi. Þetta finnst Guð- rúnu og Ásdísi ekki fullnægjandi svar. „Það vantar allar tölur frá 1993 í Jietta svar landlæknis. Hann segir einnig að það séu gamlar gróusögur að landlæknir láti það óáreitt ef honum berist til eyrna að læknir sé drukkinn við læknisstörf. Við höfum undir höndum upplýsingar um nöfn 36 lækna sem sakaðir hafa verið um drykkjuskap eða dópneyslu í starfi og fyrir kynferðislega áreitni á árunum 1976 til 1993, en kannski landlæknir vilji ekki fara nánar út í þá sálma. Hvaða rannsókn hefur farið fram í málum þess- ara lækna og ef rannsókn fór fram til hvers leiddi hún?“ spurðu Guðrún og Ásdís. Þær vilja að hlutlausir aðilar séu fengnir til að rannsaka meint læknamis- tök. Landlæknir spurður Þær Guðrún M. Óskarsdóttir og Ásdís Frímannsdóttir óskuðu jafnframt eftir því að Helgarpósturinn birti efnislega bréf sem stjórn Lífsvogar ritaði land- lækni í marsmánuði. í bréfinu er spurt hvar úrskurðar- nefnd heilbrigðismála sé til húsa og hverjir skipi þá nefnd. Hvaða nefndir séu að störfum við að fjalla um siðferðileg læknisfræðileg álitamál á ís- landi. Hvað einn læknir þurfi að fá marg- ar aðfinnslur til þess að fá alvarlega áminningu. Ennfremur hvað einn læknir þurfi að fá margar alvarlegar áminning- ar til þess að verða sviptur starfsleyfi. Hvað þurfi til að læknir fái aðfinnslu og hvað þurfi til þess að læknir fái áminn- ingu. Einnig hvað þurfi til þess að lækn- ir sé sviptur starfsleyfi. - SG æskuhetjan A • Þorgils Ottar Mathiesen Ur boltanum í bankann Það eru ekki ýkja mörg ár síðan landslið okkar í handbolta var tvímælalaust með bestu liöum heimsins. Þetta var gull- aldarliö sem ýtti mjög undir áhuga á hand- bolta og efldi þjóðarstoltið. Ein af skær- ustu stjörnum landsliðsins á síöasta ára- tug var Þorgils Óttar Mathiesen í FH. Hann var fyrirliði landsliðsins 1986 til 1990, að hann hætti í liöinu. Óttar lék fjölda landsleikja auk þess að spila meö FH og var valinn handknattleiksmaður árs- ins 1985 og 1989. Hann lék í landsliðinu sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og í Seoul 1988. Þorgils Óttar var líka með á heimsmeistaramótinu í Sviss 1986 og í Tékkóslóvakíu fjórum ár- um síöar. Þá má ekki gleyma því að hann er gullverölaunahafi meö landsliöinu í B-heimsmeistarakepþninni í Frakklandi 1989 og var valinn í heimsliöið í hand- knattleik sama ár. Með handboltanum stundaði Þorgils Óttar nám við Háskólann og útskrifaðist þaöan sem viðskiptafræö- ingur. Hann starfar nú í íslandsbanka og við spuröum hvaö hann væri að fást við þar. „Ég er forstöðumaöur reikningshalds- og áætlunardeildar bankans. Þaö felur meöal annars í sér aö ég er yfir uppgjörum bank- ans, áætlunargerö og vaxtamálum. Ég kann mjög vel við mig hér í íslandsbanka." Hafa vinnufélagar þínir einhvern áhuga á handbolta? „Já, já. Þeir hafa margir hverjir áhuga á handbolta og að ræða um boltann. Sjálfur fylgist ég alltaf meö FH-liðinu og landslið- inu.“ Hvað finnst þér um stöðu landsliðsins núna? „Undanfarin ár hafa átt sér staö ákveðin kyn- slóöaskipti í liö- inu. Þar hefur verið sambland af mönnum sem voru byrjaöir í „gamla“ liðinu, svo sem Júlíus, Geir og Valdimar. Nú er að koma nýr hópur sem náöi þriöja sæti í heimsmeistarakepþni leikmanna 21 árs og yngri í Egyþtalandi. Þessir strákar taka væntanlega við landsliöinu á næstunni og ég hef engar áhyggjur af liöinu,“ sagði Þor- gils Óttar Mathiesen. - SG

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.