Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 31 [nútímakvennprófið Þessa dagana stendur yfir mikil leit aö íslensku nútímakonunni: Hver er hún, hvaöa hugmyndir hefur hún um sjálfa sig og ekki síst um hið gagn- stæöa kyn? Lætur hún barnsfeður (einn eöa fleiri) passa fyrir sig? Er hún töffari eöa bleyða? Fyrstartil aö spreyta sig á nútímakvennaprófi HPeru þær stöllur Sóley Elíasdóttir leikkona og Jóhanna Vilhjálmsdóttir nemi, þula og flugfreyja. En þaö er bara byrjunin... Þulan vann leikkonuna 1. Hvort finnst þér meira um vert aö fá karl eöa konu í embætti forseta íslands? 2. Hvaða kynslóð karlmanna heillar þig mest; yngri en þú, jafnaldrar þínir eða karlmenn eldri en þú? 3. Hvort finnst þér skemmtilegra að þvo upp eða ryk- sjúga? 4. Kaupirðu þér alltaf að minnsta kosti eina flfk í mánuði? 5. Aflarðu meiri mánaðarlauna en þú getur eytt? 6. Læturðu barnsföður þinn „passa“ fyrir þig? 7. Leyfirðu þér oft að sofa út? 8. Hefur karlmaður farið „illa með þig“? 9. Ferðu í kvennaferðir til útlanda eða innanlands? 10. Saknarðu mannsins í lífi þínu þegar þú ert T burtu frá honum meira en tvo daga? 1. SE „Mér finnst kynið ekki skipta máli, bara manneskjan." (1) 2. SE „Karlmenn á aldrinum 25 tii 35 ára; eldri, yngri og jafnaldrar mínir, en þó hvorki börn né gamaimenni." (0) 3. SE „Mér finnst mun skemmtilegra að þvo upp.'1 (0) 4. SE „Já, að minnsta kosti eina í mánuði." (1) 5. SE „Nei, síður en svo.“ (1) 6. SE “Ég get ekki sagt að Hilmar passi börnin sin. Ég bið hann að minnsta kosti aldrei um það.“ (1) 7. SE “Nei, en samt alveg mátulega oft.“ (0) 8. SE “Nei, ég leyfi karlmanni aidrei að fara illa með mig.“ (1/2) 9. SE „Já, að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á ári, þar af fer ég einu sinni á ári á Hótel Búðir á hestbak með lcvenfélaginu Hrólfi.“ (1) 10. SE „Já, svona í og með, en mér finnst samt ægilega gott að vera ein þessa dagana á meðan maðurinn minn er í leikferð í út- iöndum.“ (0) 1. JV „Er einhver munur á? Ég er orðin þreytt á þessu tali um kon- ur annars vegar og karla hins vegar. Ég vil bara hæfa manneskju sem forseta. Gildir einu hvort það er karl eða kona.“ (1) 2. JV „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki ennþá „dottin í yngri kynslóðina*' — enn sem komið er hafa jafnaldrar og eidri kyrislóðin heillað mig mest.“ (-1/2) 3. JV „Það er erfitt að svara þessari spurningu, því hvorugt er f mínum verkahring á heimilinu.“ (1) 4. JV „Já. Og ef það líður einhver tími án þess að ég kaupi flík, þá kaupi ég mér bara því íleiri í næsta skiptí.“ (1) 5. JV „Ég hef aldrei átt í erfiðleikum með að eyða laununum mín- um, þannig að ég verð að svara þessari spurningu neitandi." (1) 6. JV „Nei, ekki frekar en hann lætur mig „passa“ fyrir sig.“ (1) 7. JV „Jájájájá..." (1) 8. JV „Það myndi enginn komast upp með það. Þar fyrir utan er ég svo heppin að hafa einungis Öðlings herramenn í kringum míg.“ 1/2) 9. JV „Ég er í nokkrum saumaklúbbum, þar sem ekki hefur sést nái í tíu ár, en við í æskuvinkvennaklúbbnum höfum haft það fyrir reglu að fara góða innanlandsreisu að minnsta kosti einu sinni á ári. Það er síðan á planinu að fara eina góða utanlandsferð með Ítalíuklúbbnum áður en langt um líður.“ (1/2) 10. JV „Þetta er algleymi þar sem söknuður fyrirfinnst ekki.“ (1) Úrslit: Jóhanna Vilhjálmsdóttir náði að merja Sóleyju Elíasdóttur með 7 og 1/2 stigi gegn 5 og 1/2, sem er dágott skor hjá þeim báðum. Þær eru báðar sannar nútímakonur, þótt Jóhanna sé ívíð nútímalegri en Sóley. af líkama og sál Mariya Strazhnikova er ofurkona.. að eru ekki ýkja mörg ár síðan aðeins allra sigldustu Vesturlandabúar þekktu nokkur orð í rússnesku fyrir utan nöfnin á helstu kommúnistaleiðtogunum: glasnost, vodka, perestrojka og Lada... 0, jæja. Hugsan- lega hefur ástandið lítið skánað hvað rússnesku- þekkinguna varðar, en nú geta menn í öllu falli bætt Mariya Strazhnikova við orðaforðann. Hin sláandi stórglæsilega Mariya starfar nú sem fyrir- sæta á meginlandi Evrópu og hefur á skömmum tíma skapað sér sess meðal þeirra fremstu. Verkefnaskráin og „mappan" fræga þykja þannig ótrúlega miklar að vöxtum miðað við þann stutta tíma sem hún hefur verið að í bransanum. Og ekki skemmir tiltölulega framandi uppruninn fyrir. Mariya hefur þó enn aðsetur í London þar sem hún fékk fyrstu verkefnin ekki alls fyrir löngu. Gælunafn gyðjunnar, sem er einungis 20 ára að aldri, er Masha — líkt og útsendarar fyrirsætu- skrifstofu einnar voru fljótir að komast að þegar þeir uppgötvuðu hana þar sem hún stundaði nám við Moskvuháskóla. Masha segist sjálf hins vegar ekki hafa flust til London til að slá í gegn í fyrirsætubransanum. „Nei, alls ekki. Ég kom hingað fyrst og fremst til að læra ensku, því í framtíðinni ætla ég að búa í Moskvu og vinna í utanríkisþjónustunni. Það er draumur sem ég hef í hyggju að láta rætast." Það vantar ekki metnað- inn. En hvað skyldi hún hafa annað á afreka- skránni en að vera eldklár, metnaðarfull og gull- falleg? „Ég spilaði til dæmis blak með rúss- neska landsliðinu á sínum tíma.“ Landsliðskona í blaki... — í alvörunni? „Maður þarf ekki að vera svo mjög hávaxinn til að ná færni í blaki, en það hjálpaði mér þó vitaskuld talsvert. Aftur á móti var ég númer eitt, tvö og þrjú þekkt fyrir slag- kraftinn og fastan leik.“ Saknar hún æskustöðv- anna í Moskvu? „Já, svo sannarlega. Ég get ekki afborið þá tilhugsun að vera mjög lengi að heim- an. Ég sakna hundanna minna of mikið." -sd

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.