Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 9 w w w .d es ig n. is © 20 02 Baðinnréttingar V. Fellsmúla • S. 588 7332 Tilboðsverð Hreinlætistæki! Frakkar, leðurjakkar, rúskinnsskyrtur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Léttur fatnaður í fríið Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10 -16 RÝMINGARSALA! Rýmum fyrir nýju vorvörunni - allt á að seljast. Fjögur verð 1.000 - 3.000 - 5.000 - 6.000 - Frábær kaup FLYTJIST yfirstjórn Varnarliðsins hér á landi frá Norfolk í Bandaríkj- unum til Evrópu mun það hafa breytingar í för með sér fyrir Ís- lendinga, að mati Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að jafnframt sé óljóst hvaða breytingar það yrðu nákvæmlega, of snemmt sé að segja til um það. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær greindi Halldór frá þessum hugmyndum Bandaríkja- manna í erindi sem hann flutti í Viðskiptaháskólanum á Bifröst á miðvikudag. „Á þessu stigi treysti ég mér ekki til að tjá mig frekar um þýð- ingu þessara áforma fyrir okkur. Við fylgjumst mjög náið með mál- inu. Því er ekki að neita að við höfum vissar áhyggjur af því að það myndist Evrópustoð og Ameríkustoð í Atlants- hafssamstarfinu. Þar af leiðandi teljum við að það þurfi að ganga fram af mikilli vand- virkni í málinu. Við ger- um okkur hins vegar ljóst að atburðirnir 11. september hafa breytt miklu og kallað fram nýja hugsun í öryggis- og varnarmálum sem ekki hefur verið séð fyrir endann á,“ segir Halldór. Hann segir að mikilvægast sé af öllu að varðveita tengslin við Atl- antshafsbandalagið, NATO. Ísland sé mikilvægur hlekkur í þeim efn- um og á það muni stjórnvöld leggja ríka áherslu í þeim sjónarmiðum sem fram verða sett. Nýtt skipulag með meiri áherslu á heimavarnir Utanríkisráðherra segir ennfrem- ur að miklar umræður eigi sér stað í Bandaríkjunum um endurskipu- lagningu varnarkerfisins, í kjölfar hryðjuverkanna 11. september sl. „Það liggur ljóst fyrir að í hinu nýja skipulagi verður lögð enn meiri áhersla á það sem kallaðar eru heimavarnir, sem munu njóta mikils forgangs í varnarkefinu. Það hefur áhrif á skipulagið gagnvart Evrópu og öðrum svæðum og uppi eru tillögur um slíkar breytingar. Þessari umræðu er hins vegar ekki lokið og nú á sér stað samráð meðal annars á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins,“ segir Halldór. Aðspurður hver séu helstu rök Banda- ríkjamanna fyrir því að flytja yfirstjórnina frá Norfolk til Evr- ópu segir Halldór málið fyrst og fremst ganga út á samræm- ingu öryggis- og varnarmála með nýj- um hætti. Leggja eigi aukinn þunga á heimavarnarkerfi Bandaríkjanna. „Ég minni bara á að engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar í mál- inu. Uppi eru margvíslegar skoð- anir, bæði innan og utan Bandaríkj- anna, og engin ein skoðun þar ráðandi. Á meðan málið er á því stigi er ekki hægt að segja fyrir um niðurstöðuna.“ Óljóst hvenær viðræður hefjast um bókun við varnarsamninginn Aðspurður segir utanríkisráð- herra ekkert liggja fyrir um það hvenær viðræður hefjast við Bandaríkjamenn um bókun við varnarsamninginn, sem rann út fyr- ir tæpu ári. „Við höfum verið í sam- bandi við stjórnvöld í Bandaríkj- unum en ekkert liggur ljóst fyrir um framhaldið,“ segir Halldór og bætir við að bandarísk stjórnsýsla hafi verið önnum kafin í öðrum verkefnum en þessum eftir hryðju- verkin í haust. Baráttan við hryðju- verkastarfsemi yfirgnæfi allt annað og íslensk stjórnvöld hafi á því full- an skilning. Hefur breytingu í för með sér fyrir Íslendinga Halldór Ásgrímsson Utanríkisráðherra um mögulegan flutning yfirstjórnar Varnarliðsins til Evrópu FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur sent tæpan tug mála til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans frá því það tók til starfa og þau hafa öll verið tek- in til rannsóknar eða verða tek- in til rannsóknar. Engu máli hefur verið vísað frá. Í Morgunblaðinu á miðviku- dag segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, að það hafi gerst nokkuð oft með Fjármálaeftirlitið að þeir hafi sent frá sér mál og þau hafi fengið misjafnar viðtökur. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans, sagði í samtali við Morgunblaðið að tæpur tugur mála hefði komið frá Fjármálaeftirlitinu frá því það tók til starfa. Afgreiðsla mál- anna hefði verið með þeim hætti að ákært hefði verið í málinu sem fyrst kom. Þá hefði verið hætt rannsókn í máli sem varðaði Búnaðarbankann, þ.e.a.s. hvað varðaði banka- stjórana og bankann sjálfan af ástæðu sem hann hefði gert rækilega grein fyrir í bréfi. Önnur mál hefðu verið tekin til rannsóknar. Annaðhvort hefði rannsókn hafist eða myndi hefj- ast, en engu máli hefði verið vísað frá. Í engu tilviki hefði niðurstaðan orðið sú að tilkynn- ing eða kæra væri að tilefnis- lausu. Jón sagði að málin sem kæmu frá Fjármálaeftirlitinu væru í öllum tilvikum flókin og tímafrek. Þarna væru á ferð- inni mál sem vörðuðu grun um brot eða brotastarfsemi í ann- ars lögmætri atvinnustarfsemi, þannig að það segði sig sjálft að þarna væri löng saga, mikið af gögnum og flókin atburðarás sem fara þyrfti yfir. Efnahagsbrota- deild ríkislög- reglustjórans Tæpur tug- ur mála frá Fjármála- eftirlitinu SÖFNUNIN Börn hjálpa börnum 2002 hefst í dag, föstudaginn 1. mars, og stendur til 23. mars. Að þessu sinni verður safnað fyrir byggingu El Shaddai-barnaheim- ilisins á Indlandi og hafa hátt í 100 skólar með nálægt 3.000 börnum tilkynnt þátttöku í söfnuninni í ár. Verða börnin sem ganga í hús og safna framlögum auðkennd með barmmerkjum og myndskreyttum, merktum og númeruðum baukum. Aauk þess munu grunnskólabörn ganga í hús og safna framlögum í bauka. Munu tónlistarskólabörn verða með uppákomur í helstu verslunarmiðstöðvum og baukar liggja frammi í bönkum, sparisjóð- um, pósthúsum og bensínstöðvum. Í söfnuninni í fyrra söfnuðust um 5,8 milljónir í bauka sem voru not- aðar til uppbyggingar á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Fyrir söfnunarféð voru byggðar tvær svefnálmur fyrir börnin á heim- ilinu, skólahús með sex skólastof- um og komið á fót menntaskóla fyrir heimilið. Í ár er stefnt að því að reyna að safna tíu milljónum króna, en það er áætlaður kostn- aður við að ljúka byggingu El Shaddai-barnaheimilisins. Um 140 börn bíða þess við slæmar að- stæður að nýja húsið, sem er rúm- lega 1.000 fermetra bygging, verði tilbúið. Staðan á byggingunni er sú að steyptur hefur verið grunnur, burðarsúlur og þak og hafa íslensk börn safnað fyrir þeim fram- kvæmdum í fyrri söfnunum, árin 1999 og 2000, auk þess sem hluti af veggjum hefur verið hlaðinn. Íslendingar sjá alfarið um að kosta framfærslu barnanna og uppbyggingu á El Shaddai- barnaheimilinu og heitir landið þar sem heimilið rís Nýja-Ísland. Um 50 börn af þeim 140 sem bíða eftir nýja heimilinu eru enn án stuðnings, en reynt verður að finna þeim öllum íslenska stuðningsaðila á næstu vikum. Reikningur söfn- unarinnar er í Íslandsbanka, Laugavegi, nr. 515-14-110 000. Börn hjálpa börnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.