Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Viðutan sirkusstjóri og samspil dansara og sellós eru meðal viðfangsefna danshöfunda Dansleikhússins. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér verkin. Kokkur á framandi slóðum Völundur Snær Völundarson kokkur hefur farið víða um heiminn og rekur nú eigin veitingastað á Bahama- eyjum. Ragnhildur Sverrisdóttir hafði uppi á honum. Atvinnuöryggi leiðbeinenda Leiðbeinendur í skólum njóta lítils atvinnuöryggis, en fátt virðist þar til ráða annað en að þeir afli sér kennsluréttinda. Dans í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn MEIRIHLUTINN HÉLDI Samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið fengi Sjálfstæðisflokk- urinn 36,1% atkvæða og 23 þingmenn, Samfylkingin fengi 28,5% og 18 þingmenn og Fram- sóknarflokkurinn næði kjörfylgi sínu, 18,5% og hlyti 12 þingmenn, ef kosið yrði nú. Samkvæmt þessu héldi meirihluti stjórnarflokkanna velli á Alþingi, fengi 35 kjörna af 63. Mikil kolmunnaveiði Kolmunnaveiði er að ná sögu- legu meti og hefur stofninn aldrei verið sterkari þrátt fyrir veiði langt umfram ráðleggingar Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. Ekk- ert samkomulag er um veiðistjórn- un en veiðiþjóðirnar, m.a. Ísland, hafa sett sér einhliða kvóta. Bankastjórar og fyrning Bankastjórar viðskiptabankanna hafa vissa fyrirvara á fyrning- arleið í sjávarútvegi og telja m.a. að hún hafi neikvæð áhrif á greiðslugetu útgerðanna og einnig á bankana sjálfa. HABL í Rússlandi Stjórnvöld í Rússlandi hafa ákveðið að grípa til neyðarráðstaf- ana vegna hættunnar á faraldri af völdum bráðalungnabólgunnar, HABL. Staðfest hefur verið að einn Rússi sé haldinn veikinni. Uggur er í fólki hér á landi og hefur embætti landlæknis borist fjöldi fyrirspurna frá fólki sem er á leið til útlanda. Evran hækkar Veruleg hækkun varð í gær á gengi evrunnar. Styrktist þessi sameiginlegi gjaldmiðill tólf ESB- ríkja mjög á kostnað punds og dollars. Hrottafengin at laga Tveir bræður voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Skeljagranda í ágúst í fyrra. Var atlaga bræðranna að rúmlega tví- tugum manni talin hrottafengin. F Ö S T U D A G U R 9 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð C  BLESSAÐ BARNALÁN/2  JÖRÐ OG VATN Á 100% BÓMULL/3  SKÓLASTOFAN ENDURSPEGLAR ÞJÓÐFÉLAGIÐ - AGI Á UNDANHALDI?/4  ALLIR DANSA ALLSGÁÐIR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÉG VAR með fyrstu kynn- inguna í nóvember síðastliðn- um, þannig að segja má að þetta sé glænýtt,“ segir Anna Silfa Þorsteinsdóttir, hár- snyrtir og förðunarfræðingur, sem er konan að baki Secret- förðunarvörunum hér á landi. Um er að ræða snyrtivörur sem framleiddar eru í Kanada og víðar, en Anna Silfa velur, hannar og markaðssetur eigin línu, Secret, fyrir íslenska neytendur. „Hugmyndin var í raun að koma á laggirnar „dótabúð förðunarfræðings- ins“ þar sem allt væri til. Draumurinn er að úrvalið verði það mikið að hver förðunarfræðingur eða hvert leikhús geti sett saman eigið safn úr flórunni. En einhvers staðar byrja allir og þetta hefur bara gengið mjög vel þessa fyrstu mán- uði.“ Anna Silfa á og rekur Hárhúsið í Mosfellsbæ, en það var fyrir skömmu valið Sprotafyrirtæki árs- ins 2002 af bæjaryfirvöldum þar. Hún er þakklát fyrir viðurkenn- inguna. „Ég hef starfað við hár- greiðslu í sautján ár og lærði förðun fyrir tæpum áratug. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og hef hrærst lengi í þeim heimi; litum og stíl. Þegar ég þurfti svo að minnka við mig hárgreiðsluna samkvæmt læknisráði fannst mér spennandi til- hugsun að flytja inn förðunarvörur eins og ég vildi hafa þær,“ segir Anna Silfa, en það sem hefur háð henni eru laskaðir hálsliðir sem rekja má til bílslyss sem hún lenti í um tvítugt á Hawaii, þar sem hún starfaði einmitt á hárgreiðslu- og snyrtistofu. „Ég veit að tískubransinn er erf- iður bransi en ég er bjartsýn. Ég er líka komin með nægilegt sjálfsör- yggi eftir öll þessi ár til þess að ráð- leggja fólki og er talsvert bókuð í ráðgjöf, bæði um hár, förðun og fatn- að. En þetta er allt spurning um að útbúa trausta ímynd og vera með gæðavöru sem stendur undir nafni. Mýkt línunnar hefur til dæmis mælst vel fyrir og hentar breiðu ald- ursbili. Annar kostur er sá að við er- um með farða fyrir ljósa húð, dökka húð og allt þar á milli. Hér á landi búa sífellt fleiri konur með annan húðlit en hinn norræna og Secret mætir þeirra þörfum,“ segir Anna Silfa og tekur fram að línan sé ein- göngu í sölu hjá snyrti- og förðunar- fræðingum. „Þetta er vara fyrir fag- fólk, en þó löguð að hinni venjulegu konu.“ Um sumarið 2003 segir hún: „Hermannatískan heldur velli frá í vetur. Hjá Secret er sjógræni litur- inn splash rosalega vinsæll, ásamt litum með perlumóðuráferð. Þá koma bleikir og fjólubláir sumarlitir inn og glimmer og gloss gefa frísk- legt yfirbragð. Annars fer þetta allt eftir því hvað hentar hverjum og ein- um og fatnaður og farði mynda vissulega alltaf eina heild.“  „Áslaug er með léttan farða sem hentar sumrinu og er án sólarvarnar. Þá er hún með bleikan og ferskjulit- an gljáa sem kinnalit, bleikbrúnan varalit og húðlitan gloss,“ segir Anna Silfa Þorsteinsdóttir sem farðaði Ás- laugu með sumarlitum Secret. „Augnblýanturinn er grænn og á augnlokum er sjógrænn augnskuggi, en einnig bleikur duftaugnskuggi og örlítið silfurduft.“ Anna Silfa sá einnig um hár beggja stúlknanna. Morgunblaðið/Jim Smart  „Íris er með blágrænan augnskugga og túrkíslitað glitduft yfir, en maskarinn er grænn. Í augnkrókunum er silfurblik sem gefur birtu og opnar augnsvipinn. Á miðjum augnlokunum er eins konar perlumóðurduft,“ segir Sif Davíðsdóttir, förðunarmeistari, sem vann þessa björtu sumarförðun með Secret-vörum. „Þá er Íris með bleikan kinnalit sem gefur ljóma í húðina. Á vörunum er svo appelsínugult gloss með skeljaáferð.“ Su m ar lit ir ni r 20 03 Ígrænumsjó Kosningahandbók                                           !  "  #$%&' ()'&# (*&* )%+ %%& %%#)) &'&&' +$% &,-% %$-) %-+ $-% $-# +(-, *-& $-& &$.+ +#.# &.& &%.# +.%                 " /           " /  0 1   2  2    3       12  &,,%' #,%,% (&&,# +#'*( &&,$( #&( )&) *') &&$' ,$#& &&-% +#-# #)-& &%-# )-+ $-+ $-% $-( $-) %-* '.+ &' +&.% ).+ &.# $ $ $ $ &.+      !" # #$% !&!'(" ) *  + ,)             !  "#  "#  "           !   #                                                                ! "  #$$! $$  ! % &$ '  ( !)*$ +  *$, - *$ ) ! ( .$  /   ! ) ,0! 1  *$ ( )  $$! '2  /  *$   ! 3 $  4   ! %!  ! /* ) ) 5& $ 6  7 *$ 2 *$  ! / ) 2 $  )  &  $ 2$ !  ( !*$ 8 1   9 *$ .$  ! 7 *$ +28 $ 0  '  %2 '  /$$ "!  ! 4& $ 7  0    - $ 8   " $!   !     / ! ) *$ 978!  *$ +!$ #:  $   ;   4 7 ! /             +2  ' 88 <  #:     +28$ ( #: /   ' 88             Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 46 Viðskipti 14 Kirkjustarf 60 Erlent 15/20 Minningar 60/68 Höfuðborgin 22 Bréf 70/71 Suðurnes 22 Dagbók 72/73 Akureyri 26/28 Staksteinar 72 Landið 28/30 Leikhús 76 Listir 30/34 Fólk 76/81 Umræðan 36/59 Bíó 78/81 Forystugrein 42 Ljósvakamiðlar 82 Þjónustan 45 Veður 83 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir „Stúdentablaðið“. Blaðinu er dreift um allt land. ÍSLANDSBANKI mun opna útibú í Lúxemborg á næstu vikum en sam- kvæmt fréttatilkynningu frá bank- anum hefur Íslandsbanki stefnt að opnun útibús í Lúxemborg um nokk- urt skeið. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að starfsemin sé hrein viðbót við starfsemi Íslands- banka. Hann segir að hún muni krefjast 8–10 stöðugilda til að byrja með og Allan Strand Olesen muni veita útibúinu forstöðu, en hann var áður yfirmaður útlánamála hjá Bun- adarbanki International S.A. Fimm aðrir fyrrum starfsmenn BI S.A. hafa jafnframt ráðið sig til útibús Íslandsbanka. Bjarni segir að hjá útibúinu verði áhersla lögð á millibankaviðskipti og útlán til banka, einkum til norrænna banka og starfsemin verði hluti af fjárstýringu bankans. Í fréttatilkynningu bankans segir að útlánavöxtur Íslandsbanka hafi einkum verið erlendis undanfarin misseri og með opnun útibúsins í Lúxemborg verði fleiri stoðum rennt undir alþjóðlega starfsemi Íslands- banka. Spurður um samkeppnisumhverfi útibúsins í Lúxemborg segir Bjarni að bankinn sé í rauninni að keppa þarna við aðra norræna banka, bæði norræna banka með starfsstöðvar í Lúxemborg sem og banka á Norð- urlöndum. Íslandsbanki er með A1 langtíma- lánshæfismat og nýtur hæsta láns- hæfismats íslenskra banka, að því er segir í tilkynningunni frá bankanum. Bjarni segir að lánshæfismat bankans sé með því hæsta sem ger- ist á Norðurlöndum og sé ein af grundvallarforsendum fyrir sam- keppnishæfni bankans á þessu starfssviði. Í fréttatilkynningunni segir að á grundvelli traustrar fjármögnunar á alþjóðavettvangi hafi möguleikar bankans til að þjóna smærri erlend- um bönkum aukist undanfarin ár. „Erlend fjármögnun bankans er einkum á víxla- og skuldabréfamark- aði auk bankalántöku, en yfir 60% af fjármögnun Íslandsbanka fer fram á alþjóðlegum mörkuðum. Stofnun útibúsins mun þannig enn frekar styrkja bæði fjármögnun bankans og útlánastarfsemi.“ Bjarni kveðst aðspurður vera bjartsýnn á að starfsemin í Lúxem- borg geti vaxið að umfangi í framtíð- inni. Útibúið í Lúxemborg er annað útibú bankans á erlendri grundu, en Íslandsbanki er nú þegar með starf- semi í London. Íslandsbanki opnar útibú í Lúxemborg ÞAÐ fór vel á með stórsöngv- urunum Kristjáni Jóhannssyni tenór og Kristni Sigmundssyni bassa þegar þeir hittust í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju síð- degis í gær. Þá hófust æfingar á Sálumessu Verdis, Requiem, sem flutt verður á hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahöllinni á sunnudaginn. Báðir segja þeir tónlistina ynd- islega; „ég held þetta verði of- boðslega fallegt,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið í dag. Aðrir einsöngvarar eru Björg Þórhallsdóttir sópran og ítalska mezzósópransöngkonan Anna- maria Chiuri. Þrír kórar syngja einnig á tónleikunum og stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunn- arsson aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Tónleikarnir marka upphaf Kirkjulistaviku á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson á fyrstu æfingunni í gær. Rétt er að geta þess að Kristinn sat á stól þegar myndin var tekin! „Ofboðs- lega fallegt“  Yndisleg tónlist/34 Á SAMRÆMDU enskuprófi var spiluð upptaka af viðtali við sálfræðinginn Robert Dell þar sem hann ræddi um áhrif hlát- urs á sálarlífið. Í spurningum sem áttu við upplesturinn var á hinn bóginn spurt um hvað Rog- er hefði sagt um hlátur. Þessi mistök höfðu reyndar uppgötv- ast áður en prófið var sent í skólana og kennarar beðnir um að benda nemendum á þessa villu áður en prófið hófst. Ingi Viðar Árnason, þaul- reyndur enskukennari í Haga- skóla, fann aðra villu til viðbótar á skömmum tíma. Nafnorðið liljur var ranglega skrifað með tveimur l-um „lillies“. Ingi Viðar segir að oft hafi léleg vinnu- brögð einkennt gerð sam- ræmdra prófa í ensku. Í mörg ár hefur plagg fylgt með prófunum þar sem kennar- ar eru beðnir um að láta í ljós álit sitt sem á að vera nafnlaust en kennarar eru beðnir um að greina frá aldri og starfsaldri. „Síðastliðið vor sendi ég þetta samviskusamlega og skrifaði nafnið mitt undir. Ég bauðst til að prófarkalesa prófið vorið 2003 og taka ekkert fyrir það. En þeir þáðu það ekki, því er nú verr,“ segir hann. Sigurgrímur Skúlason, deild- arstjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að öll tungumálapróf séu prófarkalesin af fagmönnum. Alltaf sé þó hætta á mistökum. Samræmd- ar villur í ensku- prófinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.