Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 37 HRÆÐSLUÁRÓÐUR sjálfstæðismanna ríður ekki við einteyming í þessari kosningabaráttu. Í sjónvarpsauglýsingu flokksins er gefið í skyn að aðild að Evrópusambandinu hafi í för með sér að fiskimið Ís- lands fyllist af spænskum og portúgölskum togurum. Nú veit ég ekki hvort um fáfræði er að ræða eða hreinlega vísvitandi blekkingar, en annað hvort er það, og ég veit satt að segja ekki hvort er verra. Samfylkingin vill að Ísland taki fullan þátt í Evrópu- sambandinu, ef um semst í aðildarviðræðum, og að und- angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal ófrávíkj- anlegra samningsmarkmiða er – og það vita sjálfstæðismenn mæta vel – að auðlind hafsins verði áfram í höndum Íslendinga og að við Íslendingar stjórnum sjálfir veið- um í lögsögu landsins. Til að ná fram þessu markmiði væri til að mynda hugsanlegt að skilgreina lögsögu Íslands sem sérstakt stjórn- sýslusvæði innan sjávarútvegsstefnu ESB, eins og utanríkisráðherra hefur lagt til, sem yrði allfarið undir stjórn íslenskra stjórnvalda. Al- veg eins og nú er. Öll ríki sem gengið hafa til liðs við Evrópusambandið hafa fengið varanlegar undanþágur frá eða aðlaganir að reglum sambandsins, á einhverju því sviði sem snertir grundvallarhagsmuni þeirra. Sjávar- útvegur snertir sjálft lífsviðurværi Íslendinga en er jaðarmálaflokkur í ríkjum Evrópusambandsins og aðstæður eru gjörólíkar á Íslandi og í Evrópusambandinu. Til að mynda nemur lögsaga Íslands hvergi við lögsögu ESB og helstu fiskistofnar við Ísland eru staðbundnir og því ekki sameiginlegir með ríkjum ESB. Því eru töluverðar líkur á að unnt verði að ná fram ofangreindu markmiði í aðildarsamningi, en úr því fæst hins vegar ekki skorið fyrr en í aðildarviðræðum. Hræðsluáróður sjálfstæðismanna fellur því um sjálfan sig og er ekki til þess fallinn að skýra málið fyrir kjósendum, sem þó er hlutverk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Hræðsluáróður sjálfstæðismanna Eftir Eirík Bergmann Einarsson Höfundur er stjórnmálafræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. ÞAÐ hefur verið áberandi í kosningabaráttunni að Samfylkingin hefur lítið rætt um málefni en eytt púðrinu í dylgjur og gróusögur, aðallega um Davíð Oddsson. Og svo hafa þeir hamrað á því að Davíð sé búinn að vera allt of lengi forsætisráðherra og þess vegna þurfi nú að skipta um skipstjóra á þjóðarskútunni. Nú hefur Davíð vissulega verið lengi í forystuhlutverki, fyrst sem farsæll borgarstjóri í 9 ár og síðan sem enn far- sælli forsætisráðherra í 12 ár, eða 21 ár alls. En er það ástæða til að skipta um forystu? Á það þá ekki jafnt við um ýmis önnur trúnaðarstörf í þessu þjóðfélagi? Tökum dæmi: Viðar Karlsson er að láta af störfum sem skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi eftir rúmlega 40 ára far- sælan skipstjórnarferil. Öll þessi ár hefur Viðar verið í hópi aflasælustu skipstjóra landsins, öll þessi ár hefur hann farið einstaklega vel með skip, veiðarfæri og mannskap, öll þessi ár hefur hann sloppið við meiri háttar áföll. Hann hefur með öðrum orðum verið afburðamaður í starfi. Samkvæmt kenningu Samfylkingarinnar hefði Viðar átt að vera hættur störfum fyrir 20 árum. Skyldi nú útgerðarmönnum hans, Valdimar heitn- um Indriðasyni eða Haraldi Sturlaugssyni og þeim bræðrum, einhvern tíma hafa dottið í hug að láta Viðar hætta vegna langs starfsaldurs? Auð- vitað ekki. Auðvitað vildu þessir ágætu útgerðarmenn njóta starfskrafta þessa farsæla skipstjóra meðan hann var í fullu fjöri og fiskaði manna mest. Gilda önnur lögmál um skipstjórn á þjóðarskútunni en aðra skipstjórn? Eigum við ekki að njóta starfskrafta afbragðsskipstjóra meðan hann er í fullu fjöri og stýrir skútunni af farsæld? Davíð Oddsson hefur stýrt þjóð- arskútunni einstaklega farsællega síðustu 12 ár. Við skulum fela honum áframhaldandi skipstjórn. Davíð og Viðar Eftir Guðjón Guðmundsson Höfundur er alþingismaður. Í HITA leiksins fyrir hverjar kosningar skjóta alltaf upp kollinum í fjölmiðlum einstaka furðu- fuglar. Í Morgunblaðinu 23. mars birtist ofurlítil grein eftir einhvern Einar S. Hálf- dánarson sem titlar sig sem hæsta- réttarlögmann og löggiltan endur- skoðanda. Helsti boðskapur lögmannsins og endurskoðandans var að nú væri fréttastofa Ríkisútvarps- ins orðin að málpípu vinstri aflanna í landinu og jafnvel komin á mála hjá kölska sjálfum sem nú birtist helst í líki Frakka og þýskra jafnaðarmanna. Og hver var svo sök fréttamanna? Jú, þeir höfðu skýrt frá nýút- kominni bók Hörpu Njálsdóttur félagsfræðings um fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar og helstu niðurstöðum hennar! Samsæri myrkraaflanna með Hörpu og fréttamönnum náði svo hámarki í því að birta þessar rannsóknir rétt fyrir kosningar, í því skyni væntanlega að formyrkva hug kjósenda í landinu og lauma því inn í hugskot þeirra að það væri til fátækt á Íslandi. Slíkar hugmyndir myndu síðan hafa þær afleiðingar að þeir féllust í faðma við myrkraöflin. Ég held ég geti hins vegar fullvissað lögmanninn, og trúbræður hans, um það að þegar Harpa Njáls- dóttir hóf sínar merku rannsóknir fyrir nokkrum árum á félagslegum veruleika á Íslandi samtímans, hafi hún ekki tekið mið af því að koma höggi á sér- trúarsöfnuði hægrimanna í íslenskum stjórnmálum. Ég efast um að lögmenn eða endurskoðendur á Ís- landi, ég tala nú ekki um ef þeir birtast í sama manni, hafi lent í fátæktargildru eða átt mikið við fátækt að stríða. Ég geri hins vegar þá sanngjörnu kröfu til manna sem skreyta sig með slíkum titlum að þeir kunni að lesa. Í krafti þess bendi ég lög- manninum á að lesa bók Hörpu Njálsdóttur, sem hægt er að fá m.a. hjá Borgarfræðasetri Reykjavík- ur og víðar, áður en hann stingur næst niður penna um þessi mál. Reyndar hélt ég að slík grundvall- aratriði við umfjöllun mála hefðu verið kennd við lagadeild Háskóla Íslands. Fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar Eftir Kristján E. Guðmundsson Höfundur er félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. ÉG get ekki lengur orða bundist. Ég held að það hafi ekki nokkur at- vinnugrein eða einstaklingar orðið fyrir annarri eins rógs- og niðurlæging- arherferð og útgerðarmenn og sjómenn hafa mátt þola af hálfu stjórn- arandstöðuflokkanna í þessari kosningabaráttu. Því er beinlínis haldið fram að allir útgerðarmenn arð- ræni og beinlínis steli af þjóðinni og þeir sem fá úthlutað kvóta séu í því að leigja hann frá sér, séu síðan úti á Spáni að leika sér. Það er alveg ótrúlegt að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega skuli leyfa sér að fara með slíkt bull. Ég veit ekki betur en að þessi þjóð lifi meira og minna á sjávarútvegi. Vitið þið til dæmis hvað eru mörg störf í þessu landi sem tengjast beint og óbeint sjávarútvegi og hafa beinlínis orðið til vegna þess að menn og fyrirtæki í sjávarútvegi hafa verið opin og tilbúin að taka þátt í að þróa og fjárfesta í nýjungum og tækjabúnaði af ýmsum stærðum og gerðum? Í dag eru hér á landi öflug og góð fyrirtæki með mikla þekkingu og reynslu sem beinlínis hafa orðið til vegna framsýni þeirra manna og kvenna sem starfa við sjávarútveginn. Ég vil bara hvetja þá stjórnmálamenn sem hafa það á stefnuskrá sinni að gjörbylta stefnunni í sjávarútvegsmálum að kynna sér rekstur og framtíð- arsýn þeirra aðila sem starfandi eru í greininni í dag og ekki síður afleið- ingarnar sem slík bylting mun hafa, en koma ekki fram á völlinn með sleggjudóma og dylgjur. Ég man ekki betur en að í hinum frægu Borgarnesræðum Ingibjargar Sólrúnar hafi hún talað fjálglega um afskipti stjórnmálamanna af fyr- irtækjum. Hvað það væri slæmt og erfitt fyrir fyrirtækin þegar stjórn- málamenn væru að ræða um þau, hvað þá annað. Hafi einhver fótur verið fyrir því sem hún ýjaði að þar, þá fullyrði ég að þau afskipti hafi verið hjóm eitt miðað við þau afskipti og árásir sem hún og hennar flokkur standa fyrir á hendur sjávarútveginum þessa dagana. Sjávarútvegsfyrirtæki eins og önnur fyrirtæki þurfa á sem mestum stöð- ugleika að halda Útgerðirnar þurfa umfram flest önnur fyrirtæki að glíma við duttlunga náttúrunnar og er það ærið verkefni, svo ekki bætist við einhver haugur af misvitrum stjórnmálamönnum. Þeir gusa mest sem grynnst vaða Eftir Ásgeir Valdimarsson Höfundur er útgerðarmaður og sjómaður í Grundarfirði. NÝLEGA sá ég mynd í sjón- varpinu af íslenskum körlum, sem höfðu starfað sem forsætisráð- herra, þáverandi og núverandi, í sam- tals 99 ár. Myndin minnti mig á Berl- ínarmúrinn, tákn aðskilnaðar. Hundrað ára gam- all veggur af körl- um, hvar voru konurnar, hver var og er réttur þeirra. Réttur þeirra er og hefur lengi verið brotinn. Það tók herrana ellefu ár að gera sér það ljóst að helmingur þjóð- arinnar fékk ekki að kjósa, þar til 1915, en hlutverk kvenna er ekki einvörðungu að kjósa karla á þing, þær eiga líka rétt til að stjórna. Karlarnir hópa sig saman og ryðja konu úr embætti eða sópa þeim út af lista sínum og setja þar í þeirra stað þrjá fallega drengi. Sumar konur kjósa ennþá af gamalli venju einfaldlega karlmenn af því að þeir eru karlar. Dekrið við karlana mætti nú bíða í bili því margar hendur hafa tekið saman og við munum standa bakvið þá frábæru og gáfuðu konu sem Ingi- björg Sólrún er, í sæti forsætis- ráðherra þann 10. maí næstkom- andi. Þar á hún heima. Karlamúrinn Eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur Höfundur er félagi í Femínistafélagi Íslands. HAFIN eru mikil hervirki á há- lendinu norðan Vatnajökuls, fram- kvæmdir sem eiga eftir að leiða af sér gífurleg óaft- urkræf náttúruspjöll á viðkvæmu landi, landi sem bauð upp á sjálfbæra nýting- arkosti en skamm- sýni stjórnmála- manna kom í veg fyrir að þeir væru skoðaðir af al- vöru. Baráttan um hálendi Íslands hefur staðið allt þetta kjörtímabil og hún hefur verið hörð. Í henni hefur einn flokkur barist af hörku fyrir sjónarmiðum náttúruverndar og staðið vaktina í hverju málinu á fætur öðru. Þetta er Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð. Það voru þingmenn VG, sem gagnrýndu stjórnvöld fyrir flaustrið og óðagotið þegar Kárahnjúkavirkj- un var upphugsuð, hönnuð, ákveðin og afgreidd á einu og sama kjör- tímabilinu. Það voru þingmenn vinstri-grænna, sem hvöttu til sam- anburðar ólíkra nýtingarkosta og vöruðu við því að með Kára- hnjúkavirkjun væri komið í veg fyr- ir stofnun þjóðgarðs á heims- mælikvarða norðan Vatnajökuls. Það voru þingmenn vinstri-grænna, sem gengu fram fyrir skjöldu og settu í tvígang fram kröfu um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um þessi mál, í fyrra skiptið samhliða sveitarstjórnarkosningum 2002 og hið síðara samhliða komandi kosn- ingum til Alþingis. En sjónarmið vinstri-grænna náðu ekki fram að ganga, Kárahnjúkavirkjun og orku- sala til álbræðslu á Reyðarfirði voru keyrðar í gegnum þingið með offorsi stjórnarflokkanna og dygg- um stuðningi fimmtán þingmanna Samfylkingarinnar. Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð var eini stjórnmálaflokkurinn sem bauð upp á umræðu um annars konar nýt- ingu náttúruauðlindanna norðan Vatnajökuls. Aukinn þungaiðnaður á næsta leiti Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ekki farið mikið fyrir um- ræðu um náttúruvernd, þrátt fyrir tilraunir vinstri-grænna til að fá þau mál á dagskrá. Stóriðjuflokk- arnir þrír hafa skiljanlega ekki mikinn áhuga á að ræða stefnu sína í þessum málum, þar sem það telst varla vænlegt til atkvæðaöflunar að segja frá þeim stóriðjuáformum sem eru á döfinni og um leið óhjá- kvæmilegum orkunýtingar- áformum. Þess má vænta að á nýju kjörtímabili þurfi þingmenn að taka afstöðu til stækkunar álbræðsl- unnar í Straumsvík í 460 þúsund tonn, enn frekari stækkunar Norð- uráls á Grundartanga, raf- skautaverksmiðju á Grundartanga, stálbræðslu í Helguvík og súráls- verksmiðju í nágrenni Húsavíkur. Þetta eru þær framkvæmdir sem fólk hefur heyrt nefndar í fjöl- miðlum og miðað við ístöðuleysi Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar á síðasta kjörtímabili má gera ráð fyrir að þessar hugmyndir fljúgi í gegn fái þessir flokkar einhverju um það ráðið. En er það vilji þeirra sem nú ganga að kjörborðinu að atvinnu- uppbygging næstu ára verði á þess- um nótum þungaiðnaðar? Aukningin kallar á gríðarlegar fórnir Nauðsynlegt er að kjósendur geri sér grein fyrir því að uppi eru áform um stórvirkjanir í þágu þeirrar stóriðju sem nú bankar á dyrnar. Þessi áform fela í sér enn frekari óafturkræf spjöll á við- kvæmri náttúru hálendisins. Má þar nefna áform um Skaftárveitu, sem breyta myndi Langasjó í au- rugt uppistöðulón með tilheyrandi áhrifum þess að veita Skaftá vestur í Tungná. Á borðum eru einnig áætlanir um virkjun Jökulsár á Fjöllum í tveimur þrepum, gegnum Jökuldal og yfir í Lagarfljót. Rætt er um virkjanir í Skjálfandafljóti, bæði upp undir Vonarskarði og við Íshólsvatn. Þá eru Jökulvötnin í Skagafirði enn undir. Háhitinn sunnan undir Vonarskarði og jafn- vel í Vonarskarði sjálfu. Torfajök- ulssvæðið og jafnvel Hrafntinnu- sker. Hvað ætli sé langt í að Friðlandi að Fjallabaki verði fórnað á þessu sístækkandi altari stóriðj- unnar? Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur í allri sinni baráttu fyrir vitrænni stefnu í orkumálum lagt áherslu á rammaáætlun um nýtingu virkjanakosta. Nú háttar svo til að fyrsti áfangi hennar er hársbreidd frá því að líta dagsins ljós. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá Valgerði Sverrisdóttur hefði hún getað op- inberað hann áður en allir hnútar voru hnýttir varðandi Kára- hnjúkavirkjun, en slíkt hefði ekki þjónað hagsmunum þessarar rík- isstjórnar. Þess í stað var öllu skutlað gegnum þingið með hraði og fyrir skemmstu var ætl- unarverkið kórónað með því að um- hverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir auglýsti skerðingu friðlandsins í Kringilsárrana án þess að nokkur fjölmiðill tæki málið upp. Hags- munir náttúruverndar hafa verið fyrir borð bornir af þessari rík- isstjórn og þeir verða það áfram haldi hún velli í komandi kosn- ingum. Fífldirfska Framsóknar Nýverið birtist viðtal við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra í breska blaðinu Guardian, þar sem ráðherrann fullyrðir að hér á landi séum við aflögufær um orku, þar af leiðandi komi það til greina að flytja út orku um sæstreng til Evr- ópu. Og samflokksmaður umhverf- isráðherra, formaður iðnaðarnefnd- ar, Hjálmar Árnason, bætti um betur örfáum dögum síðar í viðtali í Ríkisútvarpinu þar sem hann sagði það vel koma til greina að flytja út vetni til Þýskalands. Ekki fylgdi sögunni hvaðan orkan í þessi fram- sóknarverkefni ætti að koma, en það verður að segjast eins og er að forgangsröðun af þessu tagi er stórháskaleg og stangast algerlega á við hugmyndafræði sjálfbærrar orkustefnu, sem er sú stefna sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur kynnt í þessum efnum. Vilji kjósendur skynsamlega stefnu í orku- og virkjanamálum, stefnu sem gefur fyrirheit um nátt- úruvernd og glæsta framtíð hálend- isins, þá er einungis um einn kost að ræða í komandi kosningum og hann er sá að setja X við U. Það verður kosið um framtíð hálendisins Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.