Morgunblaðið - 09.05.2003, Page 59

Morgunblaðið - 09.05.2003, Page 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 59 TALSVERT hefur verið fjallað um málefni Borgarleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og Ís- lensku óperunnar í Morgunblaðinu undanfarna daga, m.a. í greinum eftir Randver Þorláksson, formann Félags íslenskra leikara, og Kristin Sigmundsson óperusöngvara. Í þessum skrifum hefur spurningum verið beint til mín og vil ég leitast við að svara þeim af bestu getu. Í grein Randvers Þorlákssonar er fjallað um starfsskilyrði ís- lenskra leikara og stöðu Leikfélags Reykjavíkur. Í því sambandi vil ég vekja athygli á því að málefni Leik- félags Reykjavíkur eru þessa dag- ana til meðferðar hjá Reykjavíkur- borg og hef ég umsjón með viðræðum við stjórnendur Leik- félagsins. Þar vinnum við mark- visst að því að finna leiðir til að tryggja rekstur Leikfélags Reykja- víkur til frambúðar í Borgarleik- húsinu, í anda þess samnings sem gerður var til 10 ára í janúar 2001. Samningurinn tryggir Leikfélagi Reykjavíkur ríflega tveggja millj- arða kr. framlag frá Reykjavíkur- borg. Í niðurlagi greinar sinnar beinir Randver eftirfarandi spurn- ingum til mín: Hver er framtíðar- sýn borgarinnar varðandi Borgar- leikhúsið? Reykjavíkurborg vill að í Borgarleikhúsinu verði áfram öfl- ugt menningarstarf og að húsið sé nýtt enn betur en nú er. Er það ætl- un borgaryfirvalda að svelta Leik- félag Reykjavíkur út úr Borgar- leikhúsinu? Því fer fjarri. Eru borgaryfirvöld óánægð með það starf sem unnið hefur verið í Borgarleikhúsinu? Ég vil leggja áherslu á að borgaryfirvöld meta mikils faglegan metnað og gæði menningarstarfsemi í Borgarleik- húsinu. Hins vegar er rekstrar- vandi Leikfélags Reykjavíkur mik- ið áhyggjuefni. Ekki er skynsamlegt að halda áfram á þeirri braut að árlega komi fram beiðnir um viðbótarframlög um- fram það sem kveðið er á um í lang- tímasamningi. Vill og ætlar borgin að koma með meiri og ábyrgari hætti að stjórn hússins? Í mínum huga er alveg ljóst að eigi að breyta rekstrarformi Borgarleikhússins þarf að breyta gildandi samningi milli Reykjavíkurborgar og Leik- félags Reykjavíkur. Það gerist ekki nema með vilja Leikfélags Reykja- víkur og í samstarfi við það. Ef starfsmaður er kominn yfir miðjan aldur og hefur alla sína starfstíð unnið hjá fyrirtækinu, en er nú sök- um aldurs farinn að nýtast minna en hann gerði áður, á fyrirtækið að segja honum upp? Þessa spurningu þurfa allir sem kljást við rekstur að glíma við og við henni er ekki til einhlítt svar. Ekkert fyrirtæki ger- ir hins vegar starfsmönnum sínum, eigendum eða viðskiptavinum greiða með því að gæta ekki að því að rekstrargrundvöllur sé tryggður til áframhaldandi starfsemi. Hafa fyrirtæki engar siðferðisskyldur? Að sjálfsögðu hafa þau slíkar skyld- ur og að mínu mati er ein sú mik- ilvægasta þeirra að tryggja fram- tíðarrekstur fyrirtækisins. Ég vík þá að grein Kristins Sig- mundssonar óperusöngvara, sem birtist 8. maí, undir fyrirsögninni: „Á Íslenska óperan að bjarga Borg- arleikhúsinu? Þeirri spurningu er fljótsvarað. Svo er ekki. Málin eru að mestu óskyld. Hins vegar er rétt að upplýsa að menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg standa nú að könnun bestu fáanlegra erlendra fagmanna á því hvort hugsanlegt sé að óp- eruflutningur geti orðið með góðu móti í Borgarleikhúsinu. Þegar er ljóst að bæði þyrfti að stækka að- alsal hússins og gera á honum veru- legar breytingar, ef svo ætti að verða. Auk þess þyrfti ýmsar aðrar tilhliðranir og breytingar á húsinu. Lokaskýrslu þessara aðila er að vænta í lok júní á þessu ári. Ekki hefur verið óskað eftir fjárframlagi frá Íslensku óperunni til að standa straum af þessari skoðun en málið hefur verið kynnt framkvæmda- stjóra óperunnar. Of snemmt er að segja til um hvort þessi athugun muni leiða til jákvæðrar niðurstöðu og engar kostnaðartölur hafa enn verið nefndar. Það er því ótíma- bært að ræða málið frekar að svo stöddu. Ég ber mikla virðingu fyrir starf- semi og sjálfstæði Íslensku óper- unnar. Að sjálfsögðu yrði hugsan- legur flutningur Óperunnar úr þröngum húsakynnum Gamla bíós í Borgarleikhúsið eða annað húsnæði aldrei að veruleika nema í góðri sátt við hana. Það verður hins veg- ar að teljast bæði sjálfsagt og eðli- legt að menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg feli sérfræðing- um að kanna hugsanlega kosti, áður en lengra er haldið. Að endingu vil ég taka fram að best fer á því að láta verkin tala hvort sem um er að ræða framtíð Leikfélags Reykja- víkur og Borgarleikhússins eða húsnæðismál Íslensku óperunnar. Borgarleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Íslenska óperan Eftir Þórólf Árnason „… best fer á því að láta verkin tala, hvort sem um er að ræða framtíð Leikfélags Reykjavíkur og Borg- arleikhússins eða húsnæðismál Íslensku óperunnar.“ Höfundur er borgarstjóri. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni áfram Ísland xd.is Vilt flú leggja Sjálfstæ›isflokknum li›? Glæsibær Opi› 15.00–21.00 Sími 553 1559 Austurstræti 20 (Hressó) Opi› 12.00–21.00 Sími 551 1294 Mjóddin Álfabakka 14a Opi› 16.00–21.00 Sími 557 2576 Hjar›arhagi 47 Opi› 15.00–21.00 Sími 551 1306 Grafarvogur Hverafold 1-3 Opi› 17.00–22.00 Sími 557 2631 Árbær Hraunbær 102b Opi› 16.00–21.00 Sími 567 4011 Miklabraut 68 v/Lönguhlí› Opi› 16.00–21.00 Sími 561 1500 Saman vinnum vi› sigur! Sjálfstæ›isflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfbo›ali›um til margvíslegra starfa daginn fyrir kjördag og á kjördag. Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› kosningaskrifstofurnar e›a skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins í síma 515 1700. Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› hverfaskrifstofurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.